Morgunblaðið - 13.01.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.01.1996, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Vísitala neysluverðs hækkar um 0,4% Grænmeti og ávextír hækk- uðuum 10% VÍSITALA neysluverðs í byrjun janúar mældist 174,9 stig og hafði hækkað um 0,4% frá því í desem- bermánuði. Þetta jafngildir 4,63% hækkun miðað við heilt ár. Vísitalan mælist nú hin sama og var í byrjun október sl., en undanfama tólf mánuði mælist hækkun hennar 1,6%. Um 9,9% verðhækkun á græn- meti og ávöxtum olli um 0,21% hækkun vísitölu neysluverðs nú í janúar. Þá hækkuðu happdrættis- miðar um 12,3% sem leiddi til 0,11% vísitöluhækkunar. Hins vegar lækk- aði markaðsverð húsnæðis um 0,6% og olli það 0,05% vísitölúlækkun. Áhrif einstakra liða sjást nánar á meðfylgjandi töflu. Árið 1995 var vísitala neyslu- verðs að meðaltali 1,7% hærri en árið áður, en sambærileg meðal- hækkun 1994 var 1,5% og 4,1% árið 1993. Ágæt ávöxtun verðtryggðra skuldabréfa Verðbólgan í ríkjum Evrópusam- bandsins var 3% að meðaltali á tímabilinu nóvember 1994 til nóv- ember 1995. Lægst var hún í Finn- landi eða 0,3%, 1,3% í Lúxemborg og 1,5% í Belgíu. Á sama tímabili var verðbólga hér á landi 2,1%. Vísitalan í janúar gildir til verð- tryggingar í febrúar og var hennar að venju beðið með nokkurri eftir- væntingu á verðbréfamarkaði í gær. Síðdegis í gær höfðu verið seldir ríkisvíxlar fyrir um 700 millj- ónir á Verðbréfaþingi og voru stór- ir fjárfestar meðal seljanda. „Það er reiknað með að verðtryggðu kjör- in verði mjög góð næstu tvo mán- uði, verðbólgan verði yfir 5% í jan- úar og febrúar og 4% á fyrri hluta ársins,“ sagði Davíð Björnsson, for- stöðumaður hjá Landsbréfum, í samtali við Morgunblaðið. „Verð- tryggði markaðurinn er að taka við sér og menn hafa verið að selja óverðtryggð bréf í töluvert miklum mæli frá áramótum. Stórar fjár- hæðir í ríkisvíxlum hafa verið settar á markaðinn.“ Áhrifanna af þessari þróun hafði þó ekki að neinu marki gætt á kjör verðtryggðra skuldabréfa í gær, að sögn Davíðs. „Það er aukin eftir- spurn eftir verðtryggðum bréfum en þar er ekki um stórvægileg áhrif að ræða. Engu að síður virðist ljóst að vaxtahækkunarferlinu, sem ver- ið hefur á verðtryggða markaðnum frá því verðhjöðnunin hófst, er lok- ið. Það er hins vegar of snemmt að spá um það hvort vextirnir hald- ast í jafnvægi eða lækka.“ Vísitala neysluverðs íjan.i 996(174,9^) 0 Matvöuir (16,2%) 00 Mjöl, grjón og bakaðar vörur (2,6%) 01 Kjöt og kjötvörur (0,5% 05 Grænmeti, ávextir og ber (2,1 %) 06 Kartöflur og vörur úr þeim (0,4%) 09 Aðrar matvörur (1,8%) 1 Drykkjarvörur og tóbak (4,4%) 2 Föt og skófatnaður (5,9%) 3 Húsnæði, rafmagn og hiti (17,9%) 31 Húsnæði (14,8%) 4 Húsgögn og heimilisbúnaður (6,7%) 5 Heilsuvernd (2,8%) 6 Ferðir og flutningar (20,3%) 7 Tómstundaiðkun og menntun (11,8%) 72 Tómstundaiðkanir (5,6%) 8 Aðrar vörur og þjónusta (14,3%) 82 Ferðavörur, úr, skartgripir o.fl. (0,6%) 83 Veitingahúsa- og hótelþjónusta (3,5%) -0,9% 1 +2,0% “] +1,9% 1,2% Maí 1988 = 100 VISITALA NEYSLUVERÐS (100,0%) TwTö Breyting frá I o,o% fyrri mánuði -0,2% fl yv -0,2% [] I 0,0% II +1.2% | +0,1% H+i,o% tiMi +2,3% -0,3% 0 tfiial +2,2% Tölurísvigum vísa til vægis 1 +0,4% einstakra liða. Breytingar vísitölu neysluverðs 1994-1996 Sigurður Helgason, gölskylda og tengdir aðilar að selja hlut sinn í Handsali Kaupverðið nemur liðlega 100 milljónum króna SIGURÐUR Helgason og fjölskylda hans, ásamt allmörgum hluthöfum sem henni tengjast, hafa selt sinn hlut í verðbréfafyrirtækinu Handsali hf. til hóps fjárfesta. Jafnframt hefur Edda Helgason ákveðið að segja stöðu sinni lausri sem framkvæmda- stjóri Handsals. Hlutafé Handsals nemur alls um 95 milljónum króna og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins átti