Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 6
6 D FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UNGLINGAR Sex unglingar á HM í Sviss Halldóra HALLDÓRA Þorgeirsdóttir, sundkona úr Ægi og bronsverð- launahafi í 200 m bringusundi á síðasta Norðurlandamóti ungl- inga, setti telpnamet í 50 m bringusundi, synti á 35,22 sek- úndum. Metið setti Halldóra sem er fjórtán ára á móti hjá Ár- manni í Sundhöll Reykjavíkur setti met skömmu fyrir áramót. Þetta met og fjöldi annarra sem ungir sund- menn hafa verið að setja í síðasta mánuði sýnir að miklar framfarir eru að eiga sér stað og fróðlegt verður að fylgjast með á næsta sundmóti sem verður í Hafnar- firði undir umsjón SH síðustu helgi í þessum mánuði. ÚRSLIT Badminton Um síðustu helgi fór fram Unglingameist- aramót TBR í badminton. Þátttakendur voru um 150 frá TBR, Víkingi, Hafnar- firði, Keflavfk, Þorlákshöfn, hHveragerði, Flúðum, Akranesi og Borgamesi. Keppt var í öllum greinum og flokkum unglinga. úr- slit urðu sem hér segir. Hnokkar og tátur 12 ára og yngri: Einliðaleikur: Halldóra Jóhannsdóttir, TBR, sigraði Fann- eyju Jónsdóttur, Víkingi, 11:7/11:2. Valur Þráinsson, TBR, sigraði Daníel Reyn- isson, HSK, 12:10/7:11/11:0. Tvíliðaleikur: Björk Kristjánsdóttir og Halldóra Jóhanns- dóttir, TBR, sigruðu Fjólu Sigurðardóttur og Önnu Þorleifsdóttur, Vikingi, 15:7/15:8. Valur Þráinsson, TBR, og Daníel Reynis- son, HSK, sigruðu Ólaf Olafsson og Hjört Arason, Víkingi, 15:5/15:6. Tvenndarleikur: Haltdóra Jóhannsdóttir og Valur Þráinsson, TBR, sigruðu Björk Kristjánsdóttur, TBR, og Daníel Reynisson, HSK, 18:17/15:9. Sveinar og meyjar 12 til 14 ára: Einliðaleikur: Guðlaugur Axelsson, UMSB, sigraði Davtð Thor Guðmundsson, TBR, 1:11/11:1/11:8. Hrafnhildur Ásgeirsdóttir, TBR, sigraði Bryndísi Sighvatsdóttur, BH, 11:8/11:5. Tviliðaleikur: íris Ellertsdóttir og Tinna Sæmundsdóttir, Þór Þorlákshöfn, sigruðu Láru hannesdóttur og Oddnýju Hinriksdóttur, TBR, 15:8/15.3. Óli Þór Birgisson og Guðlaugur Axelsson, UMSB, sigruðu Elvar Guðjónsson, TBR, og Margeir Gunnarsson, Víkingi, 18:17/14: 18/17:16. Tvenndarleikur: Helgi Jóhannesson, og Ragna Ingólfsdóttir, TBR, sigruðu Davíð Thor Guðmundsson og Söru Jónsdóttur, TBR, 16:17/15:3/15:9. Drengir og telpur 14 til 16 ára: Einliðaleikur: Gunnar Reynisson, keflavík sigraði Ævar Pétursson, Keflavík, 15:7/17:15. Svava Svavarsdóttir, HSK, sigraði Þórunni Harðardóttur, BH, 11:6/11:7. Tvíðliðaleikur: Sara Jónsdóttir og Oddný Hróbjartsdóttir, TBR, sigruðu Evu Petersen og Agústu Ni- elsen, TBR, 15:9/15:6. Ingólfur Ingólfsson, TBR, og Björn Odsson, BH, sigruðu Helga Jóhannesson og Birgi Haraldsson, TBR, 9:15/15:11/17:14. Tvenndarleikur: Björn Oddsson, BH, og Hrund Atladóttir, TBR, sigruðu Birgi Haraldsson og Katrínu Atladsóttur, TBR 15:5/15:5. Piltar og stúlkur 16 - 18 ára: Einliðaleikur: Brynja Pétursdóttir, lA, sigraði Erlu haf- steinsdóttur, TBR, 11:5/11:1. Sveinn Sölvason, TBR, sigraði Björn