Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Að berjast gegn straumnum Sigrirjón Sighvatsson, kvikmyndaframleið- andi í Hollywood, var gestur Félags ís- lenskra stórkaupmanna á hádegisverðar- fundi þeirra í síðustu viku. Hann veitti fund- armönnum í senn innsýn í kvikmyndagerð í Bandarílgunum, pizzumarkaðinn á Islandi og síðast en ekki síst þær lífsreglur sem hann hefur unnið eftir í sínum rekstri. SIGURJÓN Sighvatsson kvik- myndaframleiðandi er í hópi þeirra fáu íslendinga sem hafa byggt upp sjálf- stæðan atvinnurekstur á erlendri grundu algjörlega frá grunni. Hann stofnaði kvikmyndafyrirtækið Propaganda Films að loknu fimm ára námi í kvikmyndagerð í Los Angeles með bandarískum skólafé- laga sínum. Velta þess varð 10 millj- ónir dollara á fyrsta starfsárinu og á fimm árum jókst hún upp í 100 milljónir dollara sem jafngildir 6,5 milljörðum króna. Eftir átta ára starf í Propaganda seldi Siguijón sinn hlut og hefur nú haslað sér völl í nýju fyrirtæki í Los Angeles, Lakeshore, í samstarfi við fjársterka aðila í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur hafið samstarf við Paramount kvikmyndaverið og verð- ur fyrsta kvikmynd þess frumsýnd í vor. Sigurjón hefur sömuleiðis tekið þátt í ýmiss konar öðrum rekstri því hann er t.d. einn af eigendum ís- lenska útvarpsfélagsins hf. og Fut- ura hf. sem rekur Domino’s pizzu- staðina. Þar að auki er hann hlut- hafi í fyrirtæki sem ber heitið Joe Boxer og framleiðir tískufatnað, undirfatnað fyrir karlmenn, nátt- fatnað og barnafatnað. Félag íslenskra stórkaupmanna efndi til hádegisverðarfundar í síð- ustu viku þar sem Siguijón fjallaði um uppbyggingu á sínum atvinnu- rekstri erlendis. Það er óhætt að segja að umsvif hans eru töluverð miðað við það sem þekkist í ís- lenskri kvikmyndagerð. „Ég get nefnt sem dæmi að fyrir allt ráðstöf- unarfé Kvikmyndasjóðs íslands gæti ég ekki einu sinni gert eina bíó- mynd, hvað þá fímm og sex myndir eins og tekst hér. En þegar allt kem- ur til alls gilda sömu lögmál í fyrir- tækjareksri og uppbyggingu fyrir- tækja,“ sagði Siguijón í upphafi ræðu sinnar. Samstarf við einn risann Lakeshore-fyrirtækið í Hollywood er eins árs gamalt og einbeitir sér að framleiðslu leikinna kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hér er um að ræða sjálfstætt kvikmyndafýrirtæki því það stendur fyrir utan stóru fyrirtækin sem eru Disney, Paramount, Fox, Wamer Brothers, MGM og Universal. „Þessi sex fyrirtæki ráða yfir 80-90% af allri kvikmynda- dreifíngu í heiminum," sagði Sigur- jón. „Það er töluvert erfitt að keppa við þau. Til þess að komast inn á dreifingarkerfið sem þau ráða yfir gerðum við samning við Paramount Pictures. Paramount er hluthafi í því sem við erum að gera og leggur fram töluvert fjármagn, bæði í fram- leiðslukostnað myndanna og ekki síst í dreifingu. Það hefur orðið sú breyting í kvikmyndaframleiðslu undanfarinna ára að dreifingar- kostnaður er orðinn jafnvel meiri en framleiðslukostnaður. Áhættan í því hefur aukist gífurlega þannig að við tókum þetta skref til hálfs. Ástæður fyrir því að kvikmynda- verin hafa farið út í samstarf við aðila eins og okkur eru fyrst og fremst tvær. Ég hef mjög fjársterka aðila með mér frá Chicago sem hafa orðið auðugir í öðrum viðskiptum, annarsvegar í tryggingum og hins vegar í fasteignaviðskiptum. I öðru lagi hefur dreifingar- og markaðskostnaður kvikmyndaver- anna sjálfra hækkað um 50% und- anfarin fimm ár. Þar ræður mestu að stéttarfélögin hafa mjög mikið vald á framleiðslunni, sérstaklega í stórborgum eins og New York og Los Angeles. Starfsmenn eru þar mjög vel launaðir og meðallaun hjá trésmiði eru Iíklega um 2.500 doll- arar á viku fyrir 8 tíma vinnu á dag. Við höfum miklu meiri sveigj- anleika en stóru kvikmyndaverin.