Morgunblaðið - 13.01.1996, Page 10

Morgunblaðið - 13.01.1996, Page 10
10 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ENDURSKOÐUIM RÍKISREIKNINGS Skuldir ríkis samsvara tveggja ára skatttekjum HREIN skuldastaða ríkissjóðs í árs- lok 1994 svarar til þess að framtíð- arskatttekjum nærfellt tveggja ára hafi verið ráðstafað, en skuldimar námu þá 195,3 milljörðum króna. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoð- unar um endurskoðun ríkisreiknings 1994 sýndi efnahagsreikningur A- hluta ríkissjóðs í árslok 1994 að hreinar skuldir jukust á árinu um 16,8 milljarða króna samnaborið við 28,6 milljarða árið áður. Fjármagnskostnaður vegna skuld- setningar ríkissjóðs nam 14,5 millj- KOSTNAÐUR vegna stofnkostnað- arverkefna nýju flugstjórnarmið- stöðvarinnar á Reykjavíkurflugvelli hefur farið um 6,3 milljónir banda- ríkjadollara (413 milljónir króna) eða 40% fram úr þeim kostnaði sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hafðí samþykkt, en stofnunin greið- ir 82% kostnaðarins við flugstjóm- armiðstöðina með árlegum leigu- greiðslum fyrir afnot af bygging- unni í 20 ár. í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 1994 kemur fram að gera megi ráð fyrir að stofnkostnaður í lok árs 1995 nemi um 21,7 milljónum banda- ríkjadollara, en ICAO hafði sam- þykkt kostnað sem svarar til um 15,4 millj. dollara. Kostnaður vegna flugstjómarmiðstöðvarinnar hefur farið rúmar 4,3 milljónir dollara fram úr áætlun, kostnaður vegna fluggagnakerfis 578 þús. dollara, örðum á árinu 1994, en á móti þess- um gjöldum koma fjármunatekjur sem vom 5,0 milljarðar. Fjármagns- gjöld umfram fjármunatekjur urðu þannig 9,5 milljarðar króna, en sú fjárhæð svarar til um fjórðungs af heildarlaunagjöldum A-hluta ríkis- sjóðs á árinu 1994, eða kostnaði við 4.600 ársverk. Skuldir hækkuðu um 54% á fimm árum Heildarlántökur ríkissjóðs til lengri tíma námu á árinu 1994 um kostnaður vegna fjarskiptastjóm- kerfis rúma 1,1 millj. dollara og annar stofnkostnaður hefur farið 274 þúsund dollara fram úr áætlun. Hærri byggingarkostnaður flug- stjórnarmiðstöðvarinnar skýrist að 45,1 milljarði króna. Af þeirri upp- hæð var 21,9 milljörðum varið til afborgana eldri lána og 3,0 milljörð- um til innlausnar á ríkisvíxlum. Af þeim 20,2 milljörðum króna sem eftir stóðu gengu 7,9 milljarðar til að mæta fjárþörf vegna endurlána ríkis- sjóðs en um 12,4 milljarðar til að fjár- magna hluta af tekjuhalla ríkissjóðs. I skýrslu Ríkisendurskoðunar seg- ir að halda megi því fram að skuldir endurspegli ráðstöfun á framtíðar- tekjum ríkissjóðs. Þegar litið sé tií síðustu fimm ára sjáist að skuldimar stórum hluta af því að húsið er um 50% stærra en kveðið var á um í þeirri framkvæmdaáætlun sem ICAO samþykkti, auk þess sem framkvæmdir hafa dregist á lang- inn. hafi hækkað um 54% að raungildi, en tekjur að mestu staðið í stað. Skuldasöfnun sé afleiðing stöðugs hallareksturs síðustu tíu ára en síð- ast hafi verið jákvæð afkoma á rekstri ríkissjóðs árið 1984. Skulda- aukning ríkissjóðs síðastliðin fimm ár nam 73 milljörðum króna á föstu verðlagi en tekjuhallinn á tímabilinu nam að jafnaði 14 milljörðum árlega. Vara yfirskoðunarmenn ríkisreikn- ings við þessari öfugþróun sem sé orðin eitt alvarlegasta efnahags- vandamál íslensku þjóðarinnar. Fram kemur í skýrslu Ríkisend- urskoðunar að Flugmálastjórn