Morgunblaðið - 13.01.1996, Page 18

Morgunblaðið - 13.01.1996, Page 18
18 . LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU FRÉTTIR: E VRÓPA Morgunblaðið/Róbert Schmidt Vélstjórinn á spilinu KRISTJÁN Ibsen Ingvarsson, vélstjóri á Báru ÍS frá Suður- eyri, var hress er hann og skips- félagar hans komu að landi með tæp sjö tonn eftir dagsróður með 28 línubjóð nýlega. Krist- ján hefur verið vélstjóri á Bár- unni um nokkurt skeið en faðir hans, Ingvar Bragason, var skipstjóri og reri hann bæði á línu og dragnót. Viðurkenning fengin á brennsluhvötum DEB Mengunarvörn og eldsneytissparnaður staðfestur DAVID Butt, hjá DEB-þjónustunni á Akranesi, er nú nýkominn frá Kanada þar sem hann kynnti fyrir nokkrum fyrirtækjum Cleanburn brennsluhvatana sem hann hefur þróað og framleitt. Samkvæmt rannsóknum hlýst nokkur eldsneyt- isspamaður af notkun slíkra brennsluhvata auk þess sem þeir draga úr koltvísýringsmengun. Þá hefur umhverfisráðuneytið staðfest viðurkenningu umhverfisstofnunar Bandaríkjanna á búnaðinum. Meðal þeirra sem David Butt hitti í Kanada voru aðilar frá Fleet Eng- ineering dept. BC Ferry Corporation en fyrirtækið hefur notað Cleanbum brennsluhvata í tveim ferjum sínum undanfama 14 mánuði. Komið hefur í ljós að á þessum tíma hefur elds- neytisspamaður verið um 6% og munar um minna hjá fyrirtæki sem brennir um 15 milljónum lítra af dísilolíu á ári. David var einnig á ferð í Nova Scotia og hélt fyrirlestur um búnað- inn þar. Hann segist hafa orðið var við mikinn áhuga og fengið fyrir- spumir m.a. frá strandgæslunni og fleiri stóram fyrirtækjum sem þurfí að spara eldsneyti og eigi auk þess við ýmis önnur vandamál að stríða þar sem brennsluhavatarnir gætu komið að góðum notum, s.s. of háan afgashita og bakteríugróður. Fleiri pantanir borist David segist vona að þetta stað- festi enn og aftur að brennsluhvat- arnir dragi úr eldsneytiseyðslu og mengun frá dísilvélum bæði á sjó og á landi. Hann segir að meðal annars hafi borist pantanir á útbún- aðinum frá Hong Kong og Tælandi auk þess 'sem von sé á fleiri pöntun- um frá Kanada í ljósi mjög jákvæðr- ar reynslu á þeim þar. Umhverfísstofnun Bandaríkjanna fékk snemma á síðasta ári til rann- sóknar minni gerð af brennsluhvöt- um frá DEB-þjónustunni. Umhverf- isráðuneytið á Íslandi fól Hollustu- vemd ríkisins að kanna hvað fólgið væri í viðurkenningu stofnunarinn- ar. Helstu niðurstöður hennar vora þær að minni gerð brennsluhvat- anna er viðurkenndur útblásturs- tengdur búnaður í allar bensín- og dísilknúnar bifreiðar samkvæmt bandarískum reglugerðum. David segir þessa viðurkenningu hafa mikla þýðingu fyrir sig þar sem margir hafi spurt um álit umhverfís- ráðuneytisins á búnaðnum fram að þessu. „Stjórnvöld styði viðleitni til sóknar á fjarlæg miðu MORGUNBLAÐINU hefur borizt til birtingar eftirfarandi ályktun frá stofnfundi Félags úthafsútgerða. Þar er meðal annars skorað á stjórn- vöid að styðja viðleitni til sóknar á fjarlæg mið, að hefja sjálfstæðar hafrannsóknir á veiðisvæðum ís- lenzkra úthafsveiðiskipa og sagt að arðbær verkefni fyrir þjóðarheildina verði að hafa forgang fyrir „óþörfu eftirlitsbákni". Fer ályktun félagsins hér á eftir: Fundurinn vekur athygli á því, að veiðar á fjarlægum miðum utan fiskveiðilögsögu