Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 C 7 _______________________________VIÐTAL______________________________ Saltfiskmarkaðurinn á Spáni hefur tekið miklum breytingum á þessari öld „Saltfiskurinn er herramamismatur ‘ ‘ Saltfiskurinn skipar mikilvægan sess í spænsku mataræði, einkum í Kata- lóníu. Þar er saltfiskurinn orðinn með dýrustu matvöru og borðaður til hátíðabrigða á fjölbreyttan hátt. Hjörtur Gíslason kynnti sér þessi mál og komst að því, að miklar breytingar hafa átt sér stað í neyzlu á saltfiski undanfarna áratugi. MIKLAR breytingar hafa orðið á neyzlu saltfisks á Spáni á síðustu áratugum. Fyrr á öldinni var salt- fiskurinn matur fátæka fólksins, eldaður með einföldum hætti. Nú er saltfiskur dýr matur og telzt til hinna mestu kræsinga á veitinga- stöðum og er hafður í matinn til hátíðabrigða og þegar mikið skal við haft. A veitingastöðunum er hægt að fá saltfiskinn í forrétt með ótrúlega fjölbreyttum hætti, ýmist hráan, steiktan eða soðinn og ekki er fjölbreytnin síðri í aðalréttunum, en hvítlaukurinn skipar þar þó að jafnaði stóran sess. Þá er sala salt- fiskins að byija að færast yfir í neytendaumbúðir í stórmörkuðun- um. Verið ræddi þessa þróun við José Solernou, sölustjóra Copesco SÍF á Spáni, en hann hefur selt saltfisk í meira en fjóra áratugi: „Saltfiskurinn er talinn herra- mannsmatur hér á Spáni, en svo hefur ekki alltaf verið,“ segir José Solernou. „Mesta breytingin er sú, að saltfiskur var matur fátæka fólksins fyrr á öldinni, en er nú orðinn dýrari afurð og neyzla á honum almennari. I gamla daga var saltfiskurinn mjög ódýr, en ferskur fiskur dýr. Þegar lítið var til af peningum e'ða ekki gaf á sjóinn keypti fólkið saltfisk í matinn. Þeg- ar spara þui-fti í heimilishaldinu, til dæmis vegna óvæntra útgjalda eða vegna þess að kaupa þurfti eitthvað til búsins, var saltfiskurinn hafður oftar í matinn. Fremur dýr matur Nú er saltfiskur í raun aðeins etinn af fólki, sem hefur vanizt honum og hefur efni á að kaupa hann. Saltfiskurinn er fremur dýr matur, er jafnvel með því dýrasta sem fæst í matinn, bæði á veitinga- stöðum og mörkuðunum. Þess vegna leitumst við við að selja salt- fiskinn á sem fjölbreyttastan hátt. Hann er hlutaður niður eftir kúnst- arinnar reglum í mis dýr stykki og þannig geta þeir efnaminni einnig notið fisksins í einhveijum mæli með því að kaupa ódýrustu hlut- ana, meðan þeir, sem meira mega sín, gera betur við sig í stykkja- vali. Þannig getur verðmunur á hverju kílói af stykkjum úr salt- fiski, til dæmis beinlausum flaka- stykkjum annars vegar og sporðbit- um hins vegar, verið allt að 700 krónur. Hvort tveggja er þó salt- fiskur með sínu sérstaka bragði. Neyzlan mikið breytt Nú er neyzla á saltfiski því orðin gjörólík því, sem var, þegar þegar fólk átti ekki annarra kosta völ en borða saltfisk, vegna þess að það hafði ekki efni á öðru, eða vegna þess að annað var ekki á boðstólum. Nú borða þeir einir saltfisk, sem finnst hann góður. Þess vegna auk- ast gæðakröfur neytenda stöðugt. Fólkið vill saltfiskinn hvítan og hæfilega verkaðan. Þá hafa orðið miklar beytingar á dreifingu og sölu á saltfiski. Fyrir um það bil átta árum, er ég byijaði að vinna fyrir SÍF, var í raun að- eins einn innflytjandi, sem keypti um 70% af öllum saltfiski, sem fór