Jóns- son, TBR, 15:7/15:5. Tvúiðaleikur: Björn Jónsson og Sveinn Sölvason, TBR, sigruðu Sævar Stöm, TBR, og Gunnar Gunnarsson, Keflavik, 15/4/15:7. Brunja Pétursdóttir og Bima Guðbjartsdótt- ir, ÍA, sigraðu Önnu L. Sigurðardóttur og Erlu Hafsteinsdóttur, TBR, 15:10/15:13. Tvenndarleikur: Sveinn Sölvason og Erla Hafsteinsdóttir, TBR, sigraðu Bjöm Jónsson, TBR og Brynju Pétursdóttur, ÍA, 15:10/11:15/15:9. Morgunblaðið/ívar ÞRÍR stlgahæstu ð Nýársmóti fatlaðra í Sundhöll Reykjavík- ur sl. sunnudag. Frá vlnstri: HJördís Anna Haraldsdóttir, Helðdís Dögg Elríksdóttlr og Haraldur Þór Haraldsson. Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga Heiðdís Dögg náði bestum árangri Nýárssundmót fatlaðra bama og unglinga fór fram í Sund- höll Reykjavíkur síðastliðna helgi. Þetta er árlegt mót og eru keppend- ur 17 ára og yngri. /Var . Allir keppendur eru Benediktsson í einum flokki en skrilar stigagjöf er reiknuð út sér fyrir hvem fötlunarflokk. Því er ekki um að ræða hefðbund- ið keppnisfyrirkomulag þar sem veitt em verðlun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti í hverri grein. Reikn- uð em út stig hvers keppanda út frá árangri hans í hverri grein. Stigahæsti einstaklingurinn hlýtur síðan „Sjómannabikarinn" en hann var gefínn af Sigmari Ólafssyni sjómanni á Reyðarfirði. Að þessu sinni varð Heiðdís JJögg Eiríksdóttir, Ægi/íþróttafé- lagi heymarlausra, hlutskörpust, hlaut 637 stig fyrir 50 m skrið- sund, 32,97 sekúndur. í öðra sæti varð Hjördís Anna Haraldsdóttir, Ægi/ÍFH, með 634 stig fyrir 50 m baksund sitt á 39,88 sekúndum og í þriðja sæti varð Haraldur Þór Haraldsson, ÍFR, með 458 stig fyr- ir 50 m bringusund sem hann synti á 59,18 sekúndum. Eins og sést var Iítill munur á milli Heiðdísar Daggar og Hjördísar Önnu, aðeins þijú stig eða um það bil 5 úr sek- úndu. „Þetta er fimmta árið sem ég æfi sund og hef allan tímann æft hjá Ægi. Mér finnst mjög gaman í sundi og að sjálfsögðu ætla ég að halda áfram að æfa,“ sagði Heiðdís Dögg að keppni lokinni, en hún verður sextán ára á þessu ári. „Ég hef líka æft frjálsíþrótt- ir, fimleika og knattspyrnu, en sundið er skemmtilegast og bringusundið er mín uppáhalds- grein. Núna æfi ég þolfimi méð sundinu til að fá styrk og út- hald,“ bætti þessi duglega sund- kona við. Alls tóku fjömtíu og fjórir keppendur þátt í mótinu að þessu sinni frá fímm félögum. Allir fengu viðurkenningarskjal að launum auk þess sem þrír stiga- hæstu einstaklingamir hlutu verðlaun, þ.e. Heiðdís Dögg, Hjör- dís Anna og Haraldur Þór. Heið- ursgestur mótsins að þessu sinni var Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. Eins og ávallt við setn- ingu mótsins sáu fatlaðir tónlist- armenn um tónlistina og að þessu sinni vom það nemendur og kenn- arar Fullorðinsfræðslu fatlaðra sem léku og sungu fyrir keppend- ur. Skátar úr skátafélaginu Skjöldungum stóðu heiðursvörð og settu mikinn svip á mótið sem fór hið besta fram. Koma einu sinni til tvisvar í viku