Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 8
3to»!0MwM<frtfr VIÐSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 Islendingur í Evrópuliði Rubbermaid Inc. UNGUR íslendingur, Jóhanna Waagfjörð, hefur frá síð- astliðnu sumri starfað hjá bandaríska stórfyrirtækinu Rubb- ermaid Inc. Fyrirtækið, sem fram- leiðir aðallega ýmiskon- ar plastvörur, leitaði fyrir nokkrum árum fyrir sér á Evrópumark- aði, en hafði ekki erindi sem erfiði. Nú á að gera aðra tilraun og í því skyni hefur fyrirtækið ráðið til sín ungt starfs- fólk með evrópskan bakgrunn sem hefur menntað sig í Banda- ríkjunum. Jóhanna er í þeim hópi, en hún starf- ar við fjármálaáætlun hjá Rubbermaid Office Products Inc, sem fram- leiðir skrifstofuhúsgögn og skrifstofuvörur. „Það hefur ekki gengið sem skyldi hjá Rubbermaid að fóta sig í Evrópu, en þeir eru orðnir stórir í Mexíkó, Ástralíu og Suður-Ameríku auk Bandaríkjanna þar sem þeir geta ekki bætt mikið meira víð sig. Innrás Rubbermaid á Evrópumarkað tengist alþjóðlegri útþenslu félagsins, en þeir eru með sérstakt verkefni í gangi sem þeir kalla Global Leadership Develop- ment Program. Þeir eru sem sagt að ihuga útþenslu víða um heim, en sérstök áhersla er lögð á Evr- ópu eins og oft er með bandarísk fyrirtæki. Eftir að hafa reynt fyr- ir nokkrum árum að komast inn á Evrópu- markað með samstarfi við hollenskt fyrirtæki vilja þeir nú frekar kaupa _ vænleg fyrir- tæki. í kjölfar þessa verkefnis, Global Lead- ership Development Program, hafa þeir leit- að að ungum útlend- ingum sem hafa lært í Bandaríkjunum til að reka fyrirtæki sín utan Bandaríkjanna. Einn slíkur hópur var ráðinn árið 1994 og annar síð- asta sumar. Ég tilheyri Evrópuhluta seinni hópsins," segir Jóhanna. Jóhanna var ráðin til starfa í höf- uðstöðvum Rubbermaid í Ohio og Jóhanna Waagfjörð Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. LANASJOÐUR VESTUR-NORÐURLANDA ENGJATEIGI 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 FSEYKJAVÍK, SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 Morgunblaðið/Emilía ÞESSI nýja verksmiðja Rubbermaid í Lúxemborg tók til starfa 1994, en henni er ætlað að framleiða fyrir Evrópumarkað. síðan send til Rubbermaid Office Products í Knoxville, Tennessee. Rubbermaid Inc. var stofnað árið 1920. Framan af fólst starfsemin í framleiðslu fægiskófla, en nú er framleiðslulínan mjög breið, garðá- höld, leikföng, hreingerningarvörur, skrifstofuvörur og margt fleira, og mörg fyrirtæki eru undir merkjum Rubbermaid. Fortune Magazine hef- ur þrisvar útnefnt Rubbermaid Inc. dáðasta hlutafélagið (e. Most Admi- red Corporation) í Bandaríkjunum, síðast fyrir árið 1994, og síðastliðinn áratug hefur félagið alltaf verið meðal þeirra tíu efstu á listanum. Hjá Rubbermaid starfa um 13 þús- und manns og heildarvelta er nálægt 2,2 milljörðum dollara. „Það hefur komið aðeins bakslag í reksturinn. Samkeppnin er orðin meiri og hráefni hefur farið hækk- andi. Sú hækkun krafðist endur- skipulagningar og það þurfti að segja upp ákveðnum fjölda starfsfólks,“ segir Jóhanna. Sérstaða á bandarískum verðbréfamarkaði Rubbermaid Inc. hefur haft ákveðna sérstöðu á bandarískum verðbréfamarkaði, enda segir