Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 1
KAUPSÝSLfl Aö berjast gegn straumnum/4 1 : i WÉ ## 14 m m 1 BANKAKERFIP Brýn þörf á upp- stokkun /6 framabraut /9 vrosrapn/ÆviNNUiJF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 11. JANUAR 1996 BLAÐ B Imark íslenski markaðsklúbburinn, ÍMARK, veitir sín árlegu mark- aðsverðlaun í dag á Hótel Loft- leiðum kl. 12.00 og mun Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, afhenda verðlaunin. Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin eru veitt, en þau hafa áður verið veitt P. Samúelssyni hf., Miðlun hf., Olíuverslun íslands hf. og íslenskri ferðaþjónustu. Sláturhús Sláturhús Kaupfélags Þingey- inga á Húsavík hefur fengið leyfi til útflutnings á kindakjöti til landa Evrópusambandsins eftir ítarlega skoðun eftirlitsmanna ESB sl. haust. Sláturhús KVH á Hvammstanga og Sláturhús KASK á Hornafirði höfðu slíkt leyfi fyrir. Aðalskoðun Bifreiðaskoðun íslands hf. hafði um 60% markaðshlutdeild á sl. ári í bifreiðaskoðunum á móti 28% hlutdeild Aðalskoðunar hf. og 15% hlutdeild Athugunar hf., skv. fréttabréfi Aðalskoðunar. SOLUGENGIDOLLARS Kr. Síðustu fjórar vikur 67,50 ¦¦¦¦¦ ——--------;—— 67,00----------—--------------------------------- 66,50 —------------------------------------------- 66,00" 65,50- 8500 —-------------------------65,64 64,50"................---------------_____ 64,00----------------:-------------------------— 63,50-----------'-----------------------;-------~ 63,00-----------------'----------------——'------- 62,501 + 13.des. 20. 27. 4- 3. jan. 10. Innlán, verðbréfa- útgáfa og útlán banka og sparísjóða 31.12.1995 Bráðabirgðatölur (Upphæðir í milljónum kr.) INNLÁN Landsbanki Búnaðarbanki íslandsbanki Sparisjóðir* þarafSPRON ÚTLÁN Landsbanki Búnaðarbanki íslandsbanki Sparisjóðir þarafSPRON Innlán 31.12.95 Breyting á árinu 61.400,9 +2,1% 35.152,0 +2,8% (Tölur ekki fáanlegar) 34.812,0 +10,1% 8.422,0 +22,7% Verðbréfa- útgáfa 10.254,5 1.686,0 (Tölur ekki 7.533,0 1.627,0 Breyting áárinu Innlán og verðbréfaútgáfa Breyting áárinu Útlán án erl. endurlána Breyting 31.12.95 áárinu Erlend endurlán 71.598,0 +10,3% 11.596,7 - 37.439,0 +5,4% 3.223,0 (Tölur ekki fáanlegar) (Tölur ekki fás (Tölur ekki fáanlegar) - 9.600,0 +24,2% - +14,5% 71.655,3 +3,7% +26,1% 36.838,0 +3,7% fáanlegar) 45.800,0 +5,4% +34,5% 42.344,0 +13,8% +56,0% 10.049,0 +27,1% •Tölurfyrlr einstaka sparisjóði voru skki gefnar upp Breyting á árinu Útlán samtals Breyting áárinu -37,9% 83.197,7 -0,5% -5,6% 40.662,0 +4,4% fáánlegar) 53.000,0 +6,5% - 9.600,0 +24,2% Sparisjóðirnir styrktu innlánastöðu sína verulega enn á ný á síðastliðnu ári SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skaraði tölu- vert fram úr viðskiptabönkunum og öðrum stærri sparisjóðum hvað innlánsþróun snertir á sl. ári. í lok ársins námu innlán og verðbréfa- útgáfa. SPRON samtals röskum 10 milljörðum króna og hafði auk- ist um 27% á árinu eða rösklega 2,1 milljarð. Þar af jukust hefð- bundin innlán um 22,7% en verð- bréfaútgáfan um 56%. Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri SPRON, telur að ástæður fyrir þessari miklu aukningu séu þær að mikil áhersla hafí verið lögð á það að auka og bæta tengsl við núverandi viðskiptavini og stofn- fjáreigendur. „Við höfum ekki fengið neina stóra viðskiptavini heldur er aukningin í öllum útibú- unum," sagði Baldvin. „Við sáum aukninguna fyrst í október og þorð- um vart að trúa okkar eigin eyrum og augum. Það er mjög gott að ná fjórðungs aukningu ofan á mikla aukningu undanfarin ár." SPRON með lið- lega fjórðungs aukningu Samband sparisjóða tregt að veita upplýsingar Að þessu sinni "fengust ekki upplýsingar um innlánsþróun ein- stakra sparisjóða hjá Sambandi íslenskra sparisjóða eins og undan- farin ár og var samkeppnisástæð- um borið við. Samanlögð innlán þeirra jukust um 10,1% í fyrra og þegar verðbréfaútgáfan er talin með nemur aukningin 13,8% eða röskum 5,1 milljarði. Innlánsaukning Landsbankans nam hins vegar 2,1% en vegna mikillar verðbréfaútgáfu nam heildarinnlánsaukning 3,7% sem samsvarar rösklega 2,5 milljörðum króna. „Okkar innlánaþróun var viðunandi á árinu en það skiptir ekki öllu máli núna að ná sem mestri markaðshlutdeild þar sem góð ávöxtun á ráðstöfunarféð er orðin mikilvægasti þátturinn," sagði Brynjólfur Helgason, aðstoð- arbankastjóri Landsbankans. „Þá var lausafjárstaðan góð mest allt árið. Þetta er nokkuð önnur staða en áður þegar allt kapp var lagt á aukin innlán vegna þess að þau voru undirstaða þess að hægt væri að anna eftirspurn eftir útlán- um, þó að sjálfsögðu sé áfram lögð áhersla á að innlánaþróun bankans sé jákvæð." Heildaraukningin hjá Búnaðar- bankanum var hlutfallslega hin sama og hjá Landsbankanum eða 1,3 milljarðar. íslandsbanki jók sín innlán og verðbréfaútgáfu hins vegar um 5,4% eða alls um 2,3 milljarða króna. Þróunin á útlánahliðinni er ekki síður athyglisverð því veruleg aukning hefur orðið í almennum útlánum banka og sparisjóða með- an erlend endurlán dragast tölu- vert saman. Tæplega fjórðungs- auking varð í heildarútlánum SPRON sem skarar einnig að þessu leyti verulega fram úr öðrum stærri innlánsstofnunum. W^aðhugs^ um að jjátfesta? Glitnir sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja. Meö Kjörleiðum Glitnis bjóöast þér fjórar ólíkar leiðir til fjárfestingar í atvinnutækjum. Hafðu samband og fáðu upplýsingar utn flýtifyrningar, skattfrestun og hvernig þú losnar við að binda rekstrarfé í tækjakosti. Gllínirh dótturfyrirtæki íslandsbanka Kirkjusandi, 155 Reykjaví'k Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. Út er komið upplýsingarit um Kjörleiðir Glitnis. Þar er á einfaldan hátt fjallað um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða líttu inn og spjallaðu við ráðgjafa okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.