Sigurður Helgason og hluthafar hon- um tengdir samtals liðlega 49% hlut í félaginu eða um 47 milljónir. Full- trúi kaupendanna er Einar S. Hálf- danarson, lögmaður og stjórnarmað- ur í félaginu. Hann kvaðst í samtali við M'orgunblaðið ekki geta upplýst hveijir ættu þar í hlut, en þar væri bæði um að ræða stofnanafjárfesta, fyrirtæki og einstaklinga. Ekki væri frágengið innan hópsins hvemig hlutaféð skiptist á milli aðilanna en það yrði upplýst innan mánaðar. „Þessi hópur hafði mikinn áhuga á að eignast hlutdeild í félaginu og nálgaðist hluthafana. Þeim hefur greinilega líkað verðið,“ sagði Einar. Gengi bréfanna var liðlega 2,0 og er söluandvirði þeirra þvi liðlega 100 milljónir. Aðrir hluthafar hafa hins vegar forkaupsrétt að bréfunum þannig að kaupendurnir þurfa að ná samkomulagi við þá til að viðskiptin gangi eftir. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur Sigurður Heigason og fjölskylda hans ásamt tengdum hlut- höfum ítrekað reynt að kaupa bréf í félaginu til að ná meirihlutanum. Hins vegar hafa aðrir hluthafar stað- ið gegn því, en meðal stærstu hlut- hafanna í þeim hópi eru Lífeyrissjóð- ur Austurlands með 10% hlut og bræðurnir Ágúst og Sveinn Valfells sem einnig eiga um 10%. í röðum þeirra var mikill áhugi fyrir því að opna fyrirtækið, breikka hluthafa- hópinn og auka hlutaféð. Var tillaga um allt að 150 milljóna hlutafjár- aukningu lögð fram á síðasta aðal- fundi félagsins, en henni var vísað til stjórnar félagsins. „Mínu brautryðjendastarfi er nú lokið“ Aðspurð um ástæður fyrir sölu bréfanna benti Edda Helgason á að allt væri til sölu ef rétt verð væri í boði. Fjárfestamir hefðu væntanlega haft þetta að leiðarljósi þegar þeir ákváðu að selja. Hún hefði sjálf tek- ið ákvörðun um að hætta störfum í framhaldi af því. „Ég tel að tími sé kominn til að breyta til. Handsal verður fimm ára á mánudaginn þann 15. janúar og mínu brautryðjenda starfi er nú lokið. Ég las bók fyrir mörgum árum eftir Henry Kissinger og fannst þau orð hans mjög eftir- tektarverð að fólk ætti að skipta um starf á 5-7 ára fresti. Annars ætti það til með að staðna.“ í stjórn Handsals hafa verið þeir Ragnar Halldórsson, formaður, Éin- ar Hálfdanarson, Sigurður M. Magn- ússon, Sigurður Helgason og Og- mundur Skarphéðinsson. Auk Sig- urðar mun Ögmundur nú ganga úr stjóm. Oflugir fjárfestar til liðs við Taugagreiningu Orkan hækkar verð VERÐ á 92 og 95 oktana bensíni hefur hækkað um 40 aura hjá Ork- unni hf. Lítrinn af 92 oktana bens- íni er nú á 63,10 kr. og lítrinn af 95 okt. á 65,30 kr. Gunnar Skapta- son, framkvæmdastjóri Orkunnar, segir þessar hækkanir til komnar vegna hækkana á bensínverði er- lendis að undanförnu. Hann segir að fyrirtækið verði að fylgjast mjög grannt með sveiflum erlendis vegna þess hve álagning þess sé lág. Hann segir hins vegar að fyrirtækið leggi áherslu á að Iækkanir á mörkuðum erlendis skili sér jafn hratt í lækk- unum hér á landi. Gunnar nefnir sem dæmi að verð á díesilolíu hafi verið hækkað um 1 krónu í 22,90 í ársbyrjun en fáein- um dögum síðar hafi það lækkað um 30 aura í 22,60. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðu- bankinn hf. hefur keypt hlutabréf að nafnvirði 5,2 milljónir króna í hugbún- aðarfyrirtækinu Taugagreiningu hf. sem samsvarar um 13% hlut. Tauga- greining fékk heimild til hlutafjár- aukningar á sl. ári að nafnvirði 20 milljónir og hefur að mestu lokið sölu bréfanna. Nemur heildarhlutaféð nú um 40 milljónum. Tilgangur útboðsins er fyrst og fremst að styrkja fjárhag félagsins og standa undir frekari vöruþróun til að auka breidd á vöru þess. Auk Eign- arhaldsfélagsins hafa Þróunarfélag íslands, Aflvaki og starfsmenn Taugagreiningar keypt hlutabréf, skv. frétt frá Eignarhaldsfélaginu. Samhliða hlutafjárútboðinu var ráðist í