Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ajina Sigurðar- dóttir fæddist 5. desember 1908 á Hvítárbakka í Borg- arfirði og ólst þar upp til 1920. Hún lést 3. janúar síðast- liðinn. Foreldrar Önnu voru Sigurður Þórólfsson, f. 11.7. 1869, d. 1.3. 1929, skólastjóri á Hvítár- bakka i Borgarfirði, og seinni kona hans, Ásdís Margrét Þor- grímsdóttir, f. 18.10. 1883, d. 9.4. 1969, húsfreyja. Systkini Önnu: Þorgrímur Vídalín, f. 19.11. 1905, er látinn, prófastur á Staðarstað, kvæntur Aslaugu Guðmundsdóttur; Hrefna, f. 28.10. 1907, d. 21.5. 1908; Guð- mundur Axel, f. 28.4. 1911, d. 20.9. 1931, lögfræðinemi; Guð- rún, f. 7.7. 1912, d. 1.7. 1995, var gift Jóni Eiríkssyni verslun- arstjóra; Margrét, f. 29.1. 1914, ekkja í Reykjavík eftir Þórð Guðmundsson verslunarstjóra; Aðalheiður, f. 6.12. 1915, hús- móðir í Reykjavík, ekkja eftir Jón Sigurgeirsson stýrimann og síðar eftir Skarphéðin Magnús- son verslunarmann; Sigurmar Ásberg, f. 18.4. 1917, látinn, borgarfógeti í Reykjavík, kvæntur Sólveigu Jónsdóttur; Áslaug, f. 27.1. 1919, fóstra og síðar húsfreyja í Vík í Skaga- firði, gift Hauki Hafstað, b. þar; Valborg, f. 1.2.1922, fyrrv. skólastjóri Fósturskólans, gift Armanni Snævarr, fyrrv. há- skólarektor og hæstaréttar- dómara. Systur Önnu samfeðra voru Kristín Lovísa, f. 23.3. 1898,' látin, alþingismaður í Reykjavík, gift Karli Bjarnasyni varaslökkviliðsstjóra og Mar- grét, f. 3.4. 1901, d. sama dag. Anna giftist 29.5.1938, Skúla Þorsteinssyni, f. 24.12. 1906, d. 25.1.1973, námssljóra á Austur- landi. Foreldrar hans voru Þor- DR. ANNA Sigurðardóttir, for- stöðumaður Kvennasögusafns ís- lands, lést að morgni 3. janúar 1996. Anna fæddist á Hvítárbakka í Borg- arfirði 5. desember 1908. Fæðing litlu stúlkunnar á Hvítár- bakka var ekki aðeins gæfa foreldr- anna, heldur allra íslenskra kvenna og raunar íslensku þjóðarinnar. Heilladísimar vora ósparar á gjafir sínar til hennar, glæsileik og gáfur hlaut hún í vöggugjöf. Eitt af aðals- merkjum Önnu var réttlætiskenndin og góðviljinn. Hún var í senn sterk og viðkvæm. Kynni hefjast með ýmsu móti. Sem ung kona hreifst ég af mál- flutningi hennar er ég hlýddi á í ríkisútvarpinu árið 1953. Þá ræddi hún um störf og stöðu húsmæðra. Réttlætiskenndin og mannvirðingin leyndu sér ekki, hún vakti athygli á því hve mikilvæg uppeldisstörfm '•'voru og að meta bæri uppeldisstörf- in sem unnin eru á heimilum ekki síður en kennslu og fóstrustörf svo örlagarík sem þau voru, enda felst í þessum störfum öðru fremur gæfa hverrar þjóðar, þar er grunnurinn lagður. Anna giftist árið 1939 Skúla Þor- steinssyni, námsstjóra á Austur- Iandi. Skúli var- mikilvirkur í öllu er að fræðslu og kennslu laut og félagsmálum kennarastéttarinnar og foringi í Ungmennafélagshreyf- ingunni. Þessi glæsilegu ungu hjón flytjast til Eskifjarðar. Það er ör- lagaríkt fyrir hvert þorp á lands- byggðinni sem fær slíka sendingu. Spor þeirra hjóna þar voru mikil gæfuspor, sem Eskfírðingar muna og meta. Um þetta leyti fóru sögur að ber- ast af húsmóður á Eskifírði við söfn- un heimilda og hverskonar fróðleiks um íslenskar konur. Þar var á ferð- inni Anna Sigurðardóttir, sú hin steinn M. Mýrmann, b. á Óseyri í Stöðv- arfirði og kona hans, Guðríður Guttormsdóttir húsfreyja. Börn Önnu og Skúla eru Þorsteinn, f. 22.11. 1940, deildarlög- fræðingur hjá lög- reglusljóraembætt- inu í Reykjavík; Ásdís. f. 30.6. 