Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 C 5 Spánar- og Portúgalsmarkaður skilaði SH um 5% af útflutningsveltu í fyrra Vaxandi markaður með fjölbreytta möguleika Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna mun opna söluskrifstofu á Spáni í vor og hefur Hjörleifur Ásgeirsson sjávarútvegsfræðingur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hennar. Kjartan Magnússon ræddi við hann um markaðinn á Spáni og í Portúgal og hugsanlega landvinninga. Morgunblaðið/Kristinn. HJÖRLEIFUR Ásgeirsson er 33 ára. Hann lauk stúdentsprófi frá MS og stundaði nám í sjávarútvegsfræðum I Tromsö 1986- 1991. Hann hefur starfað á söluskrifstofu SH í París frá því á árinu 1992 og hefur annast sölu til Spánar og Portúgals. Eigin- kona Hjörleifs, Maria Purificacion Luque Jimenez, er spænsk og eiga þau tvö börn. Spánar- og Portúgalsmarkaður- inn er stór og fer vaxandi. íbúar Spánar og Portúgals eru samtals fimmtíu milljónir og er mikil fisk- neysla í þessum löndum. Fiskneysla á Spáni er um 40 kíló á mann á hverju ári en til samanburðar má geta þess að í Frakklandi er hún um 26 kíló á mann. Hjörleifur seg- ir að líklegt sé að spænsk-portúg- alski markaðurinn eigi eftir að vaxa enn á næstu árum, bæði vegna aukinnar fiskneyslu og einnig vegna minni afla spænska fiskveiði- flotans, sem er hinn stærsti meðal ESB-ríkja. Heildaraflinn hafi oft numið allt að milljón tonnum en hann fari nú minnkandi vegna þess að Spánveij- ar séu nú smám saman að tapa aðgangi að fengsælum fiskimiðum, sem þeir hafa stundað í ríkum mæli, t.d. við Afríku og Kanada. Talið er að heildarfiskneysla Spánveija nálgist nú 1,6 milljónir tonna árlega og er innflutningur um helmingur hennar. í magni vega þyngst lýsingur, smokkfískur, tún- fiskur auk uppsjávarfiska eins og makríls og sardínu. Sölumiðstöðin hóf að sinna Spán- ar- og Portúgalsmarkaðnum að ein- hveiju marki árið 1990, fyrst með sölu á heilfrystum humri en síðan hafa ýmsar tegundir bæst við eins og rækja, þorskur, karfi og ýmsar flatfisktegundir. Nú selur SH ár- lega um þijú þúsund tonn af fiskaf- urðum til Spánar og Portúgals eða tæp 3% af heildarframleiðslu fyrir- tækisins. Heildarverðmætið nemur hins vegar um 5% af útflutnings- veltu SH að sögn Hjörleifs. „Markmiðið með stofnun sér- stakrar skrifstofu þar syðra er að ná enn meiri árangri á þessum markaði, þ.e.y.s. meiri sölu og hærra verði. Ákvörðunin byggist á þeirri reynslu fyrirtækisins að best sé að hafa söluskrifstofur sem næst mörkuðunum enda skipta persónu- leg samskipti miklu máli nú sem fyrr þótt fjarskiptatæknin hafi aldr- ei verið fullkomnari." Aukið jafnvægi á markaðnum Ekki er laust við að Spánarmark- aðurinn hafi haft orð á sér fyrir óstöðugleika meðal íslenskra fiskút- flytjenda og eru til sögur um mikið tap þeirra vegna varasamra kaup- enda. Hjörleifur segir að þessi óstöðugleiki hafi einkennt hluta markaðarins en hann sé nú sem betur fer að komast í jafnvægi. „Þetta hefur ekki verið vandamál hjá okkur og ég á ekki von á að það verði það enda höfum við lagt á það ríka áherslu að skipta við traust fyrirtæki, sem hafa getið sér góðan orðstír. Markaðurinn hefur verið í mikilli þróun á síðustu árum, fyrirtækin eru nú færri en stærri en áður og þar með traustari. Kaupmáttur hefur vaxið mikið meðal Spánveija og Portúgala á síðastliðnum árum og nú eru tíu ár liðin siðan þeir fengu inngöngu í Evrópubandalagið. „SH hefur ávallt lagt áherslu á fyrgta flokks vöru og það þýðir auðvitað að hún er seld til landa þar sem kaupmátt- ur er mikill. Spánveijar og Portúg- alar eru fyrst núna að ná þeirri stöðu og því teljum við að tími sé kominn til að sinna þessum mark- aði betur. Spánveijar eru með mestu neytendum og innflytjendum fiskafurða og í Madrid er annar stærsti fiskmarkaður í heimi.“ Ýmsir möguleikar fyrir hendi Hjörleifur segir að megináhersla verði áfram lögð á frystar fiskafurð- ir en hann telur að fyrir hendi séu ýmsir spennandi möguleikar á markaðnum fyrir íslenska fiskút- flytjendur. „Spánveijar eru nýj- ungagjarnir og markaðurinn er mjög ijölbreytilegur. Hann er ekki eins þróaður eða hefðbundinn og franski markaðurinn og býður því ýmsa möguleika. Erlendar fiskaf- urðir mæta lítilli tortryggni á Spáni enda eru þær hinum spænsku fremri í gæðum í flestum tilvikum." Áhersla á ungu kynslóðina Töluverður munur er á markaðn- um eftir svæðum. Kaupmáttur er til dæmis meiri á Spáni en í Portúg- al og þar gætir einnig meiri fjöl- breytni. Þá hefur þorskurinn sterk- ari stöðu á Norður-Spáni en flat- fiskur og hrogn verða vinsælli eftir því sem sunnar dregur. Nokkur munur er einnig á vestur- og aust- urhlutanum og milli sveita og borga. Hjörleifur segir að megináhersla verði lögð á að ná til ungu kynslóð- arinnar en hún vill helst fá matinn tilbúinn. „Það er ágæt þróun fyrir okkur því það þýðir að við þurfum að leggja meiri vinnu í vöruna. Virð- isaukinn helst því vonandi í auknum mæli hjá framleiðendunum heima.