fjárhagslega endurskipulagningu í samvinnu við lánardrottna til að tryggja að nýja hlutaféð fari að mestu til sölu og markaðssetningar svo og þróunar á framleiðsluvörum. Stærsti hluthafi og frumkvöðull að stofnun Taugagreiningar er Emir Kr. Snorrason, taugageðlæknir. Fyrir- tækið hefur unnið að þróun og fram- leiðslu á hug- og vélbúnaði til að rann- saka og greina truflanir á starfsemi taugakerfisins. Hér er um algjöra nýjung að ræða því læknum er gert kleift að nota staðlaðar einmennings- tölvur til að rannsaka, fylgjast með og greina truflanir á starfsemi tauga- kerfísins. Taugagreining hefur þróað mælitækið í náinni samvinnu við Háskólasjúkrahúsið á Haukeland í Bergen í Noregi og var það fyrst tek- ið í notkun þar. Rannsóknarráð hefur einnig stutt vel við bakið á verkefninu í gegnum tíðina með styrkjum. Fram kemur að fyrst og fremst er um söiu á erlenda markaði að ræða, en kaupendur eru sjúkrahús og rann- sókna- og læknamiðstöðvar erlendis. Búnaðurinn er nú í notkun á um 50 sjúkrastofnunum, aðallega í Evrópu. Hefur varan hefur fengið viðurkenn- ingu frá fjölmörgum erlendum kaup- endum. Apple þarf að stokka upp San Francisco. Reuter. APPLE-tölvufýrirtækið þarf að koma fram með áætlun um að leysa fyrirtækið upp eða leita að samstarfsaðila til að halda velli vegna nýs taps og harðrar samkeppni að dómi sérfræð- inga. Aðrir telja fréttir af vand- ræðum Apples orðum auknar og að fyrirtækið þurfi að ein- beita sér að markaði fyrir námsgögn, heimatölvur og margmiðlun, þar sem það standi bezt að vígi. Apple selur fleiri einkatölvur en aðrir framleiðendur í Banda- ríkjunum og allir eru sammála um að fyrirtækið verði að láta til skarar skríða sem fyrst til að auka hagnað sinn á ný og þróa búnað, sem margir telja að sé einstæður og eftirsóknar- verður sem fyrr. Sérfræðingur Dataquest í San Jose, Kimball Brown, seg- ir að ef 1000 starsmönnum verði sagt upp tákni það enga breytingu og það sem þurfí sé víðtæk endurskipulagning. Segja má að Apple-fyrirtæk- ið hafí viðurkennt að það sé rétt þegar það tilkynnti 10. janúar að tap yrði á fyrsta fjórðungi fjárhagsársins og að endurskipulagning yrði kynnt þegar niðurstöðutölur yrðu birtar 17. janúar. í fyrra kynnti Apple nokkrar nýjar Power Macintosh tölvur, sem voru mikil breyting. Verð var síðan lækkað til að auka markaðshlutdeild. Það tókst og Apple seldi fleiri PC-töIvur en keppinautarnir og tölvur fyrir- tækisins eru algengari í heimil- um og skólum en tölvur ann- arra framleiðenda, en sá árang- ur sem hefur náðst hefur kom- ið niður á hagnaði. Margir háttsettir starfsmenn Apple hafa hætt störfum að undanfömu og orðrómur hefur verið á kreiki um að þúsundum verði sagt upp. Apple hefur þurft að keppa við tölvur knúnar Intel-kubbum og með Windows hugbúnaði sem ráða yfir 80% af markaðn- um. Brown, sérfræðingur Dataquest, telur að aðskilja verði hugbúnaðar- og vélbún- aðammsvif fyrirtækisins. Nýtt hugbúnaðarfyrirtæki muni halda áfram að framleiða Mac- intosh stýrikerfí og muni leyfa ýmsum framleiðendum einka- tölva að nota það. Þeim mun fleiri fyrirtæki sem taka upp kerfíð, þeim mun auðveldara verður að beijast við Windows, segir Brown. Microsoft segir upp 120 manns Seattle. Reuter. MICROSOFT hyggst segja upp 120 starfsmönnum af 645 í verksmiðju í Seattle, sem framleiðir 3,5 þumlunga diskl- inga, og sýnir það vaxandi vin- sældir CD-ROM geisladiska að sögn fyrirtækisins. Talsmaður Microsofts sagði að uppsagnirnar hefðu engin áhrif á vöxt fyrirtækisins og að 2.000 nýir starfsmenn yrðu ráðnir á þessu ári. Hjá fyrir- tækinu starfa tæplega 19.000 manns. Talsmaðurinn sagði að upp- sagnirnar stöfuðu af minnk- andi eftirspurn eftir 3,5 þuml- unga disklingum, sem eru dýr- ari í framleiðslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.