Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Þar sem konur með silfurhár horfa á menn sína drekka tæra drykki og falla niður í snjóinn Island með eld' gos og jarð- skálfta sem daglegt brauð GLÖGGT er gestsaugað segir ein- hvers staðar. Ekki er lagður dðmur á það hér, en það getur verið óborg- anlegt fyrir þá sem þykjast vita betur að lesa umsagnir útlendinga um ísiand og íslendinga. Hér á eft- ir fer lausleg þýðing á grein sem birtist nýlega í bandaríska dagblað- inu The Arizona Republic. Brennisteinslyktin hangir í loft- inu, regnboginn trónar eins og reyk- háfur úti við sjóndeildarhring, gufa streymir úr kulnuðum eldgígum og þykk, grá leðja kraumar í djúpum holum undir graslausum hæðum og hólum. Einhvern veginn svona hefst greinin og höfundurinn, Nicci Gerr- 1 ard, heldur áfram: „Konur með silf- urhár horfa á meðan mennirnir þeirra hella upp í sig tærum, bragð- lausum drykk og falla niður í snjó- inn.“ Það var nefnilega það. Greinin er skrifuð undir fyrir- sögninni: „Landið sem gefur innsýn í heim sem enn er ungur.“ Og í greininni segir: „Island, heimili fiskimanna og lunda og skálda, lítið ^ land í útjaðri heimsins. Heims sem er mörg hundruð milljóna ára gam- ali, en ekki ísland,“ og síðan lýsir greinin'tilurð landsins með tilheyr- andi hástemmdum lýsingarorðum. „ísland er bara hraunhrúga sem skaut upp úr sjónum eftir röð elds- umbrota þar niðri og er enn að vaxa og breyta lögun,“ eru lokaorð kaflans um sköp- un landsins. Upphaf heimsins „Vegna þess hve Island er ungt er landið ótrúlega frumstætt - það er eins og maður sé kominn aftur að upphafi heimsins. Það fyrsta sem .( maður tekur eftir þegar flogið er yfir höfuðborgina, Reykjavík, er að landið er ótrúlega autt. ísland er stærra en England, þó er íbúafjöld- inn aðeins 267.000 manns. Eitt hundrað þúsund búa í Reykjavík og aðrir fimmtiu þúsund umhverfis borgina. Afgangurinn er dreifður í pínulitlum þyrpingum meðfram strönd landsins. Innlandið, ryðrauð fjöll, svart hraun og skínandi jöklar, er óbyggilegt." Greinarhöfundur hefur skýringu á þeim fjölda jeppabifreiða sem hann sá á íslandi: „Yfír vetrartímann eru jeppar einu bílarnir sem komast yfir landið í gegnum blindhríðina.“ Og þá er komið að smá innsýn í söguna: „ísland á sér enga forn- sögu. Fyrstu landnemamir settust hér að árið 874 og dýrkuðu Þór og Óðin meðal annarra herskárra guða áður en þeir snerust til kristni. Landinu var stjórnað af Noregi og síðan Danmörku. Þjóðin hlaut sjálf- stæði árið 1944.“ Og áfram: „Stundum hefur mað- ur á tilfinningunni að þjóðin eigi sér yfirhöfuð enga fortíð. Tungumálið er frumstætt og hefur verið óbreytt frá alda öðli. Islendingar geta enn lesið söguskáldskap sinn án nokk- urra erfiðleika. Fyrir stríð bjuggu nær allir í torfhúsum, sem nú hafa að sjálfsögðu verið rifin niður, það er þau sem enn stóðu uppi af sjálfs- dáðum," segir greinarhöfundur og á líklega við síðari heimsstyijöld þegar hann talar um byggingarstíl á Islandi fyrir og eftir stríð. Reykjavík, engu lík „Höfuðborgin Reykjavík líkist engri annarri höfuðborg. Húsin þar eru líkt og önnur hús á landinu, hituð með jarðhitavatni og á veturna bráðnar snjórinn á hituðum gang- stéttum. Reykjavík er byggð gráum steinhúsum og gráum bámjárnshús- um. Það er þó hægt að finna götur þar sem bárujárnið er málað rautt og blátt og bleikt og þá er úr ijarlægð hægt að ímynda sér að þetta séu viðarkofar. Ein- staka hús státar af skilti þar sem segir að húsið hafi verið byggt 1892, það sé yfír einnar aldar gam- alt. Og menn eru stoltir af!“ Tvær byggingar í Reykjavík fá sérstakt lof, ráðhúsið og Perlan. Aðallega fær borgin þó þá einkunn að vera gráleit og kúra lágreist meðfram ströndinni þar sem ryðg- aðir fiskibátar, lúðuhausar og fisk- verksmiðjur setja svip á umhverfið. „Flest húsin líta út eins og þeim hafi verið hrúgað upp í flýti og ekki yrði mikill missir að þeim þó þau færu á kaf undir hraun.