“ Sölumiðstöðin hefur markað þá stefnu í sölu sinni erlendis að kom- ast eins langt inn á markaðinn og hægt er, þ.e.a.s. að minnka sölu til iðnaðarnotkunar en auka sölu af- urða í neytendapakkningum til heildsala og smásöluverslana. „Ég tel að þetta hafi heppnast vel á Spáni enda stöndum við sterkt að vígi þar á veitingahúsamarkaðnum, þar sem mestar gæðakröfur eru gerðar en þar fæst jafnframt besta verðið. Spánarskrifstofan mun einnig leggja áherslu á að ná betri fót- festu í smásöluversluninni en þar skipta verslanakeðjur miklu máli. Nær neytandanum verður ekki komist og viðtökur spænskra versl- ana hingað til lofa góðu. Vannýttar tegundir Hjörleifur segir að Spánarskrif- stofan muni sem fyrr leggja mesta áherslu á að veita alhliða þjónustu með frystan fisk. „Við vonumst til að auka sölu á frystum og ferskum fiski frá íslandi og nýjum afurðum frá samstarfsfyrirtækjum SH víða um heim. Til dæmis mun Spánar- skrifstofan sjá um afurðasöluna fyrir dótturfyrirtæki Þormóðs ramma og Granda, Pesquera Siglo, í Mexíkó, sem sinnir smokkfisk- vinnslu og rækjuveiðum. Söluskrifstofa SH í París hefur orð á sér fyrir að hvetja fiskfram- leiðendur til að nýta tegundir, sem hafa verið lítt eða ekki nýttar, t.d. keilu, langhala, tindabikkju og búra. Að sögn Hjörleifs mun Spán- arskrifstofan vinna í sama anda. „Það er markaður fyrir margar þessar tegundir á Spáni, sérstak- lega í flatfíski." Frekari landvinningar við Miðjarðarhaf? Eins og fyrr segir eru Spánn og. Portúgal markaðssvæði skrifstof- unnar. Þessi lönd eiga það sameig- inlegt með öðrum Miðjarðarhafs- löndum að þar búa miklar fisk- neysluþjóðir og lífskjör fara batn- andi. Með opnun Spánarskrifstof- unnar liggur því beint við að spyija hvort fyrirhugað sé að herða mark- aðssóknina í löndum eins og Ítalíu og Grikklandi með því að opna þar skrifstofur eða fela Spánarskrif- stofunni umsjón þeirra. Hjörleifur segir að staðsetning söluskrifstofa og skipting markaðs- svæða á milli þeirra sé alfarið ákvörðun stjórnar SH. „Það er þó ljóst að Sölumiðstöðin mun fylgjast grannt með þróun markaða í þess- um löndum og vera opin fyrir sölu- tækifærum. Dótturfyrirtæki SH í Hamborg hefur annast sölumálin á Ítalíu og í Grikklandi hefur verið þjónað beint frá íslandi. Við seljum nú þegar rúmlega þúsund tonn af sjófrystum karfa til Grikklands. Þá hefur töluvert af humri, karfa, rækju, þorski og flatfiski verið selt til Ítalíu. Öðru hveiju tekst að selja fyrir ágætis verð í Tyrklandi, Kýpur og ísrael. Ýmis fleiri lönd fyrir botni Miðjarðarhafs eru framtíðarmark- aðir en öll Norður-Afríka er enn sem komið er óskrifað blað.“ GOTT Á LÍNUIMA • SIGURÐUR Pétursson á Sædísinni SH hefur gert það gott að undanfömu. Hér er hann við löndun í Ólafsvík en að undanförnu hefur hann Morgunblaðið/Alfons róið á línu og tvílandað yfir daginn. Aflinn hefur komist í um 200 kíló á bala en þegar þessi mynd var tekin var aflinn um 1.400 kg. á átta bala. Aukið samstarf vélsljóra HELGI Laxdal var endurkjörinn formaður Vélstjórafélags íslands og Ásgeir Guðnason varaformaður á aðalfundi félagsins sem haldinn var 29. desember sl. Á fundinum var farið yfir starfsemi liðins árs, að frátöldum kjaramálum, en þeim höfðu verið gerð skil á sér- stökum fundum með viðkomandi hagsmunahópum dagana 27. og 28. desember sl. Nokkuð var þó ijallað um lífeyris- mál og þá afstöðu ráðamanna Lífeyr- issjóðs sjómanna að hafna því að Vélstjórafélag íslands eigi áfram stjómaraðild að sjóðnum eftir að fé- lagið sagði skilið við Farmanna- og fiskimannasamband íslands 1. ágúst 1991. í gagnrýni á þessa ákvörðun kom meðal annars fram að félags- menn í Vélstjórafélaginu og Far- manna- og fiskimannasambandinu væm ámóta margir. Aðalfundurinn samþykkti að félag- ið gengi til samstarfs við Vélstjórafé- lag ísafjarðar um sameiginlegan rekstur Styrktar- og sjúkrasjóðs og orlofsheimilasjóða félaganna. Einnig að Vélstjórafélag íslands veiti Vélstjórafélagi ísafjarðar þá fé- lagslegu þjónustu sem Alþýðusam- band Vestfjarða hefur annast á und- angengnum árum, sem felst m.a. í almennu skrifstofuhaldi, gerð kjara- samninga ásamt margþættri aðstoð við félagsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.