Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 3
2 C FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 C 3 KNATTSPYRNUSTÓRVELDIÐ AJAX KNATTSPYRNUSTÓRVELDIÐ AJAX Louis Van Gaal las leik- inn rétt LOUIS Van Gaal, þjálfari Ajax, las úrslitaleik Ajax og AC Milan í Evrópumeistara- deildinni, sem fór fram í Vín- arborg 24. maí 1995, rétt, þegar hann lét tvo 18 ára táninga inn á á hárréttum tíma — Nígeríumanninn Kanu og Kluivert. Kanu skapaði mikinn usla í vðrn AC Milan með hraða sínum, tækni og leikni og það var svo Kluivert sem kom, sá og sigraði, þegar hann skoraði sigurmarkið á 83. mín., 1:0, eða átján mín. eftir að hann kom inn á fyrir Litmanen. Þess má geta að Kanu kom 17 ára til Ajax frá Nígeríu. Lifa fyrir Ajax ÞEGAR greinarhöfundur var á ferð um Amsterdam á dög- unum — með íslenska lands- liðinu á leið til Ungveija- lands, fékk ég þann heiður að fá að far með leigubif- reiðastjóranum Guus Issen, sem var dæmigerður Amst- erdambúi — Ajax átti hans hug og hjarta. Issen var ekki í vafa um að Ajax væri besta félagslið heima, sem kom svo á daginn þegar Ajax lagði Gremio að velli í Tókýó um nafnbótina heimsmeistari fé- Iagsliða. Issen sagðistalltaf fara á heimaleiki Ajax, það væri ekkert nema veikindi sem gæti komið I veg fyrir það. „Ajax og Amsterdam er það sama — þegar nafnið Ajax er nefnt, kemur Amst- erdam upp í hugann og öfugt,“ sagði Guus Issen stoltur. Þegar þú elskar knattspyrnu viltu leika argir héldu því fram fyrir ári að það væri hættulegt fyrir Ajax að láta ungu leikmennina okk- ar leika eins marga leiki og þeir gerðu. Ég var ekki á sömu skoðun og sagði að' þeir, sem elska knatt- spyrnu, _ viiji leika. Ég væri tilbúinn að leika eins marga leiki sjálfur, en ég er orðinn of gam- all,“ sagði Louis van Gaal, hinn 44 ára gamli þjálfari Ajax, sem hefur náð undraverðum ár- angri með liðið. Van Gaal, sem er fæddur í Amsterdam, hef- ur upplifað tvö gulltímabil hjá Ajax, því að hann var leik- maður með lið- inu upp úr 1970, þegar liðið var það besta í Evrópu. Hann tók við þjálfun Ajax í september 1991 þegar Leo Beenhakker fór aftur til Real Madrid á Spáni, en Van Gaal var aðstoðarþjálfari hans. Eftir að hann tók við stjórninni varð Ajax UEFA- meistari 1992, hollenskur bikar- meistari 1993, hollenskur meistari 1994 og 1995, Evrópumeistari meistaradeildarinnar 1995 og heimsmeistari félagsliða í Tókýó 1995. LOUIS van Gaal. Ajax sýndi það og sannaði sl. keppnistímabil að liðið væri besta félagslið Evrópu, eftir að hafa lagt þáverandi Evrópumeistara, AC Milan, að velli í úrslitaleik í Vín, en Ajax hafði áður lagt ítalska liðið tvisvar að velli í riðla- keppninni. „Það var ljóst eftir að við vorum búnir að leggja AC Milan að velli í þriðja sinn, að framundan væri nýtt ævintýri hjá Ajax, eins og upp úr 1970 þegar liðið fagn- aði Evrópu- meistaratitli þrjú ár í röð, 1971-1973. Ég veit allt um umræðurnar um að ungu strákamir okk- ar vilji fara til suðrænni landa - Ítalíu og Spánar. Þessi orðrómur hefur alltaf verið í kringum Ajax. Það var svo þegar við unnum UEFA-bikarinn 1992 og leikmenn fóru til „fyrirheitna lands- ins.