Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 8
Héðinn í bann HÉÐINN Gilsson, handknattleiks- maður úr FH, var í gær úrskurð- aður í eins leiks keppnisbann vegna fimm refsistiga. Bannið tek- ur gildi á fimmtudag, þannig að Héðinn getur ekki leikið með FH-liðinu gegn KR-ingum í Kapla- krika á sunnudaginn. KNATTSPYRNA / ENGLAND Hasar á Highbury Ginola rekinn af velli er Arsenal sló Newcastle úr deildarbikarkeppninni Reuter IAN Wrlght skoraði bæðl mörk Arsenal gegn Newcastle. Hér reynlr Darren Peacock að stöðva hann í leiknum á Highbury í gærkvöldi, sem var sögulegur. að gekk mikið á á Highbury, heimavelli Arsenal, i gær- kvöldi er liðið tók á móti Newcastle í átta liða úrslitum ensku deildar- bikarkeppninnar, en Newcastle er í efsta sæti úrvalsdeildarinnar. Fyr- ir það fyrsta sigraði Arsenal 2:0 við mikinn fögnuð rúmlega 30 þús- und áhorfenda. í annan stað var Frakkinn David Ginola hjá New- castle rekinn af velli í síðari hálf- leik og þá sauð uppúr við hliðarlín- una. Allt varð vitlaust og þurftu lögregla og vallarstarfsmenn að ganga á milli þeirra Bruce Rioch, stjóra Arsenal, og Terry McDerm- ott, aðstoðarþjálfara Newcastle. Ginola var rekinn af velli fyrir annað brot sitt sem dómarinn sá ástæðu til að bóka hann fyrir, rétt um miðjan síðari hálfleikinn. Hann •gaf Lee Dixon olnbogaskot þegar boltinn var hvergi nærri. Þeir sem sátu á varamannabekk gestanna trylltust þannig að ganga varð á milli manna. Um síðir róuðust menn þó og Arsenal gætti sin á því að láta Les Ferdinand ekki endurtaka leikinn frá því á sunnudaginn er hann jafnaði gegn Chelsea í bikar- keppninni, á síðustu mínútunni. Ian Wright gerði bæði mörk Ars- enal í gærkvöldi; fyrra markið skor- aði hann rétt fyrir leikhlé, á 44. mín. og síðara markið skömmu fyr- ir leikslok — á 89. mín. — og gull- tryggði þar með sigurinn, en hann hefði hæglega átt að geta gert tvö mörk til viðbótar, fyrst í upphafi ieiks er hann skallaði framhjá úr dauðafæri og siðan átti hann skot í stöngina. Wright hefur nú gert sex mörk í síðustu sex leikjum. Pavel Srnicek, markvörður Newcastle, hefði átt að ná að veija er Wright gerði fyrra markið; skot hans frá vítateig smaug milli handa markvarðarins og í netið er lítil hætta virtist á ferðum. Hann átti hins vegar ekki möguleika á að koma í veg fyrir síðara markið; Wright skallaði þá glæsilega í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Hol- lendingsins Glen Helder. Leeds átti í nokkrum erfiðleikum gegn Reading, en tókst þó að meija 2:1 sigur. Jimmy Quinn, spilandi þjálfari Reading, kom liði sínu mjög óvænt yfir eftir rúmlega stundar- fjórðungs leik en Phil Masinga jafn- aði á 35. mínútu og Gary Speed gerði sigurmarkið rétt fyrir leikhlé og við það sat. Norwich og Birmingham gerðu 1:1 jafntefli. Kevin Francis kom Birmingham í 1:0 í síðari hálfleik en Robert Fleck jafnaði fímm mín- útum síðar. Aston Villa sigraði Wolverhampt- on með marki Tommy Johnson á 67. minútu. Friðrik til Skallagríms FRIÐRIK Þorsteinsson, fyrrum unglingalandsliðsmarkvörður úr Fram, sem var í herbúðum Leift- urs á Ólafsfirði sl. keppnistímabil, hefur gengið til liðs við 2. deildar- lið Skallagríms í Borgarnesi og mun veija mark liðsins næsta sum- ar. Daði Lárusson, sem varði mark Skallagrímsmanna sl. keppnis- tímabil, er farinn á ný til FH, en eins og fram hefur komið þá er Stefán Arnarson, sem hefur verið markvörður FH undanfarin ár, á leiðinni til Víkings. Þróttur stal sigrinum! ÞAÐ var sannkallaður baráttuleik- ur í íþróttahúsi Hagaskóians þegar efstu lið I. deildarinnar í blaki, Þróttur og Stjarnan mættust i gærkvöldi en heimamliðið vann 3:2 og oddahrinan var æsispennandi. Úrslitahrinan mun án efa líða leik- mönnum Stjömunnar