Morgunblaðið - 13.01.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 13.01.1996, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Saraeining- armál vinstri- manna OPINN fundur verður haldinn í Deiglunni í dag, laugardaginn 13. janúarkl. 14.00. Fundarefnið er sam- einingarmál vinstri sinna og félags- hyggjufólks, en á meðal þátttakenda í pallborðsumræðum verða Svavar Gestsson, MörðUr Ámason og Aðai- heiður Sigursveinsdóttir. Lýðveldis- klúbburinn stendur að þessum fundi. ---------»-♦-«---- Söngskemmt- un Súkkats DÚETTINN Súkkat heldur söng- skemmtun í Deiglunni, Kaupvangs- stræti á Akureyri annað kvöld, sunnudagskvöld og hefst hún kl. 20.30. Allir eru velkomnir. -----♦ ♦"»--- MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Messað verður í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag kl. 14.00. Guðmundur Ómar Guðmundsson prédikar og kynnir störf Gídeonshreyfingarinnar, sem á að baki merkilegan þátt í að útbreiða biblíuna og Nýja testament- ið. Æskulýðsfundur í kapellunni kl. 17.00, Biblíulestur á mánudagskvöld kl. 20.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 13.30, almenn sam- koma kl. 20.00. Heimilasamband kl. 16.00 á mánudag, krakkaklúbbur á miðvikudag kl. 17.00 og hjálpar- flokkur kl. 20.30 á fimmtudag. H VÍTASUNNUKIRKJ AN: Sam- koma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 á laugardag, vakningasamkoma kl. 15.30 á sunnudag, ræðumaður Haf- liði Kristinsson forstöðumaður Fílad- elfíukirkjunnar í Reykjavík. Krakka- klúbbur á föstudag kl. 17.00 og bænasamkoma sama dag kl. 20.30. Mikill og fjölbreyttur söngur á öllum samkomum. Oddur Halldórsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins Afþakkar hækkun á þókn- uu fyrir nefndarstörf ODDUR Halldórsson, varabæjarfull- trúi og fulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri í íþrótta- og tómstunda- ráði og byggingarnefnd, lét bóka á fundi ITA í vikunni, að hann óskaði ekki eftir því að þóknun sín fyrir setu í ÍTA yrði hækkuð, heldur verði sú sama og 1995. í bókuninni kemur einnig fram að Oddur er mjög ósáttur við að á sama tíma og verið er að leita allra leiða til að draga úr launakostnaði starfsmanna, sem heyra undir ÍTA, fái fulltrúar í nefndum hækkun á sinni þóknun langt umfram hækk- anir á almennum markaði. Ástæða til að breyta viðmiðuninni „Ég get ekki tekið þátt í því að rífa einhveija smáaura af fólki í sparnaðarskyni og tekið við hækkun á þóknun fyrir nefndarstörf á sama tíma. Ég mun einnig leggja fram bókun um þetta í byggingarnefnd og þegar ég fer á fund í bæjar- stjóm. Mér hefur verið bent á að breytingar á þóknun fýrir nefndar- störf fylgi breytingu á þingfarar- kaupi og því finnst mér ástæða til að breyta þeirri viðmiðun frekar en að hækka þóknunina," segir Oddur. Hann sagðist reyndar efast um að í þessu kerfi hjá bænum væri hægt að frábiðja sér hækkun á þókn- un fyrir áðurnefnd störf og ef það reyndist rétt myndi hann láta mis- muninn renna til einhvers líknarfé- lags. Oddur sagðist hafa lagt til óformlega á fundi bæjarstjórnar í haust að laun bæjarfulltrúa yrðu lækkuð en það hafi ekki hlotið hljóm- grunn. Þetta var bara grín „Það var ákveðið að fresta þess- ari hækkun í haust, þegar hávaðinn út af hækkun greiðslna til þing- manna var sem mestur. Þetta var bara grín, menn höfðu ekki kjark til að hækka þóknunina þá en not- uðu svo fyrsta tækifæri sem gafst til þess að hækka. Þannig að siðferð- ið þama á bak við er ekki neitt og bæjarfulltrúar eru oft ótrúlega blind- ir á atriði eins og þetta,“ sagði Odd- ur. Þóknun fyrir hveija fundarsetu í helstu nefndum bæjarins á síðasta ári var rétt tæpar 4.000 krónur en um áramót hækkaði þóknunin um rúm 9%, í samræmi við breytingu á þingfararkaupi frá því í haust. Morgunblaðið/Kristján Lísa sér um kaffið HUNDURINN Lísa tekur virk- an þátt í störfum starfsmanna Valfells sem eru með verkefni við Krossanes. „Hún sér um kaffið," sögðu þeir Pálmi Ól- afsson kranastjóri, Bragi Sig- urðsson eftirlitsmaður frá Verkfræðistofu