Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 8.TBL. 84.ÁRG. FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Minningar- athöfn á Bastillutorgi TIJGIR þúsunda komu saman á Bastillutorginu í París til að minnast Fran?ois Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseta, er lést á mánudag. Mitterrand verður borinn til grafar í fæð- ingarbæ sínum Jarnac í dag og verða einungis nánustu ættingj- ar hans og vinir viðstaddir útför- ina, Einnig verður haldin minn- ingarathöfn um Mitterrand í París sem fjöldi erlendra gesta, þar á meðal Vigdís Finnboga- dóttir, forseti Islands, verður viðstaddur. Banamein Mitterr- ands var krabbamein og brutust í gær út deilur í Frakklandi um hvenær hann hefði veikst af því. Dagblaðið Le Monde sagðist hafa heimildir fyrir því að krabbameinið hefði greinst síðla árs 1981 eða snemma á árinu 1982, eða rétt eftir að hann var kjörinn forseti, og hefði því ver- ið haldið leyndu í rúman áratug. Þá lýsti bróðir hans, Robert Mitt- errand, því yfir í viðtali við fréttastöðina LCI að forsetinn hefði fengið slæma læknismeð- ferð. Læknarnir fimm er önnuð- ust hann hefðu ekki verið sam- mála um meðferðina en jafn- framt neitað að kalla til erlendan sérfræðing sökum þjóðarstolts. Fjölskylda Mitterrands gaf út fréttatilkynningu í gær þar sem hún lýsir yfir fullu trausti á þá lækna er önnuðust hann. Reuter Warren Christopher miðlar málum milli ísraela og Sýrlendinga Skammur tími til stefnu Jerúsalem. Reuter. WARREN Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, hvöttu Sýrlendinga í gær til að reyna að ljúka friðarsamningum við Israeia hið fyrsta. Aðeins nokkrir mánuðir væru til stefnu ef ljúka ætti samning- um fyrir þingkosningar í ísrael í október. Christopher kom í gær til Miðaust- urlanda en hann mun ferðast nokkr- um sinnum milli Jerúsalem og Dam- askus fram til sunnudags. Hann sagði að viðræður ríkjanna væru nú á viðkvæmu stigi. Hvatti hann til að nú yrði slegið í klárinn og reynt að nálgast niðurstöðu í helstu ágreiningsefnunum. Þar er um að ræða framtíð Gólanhæða, örygg- ismál og sambúð ríkjanna í framtíð- inni. Shimon Peres sagði í gær, að ein- ungis nokkrir mánuðir væru til stefnu vegna þingkosninganna. Hætta væri á að eftir kosningar kæmust til valda hægrisinnar sem efuðust um nauðsyn þess að friðmæl- ast við Sýrlendinga. Vilja í ríkisstjóm Istanbul. Reuter. LEIÐTOGAR tyrkneska Velferðar- flokksins, flokks heittrúarmanna, leggja nú mikla áherslu á að flokk- urinn eigi aðild að næstu stjórn landsins og segjast reiðubúnir til m’álamiðlana. Flokkurinn vann sigur í þingkosningum í desember en aðr- ir flokkar hafa síðan reynt að mynda bandalag gegn honum. A fundum í gær ræddu flokksleið- togarnir hvaða málamiðlanir flokk- urinn gæti sæst á við stjórnarmynd- un. Necmettin Erbakan, leiðtogi Velferðarflokksins, sagðist vongóð- ur um að flokkurinn ætti aðild að næstu stjórn en honum var falin stjórnarmyndun á þriðjudag. Tyrkneskir fréttaskýrendur telja að Erbakan muni fyrst reyna að ná samkomulagi við Föðurlandsflokk- inn (ANAP), sem Mesut Yilmaz veit- ir forstöðu. Er jafnvel talið líklegt að heittrú- armenn muni afsala sér forsætis- ráðuneytinu og öðrum mikilvægum ráðuneytum fái þeir aðild að stjórn landsins og yfirráð yfir t.d. mennta- málum. Uppreisnarmenn sleppa á annað þúsund gíslum í Kísljar Bílalest Tsjetsjena stöðvuð við landamærin Pervomajskaja. Reuter. Reuter TSJETSJENSKUR uppreisnarmaður, vopnaður sprengjuvörpu, og gísl