“ Ég held að við höfum nú náð að afstýra þessu, með því að vinna tvo Evróputitla á fjórum árum. Það hefur sýnt leikmönnum okkar að það er betra að vera heima hjá Ajax, en að fara annað," sagði van Gaal. SVARTI gimstelnnlnn hjá Ajax, Patrik Kluivert, grét af gleði þegar hann handlék Evrópubikarinn, eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn AC Milan í Vín. Þessi snjalli knattspyrnumaður á örugglega efir að bera nafnbótlna besti knattspyrnumaður Evrópu innan fárra ára. Unglingaþjálfarinn er mikilvægasti maðurinn íherbúðum Evrópumeistara Ajax Ódýr heilsurœkt! Lausir tímar til útleigu fyrir almenning í sölum íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness. Tilvalið fyrir hjón.félagahópa og fyrirtæki. Körfubolti • Fótbolti • Badminton Pantanir í síma 561 2266 Markviss uppbygging GLIMUDEILD KR M\ý lbyirjjceinKidlai- MÆUiiíiLslkceiicci) ceirim ækB IhiceíQcciistt Aðalþjálfari er Ólafur Haukur Ólafsson. Æfingar fyrir börn og unglinga 7-12 ára: Þriðjudagar 19.00-19.50 Föstudagar 19.00-19.50 Allaræfingar fara fram ííþróttahúsi Melaskólans INNRITUN og frekari upplýsingar í síma 551 9438 eftir kl. 17.00. MÖRG félög í Evrópu hafa horft öfundaraugum til Amsterdam, þar sem hollenska meistaraliðið Ajax er með herbúðir sínar. Það er ekki nema von, þar sem þar er uppspretta ungra knattspyrnumanna, sem eiga það eitt sameiginlegt að leika frábæra knattspyrnu. Meðalaldur leikmanna liðsins er rétt um 23 ár og byrjað er að tala um nýtt Ajax- tímabil í knattspyrnusögu Evrópu ílíkingu við það þegar Johan Cru- yff og félagar hans voru nær ósigrandi upp úr 1970, unnu Evrópu- keppni meistaraliða þrjú ár í röð, 1971-1973. Síðan það gullaldarlið lagði skóna á hilluna hefur Ajax níu sinnum orðið hollenskur meist- ari, fimm sinnum fagnað bikarsigrum í Hollandi, orðið Evrópumeist- ari bikarhafa, unnið UEFA-bikarkeppnina, sigrað í Evrópumeistara- deildinni og tryggt sér nafnbótina besta félagslið heims. Stjörnuljómi Cruyff og félaga lýsir nú aðeins upp farinn veg - framtíðin er ungu mannanna, sem þegar hafa sannað sig. Það má með sanni segja að upp- spretta Ajax sé ótæmandi, því að liðið hefur alltaf haldið reisn sinni þó mmmmmmmm að ítölsk félög hafl Sigmundur Ó. keppst við að kaupa leik- Steinarsson menn fra íélagmu - nku skrifar félögin á Italíu hafa keppst við að strá veginn frá Amsterdam til Ítalíu gulli og hafa lokkað til sin á undanförnum árum leik- menn frá Ajax eins og Kieft, Van Bast- en, Rijkaard, Roy, Van’s Schip, Winter, Vink, Bergkamp, Jonk, Kirek og Seed- orf. Ajax hefur fengið dágóðar upphæðir fyrir að selja leikmenn til Ítalíu, eða vel á fjórða milljarð ísl. kr. Það sem hefur haldið þessu fræga liði gangandi er máltækið: „Maður kemur í manns stað.“ Það hefur svo sannarlega sýnt sig hjá Ajax, að þegar einn leikmaður hefur farið hefur annar komið til að halda merkinu á Iofti. Gott dæmi um það er að þegar marka- skorarinn Marco van Basten fór til AC Milan tók Dennis Bergkamp við stöðu hans og þegar Bergkamp, sem nú leikur með Arsenal, fór til Inter Mílanó, tók finnski landsliðsmaðurinn Jari Litmanen stöðu hans og svona mætti lengi telja. Þó að leikmenn frá Ajax fari til Italíu eða Spánar, koma nýir leikmenn upp. Ajax hefur oft verið kallað útungunar- stöð fyrir stóru félögin á Ítalíu. David Endt, talsmaður Ajax, sagði að það væri stefna liðsins að hlúa sem best að ungum knattspyrnumönnum félagsins, þannig að Ajax ætti alltaf stóran hóp af ungum leikmönnum til að byggja á. „Við gerðum okkur fylli- lega grein fyrir þessu þegar Ítalía og Spánn opnuðu fyrir erlendum leikmönn- um fyrir sextán árum og félög frá þess- um löndum horfðu öfundaraugum til leikmanna okkar. Stefna okkar er að rækta garðinn okkar eins vel og við getum, því að við munum uppskera eins og sáð var.