“ „En kannski," segir höfundur, „kannski er þetta rétta andrúmsloft- ið í borg sem býr við þau örlög að geta hvenær sem er eyðilagst í Fjörið byrjar eftir miðnætti og stendur fram að morg- unverði Morgunblaðið/Ámi Sæberg YFIRNÁTTÚRULEGT og heillandi landslagið á íslandi hefur heillað margan manninn, jafnt Islendinga sem útlendinga. Snæfellsnesið er þar ekki undanskilið. hrauni eða eldi. Á hveijum degi eru smájarðskjálftar á íslandi, á hveiju ári eldgos og einu sinni á áratug alvöru eldgos sem endurskapa stór- an hluta landsins. íslendingar lifa í skugga eigin skammlífis; stór og þung ský, kraumandi jörð og litlar og lítilsmegandi manneskjur.“ Reykjavík hrífur greinarhöfund að vissu marki: „Kosturinn er smæð- in og vingjarnlegheit. Borgin er full af dásamlegum veitingastöðum sem koma á óvart að mörgu leyti.“ Og jafnvel enn meira áberandi þykja honum öll kaffihús borgarinnar. „Það er miðbær þar sem skáld og listamenn og tískusinnað ungt fólk situr og talar um sköpun og stíl á meðan ísstykki á stærð við meðal- hús falla úr jöklum aðeins fáeinum kílómetrum innar í landinu." „Ég hafði lesið um lifandi kaffi- húsastemmninguna og mér hafði verið sagt frá henni af fólki sem hingað hafði komið. Ég tók mig til og elti smáhópa fólks niður í bæ í leit að kaffihúsum. Fór niður í hvert strætið á fætur öðru, en ekkert. Seinna komst ég að því að fjörið byijar eftir miðnætti 1 og stendur fram að morgunverði, á stöðum eins og Astró, Sólon Islandus, 22, Kaffi List og Kaffibarnum. En ég var hins vegar kominn í rúmið kl. tíu þar sem ég glápti á íslenska sjón- varpið og vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta yfir þeirri stað- reynd að þar til fyrir fimm árum var ekkert sjónvarp yfir sumartím- ann og né á fimmtudögum allan ársins hring.“ Vestmannaeyjar, land og sjór Þá er komið að því að líta út fyr- ir Reykjavík. Greinarhöfundur segir að best sé að kanna landið út frá borginni. Einn daginn flaug hann til Vestmannaeyja og segir hann ferðina ódýra, kosta aðeins um 45 dollara. Hann lýsir tilurð og útliti eyjanna á dramatískan hátt og end- ar að sjálfsögðu á gosinu 1973. „Nýjasta askan er enn of heit til þess að hægt sé að snerta hana,“ segir hann, „og þegar rignir hleypur gufa upp af öllu hrauninu." Hann rifjar upp sögu sem leiðsögumaður- inn sagði og honum þykir vel viðeig- andi: „Hópur skandinavískra presta var í skoðunarferð um Heimaey. Þeir komu á staðinn þar sem heit- ast er og stóðu þar þegjandi enda var þeim töluvert brugðið. Eftir smá tíma sagði Dani nokkur: „Þetta er eins o g í helvíti." Þá gall við í finnsk- um presti: „Þið Danir hafið nú alls staðar stungið niður fæti.“ Fyrir 23 dollara fór greinarhöfundur í klukku- tímalanga bátsferð í kringum Heimaey. „Ég sá seli, helling af sjávarfugl- um, en strönd Islands er paradís fyrir fuglaskoðun- armenn, kletta sem voru eins og nálar í laginu, djúpa hella með bleik- um og purpuralitum ígulkerum föst- um við blauta veggina og þúsundir og aftur þúsundir af lundum," og hann segir Vestmannaeyjar eina staðinn sem hann þekkir þar sem „þjóðar“táknið sé jafnframt „þjóð- ar“rétturinn. „Ég var bara þijá heila daga á íslandi. Síðasta daginn fór ég í skoð- unarferð um gullna hringinn sem liggur rétt fyrir sunnan Reykjavík gegnum ótrúlega hijóstrugt lands- lag; mosatoppa á svörtu gijóti, hrikalegar sprungur þar sem jarð- skorpan er að klofna og að Gull- fossi.