Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís. Nýtt braggahverfi rís Farþegaflug frá Bandaríkjunum í lag Þúsund farþegar að vestan Breytingar ákveðnar á afgreiðslu- tíma apóteka APÓTEKARAR í Reykjavík hafa komið sér saman um breytingar á fyrirkomulagi afgreiðslutíma apó- teka um nætur og yfir heigar. Breytingarnar taka gildi upp úr næstu mánaðamótum. Næturvaktir miðsvæðis á Reykjavíkursvæðinu Því fyrirkomulagi hefur verið fylgt að 14 apótek á Reykjavíkur- svæðinu hafa skipt með sér kvöld-, nætur- og helgarþjónustu, tvö og tvö í senn skv. ákveðnu vaktakerfi. Breytingin felur í sér að framvegis munu sjö apótek skiptast á um að annast þessa þjónustu, viku í senn, og eru þau öll staðsett miðsvæðis í Reykjavík. Að sögn Ingolfs Petersen, for- manns Apótekarafélags íslands, eiga vandamál, sem upp hafa kom- ið þegar apótek sem annast nætur- vakt er staðsett í úthverfi, að vera úr sögunni. Tvö apótek munu í hverri viku annast kvöld-, nætur- og helgar- vaktirnar. Annað þeirra mun sjá um næturþjónustuna en hitt verður opið til kl. 22 á virkum dögum og frá kl. 10 til 22 á sunnudögum og helgidögum. Akranes Ljósmyndir fréttaritara OPNUÐ hefur verið sýning á ljósmyndum fréttaritara Morg- unblaðsins í skrifstofu ferða- málafulltrúans við Akratorg á Akranesi. Sýningin er öllum opin á almennum skrifstofutíma. Okkar menn, félag fréttarit- ara Morgunblaðsins, efndi til samkeppni um bestu ljósmyndir fréttaritara frá árunum 1993 og 1994. Verðlaunamyndirnar hafa verið sýndar víðsvegar um land- ið frá því í fyrravor og nú hefur' hluti þeirra verið settur upp á Akranesi. Sýningin verður í sýn- ingaraðstöðu á skrifstofu ferða- málafulltrúa í hálfan mánuð. HARALDUR Gíslason múrari vinnur við að reisa nýtt bragga- hverfi við Gróttu á Seltjarnar- nesi en þar er verið að und- irbúa töku kvikmyndar sem byggð er á tveimur bókum Ein- ars Kárasonar, Þar sem Djöfla- eyjan rís og Gulleyjunni. Þriðja bókin, Fyrirheitna Iandið, kem- ur ekki við sögu. Að sögn Ingu Sólnes, framkvæmdastjóra Is- lensku kvikmyndasamsteyp- unnar, verða tökur inni í tveim- ur braganna þar á meðal í Karólínubragga, þar sem fjöl- skyldan býr. Aðrir braggar eru reistir til að fylla upp í sviðs- myndina við tökur utandyra. Gert er ráð fyrir að tökur hefjist um miðjan næsta mánuð og standi fram yfir páska en gert er ráð fyrir að svæðið verði rýmt eftir 1. maí næst- komandi. FJÓRAR farþegaflugvélar, ein Bo- eing 747 breiðþota og þijár Boeing 757-flugvélar, komu til Keflavíkur frá Bandaríkjunum fyrir hádegi í gær. Farþegarnir höfðu lengst tafist vegna veðurs í Bandaríkjunum frá því á sunnudag. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að 1.025 farþegar hafí komið með vél- unum. Hann segist vona að vandræð- um vegna snjókomunnar í Bandaríkj- unum verði lokið í dag. Flugleiðir tóku á leigu Boeing 747 breiðþotu í Frakklandi til að leysa úr vandræðum vegna stórhríðar á austurströnd Bandaríkjanna. Breið- þotan hélt áleiðis til New York á þriðjudag. „Flugvélin fór í ioftið svo- lítið á eftir áætlun með vel á fimmta hundrað manns. Annars gekk flugið vel og komið var til baka frá New York í morgun [miðvikudag]. Þijár 757 vélar komu því til viðbótar til baka frá Bandaríkjunum fyrir há- degi,“ sagði Einar í gær. Hann sagði að um 1.025 farþegar hefðu komið frá Bandaríkjunum til íslands fyrir hádegi. Sá fjöldi væri um helmingi meiri en íjöldi farþega þegar mest væri að meðaltali. Breið- þotan flaug með á þriðja hundrað farþeganna til Lúxemborgar. Með aukaflugi til Óslóar og Stokkhólms fóru 154 og 70 gistu á íslandi í nótt. Sá hópur fer til Kaupmannahafnar og Hamborgar í dag. Einar staðfesti að ekki væri sér- staklega góð veðurspá fyrir Banda- ríkin. Spáð er djúpri lægð yfir Banda- ríkjunum á laugardag og sunnudag. „Við vonum að veðrið verði ekki jafntslæmt aftur,“ sagði hann. Hann sagði að flugfélagið hefði ekki undir- búið sig sérstaklega vegna spárinn- ar. „Hins vegar erum við auðvitað alltaf við því búin að setja af stað áætlun til að bregðast við svona. Sú áætlun er mjög fljótvirk." Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu höfðu Flugleiðir nýhafið útsölu á farmiðum til íslands þegar veðrið skall á vestanhafs. „Við töpum auðvitað einhveijum viðskiptum á því að upphafið á útsölunni fór úr skorðum vegna veðursins. Aftur á móti heldur hún áfram og við gerum okkur vonir um að viðskiptin glæðist enda höfum við fengið svolitla kynn- ingu í fjölmiðlum í tengslum við frétt- ir af veðrinu. Vonandi vegur hún eitthvað upp á móti tapinu,“ sagði hann. Hann sagði að ein til tvær sjón- varpsstöðvar og einhver blöð hefðu fjallað um Flugleiðir í tengslum við fréttir af veðrinu. Útsala Flugleiða felst í Jjví að seldir eru tveir farmið- ar til Islands á verði eins. Andlát ALAN BOUCHER ALAN Boucher, pró- fessor í ensku við Há- skóla íslands, er Iátinn, 78 ára að aldri. Alan fæddist 3. jan- ' úar árið 1918 í Frolea- worth, Leicestershire í Englandi, sonur Robins Estcourt Boucher, em- bættismanns í breska flotamálaráðuneytinu, og konu hans Katherine Veronica Manton de Rable.. Alan stundaði nám við Winchester College og síðar við Trinity College í Cam- bridge auk náms við Háskóla Islands. Alan varð dósent við enskudeild Háskóla íslands á árunum 1967 til 1970 og lektor frá 1970 til 1972 er hann var skip- aður prófessor. Hann var formaður Anglia á árunum 1974 til 1979 og heiðursfé- lagi frá árinu 1978. Hann var deildarforseti heimspekideildar Há- skóla íslands 1979 til 1981. Alan Boucher var sæmdur orðu breska heimsveldisins (M.B.E.). Eftir hann liggja fjölmörg rit og þýðingar. Eftirlifandi kona hans er Áslaug Þórarinsdóttir. Reyndi að fá afhent debetkort undir kennitölu annarrar manneskju í íslandsbanka Framvísaði föls- uðu nafnskírteini TVÍTUG Reykjavíkurstúlka komst að því fyrir skömmu að stúlka á svipuðu reki hafði sótt um debet- kort í hennar nafni, þegar henni barst tilkynning frá íslandsbanka um að kortið væri tilbúið til af- hendingar. Við nánari eftir- grennslan kom í ljós að hin stúlk- an hafði á einhvern hátt komist yfir nafn hennar og kennitölu og villt á sér heimildir til að sækja um debetkort með mýnd af sér. Sigurveig Jónsdóttir, blaðafulltrúi íslandsbanka, segir ljóst, að þarna hafí verið gerð tilraun til að svíkja út debetkort á fölskum forsendum, en það hafi ekki tekizt. Kortið var stofnað á nýjan reikning en var aldrei afhent, þar sem hið sanna hafði komið í ljós. Hins vegar munu allar venjulegar tilkynning- ar um