Morgunblaðið - 11.01.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.01.1996, Qupperneq 4
4 B FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Þörf á uppstokkun í bankakerfin u Viðtal Miklar umræður hafa átt sér stað að undan- fömu um fyrirhugaða breytingu ríkisbank- anna í hlutafélög og hugsanlega sölu ríkisins á bönkunum í kjölfarið. Þorsteinn Víg- lundsson kynnti sér stöðu þessa máls og ræddi við Gunnlaug M. Sigmundsson, for- mann nefndar sem hefur málið á sinni könnu, en Gunnlaugur vill ekki láta staðar numið við formbreytingu á ríkisbönkunum heldur vill hann nýta þetta tækifæri til þess að stokka bankakerfíð upp í heild sinni. NÚ STENDUR fyrir dyrum að breyta Búnaðarbank- anum og Landsbankan- um í hlutafélög og ef marka má yfirlýsingar Finns Ing- ólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gæti það orðið strax á næsta ári. Ráðherra hefur skipað sérstaka samráðsnefnd iðnað- ar- og viðskiptaráðu- neytis, fjármáiaráðu- neytis og Seðiabanka til að semja frumvarp um þessar formbreyt- ingar á ríkisbönkunumi tveimur. Formaður nefndarinnar er Gunn- laugur M. Sigmunds- son, þingmaður Fram- sóknarflokks, en aðrir nefndarmenn eru Þeir Geir H. Haarde, Sjálf- stæðisflokki og Birgir Ísleifur Gunnarsson, Seðlabankastjóri. Gunnlaugur segir að stefnt sé að því innan nefndarinn- ar að skiia niðurstöðum til ráðherra öðru hvoru megin við næstu mán- aðamót, þannig að leggja megi frum- varpið fyrir þingið fyrir þinglok í vor. Réttarstaða starfsmanna stærsta málið Gunnlaugur segir að starf nefnd- arinnar sé nokkuð vel á veg komið. Fram til þessa hafi mestur tlmi henn- ar farið í að ræða réttarstöðu starfs- manna en önnur atriði í þessari formbreytingu séu hins_ vegar öllu einfaldari I meðferð. „í frumvarpi sem Ágúst Einarsson, núverandi þingmaður Þjóðvaka, samdi á sínum tíma fyrir Jón Sigurðsson, þáverandi iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, dvöldu menn mikið við réttarstöðu starfsfólks og voru ekki allir sáttir við þá niður- stöðu sem þar fékkst. Við höfum lent í því sama og við sjáum að stærsti hlutinn af þessu máli er hvernig réttar- staða starfsfólks verður tryggð. Hvaða rétt menn flytja með sér og hvemig lífeyrismálum starfsfólks verður hátt- að á eftir.“ Gunnlaugur segir að sú Iögfræðivinna sem réttindamálum starfs- manna fylgi sé langt á veg komin og verði nið- urstaða hennar væntanlega lögð fyr- ir nefndina um miðjan mánuðinn. Þeir Jónas Aðalsteinsson, lögfræð- ingur, og Páll Gunnar Pálsson, lög- fræðingur, hafa aðstoðað nefndina I þessu máli, jafnframt því sem leit- að hafi verið eftir áliti á þessum málum hjá fulltrúum starfsmanna. „Þá hef ég leitað aðstoðar Ernu Bryndísar Halldórsdóttur endur- skoðanda hjá Ernst & Young, sem er ein stærsta endurskoðunarskrif- stofa í heimi. Útibú skrifstofunnar I Danmörku hefur tekið þátt í þeim miklu breytingum og uppstokkunum sem átt hafa sér stað í bankakerfínu í Danmörku." Gunnlaugur segir hins vegar að erfitt sé að segja til um hver niður- staðan verði. „Mér sýnist þó á öliu að hún verði sú að starfsmönnum verði tryggð áfram öll þau samn- ingsbundnu réttindi sem þeir hafa í dag,“ segir Gunnlaugur. Þarf að stokka allt bankakerfið upp