Jó- hanna að stöðugur vöxtur hafi verið í tekjum og hagnaði félagsins í 45 ársfjórðunga, allt þar til hráefnið hækkaði á síðasta ári. „Skömmu fyr- ir jól sendi fyrirtækið út tilkynningu um endurskipulagningu og yfirvof- andi tölvuvæðingu með nýjustu tækni, en núverandi tölvukostur get- ur ekki nýst þeim þegar þeir verða komnir yfir Atlantshafið. Þessar upp- lýsingar, jafnframt því sem stjóm- endur Rubbermaid Inc. tilkynntu að þeir ætluðu að gera aðra tilraun til að komast inn á Evrópumarkað, hækkuðu hlutabréf félagsins tölu- vert,“ segir Jóhanna. „Wall Street fylgist mjög vel með fyrirtækinu." í stól yfirmannsins eftir þrjár vikur Jóhanna starfaði hjá IBM á ís- landi frá 1979 til 1987 þegar hún hóf nám við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla íslands. Hún útskrifað- ist þaðan sem þjóðhagfræðingur árið 1991 og fór til starfa hjá Verðbréfa- markaði Islandsbanka. Þar var hún til ársins 1993 þegar hún fór í nám til Pennsylvania State University í Bandaríkjunum. Hún útskrifaðist tveimur árum síðar _með meistara- gráðum í ijármálum. í júní 1995 hóf Jóhanna síðan störf hjá Rubbermaid . „Menn voru almennt ekki bjart- sýnir á að mér tækist að fá vinnu úti eftir námið, en ég var engu að síður ákveðin í að gera tilraun til þess. Ég var mjög heppin að fá þetta tækifæri og ég er tilbúin að leggja mikið á mig til þess að hlutimir gangi upp. Ég hef farið vel af stáð hjá Rubbermaid. Það má segja að heppn- in hafi fylgt mér í byijun því yfirmað- ur minn í áætlanagerðinni hætti þeg- ar ég var nýbyijuð og ég þurfti því að setjast í stólinn hans eftir aðeins þijár vikur. Það var mjög erfiður tími, en jafnframt lærdómsríkur og þetta gekk vel. Yfirmenn mínir í höfuðstöðvunum fylgdust vel með og ég hef fengið að finna að þar er ánægja með mig. í júní á þessu ári er starfsþjálfuninni lokið og þá eru allar líkur á að ég verði send á veg- um fyrirtækisins til Evrópu." Torgið Kræf kennitölutígrisdýr NEFND á vegum Verslunarráðs íslands hefur að undanförnu fjall- að um neðanjarðarhagkerfið og viðbrögð við því og voru niður- stöður hennar kynntar á fundi í gær. í skýrslu nefndarinnar er komist að þeirri niðurstöðu að útbreiðsla neðanjarðarhagkerfis- ins hér á landi skapi mikla erfið- leika hjá þeim fyrirtækjum, sem leggja sig fram við að fara eftir leikreglum samfélagsins og greiða til þess lögþoðna skatta og skyld- ur. Þegar rætt er um neðanjarðar- hagkerfið hér á landi er yfirleitt átt við ólögmætar athafnir, sem byggjast á annars lögmætri starf- semi. Þar má nefna atvinnurekst- ur, sem er ekki skráður hjá yfir- völdum, skattsvik f skráðum fyrir- tækjum, virðisaukaskattssvik og vanskil á innheimtuskilum. Neðanjarðarhagkerfi eru til staðar í öllum þjóðfélögum og óraunhæft er að ætla að þau tak- ist að uppræta með öllu. Við ákveðnar aðstæður hafa þau jafn- vel verið til góðs, eins og til dæm- is í Sovétríkjunum, þar sem opin- ber afskipti voru yfirgengileg. Neðanjarðarhagkerfið gegndi þar mikilvægu hlutverki, t.d. í mat- væladreifingu þar sem opinberum fyrirtækjum fórst það illa úr hendi. Að sjálfsögðu ríkja allt aðrar aðstæður hér á landi en stjórn- völd þurfa þó að hafa það hugfast að aldrei mun takast að