Morgunblaðið - 12.01.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.01.1996, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMAMNA Einn af þjálfurum Ajax til íslands Keegan og Robson segja nei! KEVIN Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, sem var efstur á blaði hjá veðbönkum í London, og Bryan Robson, knattspyrnu- stjóri Middlesbrough, tveir fyrrum fyrirliðar enska landsliðsins, tilkynntu í gær að þeir hefðu ekki áhuga að taka við starfi Terrys Venables sem landsliðsþjálfari Englands. Þeir sögðu báðir að þeir væru I góðum störfum, sem þeir væru ekki tilbún- ir að yfirgefa. Gerry Francis, knattspyrnusljóri Tottenham, sem er einnig fyrrum fyrirliði landsliðsins, er nú kominn í efsta sætið þjá veðbönkum — tveir af hverjum þremur nefna nafn hans. Howard Wilkinson lyá Leeds og Glenn Hoddie lyá Chlesea eru einnig nefndur og þá er Jack Charlton, fyrrum landsliðs- þjálfari írlands, kominn í hópinn. Franz Hoek, fyrrum markvörður hjá Ajax og núverandi mar- kvarðaþjálfari félagsins, er væntan- legur til íslands á vegum Knatt- spymusambands Islands, til að miðla íslenskum knattspyrnuþjálf- urum af kunnáttu sinni. Hoek, sem varð að hætta að leika knattspyrnu ungur vegna meiðsla, snéri sér þá alfarið að þjálfun og skipulagningu leiksins, hvernig best væri að sækja að marki andstæðingsins, eða vetj- ast. Hoek kemur hingað til lands föstu- daginn 29. mars og heldur þá um kvöldið fyrirlestur, en daginn eftir verður hann með bók- og verklega kennslu. Það er hvalreki fyrir ís- lenska knattspymu að þessi vel metni þjálfari komi hingað, en hann hefur á undanförnum ámm, með þjálfun sinni hjá Ajax, ferðast um Evrópu á vegum Knattspymusambands Evr- ópu. Það sýnir best snilld Hoek sem þjálfara, að Ajax á markverði í öllum landsliðum Hollendinga og að mark- vörður Ajax og landsliðsins, Edwin Van der Sar, hefur ekki fengið mark á sig úr aukaspymu undanfarin tvö ár. Það er Hoek að þakka, en hann leggur sig allan fram \jið að finna vamir við sóknum andstæðingsins. Hoek hefur sagt að þegar aðrir finna svar við vöminni að fá ekki á sig mark úr aukaspyrnum, væri hann til- búinn með gagnleik. Hoek á stóran þátt í velgengni Ajax, en hjá félaginu vinna þjálfarar, sem eru fjölmargir, geysilega vel sam- an. Það er t.d. hlutverk hans að fara og kynna sér andstæðinga Ajax hverju sinni. Hann fer þá ekki einu sinni til þess, heldur tvisvar. Hoek tekur sér þá stöðu fyrir aftan mark andstæðingsins og kortleggur allar hreyfingar markvarðar, hvemig hann bregst við hveiju sinni. Þar með sér hann fljótt hvar veikleikamir em og hvernig best er að sækja að marki andstæðingsins. Dýrar 145 sek. í Portúgal SÖGULEGUM leik sem hófst fyrir þrettán dögum lauk í gær í Portúgal - leik Chavers og Sporting Lissabon, sem varð að fresta á gamlársdag, þegar 145 sek. voru til ieiksloka vegnaþess að flóðljósin biluðu, þá var staðan 1:1. Það mátti tefia á fingrum sér þá áhorfendur sem komu til að sjá lokamín. leiknar í gær, enda voru þær sýndar beint í sjón- varpi. Leikmönmun liðanna tókst ekki að skora og urðu lokatölur 1:1. Sportingliðið þurfti að ferðast 1.000 km leið til að leika þessar 145 sek. Arsenal mætir Aston Villa ARSENAL mætir Aston Villa í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar - leika liðin heirna og heim- an í febrúar. Leeds leikur gegn sigurvegaranum í leik Birmingham eða Norwich, sem gerði jafntefli, 1:1, á Carrow Road