inn á spænska markaðinn. Þegar einkaleyfi SÍF var afnumið og aðrir fengu að flytja út og aðrir innflytj- endur að kaupa fiskinn, þótti þess- um aðila ekki fýsilegt lengur að standa í þessum innflutningi og hætti starfseminni. Nú er umhverf- ið allt annað, innflytjendur hér og útflytjendur á íslandi eru orðnir fjölmargir. Óstöðugleiki Margir útflytjenda á íslandi og víðar eiga í erfiðleikum með að halda gæðum og framboði stöðugu. Út- vatnararnir, hinir hefðbundnu salt- fisksalar- sem selja fiskinn á neyt- endamörkuðunum, hafa átt erfítt með að átta sig á gangi mála, eink- um vegna óstöðugleikans. Þeir hafa því í mörgum tilfellum hætt viðskipt- um við einstaka aðila, þar sem físk- urinn sem þeir hafa fengið, uppfyll- ir ekki áður samþykktar kröfum um gæði. Þetta veldur svo því að slæmt orð getur komist á saltfiskútflytjend- ur almennt á íslandi." Fjölbreyttar dreiflleiðir Hvernig er dreifíkerfið fyrir salt- fisk á Spáni byggt upp? „Við getum tekið Copesco SÍF sem dæmi. Fyrirtækið er innflytj- andi með bein tengsl við við stóran útflytjanda á íslandi. Við seljum þennan fisk til útvatnara á mörkuð- unum, einnig til heildsala, þurrkun- arstöðva, veitingahúsa og svo fram- vegis. Innflytjandinn dreifir því fiskinum eftir mörgum leiðum inn á markaðinn. Við erum einnig með pökkuriarverksmiðju fyrir saltfisk- inn, þar sem pakkað er í öskjur af þeirri stærð sem kaupendur óska. Við bjóðum einnig upp á saltfiskinn heilann eða skorinn eftir því, sem óskað er. Við pökkum einnig í neyt- endapakkningar fyrir stórmarkaði, en aðalatriðið er að við eigum nægi- lega stórar kæligeymslur til að geta verið með stöðugt framboð af salt- fiski. Salan er fyrst og fremst yfir vetrartímann, frá október til marz. Á hinn bóginn er mest framleiðsla á saltfiski á útmánuðum og því er framboðið mest, þegar eftirspurnin er minnst. Þess vegna þurfa bæði inn- og útflytjendur að geta safnað birgðum, þegar eftirspurn er lítil, til að geta svarað henni, þegar hún eykst.“ Saltfiskurinn borðaður ð veturna Hver er framtíð saltfisksins á matvælamarkaði nútímans. Er hann kannski úrelt afurð? „Það er staðreynd að matreiðsla á saltfiski er flóknari og vandasam- ari en á mörgum öðrum matvælum. Því þarf að gera saltfiskinn að- gengilegri fyrir fólk og útvatnar- arnir, saltfisksalarnir, eru þegar komir vel áleiðis og bjóða bæði upp á saltfisk, sem er tilbúinn til eldun- ar og tilbúinn til neyzlu. Margt fólk telur saltfiskinn erfiðan að fást við, en það er í raun ekki rétt, því hann má elda á ótal vegu og á svipaðan hátt og annan fisk. Hin hefðbunda matreiðsla byggist hins vegar á því að saltfiskurinn sé steiktur og fram- reiddur með sérstakri sósu, sem byggist á hvítlauk og fleiri bragð- miklum þáttum, en uppskriftirnar eru nánast óteljandi. Saltfiskurinn er fyrst og fremst borðaður á veturna. Hann er talinn fullþungur í maga til að borða í sumarhitanum. Við höfum því með- al annars reynt að auka sölú á salt- fisksalati, gerðu úr hráum saltfiski, sem er létt í maga og frískandi til að auka neysluna á sumrin, sem því miður er mjög lítil. Kostar svipað og nautastelk Þegar faðir minn var ungur, var viðmiðunin sú, að kíló af saltfiski átti að kosta það sama og tylft af eggjum. Þá var reyndar framboð á eggjum minna enda ekki um slíkan verksmiðjubúskap