“ Hið mikla unglingastarf Ajax hefúr gert liðið að einu frægasta liði heims og um leið hefur það styrkt hollenska knattspyrnu, því að á undanförnum árum hafa hátt í áttatíu prósent af landsliðsmönnum Hollands komið frá Ajax. Hinir fjölmörgu þjálfarar, sem starfa fyrir Ajax, vinna saman sem einn maður í uppeldinu. Nú er svo komið að þýsk lið hafa ákveðið að byggja upp unglingastarf sitt á sama hátt og Ajax. Unglingastarfið hefur forgang „Unglingastarfið hjá okkur hefur algjöran for- gang - það er númer eitt, tvö og þtjú,“ sagði Endt. „Bæði ég.og aðalþjálfarinn, Louis van Gaal, vitum vel að unglingaþjálfari okkar, Co Adriaanse, er mikilvæg- asti maðurinn hjá félaginu. Ef við hugsuðum ekki þann- ig, þá værum við ekki með alla þessa ungu leikmenn í herbúðum okkar.“ Unglingastarfið er geysi- legt hjá Ajax og æfingasvæði félagsins eru iðandi á hveijum degi af hátt í tvö þúsund strákum á aldrinum sjö til tíu ára. Aðaláhersla er lögð á tækni og strákarnir fást allir við það sama, að leika sóknarknattspyrnu að hætti Ajax. Brýnt er fyrir þeim að það sé ekki aðal- atriðið að vinna alla leiki; aðalatriðið er að leika eins og Ajax er þekkt fyrir - lögð er áhersla á tækni, leikni og hraða. „Aðalatriðið hjá okkur er að leggja ekki pressu á ungu strákana okkar - menn geta ekki eingöngu lifað á sigr- um. Við viljum frekar leggja áherslu á knattmeðferð, tækni, hraða og rétt hugarfar, sem kemur þeim að notum í framtíðinni," sagði Endt og allir vita við hvað hann á - dansandi knatt- spymumenn, sem leggja aðaláhersluna á sókn, sem hefur einkennt hollenska knattspymu og gert hana geysilega vinsæla. Það er ekki sama knattspyman leikin í Rotterdam og Amsterdam, enda eru ungir leikmenn aldir upp við allt Ungu mennirnir hjá Ajax Edgar Davids Frank de Boer Ronald de Boer Finidi George (Nígería) Nwanko Kanu (Nígería) Patrick Kluivert Jari Litmanen (Finnlandi) Marc Overmars Michael Reiziger Martijn Reuser Kizito „Kiki“ Musampa Andrej Dentsjenko (Rússl.) Nordin Wooter DenisSchulp IgnacioTuhuteru miðvallarspilari varnarleikmaður sóknarleikmaður miðvallarspilari miðvallarspilari sóknarleikmaður sóknarleikmaður sóknarleikmaður varnarleikmaður miðvailarspilari miðvallarspilari sóknarleikmaður sóknarleikmaður sóknarieikmaður sóknarleikmaður 22 25 25 24 19 19 24 22 22 21 18 19 19 18 22 annað andrúmsloft í þessum tveimur stórborgum Hollands. Stór þáttur í þessu er að í Amsterdam búa yfir 150.000 manns ættaðir frá Surinam í Suður-Ameríku, þ. á m. eru Ruud Gullit og Frank Rijkaard, tveir af frægustu knattspyrnumönnum Hol- lands fram til þessa. Nýjustu nöfnin í þessum hópi eru hinir 19 ára Patrick Kluivert og Clarence Seedorf. „Knattspyrnumenn frá Surinam eru stór hluti af sögu Ajax. Þeir sameina vel léttleikandi knattspymu, eins og hún er leikin í Suður-Ameríku, og hug- myndaríka og skipulagða knattspyrnu, eins og hún er leikin í Evrópu. Surin- amskir knattspyrnumenn hafa sett sterkan svip á leik Ajax síðustu tíu til fimmtán árin,“ sagði Endt. Það þarf ekki að fara um það mörg- um orðum að lið Ajax hefur ekki verið eins öflugt síðan á árunum upp úr 1970. Það er hvað athyglisverðast við liðið, að margir leikmenn þess hafa þroskast á annan hátt en aðrir ungir leikmenn - þeir hafa fengið lítinn tíma til að leika gegn jafnöldrum sínum, heldur hafa þeir rétt verið orðnir 18 ára þegar þeir eru famir að leika gegn bestu leikmönnum Evrópu. „Það er mikill munur á Ajax-liðinu síðustu ár og því sem var og hét - við höfum misst marga góða leik- menn til Ítalíu. Þegar Cruyff og fé- lagar voru að koma upp, léku þeir saman fram til 26 til 27 ára aldurs, þar sem lokað var fyrir útlendinga