Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 STRÁKARNIR í messanum voru hressir, þegar byrjað var að undirbúa næstu veiðiferð. Árni Sæmunds- son, Sævar Berg, Ragnar B. Gíslason, Gísli Sævarsson, Sigurður Jónsson og Jónleif Joensen, annar tveggja Færeyinga um borð. „Þetta er ævintýri“ OTTÓ Wathne frá Seyðisfirði náði beztum árangri allra íslenzkra skipa á Flæmska hattinum á síðasta ári, aflinn varð rúmlega þúsund tonn og aflaverð- mæti um 215 milljónir króna. Útgerðin varð þó fyrir töluverðu áfalli, er frysti- pressa eyðilagðist. Fyrir utan viðgerð- arkostnað, var skipið frá veiðum á bezta tíma um sumarið og áætlar Trausti Magnússon, útgerðarmaður, að veiðitap hafi numið 50 til 60 milljón- um króna. Ottó Wathne er nú að veið- um á Hattinum, en mikil bræla hefur verið þar undanfama daga. Verið skrapp um borð hjá skipveijum á Ottó Wathne í Harbour Grace á Nýfundnalandi nú í upphafi árs og ræddi við skipveija í messanum, þegar byijað var að undirbúa brottför eftir kærkomið jólafrí. Strákarnir voru hinir hressustu og sögðu gott að vera komn- ir um borð á ný. „Þetta er gott skip og góður andi hefur verið um borð. Veiðamar hafa gengið vel og við höfum átt góð samskipti við fólkið héma. Okkur hefur meðal annars verið boðið hér í jólaboð og hvarvetna mætt hlý- legu viðmóti," sögðu þeir. Tími kominn tll aö hætta febrúar og hefur verið kokkur sam- fleytt að tveimur túmm undanskildum, en þá var hún háseti. „Þetta venst, en Birgðirnar skráðar. Elsa Björk Harðardóttir, kokkur, fer yfir birgðirnar og býr sig undir að panta kostinn. það var skelfilegt í upphafi," segir Elsa Björk. „Ég kunni fljótlega ágætlega við þetta og það hjálpar mikið, að góð- ur mannskapur er um borð. Veiðarnar hafa einnig gengið alveg sæmilega, þó ég hafi reyndar enga viðmiðun þar, því sjómennska mín áður nær aðeins til Vestmannaeyjafeijunnar Heijólfs. Þetta er reyndar hreint ævintýri og alltaf eitthvað að gerast og því finnst mér allt í lagi að vera svona mikið að heiman, enda er ég ekki með fjöl- skyldu. Strákarnir um borð eru ágætir og ekkert matvandir. Þeir fá ýmist kjöt eða físk í matinn og eitthvað gott á sunnudögum. Maður lærir smám saman að létta sér störfin, en erfitt var það til að byija með. Var í viðskiptafræði Það eru eiginlega örlögin, sem hafa ráðið því að ég lenti hér um borð. Ég var í viðskiptafræði í Háskóla íslands fyrir jólin 1994 og mánuði seinna var ég komin um borð í rækjufrystitogara við Nýfundnaland, eiginlega fyrir til- viljun," segir Elsa Björk. Skipstjórar á Ottó Wathne eru Páll Agústsson og Vilhelm Annasson. Trausti Magnússon, útgerðarmaður, hyggst nú hætta útgerð skipsins og er sala þess til Snæfellings í Snæ- fellsbæ og Útgerðarfélags Dalvíkur langt komin. „Eg er búinn að vera á sjó sjálfur í meira en 50 ár og í útgerð síðan upp úr 1970 og því kominn tími til að hætta þessu. Þetta hefur verið skemmtilegur og annasamur tími og gaman að taka þátt í þessum rækju- veiðum við Nýfundnaland. Okkur hefði þó getað gengið betur, hefðum við ekki orðið fyrir þessum skakkaföllum síðastliðið sumar, en við því er reyndar lítið að gera. Það er erfitt að eiga við bilanir hérna fyrir vestan, vegna þess að rafkerfið er ann- að og alla varahluti þarf að fá frá Evrópu. Þá er gangurinn við viðgerðir og viðhald hér allur miklu hægari en heima, en annars hefur þetta gengið vel,“ segir Trausti Magnússon. Skelfilegt í upphafi Kokkurinn um borð er Elsa Björk Harðardóttir. Hún byijaði um borð í Morgunblaðið/HG STEFÁN Garðarsson, framkvæmdastjóri Snæfellings, Vilhelm Annas- son, skipsljóri, og Ari Þorsteinsson, formaður stjórnar Snæfellings, fara yfir vinnslubúnaðinn á milHdekkinu. FÓLK Ráðinn að ^ Þróunarsetri ÍS • FRIÐLEIFUR Kristinn Friðleifsson, líffræðingur, hef- ur verið ráðinn til að sinna ýmsum verk- efnum í Þró- unarsetri ís- lenskra sjáv- arafurða. Friðleifur er fæddur árið 1970 íNoregi og lauk stód- entsprófi frá Fjölbrauta- skólanum í Ármúla árið 1990. Hann útskrifaðist með B.Sc. próf í líffræði frá Háskóla ís- lands síðastliðið vor. Friðleifur er ekki alls ókunnur starfshátt- um fyrirtækisins vegna þess að hann