1943, félagsfræðingur, leikstjóri og leikari í Reykjavík; Anna, f. 30.10. 1948, fóstra og leikskólastjóri í Reykjavík. Anna var skrifstofu- og versl- unarmaður í Reykjavík 1931-39 og á Eskifirði 1939-42, en þar var hún jafnframt kennari 1944-47 og 1953-57. Hún stund- aði skrifstofustörf hjá Kven- réttindafélagi íslands 1958-64 og árið 1975 var hún ásamt fleirum stofnandi Kvennasögu- safns íslands og var hún for- stöðumaður þess frá upphafi. Anna var stofnandi Kvenrétt- indafélags Eskifjarðar 1950 og sat í stjórn Kvenréttindafélags íslands 1959-69 og var fulltrúi þess á fjölda þinga og funda hér á landi og erlendis. Hún var heiðursfélagi Kvenréttindafé- lags íslands frá 1977, Bóka- varðafélags íslands frá 1985, Kvenfélagasambands Islands frá 1990 og Sagnfræðingafé- lags íslands frá 1991. Anna var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar 1978, doktors: nafnbót heimspekideildar HI 1986 og 1987 var hún heiðruð af konunglega norska vísinda- félaginu. Bókin Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur kom út 1980. Eftir Önnu liggja bækur og mikill fjöldi sagn- fræðilegra greina og ritgerða. Utför Önnu Sigurðardóttur verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. sama er ásamt tveim öðrum konum stofnaði Kvennasögusafn Islands á fyrsta degi kvennaárs Sameinuðu þjóðanna 1975. Safnið hefur verið til húsa á heimili hennar á Hjarðar- haga hér í borg og Anna verið for- stöðumaður þess frá upphafí. Safnið er skráð og mikið sótt, en vinna forstöðumanns er óskráð. Fjöldi fólks kemur í safnið að leita fanga til fróðleiks og í ritgerðir. Lýsir margur undrun sinni yfír áhuga Önnu á verkefnum þeirra og vel- gengni enda hefur þakklætið ekki leynt sér. Þegar Háskóli íslands hélt 75 ára afmæli sitt hátíðlegt árið 1986 var lýst kjöri nokkurra heiðursdoktora. í þeim hópi voru tvær heiðurskonur, önnur þeirra er Margrét Danadrottning, en hin Anna Sigurðardóttir. Anna var sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 1978. Þegar ég veitti forystu Orlofs- nefnd húsmæðra í Reykjavík og landsnefnd oriofsins var það eitt af láni mínu að í nefndina var kjörin Anna Sigurðardóttir. Var hún ritari landsnefndar og þær ritsmíðar er hún vann á ráðstefnum landsnefnd- arinnar bera sömu einkenni og öll hennar störf, nákvæmnin og fræðin voru þau, að þetta eru sterkustu heimildir um starfsemi Orlofs hús- mæðra á þessu tímabili, og eiga sinn sess í Kvennasögusafni. I starfsemi orlofsnefndarinnar naut Anna sín alveg sérstaklega. Þar hitti hún konumar — húsmæðumar — sem hugur hennar hafði alltaf staðið til, að hefja þær og sjá þær fá trú á sjálfa sig og eigin getu, til sjálf- stæðrar hugsunar, heima og heiman með fróðleiks- og réttlætiskennd í fyigd. Það er mér í minni er við stóðum að kvöldvöku, svonefndu Óavíðs- kvöldi, með fróðleik um listamann- inn í ljóði og sögum, að við leituðum til yfírlætislausrar konu og spurð- um hvort hún vildi ekki lesa fyrir okkur kvæðið „Konan sem kyndir ofninn minn“. Hún brosti og sagði, ég hef nú alltaf haft gaman af ljóð- um, en ég hef aldrei komið neins staðar fram og get þetta ekki. Við Anna töldum hana á að reyna og sjá til, sem hún og gerði. Hún hafði vöndunina í gerð sinni og flutti kvæðið og skilaði með ágætum. í kvöldvökulok var henni hrósað. Það gladdi hana, en sagði: „Hjálpi mér hamingjan, ef það fréttist heima að ég hafði verið að lesa upp í stór- um hópi kvenna hér