hafi átt viðræður við ICAO í því skyni að fá viðurkenndan þann viðbótar- kostnað sem fallið hefur til vegna stofnframkvæmda við flugstjórn- armiðstöðina. Ekki liggi fyrir end- anleg niðurstaða í því máli en margt bendi til þess að ICAO muni sam- þykkja að greiða þennan kostnað. Þá segir að meiri kostnað megi rökstyðja með vísun til þess að aukið húsrúm hafí þurft vegna þjálfunar flugumferðarstjóra og fleiri þátta, auk þess sem hækkanir hafi orðið á byggingarvísitölu og fjármagnskostnaði vegna lengri framkvæmdatíma án þess að Flug- málastjórn verði kennt þar um. Hins vegar telur Ríkisendurskoðun að óeðlilegt hafi verið að ráðast í stækkun flugstjórnarmiðstöðvar- innar án þess að fyrir lægi sam- þykki ICAO þar um. Ferða- kostnaður ráðuneyta jókst um 19,7% FERÐAKOSTNAÐUR ráðuneyt- anna á árinu 1994 nam 211 milljón- um króna og hafði hann hækkað um 33,4 milljónir frá árinu 1993, eða um 19,7%. Af þessari fjárhæð nam kostnaður vegna ferðalaga erlendis 202 milljónum króna. í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 1994 kemur fram að þetta sé hæsti kostn- aðarliður ráðuneytanna á eftir laun- um, en kostnaður við utanlands- ferðir nam rúmlega 11% af heildar- útgjöldum þeirra árið 1994. Hæstur er ferðakostriaðurinn hjá utanríkisráðuneytinu, en hann var rúmlega 81,8 milljónir króna, en lægstur var ferðakostnaðurinn hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, rúmlega 5,3 milljónir króna. Tekið er fram í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar að ferðakostnaður utanríkisráðu- neytisins sé reyndar hærri en ella vegna þess að ferðakostnaður sem tengist sendiráðum sé færður á aðalskrifstofu ráðuneytisins. Ferðakostnaður bókfærður á safnliði Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að benda á að á ýmsa safnliði sem ráðuneytin hafa yfir að segja hafí ferðakostnaður verið bókfærð- ur. Þannig hafi bókfærður erlendur ferðakostnaður á safnliðum numið 41 milljón króna árið 1994, fjöldi utanlandsferða verið 316 og dvalartími 1.207 dagar. Telur Rík- isendurskoðun að gera megi ráð fyrir að hluta þessara ferða hefði allt eins mátt bókfæra á ráðuneyt- in sjálf. Það er mat Ríkisendurskoðunar eftir að hafa skoðað ferðakostnað ráðuneytanna og reyndar ýmissa annarra stofnana að full ástæða sé til að breyta fyrirkomulagi mála varðandi greiðslu á ferðakostnaði. í því sambandi er sjónum ekki síst beint að dagpeningakerfinu, en að mati Ríkisendurskoðunar er hugs- anlegt að greiðsla á ferðakostnaði samkvæmt framlögðum reikning- um geti sparað ríkissjóði útgjöld. Nýja flugstjórnarmiðstöðin á Reykjavíkurflugvelli Stofnkostnaðarverk- efni 40% fram úr áætlun 11ÍÍI 1970 Þ VALDIMARSSON, framkvsmdasijÓRI UUL I luUuUL lu/U KRISIJÁN KRISTJANSSON, tOGGiíiUR fastejgnasau Góðar eignlr - nýkomnar til sölu: Einbhús - gamli bærinn - vinnupláss Nýlega endurbætt járnklætt timburhús með 4ra herb. íbúð á hæð og í risi. Geymslukj. Viðbygging - verslunar-/vinnuhúsnæði um 40 fm. Góð eign á góðum stað. Grindavík - næg og góð atvinna Á úrvalsstað í Grindavík er til sölu gott steinhús, ein hæð, 130,2 fm. Sólskáli um 30 fm. Stór og góður bílskúr 60 fm. Skipti möguleg á íbúð í borginni eða nágrenni. Skammt frá Sundlaug Vesturbæjar Sólrík 4ra herb. íbúð tæpir 100 fm á 4. hæð. Vinsæll staður. Langtíma- lán kr. 4,2 millj. Skipti möguleg á 2ja herb. íbúð. • • • Opið ídagkl. 