Morgunblaðið - 13.01.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 13.01.1996, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn ÞÓRÐUR Ólafsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytis, og Jón Gunnar Ottósson, forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar íslands. 2,5 millj. til gerð- ar gróðurkorta Breskur sjómaður dæmdur í árs fangelsi fyrir nauðgun Rannsókn sýnir að sæði var ekki ór hinum dæmda DNA-rannsókn sem framkvæmd var í Nor- egi gefur, að því er fram kemur í grein Péturs Gunnarssonar, til kynna að útilokað sé að sæði sem rannsakað var í tengslum við nauðgunarmál hérlendis hafi komið úr breskum sjómanni sem dæmdur var í 12 mánaða fangelsi fyrir verknaðinn. NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖKIN Landvernd afhentu Náttúrufræði- stofnun íslands 2,5 milljónir kr. í gær til gerðar gróðurkorta af land- inu. Gróðurkort hafa ekki verið gerð undanfarin ár en þau segja til um gæði landsins og ástand. Jón Gunnar Ottóson, forstöðu- maður NÍ, veitti gjöfínni viðtöku úr höndum Auðar Sveinsdóttur, formanns Landverndar. Jón Gunnar sagði að gróðurkortagerðin hafi byijað í upphafi sjöunda áratugsins og verið stunduð fram á þann níunda. Alþingi samþykkti hins vegar í marz 1991 að ljúka ætti gerð gróðurkorta á næstu 10 árum. Kortagerð af gróðri landsins var áður á vegum Rannsóknarstofnun- ar landbúnaðarins, en hefur verið flutt til Náttúrufræðistofnunar sem heyrir undir umhverfisráðuneytið. Auður Sveinsdóttir sagði að hjá Landvemd hafí verið ákveðið að leggja þessa peninga til gróður- korta til að stuðla að því að íslend- ingar eignist heildarkort af gróðri landsins. Tilefnið hafi verið 25 ára afmæli Landverndar í október 1994. Þórður H. Ólafsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði að fjárlög tryggðu fé til gróður- korta á þessu ári, en talið er að 15 til 17 millj. fari í þau ár hvert. Hins vegar kostar um 170 millj. að Ijúka gróðurkortagerð fyrir ísland. Ingvi Þorsteinsson, sem vann um árabil á Rannsóknarstofnun land- búnaðarins að gróðurkortagerð, sagðist afskaplega ánægður með framlag Landverndar og þróun mála í þessum efnum. Gróðurkorta- gerð væri mjög mikilvæg j/egna ástands landsins _og til að endur- heimta gróður á íslandi. NORSKU niðurstöðumar stangast á við DNA-rannsókn sem gerð var hérlendis við meðferð málsins. Sú rannsókn var hin fyrsta sem gerð er í sakamáli hédendis ogjafnframt vom sýni sénd norskum sérfræðing- um til samanburðar við blóð úr kæranda og kærða. Ásgeir A. Ragnarsson hdl. veij- andi mannsins, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði fengið upplýsingar frá héraðs- dómi og ákæruvaldi um að niður- staða rannsóknar, sem fram fór í Noregi, sýndi að útilokað væri talið að sæðissýnið væri úr hinum dæmda. Hins vegar kvaðst hann í gærkvöldi ekki hafa séð niðurstöð- umar svart á hvítu. Sigurður.Gísli Gíslason, sækjandi málsins fyrir hönd ákæmvaldsins, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði heyrt af því að niðurstaða norsku rannsóknar- innar væri á annan veg en niður- staða íslensku rannsóknaraðilanna. Hins vegar hefði hann ekki séð hana svart á hvítu og gögn um rannsóknina hefðu ekki borist til embættis ríkissaksóknara. Hann sagði óljóst að svo stöddu hver áhrif slík niðurstaða kynni að hafa á málið. Breski sjómaðurinn, sem er 23 ára gamall, var 18. desember síð- astliðinn dæmdur ,í 12 mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðgað 41 árs gamalli konu um borð í togaran- um Þerney í Reykjavíkurhöfn þann 8. október sl. DNA-rannsókn hér og í Noregi Þegar nauðgunin var kærð fram- vísaði kærandinn smokki og vom tekin sýni úr smokknum til DNA- rannsóknar. I endurriti héraðsdómsins kemur fram að til að hraða meðferð máls- ins sem mest hafi frumulíffræði- deild Háskólans í meinafræði verið sent blóð úr ákærða og strok úr smokknum. Niðurstaða rannsókn- arinnar hérlendis var sú að líkur