Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGURH.JANÚAR1996 B 7 VIÐSKIPTI Fólk Ljósmyndarar heimsækja Hasselblad HÓPUR íslenskra 1 jósmy ndara heimsótti á dögunum Hasselblad myndavélaverksmiðjurnar í Gautaborg, á vegum fyrirtækis- ins Beco, umboðsaðila Hassel- blad á íslandi. Hópurinn var staddur í borginni á svokallaðri Foto-messu, fagstefnu í Jjós- myndun, sem haldin er í Gauta- borg annað hvert ár og af því tilefni bauð Beco íslensku yós- myndurunum að njóta dags i verksmiðjunum, segir í frétt frá umboðsaðilanum Beco hf. Fylgst var með framleiðslu- ferlinu frá upphafi til enda; frá hráefnislager allt þar til öllu haf ði verið raðað saman eftir kúnstarinnar reglum og fullbún- ar myndavélarnar blöstu við. Síðan var hópnum boðið á lit- skyggnusýningu á breiðt jaldi, þar sem saga Hasselblad var rakin og einnig sýndar myndir þekktra Ijósmyudara víðs vegar að úr heiminum. Hasselblad er m.a. þekkt fyrir að hafa verið valin af bandarísku geimferða- stofnuninni í Apollo geimferðina 1969; geimfarinn Neil Arm- strong var með Hasselblad-vél á sér er hann steig fyrstur manna á tunglið og tók þá margar eftir- minnilegar myndir. Beco hefur verfið með við- gerðarþjónustu fyrir Hasselblad hérlendis frá 1985 en tók við söluumboðinu fyrir tveimur og hálfu ári. Sérfræðingar frá fyrirtækinu koma til íslands á tveggja ára fresti og fara yfir myndavélar Hasselblad-notenda þeim að kostnaðarlausu en Beco hefur hins vegar allan tækjakost til að þjónusta Hasselblad-not- endur dags daglega, öll mæli- tæki og'nauðsynleg verkfæri. Á myndinni, sem Kjart a n Þor- björnsson (Golli) tók, er íslenski hópurinn ásamt Birgittu Zorjan, sem er önnur frá vinstri, al- mennatengslafulltrúa Hassel- blad. Eigendur Beco eru Baldvin Einarsson, lengst til vinstri, og Ingibjörg Sigurjónsdóttir, önn- ur frá hægri. Ráðinn ritstjóri Gests '96 • RÓBERT Mellk hefur verið ráð- inn ritstjóri bókarinnar Gestur '96, sem gefin er út á ensku af Lífi og sögu hf. Bókin er nú að koma út í 5. skipti og mun sem fyrr höfða til er- lendra ferðamanna með landkynningu í formi ljósmynda og greina. Hún er um 250 blaðsíður og liggur frammi á flestum gistiherbergjum landsins og ferðaskrifstofum innanlands og er- lendis, segir í frétt. Róbert hefur á annan áratug unn- ið við útgáfu sem tengist íslensku þjóðlífí. Hann hefur ritstýrt ýmsum blöðum og tímaritum, svo sem Mod- ern Iceland, Foreign Living og Ice- land - The Cutting Edge of Fisheries Technology. Greinar eftir hann hafa birtst í tímaritum heima og erlendis, ferðamál. Róbert Mellk m.a. EX, World Fishingog Scandina- vian Guide. Róbert er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum, en móðir hans er íslensk. Eftir háskólapróf fluttist hann til íslands og kenndi m.a. fyrstu árin ensku og bókmennt- ir við Menntaskólann við Hamra- hlíð og Námsflokka Reykjavíkur - áður en hann sneri sér að skriftum og ritstjórnarstörfum. Ráðin tilKassa- gerðarinnar • ELÍN Björg Ragnarsdóttir, hef- ur verið ráðin til starfa sem sölumað- ur hjá Kassagerð Reykjavíkur. Elín Björg er fædd árið 1968 á Húsavík. Hún útskrifaðist 1994 sem fisk- tæknir frá Fisk- vinnsluskólanum i Hafnarfirði og lauk námi í sjávar- útvegsfræðum við Endurmennt- unarstofnun Há- skóla íslands í desember 1995. Elín Björg hefur sl. sumur starfað við fískvinnslu og Eltn Björg Framkvæmdastjóri Apótekarafélagsinshættir STJORN Apótekarafélags Islands sagði í október sl. upp ráðningar- samningi við Guðmund Reykjalín, framkvæmdastjóra félagsins, með 6 mánaða fyrirvara. Ástæða uppsagn- arinnar er sú breyting á fyrirkomu- lagi í lyfsölumálum, sem fyrirsjáan- leg er með væntanlegri gildistöku nýrra lyfjalaga 15. mars 1996, að því er segir í frétt frá félaginu. Fram kemur að stjórn AÍ taldi eðlilegt að félagið væri óbundið, þeg- ar að þessum breytingum kæmi og gæti þá hagað rekstri félagsins mið- að við nýjar aðstæður. í framhaldi af uppsögninni óskaði Guðmundur Reykjalín eftir að fá lausn frá störfum sem fyrst og hefur verið gerður starfslokasamningur við hann. Guðmundur lét formlega af störfum 1. janúar sl, en samkomulag var um að hann sinni ákveðnum verk- efnum fyrir félagið fyrst um sinn. Guðmundur Reykjalín starfaði sem framkvæmdastjóri félagsins í 15 ár og nú þegar hann lætur af störfum eru honum þökkuð farsæl störf, sem hann hefur rækt af ein- stakri samviskusemi og prúð- mennsku, segir í fréttinni. að Grensásvegi 7 á morgun föstudag frá 14.00 til 17.00 Við bjóðum forsvarsmönnum fyrirtækja og áhugasömum aðilum að koma og kynnast starfsemi okkar að Grensásvegi 7, 2. hæð, föstudaginn 12. janúar millikl.-14.00og 17.00. UDuQQ©U[M) frá hugmynd til markaðar BRYNJAR HÖNNUN RÁÐGJÖF Auglýsingarog markaðsmál Slml 568-6121 ^8x588-6121 S) \ Rauðidregillinn Stafræn hljód- og myndvinnsla Slmi 588-4222 • Fax 588-4225 ISL@NDIA UNDUR& StórMERKI Auglýsíngar Markadsmái Hönnun Ráögjöf Kvskmyndun Stafræn hljóð* og myndvinnsla Internet Heímasíöut Skiltagerð Merkingar Þjónusta Internetmiðlun Veffang: http://www.islandia.is S(mi 588-4020 • Fax 588-4014 Auglýsingar/ Skiltagerð Slmi 588-3066 • Fax 588-4014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.