á Italíu og Spáni á þessum árum. Við eigum núna frábært lið og það sem hefur hjálpað okkur er að við fögnuð- um sigri í Evrópukeppninni og erum nú komnir í átta liða úrslit. Það hef- ur gefið okkur peninga til að halda leikmönnum okkar. Við þurfum ekki að fara leynt með, að takmarkið hjá okkur er að endurtaka leikinn frá árum áður, að hampa Evrópubikarnum þrjú ár í röð,“ sagði David Endt. Svarti gim- steinninn erdývgrip- urAjax AJAX hefur verið þekkt fyrir að fá til sín unga stórefnilega leikmenn, láta þá þroskast eins og túlípana f réttu um- hverfi. Það vakti geysilega athygli eftir heimsmeistara- keppnina í Bandaríkjunum 1994 þegar Ajax bauð 455 millj. ísl. kr. í 17 ára Brasilíu- manninn Ronaldo. Liðið hafði ekki verið þekkt fyrir að kaupa leikmenn frá útlöndum, held- ur ala upp og selja fullþrosk- aða leikmenn til erlendra liða. Ekki vakti það minni athygli þegar Ronaldo hafnaði boði Ajax, valdi frekar að fara til Eind- hoven, en í því átti Romario, fyrr- um leikmaður liðsins, mestan þátt. Það leið ekki langur tími þar til Louis van Gaal, þjálfari Ajax, hrós- aði happi yfir því að Ronaldo hafn- aði boði Ajax. Einn af leikmönnum hans, hinn 19 ára Patrick Klui- vert, sýndi að hann var jafningi Brasilíumannsins, ef ekki betri en hann. „Eini munurinn á þeim er verðið. Kluivert hefur ekki kostað okkur eitt hollenskt gyllini," sagði Van Gaal. Kluivert er markamaskína af guðs náð og eins og Ruud Gullit og Frank Rijkaard er hann af sur- inömsku bergi brotinn. Hann byij- aði að æfa hjá Ajax aðeins sjö ára. Kluivert byijaði strax að hrella markverði víðs vegar um Evrópu á sínu fyrsta keppnistímabili og vildi hann þakka það Finnanum Jari Litmanen. „Það var stórkost- legt að hafa Jari við hliðina á mér, því að þar sem hann hafði skorað svo mikið af mörkum, voru varnarmenn alltaf með gætur á honum, þannig að ég fékk gott svæði til að leika lausum hala á.“ Litmanen gerði sér fyllilega grein fyrir þessu og sagði að fyrir hann væri knattspyrnan leikur liðsheild- arinnar. „Það skiptir engu máli hver skorar mörkin, aðeins að þau séu skoruð.“ Kluivert sagðist allt í einu hafa vaknað upp við það, að frami hans hafi verið ævintýralega skjótur. „Það eru ekki nema tvö ár síðan, að ég var með myndir af fyrirmynd minni, Rijkaard, uppi á vegg - draumurinn var að verða eins og hann. Eins og hendi væri veifað var ég bytjaður að æfa og leika með honum og það sem meira var, ég var herbergisfélagi hans á Ajax-uppsprettan Þ AÐ hefur lengi verið Ijóst að flestir af bestu knattspyrnumönnum heims undanfarin ár hafa komið úr Ajax-uppsprettunni í Amster- dam, eins og hægt er að sjá á þessari upptalningu... Johan Cruyff, Piet Keizer, Arie Haan, Sjaak Swart, Wim Suubier, Theo Van Duivenboe, Johnny Reb, Ruud Krol, Barry Hulshoff, Ric- hard Witschge (Bordeaux), Rob Witschage (Feyenoord), Dennis Berg- kamp (Arsenal), Frank Rijkaard, John Van’t Schip (Genúa), Gerald Vanenberg (Jubilo Iwata, Japan), Aron Vinter (Lazíó), Bryan Roy (Nott. Forest), Wim Kieft (Eindhoven), Stanley Menzo (Eindhoven), Michel Kreek (Padova), CÍarence Seedorf (Sampdoria), Edwin Van der Sar, Frank de Boer, Michael Reizinger, Sonny Siíooy, Clyde Wijnhard, Edgar Davids, Tarik Oulida (Sevilla), Martijn Reuser, Ronald de Boer, Kizito „Kiki“ Musampa ferðalögum. Hvaða annar atvinnu- knattspyrnumaður hefur mynd af félaga sínum við rúm sitt?