starfaði á yngri árum í frystihúsinu á Kirkjusandi. Friðrik kominn heim frá Kína • FRIÐRIK Sigurðsson, sjáv- arlíffræðingur, hefur verið ráð- inn til stafa við Þróunarsvið ÍS. Friðrik er fæddur á Ak- ureyri árið 1957 oglauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð 1978. Hann útskrifaðist með Cand.real gráðu í sjávarlíffræði frá Há- skólanum í Þrándheimi í Nor- egi 1986. Friðrik sinnti starfí framkvæmdastjóra Landssam- bands fiskeldis- og hafbeit- arstöðva frá 1986 til 1990. Hann var framkvæmdastjóri ÍSNÓ hf.frá 1991 til 1992 og framkvæmdastjóri Kfsiliðjunn- ar hf. í Mývatnssveit frá 1992 til 1994. í ársbyijun 1995 hóf Friðrik störf fyrir Celite China Inc. í Kína. Hann snéri heim í haust og hóf þá störf hjá ÍS. Meginverkefni hans eru vöru- þróun og tengd verkefni fyrir Seaflower Whitefish Corpor- ation í Namibíu. Jósafat heiðraður • JÓSAFAT Ilinrikssonar vélfræðingur, sem rekur véla- verkstæððið J. Hinriksson, var heiðraður fyrir brautryðjenda- störf á tæknisviðiá aðalfundi Vélstjórafélags íslands. Jósa- fat var gerður að heiðursfélaga í félaginu, en hann er lands- þekktur fyrir störf sín við vél- smíði og rekstur sjóminjasafns síns. Jósafat er einnig þekktur erlendis, en hann hefur selt tog- hlera um víða veröld og tekið þátt ijölmörgum sjávarútvegs- sýningum erlendis. Snorri 1 forsæti úthafsútgerða • SNORRI Snorrason, Dal- vík, var kjörinn formaður Félags úthafsútgerða á stofnfundi fé- lagsins síð- astliðinn föstudag.^ Ragnar Ól- afsson, skip- stjóri, Siglu- firði, var kjörinn vara- formaður varaformaður og Siguðrur Grétarsson, framkvæmda- stjóri, Egilsstöðum, ritari. Aðrir í stjórn voru kjörnir Ottar Yngvason, fram- kvæmdastjóri, Reykjavík og Guðmundur Þórðarson, út- gerðarstjóri, Hafnarfirði. í varastjórn voru kjörnir Ing- ólfur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri, Fáskrúðsfirði og Steingrímur Matthías- son, framkvæmdastjóri, Þor- lákshöfn. Veizlumatur úr saltfiski • SIGRÍÐUR Ragnarsdóttir er einn þeirra starfsmanna SÍF sem kynntir eru í nýjasta fréttabréfi fé- lagsins, Saltaranum. Hún hóf störf fyrir um það bil ári. Sigríð- ur er fulltrúi fram- kvæmda- stjóra, en gegnir jafnframt stöðu gæða- stjóra. Hún er með BA-próf í þýzku og spænsku frá Há- skóla Islands og Háskólan- um í Mexíkóborg og próf i kennslu- og uppeldisfræði frá HÍ. Sigríður kenndi við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og var þar deildarstjóri á tungumálabraut. Einnig vann hún í tvö ár hjá Útflutnings- ráði íslands í kynningardeild. „Við erum að undirbúa vottun samkvæmt alþjóðlegum gæða- staðli, ISO 9001. í tengslum við það höfum við lagt mikla vmnu í að semja gæðahandbók SÍF og undirbúa vottunarút- tektina. Það er margt sem fell- ur undir starf mitt sem fulltrúa framkvæmdastjóra. Þar má nefna samskipti við ýmsa aðila og fyrirtæki innanlands og dótturfyrirtækin erlendis, þýð- ingar skjala, ritun fundar- gerða á stjórnarfundum SÍF og margt fleira,“ segir Sigríð- ur í samtali við Saltarann. Áhugamál Sigríðar eru úti- vera, lestur góðra bóka og matargerð. „Þegar ég bjó í Mexíkó kynntist ég til dæmis því að hægt er að gera veizlu- mat úr saltfiski. Þar er salt- fiskur á borðum um jólin. Friðrik Sigurðsson Snorri Snorrason Soðin ýsa að hættí sjávarútvegsráðherra ÞAÐ ER vel við hæfi í upphafi nýs árs að fá Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra til að leggja lesendum Versins til fiskiuppskrift. Hann tók þeirri málaumleitan að sjálfsögðu vel og lagði drög að ýsurétti sem verður að teljast gamalgró- inn og sígildur meðal íslensku þjóðarinnar. í réttinn þarf: 3A 1 vatn 1-2 msk salt 2 meðalstór ýsuflök 'A msk. edik (má sleppa) 1-2 lárviðarlauf (má sleppa) Fiskurinn er hreinsaður og skorinn í sneiðar. Vatn, salt (edik og lárviðarlauf ef vill) hitað að suðu. Sneiðamar látnar í vatnið og suðan látin koma upp. Slökkt á hellunni og fiskurinn látinn liggja í soðinu i 5 til 8 minútur. Rétturinn er borinn fram með bræddu smjöri (fyrir þá sem vilja má bæta niðurbrytjuðum lauk út í smjörið) og kartöflum soðnum í söltuðu vatni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.