Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ GETRAUNIR Havelange vill halda HM í Suður-Afríku Joao Havelange, forseti Alþjóða knatt- spymusambandsins, FIFA, áréttaði í gær fyrri ummæli sín varðandi Heims- meistarakeppnina í knattspyrnu 2006 en var nákvæmari og sagðist vilja að keppn- in færi fram í Suður-Afríku. Lennart Jo- hansson, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, brást ókvæða við í bytjun árs þegar Havelange sagði að keppnin 2006 ætti að fara fram í Afríku og minnti • á að það væri ekki á valdi forsetans eins að ákveða mótsstað. Havelange dró aðeins í land í Jóhannesarborg í gær og sagði að framkvæmdanefnd FIFA ætti síðasta orðið. „Ég óska þess að Suður-Afríka haldi heimsmeistarakeppnina," sagði Have- lange við komuna til Jóhannesarborgar vegna Afríkukeppni landsliða. „Hug- myndin um að Afríka haldi Heimsmeist- arakeppni er ekki ný, því Marokkó sótti tvisvar um og tapaði naumlega fyrir Frakklandi 1992 vegna keppninnar 1998. Suður-Afríka á mikla möguleika vegna góðrar innri skipulagningar og uppbygg- ingar, góðra samgangna og öryggis. Það eru níu vellir í landinu en auðvitað er Afríkukeppnin viss prófraun og reynsla í slíku keppnishaldi er mjög mikilvæg.“ Stoke vildi fá 500 þús. pund fyrir Þorvald FORRÁÐAMENN Stoke eru ekki ánægðir með úrskurð félagaskiptanefndarinnar í Englandi, sem úrskurðaði að Oldham þyrfti að borga Stoke 180 þús. pund fyrir Þorvald Örlygsson. Fé- lagaskipta- nefndin er köll- uð saman ef lið komasérekki saman um upp- hæðir sem settar eru á leikmenn. Stoke vildi fá 500 þús. pund fyrir Þorvald, þann- ig að liðið fær aðeins hluta af þeirri upp- hæð sem farið var fram á. Þess má geta að það eru aðeins tvö ár síðan Þorvaldur var metinn á eina rnillj. punda í Englandi. Úrvalsdeild 21 11 0 0 26-4 Newcastle 4 3 3 16-13 48 22 8 3 0 24-9 Man. Utd. 4 2 5 17-18 41 21 8 2 1 27-8 Liverpool 3 3 4 13-12 38 22 5 3 3 16-12 Tottenham 5 5 1 15-10 38 20 5 3 1 14-6 Aston V. 5 2 4 13-9 35 22 6 4 1 19-10 Arsenal 3 3 5 9-10 34 21 6 4 0 18-8 Notth For. 2 6 3 14-23 34 22 7 2 2 18-9 Middlesbro 2 4 5 5-12 33 22 6 2 3 20-11 Everton 3 3 5 12-13 32 22 9 1 1 29-8 Blackburn 0 4 7 3-18 32 21 6 2 3 14-10 Leeds 3 3 4 14-17 32 22 4 5 2 14-12 Chelsea 4 3 4 9-12 32 21 4 3 4 20-18 Sheff. Wed 2 4 4 12-14 25 20 3 3 3 10-13 West Ham 3 2 6 12-17 23 22 2 4 5 15-19 Wimbledon 3 2 6 16-25 21 21 3 4 3 9-9 Southamptn 1 4 6 11-22 20 21 3 4 4 16-18 Coventry 1 3 6 12-25 19 21 4 3 4 7-8 Man. City 1 1 8 4-23 19 22 3 3 5 12-18 QPR 2 0 9 5-15 18 22 2 3 6 8-15 Bolton 1. deild 0 1 10 13-28 10 25 8 4 1 25-11 Derby 5 3 4 16-18 46 24 5 5 2 17-14 Charlton 5 4 3 14-10 39 22 6 3 1 19-7 Sunderland 4 5 3 11-12 38 24 4 3 4 18-18 Leicester 6 5 2 22-17 38 26 8 2 3 25-15 Huddersfld 2 6 5 11-17 38 24 6 5 1 19-12 Birmingham 4 3 5 15-18 38 25 7 4 2 17-12 Southend 3 4 5 11-16 38 24 5 7 1 16-11 Grimsby 4 3 4 14-16 37 25 4 5 3 15-10 Stoke 6 4 4 21-22 36 25 4 4 5 12-14 Millwall 5 5 2 14-16 36 26 5 5 3 16-13 Norwich 4 3 6 22-20 35 24 6 4 3 28-20 Ipswich 2 5 4 16-16 33 23 6 3 3 23-13 Tranmere 3 3 5 11-13 33 25 6 4 2 17-15 Barnsley 2 5 6 16-26 33 23 2 5 3 12-14 C. Palace 6 3 4 18-17 32 24 5 5 2 21-12 Oldham 2 5 .5 13-16 31 25 5 4 4 20-19 Reading 1 7 4 13-16 29 26 5 4 4 23-18 Portsmouth 2 4 7 17-25 29 25 3 3 6 15-19 Port Vale 3 5 5 15-19 26 25 3 6 4 16-17 Wolves 2 4 6 16-21 25 23 3 5 3 15-12 Watford 2 4 6 12-18 24 24 5 1 6 15-16 WBA 2 2 8 13-25 24 24 3 3 6 15-19 Sheff. Utd 2 3 7 16-24 21 23 2 4 6 15-20 Luton 2 3 6 4-16 19 ítiémR FOLX ■ ÍTALSKA liðið Piacenza var sektað í gær um 