Við komum hingað einu sinni til tvisvar í viku og leikum körfubolta og höfum gert það í allan vetur,“ sögðu þeir félagar Hrólfur Vilhjálmsson og Kristján Kristjánsson, sextán ára strákar er Morgunblaðið truflaði þá frá æsilegum körfuleik í Kolaportinu á dögunum. „Okkur finnst fínt að geta komið hingað og spilað þegar okkur lystir." Þeir sögðust báðir hafa æft hjá KR, en Hrólfur hefur skipt yfir í Breiðablik og leikur þar með ungl- ingaliðinu, en Kristján kvaðst hafa slitið krossbönd í fyrra í hægra hné og hefði ekki byijað að æfa að nýju með KR, „en ég fer að byija aftur“. sagði hann. „Við höfum tekið þátt í körfu- boltakeppnum tveir á tvo og þrír á þijá og hefur gegnið þokkalega. Það er gott að æfa sig fyri svoleið- is mót hér.“ Þeir félagar sögðust ekki fylgj- ast grannt með körfuboltanum hér heima, finnst hann ekki mjög skemmtilegur, NBA boltinn væri mun meira heillandi og með hon- um fylgdust þeir af miklum áhuga. „Ég er Lakers-maður,“ sagði Hrólfur, „ástæðan er sú að þegar ég var sjö ára bjó ég í Los Angeles og æfði með barnaliði félagsins. Það var á þeim tíma sem þeir voru á toppnum og ég hef fylgt þeim að málum síðan.“ Kristján sagðist vera eindreginn stuðningsmaður Chicago Bulls. Þegar kom að því að spyija þá hver væri þeirra uppáhaldsleik- maður í NBA-boltánum stóð ekki á svarinu, „Tim Hardaway, tví- mælalaust." KRISTJÁN Kristjánsson og Hrólfur Vilhjálmsson. Sex ungir skíðamenn, þrír strákar og þijár stelpur, hafa verið valdir til þátttöku fyrir ís- lands hönd á heimsmeistaramót unglinga í alpagreinum sem fram fer í Sviss í næsta mánuði. Þetta era; Jóhann Haukur Hafstein, Ármanni, Egill Birgisson, KR, Jó- hann Friðrik Haraldsson, KR, Sig- ríður Þorláksdóttir, ísafirði, Brynja Þorsteinsdóttir, Akureyri og Hrefna Óladóttir, Akureyri. Þau hafa öll dvalið erlendis við æfíngar og nám í vetur. Egill og Brynja í Oppdal í Noregi, Jóhann Friðrik í Járpen í Svíþjóð, Jóhann Haukur í Geilo í Noregi, Sigríður í Temaby í Svíþjóð, fæðingabæ þess þekkta Ingemarks Sten- marks. Hrefna var hins vegar við nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri fram til áramóta en hef- ur farið til Noregs til æfínga á sama stað og þau Egill og Brynja. Unglingalandsliðsmenn íslands í skíðagöngu em nú staddir í Sví- þjóð við æfíngar og keppni. Um síðustu helgi tóku Islendingamir þátt í móti í Strömsund. Þóroddur Ingvarsson frá Akureyri náði besta árangri þeirra, lenti í 28. sæti. Gísli Harðarson, Akureyri, varð í 32. sæti, Ingólfur Magnús- son frá Siglufirði í 33. sæti, Jón Garðar Steingrímsson, Siglufírði, í 35. sæti og Árni Gunnar Gunn- arsson frá Olafsfírði í 36. sæti. Daníel Jakobsson sigraði í mótinu. ÞAU voru sigursæl í flokkum pilta og stúlkna, f.v.: Sveinn Sölvason, Erla Hafsteinsdóttir, Brynja Pétursdóttir og Björn Jónsson öll úr TBR. ÞÓRODDUR Ingvarsson nóði bestum árangri íslensku skíðagöngumannanna í Strömsund um síðustu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.