“ Juventus, AC Milan, Inter Mílanó og Barcelona eru lið sem hafa augastað á þessum frábæra leikmanni, en Kluivert segist ekki vera tilbúinri enn að fara frá Ajax. „Ég hef lært mikið á að kynnast Rijkaard og vera herbergisfélagi hans á ferðalögum - þannig að ég hefði ekki getað fengið betri læriföður í knattspyrnunni. Hann sagði mér frá allri pressunni sem hefur verið á honum, og hvernig væri að velja og hafna, og ganga frá samningum. Rijkaard hefur gengið í gegnum svo margt - hann var ungur leikmaður með Ajax og Hollandi, og hann fór til Ítalíu. Hann sagði mér að tíminn sem hann hafi verið hjá AC Milan hafi verið stórkostlegur. Hann sagði mér einnig að ég yrði að vega og meta - taka rétta ákvörðun á rétt- um tíma,“ sagði Kluivert, sem skrifaði undir þriggja ára samning við Ajax eftir að liðið varð Evrópu- meistari í maí 1995. Hann gat þá farið frá Ajax hvert sem hann vildi, án þess að liðið hefði fengið mikinn pening fyrir hann. „Ég ákvað að skrifa undir samn- ing við Ajax, þar sem ég skuldaði Ajax mikið - alla þjálfun mína og þroska. Það hefði því ekki verið heiðarlegt af mér að hverfa á braut, án þess að þakka Ajax fyr- ir mig. Ég skulda Ajax mikið og vona að ég sé borgunarmaður fyr- ir þeirri skuld,“ sagði þessi skyns- ami og geðþekki knattspyrnumað- ur, sem á eftir að verða besti knatt- spymumaður Evrópu áður en langt líður. Þeir eru hetjur Hollands Þ AÐ eitt sýnir hinn mikla styrk Ajax, að átta leikmenn liðsins léku í byrjunarliði Hollands, sem léku hinn þýðingarmikla leik gegn frum á Anfield Road - sigurleik sem tryggði Hol- lendingum farseðUinn á EM í Englandi, 2:0, með tveimur mörkum Patrick Kluiverts. Leikmennirnir sem léku voru Edwin van der Sar, markvörð- ur, varnarmennirnir Michael Reiziger, Danny Blind, Wins- ton Bogarde og Ronald de Boer, miðvallarleikmaðurinn Edgar Davids ásamt sóknar- leikmönnunum Patrick Klui- vert og Marc Overmars. Fyrir utan það léku tveir fyrrum leikmenn Ajax í byrjunarlið- inu, Clarence Seedorf, Sampd- oría, og Dennis Bergkamp, Arsenal. Þá kom einn fyrrum leikmaður Ajax, Aron Winter, inn á sem varamaður. Ajax kaupir Hoekstra ÞEGAR b'óst var að sóknarleik- maðurinn Marc Overmars, sem var skorinn upp vegna meiðsla í hné á dögunum, myndi ekki leika meira með Ajax fyrr en á næsta keppnistímabili, ákváðu forráðamenn liðsins að styrkja það fyrir baráttuna sem framundan er með því að kaupa Peter Hoekstra frá Eindhoven á 202 miiy. ísl. kr. Það urðu þó nokkrar breyt- ingar í herbúðum Ajax eftir að Uðið varð Evrópumeistari í Vínarborg. Gamli snillingurinn Frank Rijkaard lagði skóna á hilluna eftir þann leik - sagði að ungu strákarair væru klárir í slaginn. Hinn 19 ára Clarence Seedorf var seldur til Sampd- oría á Ítalíu. Nokkrir leikmenn sem voru ekki í byrjunarliðinu fóru - Tarik Oulida til Sevilla á Spáni og þeir Peter Van Vossen og John Van der Brom fóra tU Istanbulsport, þar sem fyrrum þjálfari Ajax, Leo Be- enhakker er þjálfari. Ajax keypti Brasilíumanninn Marcio Santos frá Fiorentina og fékk Rússann Andrej Demtsjenko frá CSKA Moskvu og Arnold Scholten frá Fey- enoord, sem hafði áður verið í herbúðum Ajax, til liðs við sig. Knattspyrnumót 1996 Skráning í knattspyrnumót íyrir keppnistímabilið 1996 er hafin. Þátttökutilkynningar skulu berast fvrir 20. janúar til skrifstofu KSÍ. Nauðsynleg gögn liggja frami á skrifstofu KSÍ. Skrifstofa KSÍ íslandsmótiö í innanhús sknatts pyrnu 12.-14. janúar 1996 í Laugardalhöll 1. deild karla: Laugardaginn 13. janúar kl. 10.00-19.00. Úrslitakeppni í 1. deild karla og 1. deild kvenna: Sunnudaginn 14. janúar kl. 14.00. Mótanefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.