Gunniaugur segir hins vegar að það sé sín skoðun að skoða þurfi þessi mál meira í ljósi þess hvert framhaldið eigi að vera en ekki að láta formbreytingu _ á bönkunum duga eina og sér. „Eg held að það sé alveg augljóst að þetta kerfi sem við erum með í dag, þ.e. að vera með þijá banka til viðbótar við spari- sjóðanetið, er ekki á vetur setjandi." Gunnlaugur segir að eftirlitskerfi ríkisbankanna sé ófullnægjandi. og þurfi að bæta úr ýmsu þar. Það að drekka kaffi með viðskiptaráðherra einu sinni á ári, komi ekki í staðinn fyrir það eftirlit sem felist í aðalfund- um hlutafélaga, sama hver og hversu góður ráðherra sé. Þá segist hann ekki telja að ríkisbankarnir hafi skil- að þeim árangri sem markaðurinn myndi gera kröfu til þeirra um. Það eitt og sér réttlæti þessa formbreyt- ingu. „Ég tel ekki að bankarnir séu markaðshæf vara í dag, miðað við þær kröfur sem almennir fjárfestar myndu gera til þeirra. Ef við tökum Búnaðarbankann sem dæmi, þá er bankinn með efnahag upp á tæpa 50 milljarða króna og ef hann á að hafa traustan rekstrargrundvöll til að takast á við nýjar aðstæður þá þarf eiginfjárhlutfallið, að mínu mati, að vera í kringum 13% eða sem nemur u.þ.b. 6,5 milljörðum króna miðað við núverandi efnahag. Þar er ég ekki að tala um bis-hlutfall heldur eiginfjárhlutfall í hefðbundn- um skilningi. Reikna verður með því að fjárfestar myndu gera kröfu til nokkurrar arð- semi af þessu eigin fé og miðað við að hér er um áhætturekstur að ræða þá má reikna með því að þeir myndu krefjast u.þ.b. 8% umfram ávöxtun ríkisverðbréfa sem svarar þá til um 13% hið minnsta. Þetta þýðir að bankinn þyrfti að skila rúmum 800 milljónum króna í hagnað á ári, eftir skatta." Gunnlaugur bendir á að sam- kvæmt efnahagsreikningi bankans frá árinu 1994 sé hann langt frá því að uppfylla slíkar kröfur. Eigið fé bankans í dag sé um 4 milljarðar króna, eða sem svarar til rétt tæpra 8% af efnahag bankans. Þá var hagnaður þess árs um 212 milljónir króna eftir skatta, sem samsvarar til um 5,6% arðsemi eigin fjár. Sala æskileg en ekki tímabær Núverandi bankakerfi er of lítið og of dýrt í rekstri að mati Gunn- laugs. Hann segir það nauðsynlegt að sameina stofnanir innan kerfisins og vill að ríkið hafi frumkvæði að þeirri þróun og nýti eignarhlut sinn í þessum bönkum til þess. Ef til sölu á ríkisbönkunum kæmi væri eðlilegast að hún færi fram á hluta- bréfamarkaði en slík sala sé þó ekki tímabær miðað við núverandi að- stæður. „Ég tel að það yrði glap- ræði að selja Búnaðarbankann, ein- ungis til þess að fá einhverjar krón- ur í ríkiskassann. Ég óttast að ef menn færu bara út í að selja bank- ann án nokkurra frekari aðgerða, þá væri verið að seinka nauðsyn- legri uppstokkun um 7-10 ár. Ég efast ekki um að markaðurinn muni sjá um þessa uppstokkun en það myndi þó að öllum lík- indum taka lengri tíma og ég vil heldur flýta þeirri þróun en seinka.