Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fttagmiHbifeifr 1996 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR BLAÐ D HANDKNATTLEIKUR KAsigraði Val í „úrslitaleik" bikarkeppninnar . :'.¦,: Venables hættir með landsliðið eftir EM TERRY Venables, landsliðsþjálfari Englands í knattspy rnu, hefur ákveðið að hætta því starfi oftir úrslitakeppni Evrópukeppninnar sem fram fer í Eng- landi í sumar. Hann tók við starfinu af Graham Taylor í jan- uar 1994 og hefur stjórnað liðinu í 14 leikjum og notað 40 leikmenn í þeim. Eng- land hefur sigrað í sex leikjum, gert sjö jafn- tefii og tapað einum leik. David Davies, tals- maður enska knatt- spyrnusambandsins, sagði í gær að menn þar á bæ væru von- sviknir vegna ákvðrð- unar Venables, en hann ætti yfir liöf ði sér nokkrar málshöfðanir síðari hluta ársins, vegna meintra svika í við- skiptum, og hann nefði ákveðið að hætta, til að það kæmi ekki niður á enska landsliðinu. „Venables tók ákvðrðunina 16. desember en var beðinn um að hugleiða þetta betur yfir hátiðirnar og nú hefur hann ákveðið að standa við fyrri ákvörðun," sagði Davies, en hins vegar er talið að nokkrir innan sambandsins hafi ekki verið sannfærðir um að Venables ætti að sjórna landsliðinu fram yfir HM1998 og mun Venables hafa verið óánægður með að hafa ekki fullan stuðning sambandsins. Veðbankar í Englandi voru f Ijótir að taka við sér varðandi spá um eftirmann Venables. Kevin Keegan, knattspyrnustjóri hjá New- castle, er þar efstur á blaði, Bryan Robson, stjóri hjá Middlesbrough, er í öðru sæti og Howard Wilkinson, stjóri hjá Leeds, í því þriðja. Aðrir sem nefndir hafa verið eru með- al annars Gerry Francis hjá Tottenham og Glenn Hoddle hjá Ghelsea. Alan Ball, knattspyrnusQ'óri hjá Manchester City, sagði í gær þegar ljóst var að Venables ætlaði að hætta: „Þetta er mj ög slæmt fyrir enska knattspyrnu þvi það þarf að vinna með landsliðið eins og félagsliðin og það gerir eng- um gott að vera stöðugt að skipta um þjálf- ara," sagði Ball. Terry Venables Kraftur í ÍKA- mönnum JULIAN Duranona, Kúbumaður- inn sterki hjá KA, brýst hér framhjá Ólafi Stefánssyni Vals- manni í leiknum fyrír norðan í gærkvöldi. Duranona gerði átta mörk og lék vel, bæði í vörn og sókn, eins og flestir samherja hans. KA-menn slógu Valsara út af laginu strax í byrjun, náðu öryggri forystu og höfðu sex mörk yfir í leikhléi. Valsmenn söxuðu á forskotið strax í byrjun seinni hálfleiksins og voru um tíma aðeins einu marki undir — m.a. undir lokin — en KA-menn fögnuðu sigri og standa nú með pálmann í höndunum; eru lang líklegastir til sigurs í keppninni. Morgunblaðið/Kristján n Guðmundur frábær" Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður KA, var ánægður eftir að lið hans sigraði Val, 23:21, í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í handknatt- ¦¦¦¦¦¦ 'e'k ;i Akureyri í gærkvöldi en ReynirB. margir telja viðureign félaganna Eiriksson hinn eiginlega úrslitaleik keppn- skrifarfrá jnnar. Akureyn ^ er himinlifandi með sigur- inn og að komast áfram í bikarkeppninni," sagði Alfreð við Morgunblaðið. „Það var mjög mikil barátta í liðinu í kvöld og vörnin var góð, sérstak- lega í fyrri hálfleik. Þá átti Guðmundur frábæran leik í markinu. Breiddin í liðinu var góð og skipt- ir miklu máli í leik eins og þessum að hafa góða breidd. Við lékum einnig vel í sókninni í fyrri hálfleik og þá var góð hreyfing á liðinu en á hinn bóginn þá gekk illa eftir hlé. Við vorum með gott forskot í hálfleik en ég var orðinn veru- lega stressaður þegar þeir höfðu minnkað mun- inn í eitt mark í byrjun seinni hálfleiks. Mér fannst þá koma vendipunktur í leiknum, þegar við náð- um að rífa okkur upp og komast í tveggja og þriggja marka forskot á ný. Það er frábært að yinna Val sem að mínu mati er með besta liði á íslandi í dag en við erum á réttir leið, það sýnd- um við í kvöld." „Lukkan með mér" „Það er óhætt að segja að lukkan hafí verið með mér þegar ég varði frá Valgarð í lokin," sagði Guðmundur Arnar Jónsson markvörður KA, en hann varði skot frá Valgarð Thoroddsen þegar staðan var 21:20, ein mínúta og þijátíu sekúndur eftir og spennan í hámarki. Þessi mark- varsla gerði svo sannarlega gæfumuninn í lok leiksins. „Ég var búinn að verja nokkur skot frá Valgarð og hann hafði einnig skorað hjá mér úr horninu, en ég var ákveðinn í að ná þessu skoti. Þessi leikur var mjög erfiður og ekki síst þegar við vorum að komast inní leikinn aftur eftir að hafa misst forskot okkar niður í eitt mark í upphafí seinni hálfleiks. Ætli skyrtan sem ég er í sé ekki bara orðin lukkuskyrtan mín eftir þenn- an leik," sagði Guðmundur í lokin og brosti breitt. „Mjög óhrass" „Ég er mjög óhress með leikinn í kvöld," sagði Jón Kristjánsson þjálfari Valsara eftir leikinn. „Við börðumst við KA-liðið, slaka dómara og áhorfendurna. Mér finnst ekki hægt að bjóða uppá að senda þriðja flokks dómara til að dæma leik eins og þennan, þar sem má búast við mik- illi spennu. Það sem þó hafði líklega mest að segja um tapið var mjög slakur leikur okkar í fyrri hálfleik þar sem hvorki gekk né rak í lang- an tíma. Við fórum ágætlega af stað í seinni hálfleik en misstum svo dampinn þegar við hðfum minnkað muninn í eitt mark. Síðustu mínúturnar voru svo kapítuli útaf fyrir sig þar sem við misst- um menn útaf fyrir Jitlar sem engar sakir og það gerði útslagið. Áhorfendurnir hérna fyrir norðan hafa einnig mikið að segja, þeir eru geysí- lega öflugir og ég tel þá hafa haft mikil áhrif, og þá sérstaklega á dómarana," sagði Jón. ¦ Bikarinn bíður / D4 KNATTSPYRNA: ARSENAL SLÓ NEWCASTLE ÚR DEILDARBIKARKEPPNINNI / D8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.