Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 D 3 ___________GETRAUNIR________ Sacchi veðjar á ungu mennina - til að verja heiður ftalíu í Evrópukeppninni í Englandi DEL Plero, lelkmaðurlnn snjallí hjá Juventus. ARRIGO Sacchi, landsliðsein- valdur ítala, hefur fengið það verðuga verkefni að leiða ítali til sigurs gegn erkifjandanum, Þýskalandi, f úrslitum Evrópu- keppninnar í Englandi næsta sumar. Hann segir Þjóðverja vera erfiðustu andstæðing- ana í riðlinum. „Ég lofa engu,“ sagði hann. „En ég hef mikla trú á þessum ungu leikmönn- um landsliðsins." Ólafur Sigurðsson skrifar frá Austurríki Arrigo Sacchi, sem gerði AC Milan að stórveldi í Evrópu á árunum 1987 til 1991, treystir á unga og efnilega leikmenn. Stjörnur eins og Vialli hjá Juventus verða að sætta sig við að sitja heima á meðan Evrópukeppnin fer fram. Vialli, sem mætti ekki í æf- ingaleik og gaf enga skýringu á því, hefur ekki hegðað sér eins og Sacchi vill og verður því ekki áfram í landsliðinu. Eftir að Sacchi tók við landsliðinu fyrir fjórum árum hefur hann prófað meira en 80 leik- menn og hefur því úr nógu að velja. Þar sem Luca Bucci, markvörður Parma, hefur átt við meiðsli að stríða tekur Peruzzi stöðu hans í markinu að öllu óbreyttu. Costa- curta og Maldini, sem lengi hafa spilað saman hjá AC Milan, sjá um að enginn komist í gegnum vörn- ina. Ferrera og Benarrivo eiga að sjá um að stöðva kantmennina og undirbúa skyndisóknir upp væng- ina. Di Matteo leikur aftastur á miðjunni og á að styðja við bakið á Del Piero sem stjórnar sókn liðs- ins. Sér við hlið hefur hann þá Albertini og Di Livio. Zola verður til að brúa bilið milli sóknarpars- ins, Casiraghi og Ravanelli. Það má því búast við að þessir leikmenn verði undir smjásjánni hjá ítölskum íþróttafréttamönnum á komandi ári. ÍTALÍA staðan 16 6 2 0 l.deild 17-5 Milan 3 4 1 9-7 33 16 6 2 0 19-8 Fiorentina 3 1 4 9-10 30 16 5 2 1 12-6 Parma 2 5 1 11-10 28 16 6 1 1 16-5 Juventus 2 2 4 7-10 27 16 6 1 1 25-9 Lazio 1 3 4 5-9 25 16 2 4 2 9-8 Roma 4 3 1 11-5 25 16 3 3 2 7-7 Napoli 2 5 1 8-7 23 16 5 2 1 9-4 Vicenza 1 3 4 5-9 23 16 5 2 1 12-7 Udinese 1 2 5 6-11 22 16 3 3 3 12-12 Atalanta 3 1 3 7-12 22 16 5 3 0 14-2 Inter 0 3 5 6-13 21 16 4 3 1 12-6 Sampdoria 1 3 4 12-18 21 16 4 1 3 6-4 Cagliari 2 1 5 7-16 20 16 3 4 1 13-9 Torino 0 3 5 3-16 16 16 4 1 3 10-13 Piacenza 0 3 5 7-18 16 16 3 3 2 15-12 Bari 1 0 7 9-24 15 16 2 3 3 10-10 Padova 1 0 7 5-16 12 16 2 3 2 11-7 Cremonese 0 1 8 7-18 10 18 7 1 2 2. deild 22-8 Genoa 1 3 4 9-15 28 18 6 3 0 14-8 Palermo 0 7 2 1-6 28 18 6 2 2 18-14 Pescara 2 2 4 6-11 28 18 7 2 1 17-5 Cesena 0 4 4 9-13 27 18 5 3 1 16-9 Cosenza 1 6 2 5-8 27 18 6 4 0 10-2 Reggiana 2 2 5 8-15 27 18 4 4 1 11-5 Verona 3 1 5 7-11 26 18 5 4 0 16-6 Perugia 1 3 5 7-14 25 18 3 5 0 7-4 Bologna 2 5 3 6-6 25 18 5 3 1 10-4 Salernitan 1 3 5 7-9 24 17 5 0 3 14-10 Ancona 2 2 5 9-11 23 18 1 6 2 5-8 Venezia 4 3 3 9-9 23 18 4 3 2 10-7 Brescia 2 1 6 15-15 22 18 5 3 1 11-6 Foggia 0 3 6 4-14 21 18 4 2 3 10-11 Fid.Andria 0 6 3 7-10 20 17 3 4 1 9-7 Lucchese 1 4 4 4-11 20 17 3 5 1 11-7 Reggina 1 3 4 4-15 20 18 1 6 2 4-5 Chievo 2 4 3 9-10 19 18 4 2 3 11-10 Avellino 1 2 6 8-16 19 17 2 5 1 9-6 Pistoiese 1 2 6 8-16 16 Gullit segir rangt eftir sér haft UMMÆLI þau sem höfð voru eftir hollendingnum Ruud Gullit í enska blaðinu Daily Mirrorá. janúar hafa valdið miklu fjaðrafoki í Englandi og víðar. í blaðinu var haft eftir ítölsku blaði að Gullit hefði sagt að aðeins þrír leik- menn í ensku deildinni gætu spjarað sig í ítölsku deildinni enflest allir leikmenn á Ítalíu myndu hins vegar gera það gott í Englandi. Gullit segir að ítalska blaðið hafi ekki rétt eftir sér, hann hafi aldrei sagt að aðeins þrír leikmenn gætu spjarað sig á Ítalíu. „Ég nefndi þessa þijá sem dæmi, en hefði getað nefnt Alan Shearer, Steve McMana- man og marga, marga fleiri,“ segir Gullit I við- tali við Dtiily Mirror. Hann bætir þvi síðan við að þeir sem þekki sig viti að svona lagað hefði hann aldrei sagt því hann