Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 B 5 VIÐSKIPTI ÞARF ekki speking til að sjá að Landsbankinn stefnir í mikinn vanda. sé á breytingum á þessu sviði og bendir m.a. á fjárhag Landsbank- ans. „Það þarf ekki mikinn fjármála- speking til að kíkja á reikninga Landsbankans til að sjá að sá bank- inn þarf á auknu eiginfé að halda. Ég held hins vegar að til þess að stuðla að samkeppni sé réttara að stefna að því að eftir standi tvær álíka stórar einingar." Gunnlaugur segist hins vegar ekki telja heppilegt að fara að velta upp einum kosti umfram annan nú. Hins vegar sé það ljóst að í pottinum séu Búnaðarbanki, Landsbanki, íslands- banki, sparisjóðirnir, Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóður, Fiskveiðasjóður, Húsnæðisstofnun og Lánasjóður ís- lenskra námsmanna, svo að dæmi séu nefnd. „Það má ekki líta á þessa sjóði sem einhverja heilaga reiti ein- ungis vegna þess að þeir urðu til fyrir einhverjum áratugum. Ég vil því raða þessum spilum á borðið og gefa upp á nýtt." Slík sameiningaráform munu vafalítið mæta töluverðri andstöðu innan bankakerfisins að mati Gunn- laugs. Samruna muni vafalítið fylgja mikil hagræðing í mannahaldi, bæði hvað varðar almenna starfsmenn sem og alla leiðina upp metorðastig- ann. „I svona kerfi eru ótal smákóngar og það gefur augaleið að ef við getum —— til dæmis haft einn banka- stjóra í stað 6 þá er 5 ofaukið og slík áform mæta vafalaust andstöðu. Ég ætla hins vegar engu að spá um hver niðurstaðan verður hjá ríkinu. Maður er svo oft búinn að sjá góð áform verða að engu þar," segir Gunnlaugur. Eftirliti með ríkisbönkum ábótavant Slæma rekstrarstöðu ríkisbank- anna má að stórum hluta rekja til þess að eftirlitskerfi ríkisbankanna hafi verið mjög ábótavant, að mati Gunnlaugs, og segir hann Fram- sóknarflokkinn ekkert síður hafa brugðist þar en aðra flokka. „Ég er sannfærður um að hvergi í hinum vestræna heimi hefðu verið valdir í þetta eftirlitshlutverk, þ.e. bankar- áðin, menn með jafn litla þekkingu á bankamálum og lítinn bakgrunn til að afla sér nauðsynlegrar þekk- ingar, eins og gert hefur verið á íslandi. Svona vinnubrögð ættu sér ekki stað í stórum bönkum úti í heimi." Hann bendir m.a. á að rekstrarleg ábyrgð yfírstjórnarinnar sé of lítil. Henni stafi engin ógn af yfirboður- um sínum heldur sitji áfram hvað sem á dynji. Gunnlaugur telur eðli- legt að hlutverk bankaráðamia sé að móta stefnu bankanna. „Þar ætti að setja framkvæmdastjórn bank- anna markmið, hvað varðar arð, veltu og þjónustustig og fylgjast síð- an með því að hún nái þessum markmiðum. Ef framkvæmdastjórnin bregst þá er hægt að láta hana víkja, líkt og gerist á hinum almenna 11 markaði." Gunnlaugur segir að innan bankakerfisins skorti það að- hald sem hlutahafafundur veiti stjórnendum fyrirtækja á almennum markaði. „Þessir fundir veita gífur- legt aðhald, aðhald sem ég held að allir stjórnendur hafi gott af að búa við." Æskilegt að eftir standi tveir álíka stórir bankar Atvinnurekendur! Kona um hálfþrítugt er að leita sér að starfi.t.d.á skrifstofu og/eða heildsölu. Góð tungumála- og tölvukunnátta er tll staðar. Svör óskast send til afgreiðslu Mbl., merkt: „G- I9",fyrir 18. janúar. FUNDUR framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. SCANDÍC LOFTLEIÐIR Sfmit 5050 900 • Fax: 5050 905 í GÓDU EGLU BOKHALDI... HAGKVÆMNI TIMASPARNAPUR ORYGGI ISLENSKTOG VANDAÐ ...STEMMIR STÆRÐIN LIKA! Egla bréfabindin fást í 5 mismunandi stærðum. Þau stærstu taka 20% meira en áður, en verðið er það sama. Og litaúrvalið eykur enn á fjölbreytnina! Með því að hringja í sölumenn okkar getur þú pantað þær möppur sem henta fyrirtæki þínu. Hringdu í síma 562 8501 eða 562 8502 og þú færð möppurnar sendar um hæl. ROÐ OC RE6LA Múlalundur Vinnustofa SÍBS Sími: 562 8500 Símbréf: 552 8819 ATHYGLISVERÐASTA AUGLYSING ARSINS 1995 LUMAR ÞU A AUGLYSINGU? ÍMARK efnir til samkeppni í samráði viö Samband íslenskra auglýsingastofa um athyglisverðustu auglýsingu ársins 1995. Skilyrði fyrir þátttöku er að auglýsingin sé gerð af íslenskum aðila og hafi birst fyrst á árinu 1995. Tilgangur samkeppninnar er að vekja almenna athygli á vel gerð.um auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þeirra verðskuldaða viðurkenningu. Veitt verða verðlaun fyrir bestu auglýsinguna í eftirtöldum flokkum: Kvikmyridaðar auglýsingar Útvarpsauglýsingar Dagblaðaauglýsingar Tímaritaauglýsingar Auglýsingaherferðir Umhverfisgrafík Markpóstur Vöru- og firmamerki Kynningarefni annað en markpóstur Skilafrestur rennur út mánudaginn 15. janúar 1996. Auglýsingaefni ásamt útfylltum þátttöku- seðlum skal skila í pósthólf 7162, 127 Rvk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.