Norðurlands og Walter Ehrat. Þeir voru að dýptarmæla við nýja viðlegu- kantinn í Krossanesi í vikunni, en stefnt er að verklokum síðar í þessum mánuði. Einungis er eftir að vinna við dýpkun hafn- arinnar að hluta til. Þ. JÓNSSON & CO. VÉLALAND HF. Skeifunni 17.108 Reykjavík. Símar: 5814515 og 5814516,. Varahlutapantanior: 5814512. Fax 5814510 Stærsta og fullkomnasta vélaverkstæði landsins, kynnir starfsemi sína í tengslum við opin hús - Bílgreinasambandsins. Samfelld þjónusta í 50 ár. Varahlutir Þjónusta Vélaverkstæði * Sveifarásar — kambásar * Mótorstillingar ★ Endurbyggjum bensín- og * Höfuð- og stangarlegusett * Bilanagreining dísilvélar fyrir bfia, vinnu- * Kambáslegur — tímahjól * Ástandsgreining véla vélar o.fl. * Undirlyftur, stangir, vippur * Viðgerðir á vélbúnaði * Endurnýjum leguveli með * Ventlar, gormar, ventilsæti * Úrtaka véla og ísetning ásuðu * Ventlastýringar, vippuásar * Dísilstillingar ★ Rennum sveifarása * Hedd á bensín- og dísilvélar * Endurbyggjum olíuverk ★ Rennum ventilsæti/ventla, * Stimplar, hringjasett, stangir * Endumýjum spíssa slípum * Stimpilboltafóðringar * Þjöppumælum dísilvélar ★ Borum út blokkir * Tímakeðjur, tímareimar * Plönum hedd og blokkir * Heddboltasett, olíudælur * Útvegum sérverkfæri fyrir * Þrýstiprófum hedd, bæði * Valnsdælur, millihedd, kerti bílverkstæði, t.d. verkfæri og vatnsgang og port * Pakkningasett (Heil/slípi) sérbúnað til að gera við og * Rýmum fóðringar * Smursíur íyrir bensín og dísil setja saman 16 véntla hedd. ★ Setjum stimpla á stangir * Spíssar — dísur, glókerti ★ Mælum/réttum stimpilstangir * Fæðidælur, olíusíur (dísil) * Útvegum OTC-smursíu- ★ Endurbyggjum hedd * Varahlutirioliuverko.fi. press-ur fyrir verkstæði. * Ástandsprófum öxla (sprugu- smurstöðvar o.fl. leit) með magnafluxaðferð" * Þrýstiloftsknúið tæki. * Önnur vélavinna eftir sam- komulagi. 50 ára reynsla. Arni V. Friðriksson, stjórnarformaður Laxár hf. Enn áhugi fyrir hlut bæjarins í fyrirtækinu ÞRÁTT fyrir að Krossanesbréfín hafí verið seld og við orðið undir í þeirri baráttu, höfum við ekki fallið frá tilboði okkar í hlutabréf Akureyrarbæjar í Laxá,“ segir Ámi V. Friðriksson, stjórnarfor- maður Fóðurverksmiðjunnar Lax- ár hf. en fyrirtækið bauð 25 millj- ónir króna fyrir hlut bæjarins. Laxá var eitt þriggja fyrirtækja sem bauð í hlutabréf Akureyrar- bæjar í Krossanesi og átti næst- hæsta tilboð. í framhaldinu var samið við hæstbjóðendur, Þórarin Kristjánsson og fleiri aðila, og hef- ur salan á bréfunum verið sam- þykkt í bæjarstjóm og þegar farið fram. Vinnubrögð bæjarstjóra átalin harðlega í bréfi sem Árni sendi Jakobi Björnssyni bæjarstjóra í byijun desember sl. eru vinnubrögð bæjarstjóra í Krossanesmálinu harðlega átalin. Forsvarsmenn fyr- irtækisins telja að bæjarstjóri hafi í október sl. gengið til samninga við Laxá og sýni bréfaskriftir og fundahöld um málið það augljós- lega. „Ennfremur er það skilningur stjórnar Laxár hf. að samningur hafí verið kominn á milli Akur- eyrarbæjar og Laxár hf., enda Laxá hf. búin að senda inn skrif- legt tilboð, Akureyrarbær svara því skriflega og gera gagntilboð og Laxá hf. ganga að gagntilboð- inu,“ segir í bréfí stjórnarfor- mannsins. Ekki aðhafst frekar í málinu í niðurlagi bréfsins kemur m.a. fram að stjórn Laxár muni ekki aðhafast meira í þessu máli en vakin athygli á að Laxá hafi gert tilboð í bréf Akureyrarbæjar í fé- laginu. Einnig kemur fram ákveð- inn vilji stjórnar Laxár að ganga nú strax til samninga við Akur- eyrarbæ um kaup á umræddum hlutabréfum, ef tilboð félagsins er talið viðunandi. Að öðrum kosti er það ósk Laxármanna að erindinu verði a.m.k. svarað sem fyrst, enda skipti það máli fyrir framtíð félags- ins hver úrslit málsins verða. „Það er rúmur mánuður síðan þetta bréf var sent og óskað eftir viðræðum við Akureyrarbæ um þessi kaup en það hafa engin við- brögð borist við þeirri málaleitan,“ segir Árni. I \ \ \ X i i i i D I I í I I !• I I I I I 9 I » D I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.