“ „Leikarar á hálfvirði" „Þegar við stofnuðum fyrirtækið veltum við því fyrir okkur hvernig hægt væri að keppa við þessa risa. Þeir ráða yfir 80% af markaðnum og dreifingarkerfinu um allan heim. Þá hafa þeir oft með einkasamninga bæði við þekkta handritshöfunda og leikstjóra þannig að við höfum ekki aðgang að þeim. Við sáum hins vegar að þörf væri á aðilum sem gætu framleitt myndir hratt og tekið skjótar ákvarðanir. Oft eru göt á dreifikerfmu og kvik- myndaverin vantar myndir í dreif- ingu. Þá eiga leikarar oft 10-12 vik- ur lausar inn á milli verkefna og hægt að fá þá á hálfvirði. Með ein- faldri ákvarðanatöku getum við náð kostnaðinum mjög mikið niður.“ Siguijón sagði að Lakeshore fyr- irtækið leitaði eftir myndum sem hægt væri að framleiða ódýrt, en mætti dreifa í minnst 600 kvik- myndahús en helst 1.200-1.400 kvikmyndahús. Fyrsta myndin sem kæmi á markað í vor myndi verða sýnd í um 800 kvikmyndahúsum. Hún er byggð á kanadíska fram- haldsmyndaflokknum, „Kids in the hall“. „Þetta er mynd sem kostar 7 milljónir dollara að framleiða og 7 milljónir að dreifa. Þrátt fyrir að við seljum .ekki að- göngumiða á Banda- ríkjamarkaði nema fyrir um 10 milljónir dollara yrði hagnaður mjög mikill. Hins veg- ar þurfum við ekki á stóra vinningn- um að halda eins og öll stóru kvik- myndaverin. Þau þurfa helst 2-8 myndir á ári sem skila 100 milljónum dollara í miðasölu í Bandaríkjunum.“ Menn verða að helga sig atvinnurekstrinum algjörlega En hvaða lífsreglur skyldi maður hafa að -leiðarljósi sem náð hefur jafnlangt erlendis og raun ber vitni? „Hin fyrsta er sú að helga sig fyrirtækinu,“ segir Siguijón. „Menn þurfa a(|_hafa meiri trú á því sem Dreifing mynda jafnvel dýrari en framleiðslan VIÐSKIPTI Morgunblaðið/RAX SIGURJÓN Sighvatsson í ræðustóli á fundi Félags íslenskra stórkaupmanna. FRÁ Hollywood þar sem eru aðalstöðvar risanna sex sem ráða yfir 80-90% af allri kvikmyndadreifingu í heiminum. þeir eru að gera en nokkur annar. Þegar ég finn fyrir starfsleiða hjá fólki sem vinnur hjá mér hef ég stundum sagt: „Ég er mjög ánægður með þig en ef þú ert ekki ánægður, þá legg ég til að við finnum aðra lausn á þínum málum. Þú gerir sjálf- um þér meira ógagn með þvi að vera óánægður í starfinu en mér.“ Ég held að það sé gífurlegt atriði í öllum atvinnurekstri, að menn verða að helga sig honum algjörlega og trúa á hann. Helst þarftu að vinna meira og þekkja hann betur en okk- ur annar í þínu fyrirtæki." Önnur lífsreglan er sú að deila afrakstrinum af fyrirtækinu, hvort sem það er með eignaraðild eða með því að skipta hagnaðinum. Siguijón kvaðst telja að þetta hafi verið ein af ástæðum þess árangurs sem Propaganda náði á sínum markaði. Unnið var eftir ábataskiptakerfi sem var algjörlega ólíkt því sem áður þekktist á markaðnum. Það byggðist á því að þeir sem byijuðu í fyrirtæk- inu með stofnendunum fengu ákveð- inn hluta af öllum tekjum. Regla númer þijú hjá Siguijóni fjallar um jákvæða hvatningu. „Það verður að láta fólk fínna að það sé metið í sínu starfi." „Aldrei má slaka á kröfunum“ Regla númer fjögur fjallar um væntingar. Siguijón sagði að gæði framleiðslunnar hjá Propaganda hefðu verið mun meiri en hjá flestum öðrum fyrirtækjum á þeim markaði. Það mætti aldrei lækka sínar vænt- ingar og slaka á sínum eigin kröfum. Fimmta reglan hjá honum hefur falist í því að beijast gegn straumn- um. „Þegar við hófum að framleiða sjónvarpsauglýsingar hjá Propag- anda var auglýsingaiðnaðurinn orð- inn mjög staðnaður. Við vildum breyta því og þráuðumst við. Þessi iðnaður gjörbreyttist með tilkomu Propaganda á markaðinn. Allar vinnsluaðferðir og hugmyndavinna hafa gjörbreyst. Það var meðal ann- ars vegna þess að við vorum með ungt fólk sem hafði nýjar hugmynd- ir. Ég held að það sé mikilvægt atr- iði að horfa fram á veginn og jafn- vel vera tilbúinn að breyta til og synda gegn straumnum." Siguijón var í þessu samhengi spurður um viðhorf sitt til áhættu- fjárfestinga og svaraði á þennan veg. „Kvikmyndaiðnaðurinn er eini iðnaðurinn þar sem menn^ kaupa vöruna án þess að sjá