í Orlofinu." Þeir sem þekktu Önnu Sigurðar- dóttur geta skilið viðbrögð Önnu, því að þarna fann hún einmitt kon- urnar sem hún leitaði að og lagði hug sinn í að styrkja. Síðar varð þessi umrædda kona fyrirliði í röð- um kvenna. Allt samstarf með Önnu var far- sælt og skemmtilegt. Sá fjöldi kvenna er hún var í forsvari fyrir auðgaðist af samfélagi við hana og mat hana mikils. Ein orlofskvenna, Oddfríður Sæmundsdóttir, birtir í ljóðabók sinni „Rökkvar í runnum", eftirfarandi kveðju til Önnu Sigurð- ardóttur, og mun ort undir orlofs- áhrifum: Frá okkar ylríku dögum eigum við samhljóma strengi óskir frá ótal vinum auki þitt brautargengi. Þökk fyrir þekkingu og störfín þjóðin minnist þín lengi. Þegar ég, sem formaður Ljós- mæðrafélags íslands, stóð að því að Ljósmæðrafélagið stæði að út- gáfu sögu sinnar og stéttartalinu Ljósmæður á Islandi, færði Anna félaginu að gjöf til birtingar ritsmíð er hún nefnir Bamsburður. Þessi ritsmíð hennar er stórmerk, segir sögu bamsburðar á íslandi, aðstöðu, fátækt og þekkingarskort og þekk- ingarleit og er sérstæður og merki- legur fróðleikur hinnar mikilvægu stundar lífsins — fæðingu bams. Ég persónulega og íslenskar ljós- mæður emm stoltar og þakklátar fyrir gjöfina. Árið 1985 gaf hún út bókina Vinna kvenna í 1100 ár. Með þeirri bók skipaði hún sér veg- legan sess meðal okkar bestu fræði- manna. Síðan birtist mikilvæg rit- smíð hennar um nunnur og nunnu- klaustur. Nefndi hún þá bók „Allt hafði annan róm áður í Páfadóm." Fyrsta íslenska bókin sem skrifuð var til heiðurs konu var „Konur skrifa" til heiðurs Önnu Sigurðar- dóttur, sem gefín var út af Sögufé- laginu árið 1980. Hún naut þeirrar gæfu að maður hennar Skúli Þorsteinsson skildi og fylgdi jafnréttiskröfum kvenna, enda fyrsti karlmaðurinn, sem gekk í Kvenréttindafélag íslands eftir að þeir áttu rétt á inngöngu í félagið. Frá því að ég heyrði fyrst í Önnu Sigurðardóttur hefur þráðurinn spunnist til æ meiri kynna sam- starfs og vináttu, sem ég er innilega þakklát fyrir. Anna Sigurðardóttir var vinur minn og vemdari. Ég kveð hana með minni dýpstu virðingu og þakk- læti. Steinunn Finnbogadóttir. Nú er Anna Sigurðardóttir lögð af stað yfir móðuna miklu. Ég hélt hún væri eilíf, ódrepandi í áhuga sínum á mannlífinu og framgangi fræðanna sem við áttum sameigin- leg. Ég kynntist henni fyrst að ráði þegar ég var að skrifa doktorsrit- gerð fyrir nokkmm árum og Kvennasögusafnið varð mér ómet- anleg uppspretta fróðleiks. Kvenna- sögusafnið hennar Önnu, því að þetta einstaka safn er að öllu leyti verk Önnu Sigurðardóttur, sem ára- tugum saman viðaði að sér heimild- um um líf kvenna á íslandi, flokk- aði þær og hýsti heima hjá sér í blokkinni á Hjarðarhaganum. Með þessu safni vann Anna Sigurðar- dóttir brautryðjendastarf og gerði það af elju og útsjónarsemi án opin- bers stuðnings lengst af. Eftir Önnu liggja einnig fræðirit og samantekt- ir um eitt og annað, sem reynst hafa yngri fræðikonum dýrmætur vegvísir um þögla en margþætta sögu íslenskra kvenna. Hún tók ævinlega á móti mér í dyragættinni á íbúðinni sinni á Hjarðarhaganum og voram við venjulega báðar byijaðar að tala áður en ég var komin alla leið upp stigann. Inni í stofunum sem hýstu safnið klifmðum við upp í hillur, blöðuðum í gegnum skjalabunka, sturtuðum úr kössum og röðuðum í þá aftur. Alltaf skrafandi og allt- af að fá nýjar hugmyndir um sgenn- andi hliðar á