Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 1
TÍSKAN í sólgleraugum á íslandi hefur tekið breytingum. Ný lína fyr- ir fullorðna er að ryðja sér til rúms og önnur fyrir yngri kynslóðina er orðin allsráðandi. Sólgleraugun sem ungt fólk notar eru bogadregin og minna á bý- flugnaaugu. Lögunin hefur það markmið að falla alveg að húðinni og vernda augun fyrir véðri og vindi. Að sögn Jóhönnu Linnet í Gler- augnaversluninni Augað er það nær eingöngu ungt fólk sem kaupir þessa gerð af sólgleraugum. Býflugnagleraugun njóta vin- sælda í íslenska skammdeginu og er algengt að sjá bæði grunnskóla- og framhaldsskólanema bera þau nú í janúar, þrátt fyrir að sól og snjór stingi ekki í augu. Dæmi er um að meirihluti nemenda í til- teknum 11 ára bekk eigi svona gleraugu. Tvenns konar býflugnagler- augu eru allsráðandi: Cat Fish og Raven en hin síðarnefndu eru aðeins stærri. Jón Laufdal í versluninni Smash segir gler- augun hafa þróast í gegnum hjóla- og brimbrettatískuna í Bandaríkjunum, en á slíkum brettum er best að nota gleraugu sem skýla bæði fyrir sól og vindi. Vonduð býflugnagler- augu eins og frá Okley og Arnet kosta á bilinu 6-9 þúsund, en urmull er til af eftirlíkingum sem kosta 1-2 þúsund krónur. Sólgleraugu handa þrítugum og eldrl Þrjátíu ára og eldri leita eftir ann- arri línu í sólgleraugnatískunni. Öfugt við unga fólkið höfða gleraugu með stríðsárahönnun eða andann frá 1960 meira til þess. Ný lína eru gleraugu sem kenna má við leikkonuna Marilyn Monroe, en þau eru af meðalstærð og þykk- ari umgjörð sem er breiðust í efri hornum. Armarnir eru beinir og bogna ekki fyrir aftan eyru. Sólgler- augun fyrir karlmenn eru nokkuð hefðbundin. Vörn gegn útfjolubláum Sólgleraugu með býflugnasniði og önnur í Marilyn Monroe-stíl *¦» "¦& TISKA unga f ólksins í sólgleraugum er sprottin af hjóla- brettatískunni. r Þrefalt meiri sala en í f yrra TÆPLEGA 800 farmiðar seldust á fyrstu tveimur dögunum sem ferðir til tólf áfangastaða Flugleiða erlend- is voru seldar samkvæmt samningi Samvinnuferða-Landsýnar og ýmissa launþegasamtaka. Fyrsti söludagur ferðanna var á þriðjudag- inn. Að sögn Helga Péturssonar, upp- lýsingafulltrúa Samvinnuferða- Landsýnar, er þetta þrefalt meiri sala en á sama tíma í fyrra. í boði eru 5.000 sæti og verða þau seld á tveimur sölutímabilum. Á fyrra tímabilinu sem nær til 9. mars eru fargjöldin nokkuð lægri en á því síðara, sem stendur frá og með 9. mars til 10. maí. Vinsælustu áfangastaðirnir, það sem af er, eru Kaupmannahöfn, Boston og Baltimore en nú er laun- þegunum í fyrsta skipti boðið upp á ferðir til Boston. Ferðirnar verða farnar á tímabilinú frá byrjun maí og fram í miðjan september. ¦ sólargeislum er einkennandi fyrir betri gerðir af sólgleraugum. Margir notendur þeirra virðast sækjast eftir henni en vörnin gerir gleraugun Morgunblaðið/Asdís nokkru dýrari. Brögð eru hins vegar að því, að í ódýrari gerðum gler- augna dragi vörnin ef til vill ekki nema 50 metra. ¦ ÞÓTT margir leiti ýmissa leiða í baráttunni við aukakílóin hefur hjálp að handan ekki staðið til boða á líkamsræktarstöðvum. Fyrir nokkrum árum hóf Selma Júlíus- dóttir, læknamiðill, meðal annars að leiðbeina fólki um mataræði. Að hennar sögn hafa allmargir leitað til hennar og í kjölfarið náð góðum árangri. Selma segir að fyrir tæpum níu árum hafi enskur spíritistaprestur hvatt sig til að gerast læknamiðill. Hún fylgdi ráðum hans, hlýddi á raddir heimsins að handan og hóf þannig að þróa meðfædda hæfileika sína. „Þeir báðu mig að nema eins mikið og ég gæti um mannslík- amann og allt sem honum viðkem- ur. Þótt ég hafi ekki prófgráður hangandi upp um alla veggi hef ég helgað mig fræðunum, sem ég hef numið að miklu leyti með miðils- gáfu minni. Ég hef unnið með sjálfa mig, en fyrir nokkrum árum varð ég tilbúin til að hjálpa öðrum." - Hvernig geta framliðnir orðið að liði í baráttunni við aukakflóin? „Ég er með marga framliðna ís- lenska og erlenda lækna nieð mér, Megrun með hjálp að handan þeir bæði tala og skrifa í gegnum mig og ég ráðlegg fólki samkvæmt því án þess að sjúkdómsgreina. Aðalatriðið er að létta á melting- unni með fæði sem hentar líkams- ástandi hvers og eins. Það nægir ekki að mæla einungis bætiefnin í fæðunni heldur verður að reikna út hversu mikinn kraft líkaminn hefur til að brjóta fæðuna niður. Lasburða líkami nær ekki að melta einstaka fæðutegundir, sem ef til vill eru álitnar hollar. Gróft brauð getur farið mjög illa í suma og þá ráðlegg ég franskbrauð." Til að vel takist til ségir Selma að nauðsynlegt sé að hlíta ráðum læknanna að handan í einu og öllu, en slíkt krefjist mikils sjálfsaga. Þótt sumir séu vantrúaðir bendir hún á að ýmis ráð, sem hún hafi fyrir löngu numið af læknunum að handan, séu nú viðurkennd lækna- vísindi. „Til dæmis er hollusta mel- óna ekki lengur dregin í efa, en þær eru hreint meðal sem hentar öllum, auðmeltar, mikil næring, byggja upp ónæmiskerfið og geta stöðvað útbreiðslu vissra krabbameinsteg- unda. Nýlega hefur einnig verið viðurkennt að 300 mg af C-vítam- íni á dag auki lífslíkur fólks um mörg ár." Með hjálp framliðinna segist Selma hafa komið víða við í leit sinni að þekkingu og fróðleik. Auk þess að sökkva sér niður í lest- ur hefur hún sótt námskeið um líf- og lífeðlisfræði, numið Aroma- Therapy, eða ilm- kjarnaolíufræði og er um þess- ar mundir að ljúka reiki- meist- aragráðu. Þekkingu sína og hæfi- leika ætlar hún að nota til að hjálpa fólki til betri andlegrar og líkam- legrar heilsu. Hún stofnaði nýverið Líf- skólann og hyggst senn halda hópnám- skeið með stuðningi læknanna að handan. MATARÆÐI skiptir miklu máli í barátt- unni við aukakílóin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.