Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐI0 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 B 3 DAGLEGT LÍF SIGRÓN var aö kaupa I matinn I stórmarkaði skömmu fwrir páskahátíd. Hán sér aö háKur Iftrl af |6gúrt er á tHboös varö- inu 102 ferónur 09 áfcveftur að ekaila á famu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg EFTIR dans skal herrann leiða danskonu sína til sætis og hneigja sig að skilnaði. ókurteisi að spyija konur um aldur „og allir ættu að vita, að engin kona verður meira en 39 ára gömul(!), og hvað þýðir annars að spyrja um slíkt... maður fær aldrei sannleikann að vita um það mál hvort sem er!“ Henni finnst líka miður „klæðilegt“ fyrir kvenfólk að blóta. Kurteisin breytist með tímanum en hin almenna regla ekki; að taka tillit til annarra. Það er kjami máls- ins, hversu hlægilega sem gamlir mannasiðir kunna að hljóma. Dæmi um úrelta kurteisi er: „Kona þarf ekki að taka af sér hanzkann, þegar hún heilsar karlmanni með þandabandi, en karlmaðurinn á að gera það.“ Gestir sem hnýsast inn í skápa Flestir eru fegnir að vera ekki settir undir stífar regl- ur í mannlegum samskipt- um, en ýmsir sakna líka notalegra reglna eins og ! að láta taka ofan fýrir sér, opna bíldyrnar og svo framvegis. En er dóna- skapur að stanga úr tönnunum við matarborðið? „Algerlega ófyrirgef- anlegt," segir Rannveig og Jón Jacobson er á sama máli. Hins veg- ar er það mjög algeng sjón hér á landi en í Bandaríkjunum er það talið fyrir neðan allar hellur. Hver maður gæti sjálfsagt búið til lista yfir hvað fer mest í taugarn- ar á honum vegna skorts á manna- siðum. Flestum finnst óþægilegt að láta glápa á sig eða fá gesti í heim- sókn sem opna jafnvel skápa til að skoða. Sumir fara meira að segja í Afgi'slftsfufcona Ktfmjpfar vftrurnar fnn Sfgrún kemur augaðaft hónteiur jógurtiftá Hftkrónur. tfún mótmmiír írtíft é 115 krónur. »0 ttegín „Jágúrtlð érá tlfboftlnu 102 krftnur." Afgreíftsiu- konan svarar: „Ég veíisttt um þsð.“ Stgrún ondurtekur; «t»aft er á102 krftnur inni I báft.“ Afgreíftslukonan svaran «Haftu kjafti!" Sfgrún boroar, fer með vftrurnar heim og Hrtngír f aigandann. Hannbekkir máfíð, því afgreiftsiukonan hafftí farift tli hans, brostío f grát og be&ist afsökunar. Eígandinn biftur Sigrúnu inniiagrar afsftkunar og spyr hvarnún eigi halma. Aft kvftfdf sama dags kveftur hanrt dyra heima hjá henni meft staarstu gerft af páskaeggi og bíftst aftur afsftfeunar. heimsóknir til að sjá hvemig fólk býr. Böm em viðfangsefni Rannveigar eins og Jóns Jacobsonar: „Ef við læmm góða hegðun í barnæsku, þá verðum við kurteisir menn og kon- ur.“ Bömin þarf að siða á heimilinu og kenna þeim allar helstu sam- skiptareglumar. Markmiðið er tillits- semi og að minnka óþægindin í heiminum. Gerðu svo vel og þakka þér fyrir Á síðasta ári kom út hjá Skjald- borg bókin Mannasiðir og umgengn- isvenjur eftir Susanna Mancinotti og er hún samin handa bömum. í henni er farið yfir víðan völl mannas- iða og til að mynda sagt: „Ef þið haidið öllu hreinu og í röð og reglu, líður ykkur vel.“ „Þið eigið að sitja bein við borðið og hafa olnboga að síðum meðan matast er, og ljúkið alltaf af diskinum.“ „Verið alltaf BENT hefur verið á að bílstjórar bori gjarnan í nefið á rauðu ljósi. Spurningin er: Eru þeir prívat eða á almannafæri? kurteis þegar þið biðjið um eitthvað eða takið við einhveiju. Orðin sem þið eigið að nota era „gerðu svo vel“ og „þakka þér fyrir.““ Bækur handa börnum um mann- asiði era ágætar til að gera þau meðvituð um góða og slæma siði. Aftast í bókinni er listi yfir góða siði og erum við auðsjáanlega komin inn í nútímann: Fjarstýring: Notið aldrei fjarstýringu til að neyða aðra til að horfa á það sem þið viljið sjá í sjónvarpinu. Hár: Greiðið ykkur aldrei á almannafæri og stijúkið ekki hárið með fingranum þegar þið sitjið til borðs. Kvörtun: Þeir sem eru sífellt að kvarta era þreytandi. Loforð: Lofið aldrei öðra en því sem þið þykist viss um að geta efnt. Olnbogar: Styðjið aldrei olnbogan- um á borðið meðan matast er. Nef: Þið megið aldrei bora í nefíð. Mannasiðir ekki lengur bundnir kynjunum Það sem