íslands eru helsti vaxtarbroddurinn í íslenskum sjáv- arútvegi. Fundurinn skorar því á fram- kvæmdavaldshafa og löggjafann að styðja viðleitni íslenskra útvegs- manna til sóknar á fjarlæg mið og taka ekki þátt í tilraunum erlendra aðila til þess að bregða fæti fyrir íslendinga í eðlilegri atvinnustarf- semi, sem um árabil hefur verið stunduð af fjölda þjóða, en íslending- Ályktun félags út- hafsútgerða ar hafa því miður vanrækt til skamms tíma. Fundurinn lýsir undmn á nýsettri reglugerð sjávarútvegsráðherra um veiðar íslenskra skipa utan fískveiði- landhelgi íslands, sem augljóslega miðar að því að gera íslenskum út- hafsútgerðarmönnum óhægara um vik en keppinautum þeirra hjá öðrum þjóðum, m.a. með sérstökum skattaálögum. Er því beint til sjávar- útvegsráðherra, að hann felli úr gildi reglugerð þessa, sem andstætt langri venju var sett án nokkurs samráðs við þá, sem hagsmuna eiga að gæta eða fulltrúa þeirra, og hefji undirbúning að nýjum reglum í sam- ráði við hagsmunaaðila, svo að kom- ist verði hjá átökum milli stjórnvalda og íslenskra úthafsveiðimanna. Venjulegt eftirlit af hálfu NAFO, svo sem það hefur tíðkast, er nægilegt og engar athugasemdir við það gerð- ar af hálfu Félags úthafsútgerða. Fundurinn skorar á sjávarútvegs- ráðherra og önnur stjórnvöld á sviði hafrannsókna, að þessir aðilar í sam- ráði við úthafsveiðiútgerðir hefji þegar í stað sjálfstæðar vísindarann- sóknir á þeim veiðislóðum, þar sem úthafsveiðiskip stunda veiðar. Það er ekki vansalaust, að íslensk stjórn- völd skuli vanrækja eðlilegar rann- sóknir og iáti erlenda keppinauta mata sig á þeim upplýsingum, sem þeim hentar á meðan íslensk sjávar- útvegsyfirvöld virðast hugsa um það eitt að efla skriffínnsku og eftirlits- iðnað. Arðbær verkefni fyrir þjóðar- heildina verða að hafa forgang fyrir óþörfu eftirlitsbákni. Fundurinn lýsir yfir, að félagið óskar eftir góðri samvinnu við stjórnvöld um þau málefni, er félags- menn varða, og væntir þess, að stjórnvöld hafí samráð við félagið um þau. ESB-ríki vona að Dini silji áfram Róm. Reuter. RÍKISSTJÓRNIR flestra aðildar- ríkja Evrópusambandsins vona í lengstu lög að Lamberto Dini, sem nú hefur neyðzt til að segja af sér sem forsætisráðherra, fái nýtt stjórnarmyndunarumboð og takist að mynda nýja ríkisstjórn. ítalir fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Susanna Agnelli, utanríkisráð- herra í stjórn Dinis, kom í gær til Haag í Hollandi, þar sem hún kynnti starfsáætlun Ítalíu í Evrópumálum næsta hálfa árið. „Afsögnin gerir okkur ekki auðveldara fyrir,“ sagði hún á blaðamannafundi. „En við hveiju bjuggust þið? Þetta er það, sem við emm vön.“ Patrick McCarthy, prófessor í Evrópufræðum við útibú Johns Hopkins-háskólans í Bologna á ítal- íu, sagði að ítalir hefðu „ekki gert sjálfum sér greiða" með því að Dini yrði að láta af embætti. Embættismaður í Brussel sagði að fall Dini-stjórnarinnar „liti ekki vel út“ aðeins þremur dögum eftir fund hennar í Róm með fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins og tveimur mánuðum áður en ítalir eiga að hefja ríkjaráðstefnu Evrópu- sambandsins, þar sem stofnsáttmáli sambandsins verður endurskoðaður. Annar sendimaður ESB-ríkis sagði hins vegar að svona væru ít- ölsk stjómmál og ekkert nýtt