uppræta neðanjarðarhagkerfið að fullu. Best er að halda því í skefjum með því að stilla opinberum álögum í hóf og minnka þannig hvatann til skattsvika. Skattasiðferði hefur tvímælalaust hrakað og í skýrsl- unni kemurfram að sífeilt fleiri eru tilbúnirtil að þiggja óuppgefin laun eða fara beinlínis fram á slíkt. f skýrslu Verslunarráðsins eru skattyfirvöld óspart gagnrýnd og m.a. sagt að þau fáist aðallega við minni háttar mál og geri miklar kröfur til þeirra, sem líklegastir séu til að vera með sín mál í lagi. Á fundinum vísaði Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknastjóri þessari gagnrýni á bug og sagði hana bæði ranga og órökstudda. Skúli fjallaði um helstu tegundir skattsvika og tók nokkur dæmi um mál sem hafa verið til meðferðar hjá embætti hans. Sagði hann að rannsóknir sínar beindust fyrst og fremst að aðilum með töluverða veltu og þeim, sem líklegir væru til að hafa óhreint mjöl í pokahorn- inu. Skattrannsóknastjóri gerði einnig athugasemdir við þá full- yrðingu, sem fram kemur í skýrsl- unni, að ríkið eyði á þriðja milljarð króna til þess að innheimta og hafa eftirlit með skattkerfinu. Hann sagði að það kostaði innan við 200 milljónir að reka skatteftir- litið sjálft og við það ynnu 60-70 manns. Fundarmenn iétu í Ijósi miklar áhyggjur og gremju yfir svokölluð- um kennitölutígrisdýrum eða mönnum, sem hlaupa frá fyrir- tækjum í fjárhagserfiðleikum og stofna ný utan um sömu starf- semi. Fram kemur í skýrslunni að vonast er til þess að ný lög um hlutafélög geti hamið þessa dýra- tegund en í þeim er kveðið á um skilaskyldu ársreikninga. Er von- ast til þess að smám saman myndist sterk krafa i viðskiptum milli fyrirtækja um að almennar fjárhagsupplýsingar liggi fyrir. Þannig geti fyrirtækin betur metið áhættuna af viðskiptum. Einnig er bent á þá leið að skattyfirvöld bregðist við ef fyrirtæki telja fram og skila inn ársreikningi með nei- kvætt eigið fé. Þess yrði þá krafist að málið yrði rætt á hluthafafundi þar sem sérstök samþykkt yrði gerð um hvernig félagið hygðist dæminu við. Þá telja höfundar skýrslunnar rétt að ný fyrirtæki styðji endurgreiðslur á virðisauka- skatti með gögnum og að gerð verði krafa um að bókhald fyrir- tækja verði endurskoðað á þriggja eða fjögurra ára fresti. Á fundinum upplýsti skattrannsóknastjóri að fjármálaráðherra hefði falið hon- um ásamt öðrum að semja nýtt lagafrumvarp, sem tæki á þessum málum. í hvaða atvinnugreinum blómstrar neðanjarðarhagkerfið? í umræddri skýrslu kemur fram að mikil skattsvik eru talin vera í kringum bílgreinina þar sem oft sé erfitt að fá fólk til að gera við- skipti nmeð nótum. Þá séu notað- ir bílar ennfremur oft fluttir inn á reikningum, sem séu oft óeðlilega lágir. Talið er að neðanjarðarstarf- semi í veitingarekstri sé sífellt að aukast og bent er á að þeir sem stunda skráða starfsemi á því sviði eigi sífellt erfiðara með að ráða til sín starfsfólk. Fólki á atvinnu- leysisbótum bjóðist svört vinna og við þetta sé erfitt að keppa fyrir fyrirtæki, sem fari eftir settum reglum. Þá hafi lengi verið kvartað undan neðanjarðarstarfsemi í hvers konar félagsheimilum og sölum. KM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.