10-14. Fjöldi góðra eigna í skiptum. ALMEIMMA FASTEIGNASALAM L*UnvÉBM»T55nÍ5r557737r . /<i</r<e<f ifijón«c4a • í'a/a'/uKteiyniv Reykjavíkurvcgur 60 • Fax: 565-4744 hafnarfirdi i»ti a m gitttaa ««<■ ■ 'n-irot, ><> • 8»,»-«.« ;»ti. 'i-i' 565-5155 LOGMENN Til sölu á Kleppsvegi Mjög falleg 3ja-4ra herb. íbúð á 2. hæð, ca 120 fm, í grennd við ÍKEA. Lúxuseign fyrir vandláta. Gott útsýni. Ahv. ca 3,4 m. Gott verð, 8.750 þús. Nánari upplýsingar gefur Gunnar, sími 565-5155. Engar afborganir borist af átta skuldabréfum Landsvirkjunar vegna Sigöldu og Búrfellsvirkjunar Lán vegna Laxárvirkj- unar ógreidd frá 1983 AFBORGANIR hafa ekki verið greiddar af samtals átta skuldabréf- um með víkjandi greiðsluskyldu í eigu ríkissjóðs sem Landsvirkjun gaf út á sínum tíma vegna Sigölduvirkj- unar og Búrfellsvirkjunar. Lands- virkjun gaf skuldabréfin út vegna íjármagns sem fyrirtækið fékk end- urlánað gegnum ríkissjóð. Ógreidd lán til Laxárvirkj- unar frá 1974 og 1975 I skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 1994 kemur fram að í árslok 1994 nani höfuðstóll og vextir umræddra skuldabréfa samtals um 2,6 milljörð- um króna, en í Ijós hefur komið að vaxtatekjur af þessum lánum voru vantaldar um 360 milljónir króna í bókhaldi endurlánanna. Fram kemur í skýrslunni að hjá Lánasýslu ríkisins sé í athugun hvers vegna afborganir hafí ekki verið greiddar af lánunum og stefnt sé að því að ganga frá lánunum í öðru formi. Fram kemur í skýrslu Ríkisend- urskoðunar að í bókhaldi endurlána ríkissjóðs hafi ennfremur verið skráð lán til Laxárvirkjunar, en Landsvirkj- un tók við eignum og skuldum virkj- unarinnar 1. júlí 1983, og virðast umrædd lán, sem eru frá árunum 1974 og 1975, ekki hafa verið hluti af viðtökunni. Um bráðabirgðalán sé að ræða og gefa hafi átt út ný skulda- bréf vegna þeirra í árslok, en svo hafi ekki verið gert og lánin verið óhreyfð hjá sjóðnum frá þeim tíma. Engir vextir hafi verið greiddir af þessum iánum, enda komi ekki fram á skuldabréfunum hversu háir þeir skyldu vera, en miðað við vexti sem ætla megi að hefðu að öllu eðlilegu reiknast á lánin sé um að ræða lán að íjárhæð 138 milljónir króna. í ársreikningi Laxárvirkjunar fyrir árið 1982 voru umræddar skuldir tilgreindar en búið var að fella þær út úr reikningum fyrirtækisins í júní- lok 1983 þegar samið var um loka- uppgjör vegna viðtöku Landsvirkjun- ar á virkjuninni. I skýrsiu Ríkisend- urskoðunar segir að ekki verði séð að neinar greiðslur hafi átt sér stað vegna skuldarinnar. Fyrri eigendur Laxárvirkjunar hafí ekki getað skýrt hvemig í málinu liggi og þá kannist hvorki fjármálaráðuneyti né iðnaðar- ráðuneyti við að hafa heimilað niður- fellingu á skuldinni. Umsýsla Seðlabankans ekki sem skyldi Telur Ríkisendurskoðun þessi mál sýna að umsýsla Seðlabanka íslands með endurlánum ríkisins, en bankinn annaðist þau á þessum tíma, hafi ekki verið sem skyldi. „Lánasýsla ríkisins, sem núna hefur með þessi mál að gera, þarf að ganga úr skugga um greiðsluskyldu Landsvirkjunar í ljósi þeirra samninga sem gerðir voru á sínum tíma. Þá þarf Lánasýslan að taka upp viðræður við Landsvirkj- un og fyrri eigendur Laxárvirkjunar um hvernig fara skuli með kröfu rík- isins vegna lánanna frá 1974 og 1975“, segir í skýrslu Ríkisendur- skoðunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.