bentu til að sýnið úr smokknum væri frá breska sjómanninum. Lík- umar á að um einstakling óskyldan honum væri að ræða teldust innan við 0,1%. Samhliða rannsókninni var sýni sent til sérfræðinga Ríkisspítalans í Ósló og þess óskað að þar yrði gerð sjálfstæð rannsókn á sýninu. Send voru sýni frá ytra og innra byrði smokksins ásamt blóðsýni beggja aðilanna. Niðurstöður norsku rannsóknar- innar lágu ekki fyrir þegar breski sjómaðurinn var sakfelldur og dæmdur til 12 mánaða fangelsis. I niðurstöðum dómsins er m.a. tilvís- un til þess að rannsóknin hérlendis sýni að yfirgnæfandi líkur séu á að sæðið sé úr manninum, sem frá upphafi bar hjá lögreglu og fyrir dómi að han myndi ekki eftir að hafa haft samfarir við konuna. Dómurinn taldi framburð hans um það atriði ekki trúverðugan og vísaði jafnframt til stuðnings sak- fellingar til framburðar læknis sem skoðaði konuna, lögreglumanna og starfsfólks neyðarmóttöku, svo og framburðar konunnar sjálfrar. Farbann rennur út á mánudag Niðurstöðurnar frá Ósló bárust samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hingað til lands í gær og eru á þá leið að tvítekin rannsókn sýni að útilokað sé að sæðið sé úr Bretanum en sýni hins vegar að blóð á smokknum sé úr konunni. Ekki liggur fyrir hvort eða hver áhrif þessarar niðurstöðu verða á framgang málsins. Frestur til að áfrýja héraðsdóm- inum til Hæstaréttar er ekki runn- inn út. Breski sjómaðurinn er enn hér á landi, en farbann sem hann hefur sætt rennur út klukkan 12.10 á hádegi á mánudag. Sigurður Gísli Gíslason sagði í gær ekki ákveðið hvort áframhald- andi farbanns yrði krafíst á mánu- dag. Ásgeir Á. Ragnarsson, veijandi mannsins, sagði í gær að ekki lægi fyrir hvort hann krefðist ómerking- ar héraðsdómsins í ljósi hinna nýju upplýsinga eða hvort málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Næstu dag- ar yrðu notaðir til að meta hvor leiðin væri fljótfarnari fyrir skjól- stæðing hans. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um framhald málsins á þessu stigi. Fyrsta íslenska DNA-rannsóknin í sakamáli Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var DNA-rannsóknin í þessu rnáli hin fyrsta sem fram fór á íslandi í tengslum við sakamál. í fyrri málum hafa sýni verið rann- sökuð erlendis. Islenskar rannsókn- ir hafa hins vegar verið notaðar í barnsfaðemismálum. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar afgreidd á fundi bæjarstjórnarinnar í gærkvöldi FJÁRHAGSÁÆTLUN Kópa- vogs var til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær og afgreidd seint í gærkvöldi. Sam- þykkt var að útsvar yrði áfram 9,2%. Áætlaðar heildartekjur eru tæpar 2.810 milljónir króna en heildargjöld 2.697 milljónir og skatttekjur áætl- aðar 1.923 milljónir króna á árinu. Að sögn Sigurðar Geirdal bæjar- stjóra lagði meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar áherslu á aðhaid í rekstri og einungis allra nauðsynlegustu Qárfestingar, fyrst og fremst í skólamálum. í bókun minnihluta Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks, sem lögð var fram á fundinum, segir að fjárhagsáætlunin beri með sér að meirihlutinn hafi gefist upp við áform um að greiða niður skuldir á sama tíma og tekjur bæjarins hækki um tæp 8% milli ára. Afsláttur ellilífeyrisþega Á fundinum voru lagðar fram breytingartillögur meirihluta, þar sem gert er ráð fyrir að fasteigna- skattur atvinnuhúsnæðis og annars húsnæðis verði 1,35% af fasteigna- mati og að sérstakur fasteignaskatt- ur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði verði 0,937% af fasteignamati í stað 1,25%. Af hesthúsum og sumarhús- um greiðist 0,5% af fasteignamati. Tillagan gerir ráð fyrir að veita allt að 21 þús. króna afslátt af fasteigna- skatti til þeirra ellilífeyrisþega sem búa í eigin íbúð. Gert er ráð fyrir að vatnsskattur og holræsagjald verði 0,19% af heild- Aðhald í rekstri og framkvæmdum KÓPAVOGUR: Reglur um lækkun