780 þús. ísl. kr. fyrir að stuðningsmenn liðsins köst- uðu hundruðum snjóbolta á línuvörð í leik gegn Udinese um sl. helgi. ■ ATALANTA var sektað um 585 þús. ísl. kr. fyrir að stuðningsmenn liðsins köstuðu ýmsum hlutum og smásteinum að dómara leiks Atal- anta og Juventus. Þá skutu stuðn- ingsmenn liðsins flugeldum að marki Juventus. ■ JOHN Sheridan sem hefur leik- ið á miðjunni hjá Sheffield Wedn- esday óttast að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið, en David Pleat hinn nýi stjóri virðist ekki ánægður með kappann þrátt fyrir að hann sé metinn á um 76 milljónir króna. ■ PETER Shilton markvörðurinn góðkunni sem er nú orðinn 46 ára gamall, er ekki alveg hættur. Hann hefur verið lánaður frá Coventry til West Ham og vonast kappinn til að hann nái ijórum leikjum í deildinni. Shilton lék 125 landsleiki og hefur Ieikið 996 leiki í deildinni þannig að ef hann fær fjóra til við- bótar nær hann 1.000 deildarleikj- um. ■ JIMMY Jones annar stærsti hluthafinn hjá Norwich hefur mik- inn áhuga á að fá Mike Walker aftur til starfa sem stjóra en stjórn- arformaðurinn, Robert Chase, er á móti því. Jones gerir sér vonir um að ná yfirhöndinni í deilunni. ■ NEWCASTLE hefur fallist á tilboð Everton í svissneska lands- liðsmanninn Marc Hottiger en til- boðið hljóðaði uppá 66 milljónir króna. Rush stef nir á 50 bikarmörk Ian Rush hefur haft markamet aldarinnar í Ensku bikarkeppn- inni í augsýn undanfar- in ár og um helgina tókst honum að slá metið þegar hann gerði eitt mark í 7:0 sigri Liverpool gegn Roc- hdale í 3. _ umferð keppninnar. „Ég ætla að halda áfram og ná 50 mörkum sem er met sem enginn getur sleg- ið,“ sagði Rush eftir leikinn en hann er 34 ára. Englandsdrottning sæmdi Rush MBE-orð- unni á nýársdag og markið, sem hann hefur beðið svo lengi eftir, kom í vikulokin, þremur mínútum eftir að hann kom inn á sem vara- maður og lék í fyrsta sinn síðan 18. nóvember en hann var frá vegna meiðsla. „Þetta hefur verið frábær vika hjá mér,“ sagði hann, „og að skora beint fyrir framan hörðustu stuðn- ingsmennina var frábært. Robbie [Fowler] ætlaði að skjóta sjálfur en eftirlét mér það. Ég hef haft metið í augsýn í nokkur tímabil og það er gott að hafa !oks slegið það.“ Roy Evans, knattspyrnustjóri Liverpool, tók í sama streng. „Þetta er frábær árangur hjá Rushie en ekkert kemur á óvart þegar hann er annars vegar og ég er viss um að hann er IAN Rush, markamaskína Liverpool jafn ánægður og þegar hann tók við MBÉ-orð- unni.“ Rush er virtur knatt- spyrnumaður og Mick Docherty, knattspyrnu- stjóri Rochdale, sagði að hann ætti þetta skilið. „Betri atvinnumaður gat ekki náð þessu. Hann er sem björt stjarna í grein- inni vegna þess sem hann leggur á sig, ákveðni og allra mark- anna.“ Miðheijinn á glæstan feril að baki og hefur sett mörg met. Hann hefur gert fleiri mörk í innbyrðis leikjum Li- verpool og Everton en nokkur annar, m.a. Dixie Dean. Hann sló markamet Roger Hunts hjá Liverpool og marka- metið í deildinni er í augsýn - Hunt gerði 245 mörk en Rush er kominn með 227 mörk. Rush hefur gert fimm mörk í úrslitaleikjum ensku bikarkeppninnar sem er meira en nokkur ann- ar en hann gerði tvö mörk 1986, tvö 1989 og eitt 1992. Hann hefur gert 48 mörk í deildar- bikamum en metið hjá Geoff Hurst er 49 mörk. Rush gerði fyrsta mark sitt í ensku bikar- keppninni fyrir Chester í 5:1 sigri gegn Work- ington í 1. umferð í nóvember 1979. Hann gerði þijú bikarmörk fyrir Chester áður en hann fór til Liverpool 1980. ENGLAND staðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.