fylgjast með rússneskri herþyrlu úr einni rútunni. RÚSSNESKAR hersveitir um- kringdu í gær þorpið Pervomajskaja í suðurhluta héraðsins Dagestan í Rússlandi, rétt við landamærin að Tsjetsjníju, þar sem ellefu rútur tsjetsjenskra uppreisnarmanna höfðu verið stöðvaðar með um 150 gísla. Fyrr um daginn hafði uppreisnar- mönnunum, sem talið er að séu um tvö hundruð talsins, verið leyft að yfirgefa sjúkrahús í borginni Kísljar í rútunum en þar höfðu þeir haldið um tvö þúsund manns í gíslingu. Tsjetsjenar hótuðu í gærkvöldi að skjóta gíslana ef þeir fengju ekki að halda ferð sinni til Tsjetsjníju áfram. Samningar náðust í gær um að uppreisnarmennimir fengju að halda aftur til Tsjetsjníju og voru þeim útvegaðar rútur til að komast leiðar sinnar. Var þá flestum gíslanna sleppt en um 150 gíslar voru teknir með. Að auki tóku uppreisnarmenn- irnir nokkra tugi gísla til viðbótar er þeir komu til Pervomajskaja. Sjö embættismönnum frá Dagestan, er höfðu boðið sig fram sem gísla gegn því að meirihluta gíslanna á sjúkra- húsinu yrði sleppt, var þó veitt frelsi. Fréttastofan Interfax hafði eftir .einum fulltrúa innanríkisráðuneyt- isins í Dagestan, er hafði farið inn í þorpið, að andrúmsloftið þar væri afslappað. Hefðust gíslarnir fyrir í rútunum enda mjög kalt. Hann sagði að uppreisnarmennirnir hefðu sagt gíslunum að þeir vildu ekki drepa þá og hefðu hvatt þá til að forða sér ef átök brytust út. Gáfu yfirvöld þá skýringu á því að Tsjetsjenarnir voru stöðvaðir í Pervomajskaja að brú á leiðinni væri ónýt. Var sagt að verið væri að reyna að semja við uppreisnarmennina um að fara aðra leið. Stöðvaðir af þyrlu Rússneskur blaðamaður, Rúslan Kúsarov, er ferðaðist með bílalest- inni, sagði að hún hefði verið stöðvuð af herþyrlu er skaut í átt að rútun- um. „Þyrlan skaut að okkur. Þeir hittu okkur næstum því. Það var greinilegt að þeir vildu að við stöðv- uðum í þessu þorpi." Að sögn Tass-fréttastofunnar hafa íbúar bæjarins Khasavjúrt, sem Iagt er til að ekið verði í gegnum, beðið stjórnvöld um að hverfa frá þeim áformum. Gíslatakan er mikið áfall fyrir rússnesku stjórnina enda í annað skipti á sjö mánuðum, sem Tsjetsj- enar taka fjölda fólks í gíslingu utan Tsjetsjníju. Viktor Tsjernómyrdín forsætisráðherra sagði í gær að upp- reisnarmönnunum yrði refsað en ekkert gert er stefndi lífi gíslanna í hættu. Að minnsta kosti þrettán óbreyttir borgarar og sjö lögreglumenn féllu í átökum i Kísljar á þriðjudag. Ford-flak í vörpuna Ósló. Morgunblaðið. RÚSSNESKI togarinn Mal- akov fékk óvæntan afla er hann var á veiðum á Barents- hafi um 15 sjómílur norður af Kap Nord á mánudag. Auk slatta af þorski kom flak af Ford Sierra-bíl í vörpuna og hefur norska lögreglan grun um að tryggingasvik hafi valdið því að flakinu var sökkt í sjó. Dýpið á þessum slóðum er um 250 metrar. Ymsa mikil- væga hluti vantaði í bílinn að sögn Aftenposten. Talið er að verksmiðjunúmer á yfirbygg- ingu sé læsilegt og mun því væntanlega koma í ljós hvort norskur bíleigandi hefur átt Fordinn. Skipið var væntan- legt til Bátsfjord í gær. Eftir að samskipti við Rúss- land urðu greiðari hafa áhafn- ir rússneskra togara komið sér upp margs konar við- skiptatengslum í Noregi. Rússar kaupa oft gamla og ódýra bíla í Noregi, eins og þeir hafa gert á Islandi, og sigla með þá heim. Bílasalar og einstaklingar í Norður- Noregi eru orðnir uppiskroppa með bíla í verðflokkum undir 100.000 krónum íslenskum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.