fast- eignaskatts hjá örorku- lífeyrisþegum árið 1995 Tekjur Tekjur gefa einstaklings hjóna lækkunum undir880 1.225þús.kr. 100% yfir 1.200 1.610 þús.kr. 0% Ef tekjur einstaklings eru á bilinu 880 til 1.200 þús. kr. er veittur 0-100% hiutfailslegur afsláttur. Sama gildir um hjón með tekjur á bilinu 1.255 til 1.610 þús. kr. arfasteignamati og að holræsagjald verði 0,13% af álagningarstofni húsa og lóða. Upphæðin skal þó aldrei verða lægri en 22,78 krónur á rúm- metra í íbúðarhúsnæði og 11,79 krónur af öðru húsnæði. Gjaldið skal aldrei verða hærra en 28,64 krónur á hvem rúmmetra af hvaða húsnæði sem er. Lágmarksupphæð holræsa- gjalds fyrir fasteign skal aldrei vera lægri en 3.017 krónur. Ef ekkert mannvirki er á lóðinni greiðist ekki hólræsagjald. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verður 8 þús. krónur og innheimtist með fasteignagjöldum. Gjalddagar fast- eignagjalda verða tíu, fyrst 10. jan- úar en síðan fyrsta dag hvers mánað- ar og síðast 1. október. Þeir gjaldend- ur sem greiða að fullu fyrir 25. jan- úar fá 5% staðgreiðsluafslátt. Þá er gert ráð fyrir sérstöku 6.500 króna sorpeyðingargjaldi á hveija fbúð. í bókun minnihlutans sem lögð var fram á fundinum var minnt á að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar á síð- asta ári hafi verið varað við því hve áætlunin væri óraunhæf og fjarri veruleikanum. Áætlunin hafi gert ráð fyrir að skuldir yrðu greiddar niður um 300 til 400 milljónir króna en nú liggi fyrir að þær hafi aukist um milljarð á árinu 1995. Meirihlutinn hafi gefist upp á að greiða niður skuldir og muni einbeita sér að áframhaldandi skuldaaukningu. Þetta gerist þrátt fyrir að skatttekjur bæjarins hækki um tæp 8% milli ára og að tekjur málaflokka hækki að meðaltali um 11% á sama tíma og gjöld hækki um 6%. Hagræðingar- og sparnaðarráð Við umræðu um fjárhagsáætlun- ina voru lagðar fram nokkrar tillög- ur frá minnihlutanum. Tillaga um að bæjarstjórn samþykki að stofna hagræðingar- og sparnaðarráð sem yrði undirnefnd bæjarráðs var felld. Tillögu um að bæjarstjórn sam- þykki að láta fara fram endurskoðun á starfsmannahaldi bæjarins með tilliti til álags og yfirvinnu starfs- manna í einstökum deildum var vís- að til bæjarráðs. Tillögu um að bæjarstjórn sam- þykki að hefja beinar útvarpssend- ingar frá fundum bæjarstjórnar var vísað til bæjarráðs. Tillaga um að veita tveimur millj- ónum til dægradvalar fyrir ung börn í Vatnsendahverfi var felld. Loks var lögð fram tillaga um að veija 4 milljónum til aukins forvarn- arstarfs vegna vímuefnaneyslu ungl- inga. Fellt var að veita fjármunum til þessa en tillögunni efnislega vísað með öllum atkvæðum til skólnefndar og félagsmálaráðs. Varfærnisleg fjárhagsáætlun Sigurður Geirdal sagði meginein- kenni fjárhagsáætlunarinnar að hún væri varfærnisleg og mikið aðhald sýnt í rekstri og fjárfestingum. „Við munum halda áfram fegrun bæjarins og gatnagerð, bæði í kringum Verk- menntaskólann og í nýju hverfunum. Við stefnum að því að vera með ein- setna skóla 1997 og leggjum því fé í nauðsynlegar aðgerðir í skólamál- um.“ Sigurður benti á að ekki væri tekið tillit til færslu grunnskólans til sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun- inni, fremur en í áætlunum annarra sveitarfélaga. Enn vantaði upplýs- ingar um tekjustofna og því yrði að endurskoða fjármál grunnskólanna síðar á árinu. Kjarkleysi veldur vonbrigðum Valþór Hlöðversson sagði að það hafí ekki komið sér á óvart þó að tillaga minnihlutans um 150 milljóna króna niðurgreiðslu skulda hafi verið felld. „Það veldur mér vonbrigðum að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skuli ekki hafa kjark til þess að takast á við þann geigvænlega fjárhagsvanda sem Kópavogskaupstaður stendur frammi fyrir,“ sagði Valgeir. „Ég fagna því hins vegar að fyrrgreind- um tillögum okkar skyldi vísað til meðferðar í bæjarkerfinu.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.