viðfangsefninu. í eld- húsinu beið mín svo kaffibolli og smurð brauðsneið og meira skraf um heima og geima. Og þótt ég væri ekki stödd hjá Önnu þá hélt þetta langa samtal okkar áfram, því Anna hringdi iðulega í mig þeg- ar henni datt eitthvað í hug, hvort sem það snerti sérstök rannsóknar- efni eða kvennafræðin almennt. Áhugi hennar á öllu sem snerti sögu íslenskra kvenna var óþrjót- andi. Nú er samtalinu lokið, en eftir stendur ævistarf Önnu og mun það óbrotgjamt reynast. Ég þakka Önnu samfylgdina og vináttuna, og votta aðstandendum hennar samúð mína. Blessuð sé minning Önnu Sigurðar- dóftur. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Fáeinar stijálar minningar vil ég setja á blað um konu sem auðgaði líf mitt á margan hátt eins og flestra sem henni kynntust. Við urðum bekkjarsystur í Kvennaskólanum veturinn 1924-25 í öðmm bekk. Anna var alger fyrirmyndarnem- andi, hvort sem var til munns eða handa. Auðvitað var hún látin hlaupa yfír bekk. Hún fékk hin eft- irsóttu silfurskeiðarverðlaun skól- ans, bæði fyrir hannyrðir og bók- nám. Á þessum ámm var Anna glæsileg stúlka, hæglát í fasi, eigin- lega hlédræg. Áf myndum að dæma líktist hún móður sinni í ásýnd en seinna sagði hún mér að sér hefði fundist hún líkjast föður sínum á andlega sviðinu. Anna lauk Kvennaskólaprófí með hæstu einkunn. Löngu seinna spurði ég hana hvers vegna hún hefði ekki farið í Menntaskólann eins og flest systkini hennar. Anna gaf mér það undarlega svar að hún hefði óttast að fá lélegri einkunnir í þeim skóla heldur en í Kvennaskólanum. Þarna birtist hin einkennilega hlédrægni og skortur á sjálfsáliti sem mér fannst löngum einkenna Önnu Sig- urðardóttur. Það varð ekki fyrr en á elliárum sem hún virtist viður- kenna fyrir sjálfri sér að hún hefði unnið fágætt starf og mjög óvenju- legt miðað við hennar kynslóð. Hún þurfti viðurkenningar bæði innan- íands og utan til þess að játa að hún var í eðli og athöfnum vísinda- kona. Leiðir okkar Önnu lágu ekki aftur saman fyrr en mörgum áratugum eftir kvennaskólavemna. Það var í Kvenréttindafélagi íslands þar sem hún var skrifstofustjóri að nafnbót í afar lélegu húsnæði félagsins við Þingholtsstræti, að mig minnir. Þama var fátæklegt um að litast, skrifstofuhúsgögn í nútímaskilningi óvemleg. En þarna sat Ánna Sig- urðardóttir og safnaði saman og dró á land hvert blað og hvern snepil sem snerti sögu þessa gamla og virðulega félags. Þótt þama væru innanfélags skörungar miklir, eigin- lega fornkonur nútímans, þá kunnu ekki allar að meta hirðusemi Önnu og svo ólíklegt sem það er þá varð hún aldrei formaður þessa félags sem hún þekkti manna best hvað snerti söguheimildir allar. En loks- ins rýmkaðist um húsnæði Kvenrétt- indafélagsins og flutt var í Hallveig- arstaði. Þar naut hjálpsemi Önnu við aðra sín mun betur. Henni var eiginlegt að vera sífellt að hjálpa öðmm konum, hvetja þær til dáða í breyttu þjóðfélagi. Það getur und- irrituð vitnað um þar sem ég naut leiðsagnar hennar í ótal málum þann tíma sem við vorum virkar í þessum félagsskap. En fastast tengdi okkur Önnu áhugi hennar á kirkjusögu og mið- öldunum. Þar sem ég aðhyllist róm- ANNA SIG URÐARDÓTTIR verskkaþólskan sið þá dáðist ég að þeirri innlifun sem Anna var gædd til þess að skilja hugsunarhátt mið- aldanna. Hún meira að segja skildi gamansemi miðaldamanna sem er atriði oft lítt skiljanlegt fólki upp- vöxnu í Lútherstrú. Þegar