að ræða og nú. Því voru eggin mun dýrari þá en nú,- Engu að síður er þessi saman- burður löngu úr sögunni og saltfisk- urinn orðinn miklu dýrari en eggja tylftin. Þegar ég var að alast upp, borðuðum við saltfisk á virkum dögum og kjúkling um helgar. Nú er kjúklingur hversdagsmatur, en saltfiskur til hátíðabrigða. Beztu stykkin af saltfiskinum kosta nú svipað eða meira en beztu stykkin af nauta- eða lambakjöti. Verð á kjöti hefur farið lækkandi með verksmiðjubúskap af ýmsu tagi, en saltfiskframleiðslan er háð öðrum lögmálum og því hefur verið á honum heldur hækkað en hitt. Þess vegna gæti framvindan orðið sú, að saltfiskmarkaðurinn verði takmarkaður við fremur fámennan hóp, sem hefur efni á því að greiða hátt verð fyrir hann. Gæðln sklpta mestu máli Þetta kann þó að breytast, því framleiðsla á saltfiski hefur ekki verið mikil undanfarin ár. Þess vegna hefur verðið hækkað og hátt verð dregur úr neyzlu. Því má segja að minnkandi framleiðsla hafi dreg- ið úr neyzlunni. Aukizt framleiðslan á ný, má búast við því að verðið lækki og neyzlan aukist, en slík þróun tekur nokkur ár. Mestu máli skiptir að aukningin, verði hún að veruleika, verði ekki of ör svo verð- ið falli ekki um of og geri söltun á fiski óhagkvæma, þannig að fiskur- inn fari í aðra vinnslu. Markaðurinn fyrir saltfisk á Spáni er fyrir hendi. Hann byggist á mikilli hefð og neytendur krefjast mikilla gæða og stöðugleika í fram- boði. Verð á saltfiski er nú hátt og hefur það dregið úr neyslu. Aukizt framleiðslan á ný, gæti verð lækkað og neyzlan aukizt á ný. Nauðsynlegt er að ná til unga fólksins til að viðhalda markaðnum, en þá verður að tryggja gæðin og gera framleiðsluna aðgengilegri til matreiðslu með vinnslu á fiski í neytendapakkningar, þar sem fisk- urinn er tilbúinn til matreiðslu eða tilbúna rétti, sem aðeins þarf að hita. Þá er einnig nauðsynlegt að færa dreifinguna í auknum mæli yfir í stórmarkaðina, þar sem við- skiptin eru mest. Þetta þurfa allir framleiðendur á íslandi að hafa í huga og gæta þess að halda miklum gæðum og flokka fískinn rétt. Með réttu hug- arfari og vinnubröðgum er hægt að ná langt. Enn sem komið er er íslenzki saltfiskurinn sá bezti í heimi og svo þarf að vera áfrarn," segir José Solernou. Morgunblaðið/HG ÚTVATNARINN og innflytjandinn. José Solernou ræðir málin við góðan viðskiptavin á markaðnum, en útvatnararnir svoköll- uðu eru hinir hefðbundnu saltfisksalar á Spáni og selja fiskinn í hinni fjölbreyttustu mynd. Fiskverkunarhúsnæði Til leigu er 360 fm húsnæði til fiskverkunar auk skrifstofuaðstöðu. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 20. janúar, merkt: „8888". Fiskiskiptil sölu Höfum fengið til sölu rækjubátinn ARON ÞH-105 ásamt veiðiheimildum, sem eru 33,3% af rækjukvóta í Skjálfandaflóa. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar í síma 551 4160. B.P. skip hf., Borgartúni 18, Reykjavík, sími 551 4160, fax 551 4180. Rækjuskip íviðskipti Rækjuverksmiðja á Norðurlandi óskar eftir rækjuskipum í viðskipti frá og með 1. apríl. Áhugasamir hafi samband við Jóhann Ólafs- son í síma 465-1200. «Stýrimannaskólinn í Reykjavík 30 rúmlesta réttindanám Innritun alla virka daga. Sími 551 3194. Námskeiðið hefst 15. janúar nk. kl. 18.00. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.