hefði gerzt. „Starfsáætlunin hefur verið samþykkt á þinginu og vonandi ætti stjórnarkreppan því ekki að hafa of mikil áhrif,“ sagði hann. Kosningar gætu skyggt á upphaf ríkjaráðstefnunnar Stjóm Dinis hefur hlotið lof fyrir vandlegan undirbúning formennskutíðar Ítalíu og embættis- menn í öðram ESB-ríkjum segja að vonandi muni hæfir embættismenn sjá til þess að allt gangi eftir áætl- un. Bandamenn Ítalíu í ESB óska sér þó einskis heitar en að Dini nái að mynda nýja stjórn. Ella verður boðað til kosninga, sem kunna að skyggja á upphaf ríkjaráðstefnunn- ar. Sir Leon Brittan, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í gær að ítölsku stjórnmálaflokkarnir væru í meginatriðum sammála um Evrópumál og ítalskir embættis- menn starfi sínu vaxnir. „Við höfum áður haft kosningar í formennsku- landi — þær hafa að mínu mati dreg- ið athyglina frá Evrópumálunum — en engu að síður hafa viðkomandi ríki skilað sínu,“ sagði Brittan. Formaður landbúnaðarráðherraráðs ESB LANDBÚNAÐUR margra Suður-Evrópuríkja er enn fremur frum- stæður og talsmenn hans berjast gegn allri samkeppni. Viðskiptasamningar skaða landbúnaðinn Brussel. Reuter. ÍTALSKI landbúnaðarráðherrann, sem fer nú með formennsku í ráð- herraráði landbúnaðarráðherra Evr- ópusambandsríkjanna, er algerlega mótfallinn nýjum viðskiptasamning- um Evrópusambandsins. Samkvæmt heimildum Eeuíers-fréttastofunnar telur ráðherrann, Walter Luchetti, að samningarnir muni skaða land- búnað Evrópuríkja. Að sögn heimildarmanna Reuters skýrði Luchetti formanni Evrópsku bændasamtakanna, COPA, frá því að hann hefði „barizt með kjafti og klóm“ gegn áformum um fríverzlun á fiindi í Róm fyrr í vikunni. Evrópu- sambandið hefur nýlega, undir for- ystu Spánar, lokið samningum við Miðjarðarhafsríki og Suður-Amer- íkuríki, þar sem markmiðið er aukin fríverzlun og stofnun fríverzlunar- svæða að nokkrum árum liðnum. Þetta myndi þýða aukinn innfiutning á Iandbúnaðarafurðum til ríkja Evr- ópusambandsins. Utanríkisráðherrar ákveði ekki alla skilmála Haft er eftir Luchetti að landbún- aðarráðherrar eigi að taka virkari þátt í samningagerð Evrópusam- bandsins og leyfa ekki utanríkisráð- herram að ákveða alla skilmála. Frí- verzlunarsamningar Evrópusam- bandsins og framkvæmd þeirra verð- ur rædd á óformlegum landbúnaðar- ráðherrafundi ESB í Lecce á Ítalíu 5.-7. maí næstkomandi. Baskar í Brassel • BASKALAND, sem nýtur sjálf- stjórnar innan Spánar, mun hinn 6. febrúar opna eigin sendiskrif- stofu í Brussel tii að gæta hags- muna sjálfstjórnarsvæðisins gagn- vart Evrópusambandinu. Baska- land er fyrsta spænska sjálfstjóm- arsvæðið, sem setur upp skrifstofu í Brussel. Baskneskir og katal- ónskir þjóðernissinnar hafa á und- anförnum árum bundið vonir við að aukin völd ESB annars vegar og aukin sjálfstjórn hins vegar muni gera þeim kleift að eiga bein samskipti við stofnanir ESB í Brussel, og að þeir þurfi þar af leiðandi að sækja sem minnst til Madríd. • NIÐURSTÖÐUR skoðanakönn- unar á vegum framkva;mdastjórn- ar ESB sýna að 39% ESB-borgara telja að nýja árið verði erfiðara efnahagslega en það gamla. Að- eins 19% sjá fram á bjartari tíma. írar reyndust bjartsýnastir en Frakkar og Belgar svartsýnastir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.