nýstofnaðan reikning hafa verið sendar út frá Reiknistofnun. Sigurveig sagði, að sér þætti mjög leitt, að stúlkan skyldi hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Stúlkan upplýsti starfsfólk bankans við Laugaveg 105 um fölsunina og hafði samband við lögreglu sem óskaði þess að bank- inn tilkynnti þegar reynt yrði að sækja kortið. Sú sem sigldi undir fölsku flaggi freistaði þess nokkru síðar en var þá ekki afhent kortið þar sem fé hafði ekki verið lagt inn á reikninginn, en ekki var haff samband við lögreglu við það tækifæri. Engar skýringar gefnar Starfsmenn báru því við, þegar stúlkan grennslaðist fyrir um ástæður þessa, að þeir teldu svika- hrappinn ekki hafa brotið af sér fyrr en búið væri að leggja inn á reikninginn og nota kortið. Stúlk- an hefur síðan fengið tvær ítrek- anir þess efnis að kortið sé komið og segir að bankinn virðist í engu sinna ábendingum hennar um hvernig málið sé vaxið, að öðru leyti en því að nú sé henni sagt að kortið verði ekki afhent þeirri manneskju sem um það sótti. „Bankinn virðist láta sér í léttu rúmi liggja að mér gjörsamlega ókunnug manneskja hafi getað sótt um kort á mínu nafni án þess að framvísa persónuskilríkjum eða sanna á annan hátt hver hún er, og sennilega fengið það afhent, hefði fé legið á reikningnum og ég ekki haft fyrir því að tilkynna um þessi svik. Banírinn hefur ekki beðist afsökunar á þeim ama og fyrirhöfn sem málið allt hefur valdið mér og bítur höfuðið af skömminni með því að senda mér bréf tvívegis með áminningum um að búið sé að stofna reikning og að kortið sé tilbúið til afhending- ar,“ segir hún. Býður upp á grófa misnotkun Hún kveðst telja líklegt að þessi ósvífna tilraun sé gerð í því skyni að nota debetkort með mynd sem persónuskilríki t.d. á vínveitinga- stöðum. „Svikahrappurinn gæti til dæmis notað debetkortið sem bankakort og falsað ávísanir eða svikið út úr bankanum yfirdráttar- heimildina sem mér skilst að nemi 50 þúsund krónum og að hægt sé að semja um margfalt hærri heim- ild gegn tryggingavíxli, sem væri þá væntanlega ekki mikið mál að falsa. Flestir treysta því í blindni að debetkort séu áreiðanleg og hafín yfir misnotkun, þannig að viðkomandi gæti eflaust notfært sér það í enn verri tilgangi, væri hún þannig innréttuð,“ segir fórn- arlamb þessarar tilraunar. Samkvæmt upplýsingum frá íslandsbanka er almenn regla sú að debetkorthafí þurfi að vera í þijá mánuði í viðskiptum við bank- ann áður en hann fær yfirdráttar- heimild á debetkort, og er ætlast til þess að einu sinni á þeim tíma hafí innlögn numið jafnhárri upp- hæð og yfirdráttarheimildin er. Lagði fram skilríki Sigurveig Jónsdóttir segir að stúlka sú sem ætlaði að svíkja út debetkortið hafi að sögn af- greiðslumanns verið krafín um skilríki þegar hún lagði inn um- sókn sína, og þá framvísað nafn- skírteini með mynd af sér en á nafni hinnar stúlkunnar. „Síðan sendir Reiknistofnun bankanna út tilkynningu eftir kennitölu á lögheimili umsækj- anda um að kortið sé tilbúið og þá birtist önnur stúlka, sem kann- ast ekki við að hafa beðið um kort. Hún hafði síðan sjálf sam- band við lögreglu en lögreglan hafði ekki samband við útibúið", segir Sigurveig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.