í Norwich. Eftir leikinn sauð uppúr hjá stuðningsmönnum Norwich, en liðið hefur ekki fagnað sigri í tiu síðustu leikjum sinum. Han Xue aftur með heimsmet KÍNVERSKA stúlkan Han Xue, 14 ára, bætti fjög- urra daga gamalt heimsmet sitt 150 m bringusundi í Peking í gær, er hún synti vegalengdina á 80,98 sek., sem er þrettán hundruðustu úr sek. betri tími en hún náði á móti í Hong Kong sl. sunnudag, „Ég reiknaði ekki með að selja heimsmet hér, en ég hef trú á þvi að ég eigi eftir að bæta það fyrir Ólympiuleikana i Atlanta í sumar,“ sagði Han. Þetta var eina heirasmetið sem var sett á tveggja daga móti. Papin fer ekki til Newcastle BAYERN Miinchen hafnaði í gærkvöldi beiðni Newcastle um að liðið lánaði franska landsliðs- manninn Jean-Pierre Papin til St. James Park. „Papin verður í herbúðum okkar út keppnistimabil- ið,“ sagði talsmaður Bayern. Franska blaðið l’Equ- ipe sagði frá því i gær Kevin Keegan, knattspyrnu- sijóri Newcastle, hafi haft samband við Bayeru MUnchen í sl. viku og vifiað fá Papin. Frakkinn David Ginola, sem leikur fyrir Newcastle og á yfir höfðu sér þriggja leikja bann fyrir að slá Lee Dix- son, sagði í viðtali við i’Equipe að það væri gaman að fá Papin til Newcastle og Papin sagði að það yrði frábært að fara til Newcastle. ■Sheff. Utd. keypti I gærkvöldi Don Hutchinson frá West Ham á 1,2 miiy. punda. 1996 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR BLAD haft trú á honum sem þjálfara og aldrei talað illa um hann, þrátt fyrir hvemig hann var við okkur Arnar,“ sagði Bjarki við Morgun- blaðið í gær. Arnar Gunnlaugsson, bróðir Bjarka, sem nú er leikmaður með franska 2. deildarliðinu Sochaux skoraði fyrir liðið í sigurleik, 2:1, gegn Valence í deildinni á mið- vikudaginn. Þetta var fyrsti leik- urinn eftir áramót en í lok síðasta árs gerð hann þijú mörk í tveimur síðustu deildarleikjunum. Honum gengur því vel í Frakklandi. Morgunblaðið/Kristinn BJARKI Gunnlaugsson í Evrópuleik með ÍA gegn Raith Rovers sl. sumar á Akranesl. Hugsanlegt er að Bjarki koml aftur helm í vor og lelkl með ÍA aftur í sumar. KNATTSPYRNA Bjarki til Mann- heim Leigðurtil þýska liðsins fram á sumar §^jarki Gunnlaugsson, landsliðs- maður í knattspymu frá Akranesi, er á föram til þýska 2. deildarliðsins Waldhof Mannheim. Þangað er hann leigur frá Feyeno- ord fram á sumar, en óljóst er með framhaldið. Möguleiki er á að hann verði aftur heima í sumar og leiki með ÍA en ekkert er ör- uggt í því sambandi að sögn Bjarka í gær. Mannheim, sem hafði áhuga á að fá Sigurð Jónsson til sín fyrir þetta keppnistímaþil, er í neðri híuta 2. deildar, tólfta sæti af átján, með 20 stig. Þórður Guð- jónsson og félagar hans hjá Boc- hum eru í efsta sæti með 39 stig. Bjarki er ekki ókunnugur í 2. deildarkeppninni í Þýskalandi, hann lék þar með Núrnberg sl. keppnistímabil ásamt bróður sín- um, Arnari. Þjálfari Mannheim nú, og sá sem hringdi í Bjarka í gær, er Gunter Sebert, sem tók einmitt við þjálfun Núrnberg um áramótin 94/95. „Þá höfðum við Amar gert helming marka liðsins á tímabilinu og gengið mjög vel, en hann notaði okkur aldrei saman í liðinu og gagnrýndi okkur tals- vert í blöðunum, án þess þó að neitt illt væri á milli okkar og hans. Það er því eiginlega brand- ari ársins að hann hringi sjálfur í mig nú. En ég hef samt alltaf UNGLINGAÞJALFARINN ER MIKILVÆGASTIMAÐURINN HJA AJAX / C2,C3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.