“ Greinarhöfundur lýsir áfram' hvernig ekið er í gegnum öllu grös- ugra landslag, þótt reyndar allt grænmeti og allir ávextir sé ræktað innandyra, engir maurar, engir snákar og engir froskar. Leiðin ligg- ur að Geysi. Þrátt fyrir það sem hann hefur upplifað síðustu daga tekur hverasvæðið öllu öðru fram. Og lýsingarorðin eru ekki spöruð. Hvallr í sjó og hverir meðfram vegum „ísland var áður staður þar sem geimfarar fengu þjálfun áður en þeir voru sendir út í geim. Eða þar sem diplómatar áttu fundi, miðja vegu milli Evrópu og Bandaríkj- anna. En í dag dregur ísland að sér ferðamenn. Það er hægt að upplifa Ijörugt nætur- líf, skoða stærstu jökla Evrópu, ganga kílómetra eftir kílómetra í yfirnátt- úrulega fallegu landslagi án þess að rekast á aðra mannlega veru. Það er hægt að fara norður til að skoða miðnætursólina eða suður til að skoða eyju sem varð til fyrir aðeins 30 árum. Það eru hvalir í sjónum, regnbogar í skýjum, hverir meðfram vegum, jarðskjálftar undir fótum, brennisteinn í lofti og tryll- ingur í huganum." Svo mörg voru þau orð. Þó þau séu líklega vel til þess fallin að draga ævintýragjama útlendinga að land- inu er umdeilanlegt hvort innfæddir fáist til að kvitta undir þessa lýs- ingu. Og þó, er þetta ekki meira og minna rétt? ■ Þýtt og stílfært hkf Brennisteinn í lofti, jarö- slcjólftar undir fótum og tryll- ingurí huga Uppbygging ferðaþjónustu í Bessastaðahreppi Áhugasamra aðila leitað „FERÐAÞJÓNUSTAN glímir yfir- leitt við það hvernig eigi að ná í ferðamennina. En þeir koma hing- að vegna Bessastaða og við viljum notfæra okkur það,“ segir Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri í ÍBessastaðahreppi. Hreppurinn i auglýsti nýlega eftir áhugasömum i aðilum um uppbyggingu ferða- • f þjónustu á jörðinni Hliði. Tugþúsundir ferðamanna koma árlega Bessastaðahreppur á jörðina í| Hlið, sem er á útstæðu nesi í vest- anverðum hreppnum. „Á aðal- skipulagi Bessastaðahrepps er gert ráð fyrir að á gatnamótunum að Bessastöðum verði komið upp þjónustumiðstöð til að taka á móti þeim tugþúsundum ferðamanna sem koma árlega á Bessastaði. Það er líka ætlunin að ferðamönn- um verði vísað þaðan út að Hliði auk þess sem fólki verður bent á fuglaskoðun og annað sem hrepp- urinn býður upp á,“ segir Gunnar Valur. „Við viljum gjarnan að byggð verði upp aðstaða á Hliði til að taka á móti ferðamönnum. Þaðan var fyrr á tímum sjósókn á opnunr bátum og búskapur fólks sem þar bjó var dæmigerður fyrir sjávar- og búskaparhætti fyrri alda. Við auglýstum því eftir aðilum sem gætu tekið þátt í að byggja þarna upp aðstöðu fyrir ferðamenn, bæði hvað varðar fjármögnun og hug- myndafræði. Við erum með ákveðnar hug- myndir, en útfærslan er í höndum þess sem sækir um. Það er hægt að tengja uppbygginguna sigling- um, sjóstangaveiði, fuglaskoðun og hverju sem fólki dettur í hug. Minjagripasölu, veitingasölu og ýmsu öðru.“ ■ 1 233E1 UM HELGINA Ferðafélag íslands SUNNUDAGINN 14. janúar kl. 11 verður gengið um skógar- stíga Vífilsstaðahlíðar. Ekið er að Marívöllum og gengið sem leið liggur meðfram hlíðinni, létt og þægi- leg ganga fyrir alla fjölskylduna. Komið til baka um kl. 16, en brottför er frá Umferð- armiðstöðinn og Mörk- inni 6. Útivist LAUGARDAGINN 13. janúareru fimm ár frá fyrsta áfanga Póst- göngunnar, raðgöngu Utivistar 1991. Til að rifja upp þessa lengstu raðgöngu sem Útivist hefur staðið fyrir, verður farið með Akraborginni kl. 9.30 og síð- an með rútu frá Akranesi upp að Leirá. Þaðan verður gengin póst- leiðin sem var farin 1790 milli Leirár og Innra-Hólms þaðan sem ekið verður aftur að Akraborg- inni. Komið verður til Reykjavíkur kl. 18. Fararstjóri er Einar Egilsson. Sunnudaginn 14. janúar verður lagt af stað kl. 10.30 í ferð um Búrfellsgjá og nágrenni. Ekið verður að Veghjöll- um í Vífilstaðahlíð og þaðan gengið um gjána að Búrfelli. Komið verður við í Valabóli og gengið um Kaldársel. Gera má ráð fyrir um 3 klukkutíma göngu. Fararstjóri er Helga Jörgensen. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.