“ Gunnlaugur segir þetta nauðsynlegt, sér- staklega í ljósi þess að erlendir bankar muni vafalítið opna hér útibú á næstu árum. Þeir bankar muni lítið sækj- ast eftir einstáklingsviðskiptum, heldur muni þeir frekar starfa sem heildsölubankar og sækjast þá eftir bestu viðskiptavinunum, þ.e. stærri fyrirtækjum. Hann bendir á að þró- unin að undanförnu hafi verið sú að íslensk fyrirtæki leiti í auknum mæli í erlenda banka eftir hagstæð- um lánum og það eigi eftir að auk- ast, sérstaklega ef bankarnir hér á landi fara ekki að bjóða upp á sam- keppnishæfa þjónustu í verði. „Ég vil að íslenskir bankar geti tekist á við þá samkeppni sem þá kemur. Við höfum séð að íslensk fyrirtæki hafa verið að hagræða og sameinast á undanförnum árum þannig að eftir standa stærri eining- ar en áður og íslenskt bankakerfi er varla í stakk búið í dag til að þjónusta mörg þessara fyrirtækja, nema þá að bankarnir verði stækk- aðir.“ Gunnlaugur vill að íjárfestinga- lánasjóðirnir verði teknir inn í þessa mynd, því ekkert réttlæti að þeim sé haldið úti sem sjálfstæðum lána- stofnunum. Þvert á móti megi með góðu móti reka þá sem deild í ein- stökum bönkum. „Fyrsta skrefið í þessari þróun er hins vegar að breyta bönkunum í hlutafélög og þess vegna fjárfestingalánasjóðunum líka.“ Erlendis hefur þróunin verið í þessa átt, að sögn Gunnlaugs, hann bendir sem dæmi á nýlegan samruna Chase Manhattan við Chemical Bank, og spyr hvernig íslenskir bankar eigi að standast erlenda sam- keppni, þegar slíkir risar teljast of litlir á alþjóðlegan mælikvarða. Margir sameiningar- möguleikar Gunnlaugur segir um marga kosti að velja, hvað varðar samruna banka. Nærtækast væri fyrir ríkið að sameina Landsbanka og Búnað- arbanka, en slíkt væri þó ekki væn- legur kostur að hans mati, þar sem sá banki yrði full stór, með um 55-60% innlána strax í upphafi. Hann .segir hins vegar ljóst að þörf Gunnlaugur Sigmundsson Sameina á fjárfestinga- lánasjóðina bankakerfinu Vandaðir vinnufélagar! Tulup computers Gcðiunerkið frá llollandi Tulip Pentlum 133 MHz 8 MB mlnni 850 MB diskur Míkil afköst Tæknlleg fullkomnun Lexm^vrÆ; m Lexmark Optra R+ laserprentarl 1200X1200 dpi Hraðvirkur: 16 bls/mín Hágæða útprentun Tengist öllum netkerfum J Canon 1 wmm * — mm ■ m • J ' ^ • Canon NP-6030 Ijósritunarvéi 50 eintök á mlnútu A3 Ijósritun 2 stk. 500 bls. pappírsskúffur Hljóölát og ódýr í rekstri Canon L-500 laserfax aooxaoo dpi Prentar á venjulegan papplr - 4 bls/mfn 30 bls. frumritamatari Tvlvlrkt vlnnslumlnnl Hafið samband við sölumenn okkar og leitið tilboða. Hægt er að hafa samband við sölumenn á Internetinu: pcdeild@nyherji.isOg prentarar@nyher ji .is . VÖruliStÍ Nýherja á Intemetinu: http ://www.nyherji.is/vorur cO> NYHERJI SKAFTAHLIÐ 24-SfMI 569 7700-FAX S69 7799 Nýjar tölvubækur TÖLVUSKÓLI Reykjavíkur gaf ný- lega út kennslubækurnar Windows 95 eftir Guðmund Árnason og Inter- net fyrir alla eftir Benedikt Frið- björnsson og Vilhjálm Guðlaugsson. Internet fyrir alla er 70 bls og tekur á atriðum þannig að allir skilji. Kaflar bókarinnar heita: Hvað er Internetið, Þannig tengist þú Inter- netinu, Ferðalag um netið, Tölvu- póstur Eudora, IRB, FTP og Pakk- aðar skrár. Windows 95 er 78 bls. og tekur á öllum helstu hlutum forritsins eins , og Start valmynd, Windows Explor- ■j er, Accessories, Microsoft Ex- I change, Paint og WordPad. Bókin j er með fjölda skýringamynda og ^ verkefna. Báðar bækurnar eru í gormi I stærðinni A4 og eru á sanngjörnu verði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.