við í ell- inni sátum löngum á tali í símanum þá var það haft að gamni að rifja upp kímilegar setningar og orðatil- tæki í fornum helgiritum. Þessar heilagramannasögur voru lesnar yfir borðum í klaustmm og þótti þá við hæfí að lesturinn létti manni í skapi. Þá tók Anna saman mikinn fróðleik um kvennaklaustrin fornu og gerði þann fróðleik aðgengilegan á léttan og skemmtilegan hátt. Kvennasögusafnið er stórvirki Önnu Sigurðardóttur þó hún af sinni eðlislægu hlédrægni vildi frekar eigna þá framkvæmd öðmm sem hún vissulega naut aðstoðar frá. En hugmyndin og reksturinn á Kvennasögusafninu er fyrst óg fremst hugsjón Önnu Sigurðardótt- ur. Ef hún hefði lifað mannsaldri seinna hefði hún orðið enn hæfari vísindakona. En samtíð hennar má þakka fyrir brautryðjendastarf hennar í þágu íslenskra kvenna og nýja útsýn yfír stöðu miðalda- kvenna. Æfi Önnu minnir á margan hátt á lífsferi! þeirra helgu kvenna sem hún hafði svo mikinn áhuga á að draga fram úr gleymsku. Eins og heilög Birgitta á Vadsteinum í Sví- þjóð giftist Anna vænum manni, ól honum Qölda barna og stóð fyrir myndarheimili. Eins og heilög Bar- bara varð Anna ekkja á góðum aldri og þá fyrst hóf hún það lífsstarf sem mun geyma minningu hennar með þjóðinni um ókomna tíð. Þó að ég sakni sárt að heyra ekki framar rödd Önnu í símanum, fá svör um ólíklegasta fróðleik í okkar sameiginlegu áhugamnálum, þá samfagna ég henni að hún skyldi hljóta góða og hljóða dánarstund. Vissulega mun hún njóta árnaðar- bæna helgra kvenna í öðra ljósi, jafnt og þakklætis þeirra sem eftir lifa og nutu góðs af samfylgd henn- ar. Börnum Önnu Sigurðardóttur og öðrum ástvinum votta ég innilega samúð. Sigurveig Guðmundsdóttir, Hafnarfirði. Anna Sigurðardóttir hefur með frumkvæði sínu og atorku skráð nafn sitt á spjöld sögunnar. Hér á ég einkum við stofnun Kvenna- sögusafns íslands árið 1975 og uppbyggingu þess í yfir tvo ára- tugi, en ritstörf Önnu munu jafn- framt halda nafni hennar á lofti. Það lýsir miklum kjarki og frum- kvæði að láta sér detta í hug að stofna safn sem geyma skyldi allt sem prentað hefur verið eftir og um konur á íslandi að fornu og nýju, og ætla sér auk þess að reka það með eigin hendi og án þess að hafa annað húsnæði en heimili sitt til að hýsa það og engan fjárstuðn- ing opinberra aðila vísan. En þetta tókst Önnu og það með miklum sóma svo ekki sé meira sagt. Hún vann mjög ötullega að því að vekja konur til umhugsunar um mikil- vægi þess að varðveita allt sem snerti sögu þeirra og menningu, var í alþjóðlegu samstarfí við önnur sambærileg söfn og var ólöt að veita ungum fræðikonum stuðning og fræðslu. Síðast en ekki síst var hún sjálf sískrifandi sögu kvenna. Hún gaf út bókina Vinna kvenna í 11 hundruð ár, skrifaði sögu ljós- mæðra á Islandi og sögu nunnu- klaustra á íslandi, auk óteljandi greina í blöð og tímarit. Fram á síðasta dag var hún með hugann við síðasta verk sitt um lækningar í goðafræði og Islendingasögum. Hún sá þróunina fyrir sér og gerði áætlanir sínar um framtíð Kvennasögusafnsins. Hún ætlaði að ala barnið upp en senda það svo út í heiminn þegar það hefði náð nokkrum þroska. Þjóðarbókhlaðan skyldi verða áfangastaður safnsins. Um miðjan síðasta áratug fór hún að ræða æ oftar við ýmsa félaga sína og vini um þörf fyrir meiri stuðning til þess að vinna að flutn- ingi Kvennasögusafnsins þangað,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.