seint úr minni, en Þróttarar náðu með gríð- arlegri einbeitingu að snúa töpuð- um leik sér í hag. Stjarnan leiddi hrinuna, 12:8 og 14:11 en með ótrú- legum lokaspretti þar sem leik- menn Þróttar fóru hreinlega á kostum í vörninni þá komu mistök- in á færibandi hjá gestunum sem að auki misstu kjarkinn þegar mest lá við. Valur Guðjón Valsson, uppspilari Þróttar, greiddi Stjöm- unni síðan náðarhöggið og innsigl- aði sætan sigur sinna manna þegar hann sendi siðustu uppgjöfina beint i gólfið hjá Stjörnunni en hrinan endaði 16:14. Ofurbombar- inn, Ólafur Heimir Guðmundsson var atkvæðamestur í liði Þróttar en „silfurrefurinn" Hristo Ivanov, og Einar Sigurðsson léku best fyr- ir Sjörnuna. Leikurinn var mjög vel leikinn á köflum og góð tilþrif sáust á báða bóga en það þurfti 108. minútur til að fá fram úrslitin. Kjus slapp ótrúlega vel NORSKI skíðamaðurinn Lasse Kjus, sem hefur forustu í heimsbikarkeppninni, mun ekki keppa á tveimur heims- bikarmótum í Kitzbdhel í Austurríki um helgina og heldur ekki á móti í Adelbod- en í Sviss í næstu viku. Kjus missti jafnvægið og féll illa á æfingu í hinni erfiðu brun- braut í Kitzbtihel í gær, kast- aðist niður eftir brautinni, þannig að útlitið var ekki gott í fyrstu. Þyrla kom á svæðið og flutti Kjus á sjúkrahús. Sem betur fer voru meiðsli kappans ekki alvarleg — hann marðist illa og fékk skurð í andlit. Austurríkismaðurinn Andreas Schifferer var einnig fluttur á sjúkrahús eftir fall, en fékk að fara á hótel sitt í gærkvöldi. Landi hans Josef Strobl féll einnig, en meiðsli hans voru ekki alvarleg. HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNI KVENNA Taugaspenna í Garðabænum MIKIL taugaspenna ríkti í Garðabænum þar sem Stjarnan og Haukar áttust við í 8-liða bikarúrslitum HSÍ í kvenna- flokki. Stjörnustúlkur unnu 16:15 og geta þakkað sigurinn markvörslu Fanneyjar Rúnars- dóttur og kjarki Nínu K. Björns- dóttur, sem var nánast eini leik- maður Garðbæinga, sem þorði að taka af skarið í sókninni. Varnir voru frá upphafi góðar enda staðan eftir tæpar 20 Stefán Stefánsson skrifar mínútur 3:4 fyrir Hauka. Það var ekki fyrr en rétt fyr- ir leikhlé að Nína tók af skarið með tveim- ur mörkum í röð, auk þess að fiska víta- kast, að Garðbæingar komust yfir. Á meðan áttu Hafnfirðingar 4 skot í stangirnar. Eftir hlé kom að kafla Fanneyjar markvarðar, sem varði 6 fyrstu skot Hauka og Stjarnan komst í 11:7 á meðan. En Haukar jöfnuðu 13:13 þegar rúmar sjö mínútur voru eftir en lukkan gekk til liðs við Stjörnu- stúlkur í lokin. Haukastelpur vom líflegri í sókn- inni. Auður Hermannsdóttir var þar allt í öllu og Vigdís Sigurðardóttir varði vel. Öruggt hjá Fram Framstúlkur réðu lengst af lögum og lofum gegn FH-stúlkum í Safa- mýrinni ög slógu þær út í 8-iiða úrslitunum með 20:17 sigri. Gestina skorti fyrst og fremst trú á sigur. Fram var komið í 9:3 forskot um miðjan fyrri hálfleik en Hafnfirðing- um tókst að læða inn marki reglu- lega og rétt eftir hlé var staðan 13:7. Þá tóku gestirnir viðbragð og minnkuðu muninn niður í eitt mark með ærinni fyrirhöfn uns Framstúlk- ur gripu í taumana og kláruðu leik- inn. Vörn Fram var illa á verði og fékk oft á sig auðveld mörk. Hjá FH varði Alda Jóhannsdóttir oft vel en best í liðinu var Díana Guðjóns- dóttir, sem hikaði lítið við að láta vaða inn i vörn Fram. ■ Aðrir leikir / D5 Morgunblaðið/Kristinn HERDÍS Slgurbergsdóttir og félagar hennar í Stjörnunni ðttu erfitt uppdráttar gegn Haukum en unnu samt 16:15 og slógu þær út í 8-llða úrslitum bikarkeppninnar. Hér reynir Herdís að komast framhjá Auðl Hermannsdóttur og Hörpu Melsteð. VIKINGALOTTO: 34 39 40 41 44 48 BONUSTOLUR: 11 14 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.