hana. í öðrum viðskiptum og fyrirtækjum mínum verður að fara saman annars vegar góð hugmynd og hins vegar trúverð- ug viðskiptaáætlun. Ég sé það bæði erlendis og hér heima að fólk fer af stað með einhveija rammaáætlun. Eftir að farið er af stað eru allar grundvallarreglur í henni þverbrotn- ar. Menn gefa sjálfum sér allskonar afsakanir og telja sér trú um að það sé allt í lagi að breyta öllum forsend- um. Það er fyrst og fremst af þess- um sökum sem viðskipti ganga ekki eftir. Til að viðskipti geti gengið þarf trausta áætlanagerð í upphafi, réttar markaðsrannsóknir og vinna eftir áætlunum. Það er mjög sláandi að sjá dæmi þar sem allar eyðsluáætl- anir eru brotnar. ________ Ég held að í öllum ís- lenskum iðnaði sé ekki aðeins skortur á markaðs- rannsóknum og áætlana- gerð, heldur einnig að áætlunum sé fylgt eftir. ——— Ég get nefnt að sem dæmi að hjá Stöð 2 höfum við gert ágætis áætl- anir. Hins vegar höfum við ekki gert mikið af skoðanakönnunum á því hvað fólkið vildi horfa á. Þegar við fórum að gera kannanir rak menn í rogastans." Viðræður við Burger King Siguijón er einn af hluthöfum Futura hf. sem rekur Domino’s pizzustaðina, en þessir aðilar hafa að undanförnu kannað möguleika á að færa út kvíarnar til hinna Norð- urlandanna. Meðeigendur hans eru Hof sf., eignarhaldsfélag Hagkaups, og Skúli Þorvaldsson, eigandi Hótel Holts. Á fundinum skýrði Siguijón frá því að fyrirtækið hefði á sínum tíma tryggt sér réttinn hjá Domino’s fyr- ir hin Norðurlöndin. Eftir töluverðar markaðsrannsóknir hefði komið í ljós að danski markaðurinn er mjög frá- brugðinn þeim íslenska. Hann sagði að fjöldi danskra aðila hefði óskað eftir samstarfi um uppbyggingu Domino’s í Danmörku, engin niður- staða lægi þó fyrir ennþá. Siguijón upplýsti einnig að eig- endur Futura hefðu verið komnir langt í viðræðum við Burger King hamborgarakeðjuna um stofnun^á slíkum veitingastað hér á landi þeg- ar þeir söðluðu um og gengu til sam- starfs við Domino’s pizzukeðjuna árið 1994. Niðurstaðan hefði orðið sú að mun ódýrara væri að stofna pizzu-fyrirtæki en Burger King-stað. Greinilega hafi verið vaxandi mark- aður fyrir pizzur og þeir talið sig geta keppt í gæðum og verði. Hins vegar hefðu þeir í byijun átt erfitt með að átta sig á því hvernig önnur fyrirtæki á þessum markaði gátu boðið jafnlágt verð og raun bar vitni. Stór hluti af viðskiptum sumra aðilanna á þeim tíma hafi virst vera undir yfirborðinu. „Við töpuðum meiru en rekstraráætlun gerði ráð fyrir vegna þess að við höfðum ekki gert okkur grein fyrir þessari sér- stöðu markaðarins." Fóru aðrar leiðir en Domino’s Siguijón sagði að ákveðið hefði verið að fara nokkuð aðrar leiðir í uppbyggingu rekstrarins en Domin- o’s hefði gert í öðrum löndum þar sem aðstæður væru að mörgu leyti ólíkar. Domino’s-keðjan legði fyrst og fremst áherslu á heimsendingar- þjónustu. Til að spara yfirbyggingu væru staðirnir. í ódýru húsnæði í iðnaðarhverfum eða hhðargötum og litlu kostað við uppbyggingu þeirra. Ákveðið hefði verið að hafa staðina sýnilegri hér á landi og leggja í kostnað við uppbyggingu þeirra. Þetta hefði raunar valdið deilum við ---------- Domino’s-menn. Islensku eigendurnir hefðu þráast við og sett staðina upp í verslun- arkjörnum, þar sem fólk er á ferðinni. Vegna hás kostnaðar við heim- keyrslu hefði jafnframt verið ákveð- ið að reyna að hvetja fólk til að koma inn á staðina og taka pizzurn- ar með sér heim. Árangurinn væri sá að hlutfall þeirra sem kæmu inn á staðina hefði farið hækkandi. Á þennan hátt hefði tekist að aðlaga Domino’s markaðnum og ná viðbót- arsölu. Kvaðst hann telja að fyrir- tækið væri nú orðið hið stærsta sinnar tegundar á markaðnum. „Þetta hefur hins vegar verið mjög erfitt og ég ráðlegg ykkur ekki að fara í pizzubransann," sagði Sigur- jón við fundarmenn í lokin. Ég ráðlegg engum að fara út í pizzu- bransann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.