kunni vel við sig í Eng- Iandi og beri deildinni og enskri knattspyrnu gott orð. Hann gæti meira að segja vel hugsað sér að leggja fyi’ir sig þjálfun í Englandi. KÖRFUKNATTLEIKUR Reuter DAVID Roblnson og félagar hans í San Antonio Spurs höfðu betur í vlðurelgnlnnl gegn melsturum Houston, 88:82. Hake- em Olajuwon (t.h.) reynir hér að ná tll boltans, sem Davld Robinson er með í öruggum höndum. Spurs náði aðhefna San Antonio Spurs gerði sér lítið fyrir og sigraði meistarana í Houston Rockets 88:82 í Houston í fyrrinótt. Spurs, sem hafði bestu útkomuna í deildarkeppninni á síð- asta tímabili, þ.e.a.s. áður en kom að úrslitakeppninni, byijaði mjög vel gegn Houston og komst í 21:4 og hafði síðan forystu allan leikinn. „Þetta er stór sigur fyrir okkur. Við stjórnuðum leiknum allan tímann," sagði Avery Johnson leikmaður Spurs. „Það var á þessum stað sem við vorum slegnir út i fyrra og því áttum við daprar minningar héðan.“ Sean Elliott gerði 20 stig fyrir Spurs, en Hakeem Olajuwon var með 25 stig og 15 fráköst fyrir Houston, sem tapaði öðru sinni í síðustu þrem- ur leikjum. Hittni leikmanna Houston var sú slakasta í vetur eða um 35 prósent. Þeir reyndu 26 sinnum þriggja stiga skot og aðeins fjórum sinnum fór knötturinn i körfuna. Dell Curry gerði 27 stig og þar af mikilvæg stig úr vitaskotum á síðustu sekúndum leiksins fyrir Charlotte sem vann Toronto 92:91. Larry Johnson setti niður 24 stig og tók 11 fráköst. Tracy Murray, sem var ekki í byijunarliðinu, kom af bekknum og gerði 25 stig fyrir Tor- onto, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð. Toronto setti þó eitt NBA-met í leiknum — met sem aldrei verður slegið, því liðið gerði ekki eitt ein- asta stig úr vítaskotum allan leikinn. Fyrra metið átti New Orleans frá því 1977 en það gerði aðeins eitt stig úr víti gegn Houston. Orlando enn taplaust á heimavelli Orlando er enn taplaust á heima- velli og í fyrrinótt vann liðið 19. heimaleikinn í röð er New Jersey Nets kom í heimsókn, 92:84. Dennis Scott gerði 23, Penny Hardaway 21 og Nick Anderson setti niður þriggja stiga skot er rúmlega ein mínúta var eftir og það gerði gæfumuninn. Shaquille O’Neal var ekki með Or- lando vegna meiðsla, annan leikinn í röð. Ekkert gengur hjá Charles Bark- ley og félögum í Phoenix. Nú þurfti liðið að sætta sig við tap gegn Los Angeles Clippers á heimavelli, 105:100. Pooh Richardson gerði 21 stig fyrir Clippers og þeir Lamond Murray 19 og Rodney Rogers 17. A.C. Green var með 29 stig fyrir Phoenix og 20 fráköst sem er per- sónulegt met hjá honum. Barkley lék ekki með Phoenix vegna meiðsla og má liðið illa við því. Rik Smits gerði 20 stig og Derrick McKey 18 fyrir Indiana sem vann Dallas 91:84. Jifn Jackson var með 19 stig og 12 fráköst fyrir Dallas og Popeye Jones kom næstur með 11 stig. Latrell Sprewell gerði 13 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Golden State sem vann Vancouver 109:103. Þetta var fimmti sigur liðs- ins í síðustu sex leikjum. Vancouver hefur hins vegar tapað 16 útileikjum í röð. Grant Long var með 20 stig og Steve Smith 16 fyrir Atlanta í 104:88 sigri á Sacramento Kings. Mitch Richmond og Sarunas Marciulionis gerðu 19 hvor fyrir Kings. Seattle SuperSonics gerði góða ferð til Milwaukee og sigraði 97:92. Gary Payton var með 26 stig og Shawn Kemp 21 fyrir SuperSonics. Vin Baker setti niður 25 stig fyrir heimamenn og Glenn Robinson kom næstur með 19. New York sigraði Boston á heima- velli 98:93 þar sem Hubert Davis var stigahæstur með 22 sig. Patrick Ewing lék nú með New York að nýju eftir að hafa misst þijá leiki úr vegna ökklameiðsla. Hann gerði níu stig og tók 11 fráköst á þeim 25 mínútum sem hann lék með. Eddie Jones var með 25 stig og setti niðfrr vítaskot á lokasekúndinni sem tryggði Los Angeles Lakers sig- ur á Minnesota, 106:104. Cedric Ceballos lék einnig vel fyrir Lakers og gerði 29 stig, en Christian Laettn- er var stigahæstur gestanna með 29 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.