hefur haft mest áhrif á mannasiði og kurteisisvenjur und- anfarna áratugi er árangur kvenna- baráttunnar. Gert er ráð fyrir að konur og karlar standi jafnfætis og hinar fjölmörgu samskiptareglúr sem giltu milli kynjanna era orðnar léttvægar. „Dameme först“ heyrist stöku sinnum en oftast sem grín. Bækurnar Mannasiðir eftir Jón Jacobson og Kurteisi eftir Rannveigu Schmidt era um mismunandi hegðun eftir hlutverkum kynjanna. Rannveig skrifar til dæm- is: „Karlmaður á alltaf að koma konum til hjálpar, jafnvel þótt hann ekki þekki þær. Ef kona missir eitt- hvað á götuna, tekur karlmaðurinn það upp fyrir hana. Hann býður konu sæti sitt í strætis- vagni, en tekur alltaf ofan hattinn um leið og hann lætur henni eftir sætið. Konan þakk- ar alltaf kuifeisislega." í nýju bók- inni Mannasiðir og umgengnisvenjur er engum fyrirmælum beint til stúlkna og drengja sérstaklega. Al- menn kurteisi hvers einstaklings óháð kjmi er nú ríkjandi. Karlar annars vegar og konur hins vegar eiga nú að sýna hvort öðru tillits- semi vegna persónu en ekki kyns. Gunnar Hersveinn ■ LEIKIÐ með mold, steina og kastaníur undir borði í leikfanga- lausa leikskólanum. nokkra athygli og þeir þurftu að veija það fyrir nágrönnum og vinnu- félögum að börnin þeirra tækju þátt „í þessari vitleysu". Mörgum fínnst hugmyndin út í hött og skilja ekki hvaða gagn það gerir að neita börn- um um liti og litabækur í leikskólan- um. Sumir sem hafa frétt af þessu hafa sagt að þeir myndu undir eins taka bumið sitt úr „svona“ leikskóla. En það hefur enginn tekið bamið sitt úr leikskólanum í Solothurn. enda eru krakkamir þar ekki nema í tvo til fjóra tíma á dag og þau hafa nóg af dóti til að leika sér að heima. Sumum foreldrum þótti leik- fangaleysið hafa góð áhrif á börnin, þau virtust rólegri og duglegri að dunda sér þegar þau komu heim. Fóstran er ánægð með tilraunina. Hún sér^ein um 20 til 25 börn og sagði þeim allt um dótlausu mánuð- ina. (Svissneskir leikskólar taka allt- af ákveðið þema fyrir í hálft ár í senn, það getur verið hvað sem er, Hrói höttur, sirkus, skjaldbökur.) Hún vonar að leikfangaleysið verði fastur liður í starfi leikskólans og allt bendir til að svo verði. Leikskól- ar annars staðar í Sviss hafa sýnt áhuga á tilrauninni. Það veit enginn hvort hún ber tilætlaðan árangur og forði bömunum frá fíkn á fullorðinsá- rum en hún sakar örugglega ekki og þess vegna borgar sig að reyna. ■ Anna Bjarnadóttir BÆKUR Kraftaverkin ogBenny ÚT er komin ný bók eftir met- söluhöfundinn Benny Hill. Bók- in heitir Drottinn Jésús, ég þarf á kraftaverki þínu að halda og inniheldur tíu vitnisburði, þar með talið vitnisburð höfundar. „Þessi menn hafa læknast af sjúkdómum og öðlast sig- ur í lífi sínu,“ segir í fréttatilkynningu. Bókin fjallar meðal annars um þijú grundvallaratriði til að öðlast kraftaverk, fjórar reglur til að lifa heilbrigðu lífi, sjö leið- beiningar svo kraftaverkið varð- veitist. Útgefandi: Vakning. Þýðandi: Katla K. Ólafsdóttir. Verð: 1.790 krónur. Vasar á fatnaði leysa töskur af hólmi BIL- og húslyklar, varalitur og aðrar snyrtivörur auk að- skiljanlegustu hluta, sem konum finnst þær ekki geta verið án þegar þær fara út úr húsi, eru jafn- an hafðir í misstórum töskum og veskjum. Þær sem vilja komast eilífum tösku- burði gætu hug- leitt að fá sér fatnað með stór- um og smáum vösum hér og þar ájökkum, pilsum, buxum og kápum. Á tískusýningu í París nýverið sýndu nokkrir velþekktir tískuhönnuðir hvernig vasar geta verið jafnt til gagns og prýði. ■ Eilíf æska Er Q-10 lykillinn að eilífri æsku F> ! I rumur líkamans þurfa á Kóensími Q-10 að halda til að umbreyta í orku þeirri næringu sem að þeim berst. Þær þurfa Q-10 til að geta skilað sínu hlut- verki. Eitt hæsta hlutfall Q-10 í frumum líkamans er í hjartanu. Upp úr miðjum aldri minnkar framleiðsla þess, sem getur leitt til minni mótstöðukrafts, skerts starfsþreks og ótíma- bærrar öldrunar. Q-10 fyllir líkamann nýrri orku, starfsemi frumanna eflist og þær sjá fyrir auknu þreki til frekari dáða. leilsuhúsið Kringlunni & Skólavörðustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.