Morgunblaðið - 13.01.1996, Síða 25

Morgunblaðið - 13.01.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ UIKU LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 25 HlllU M Ut 111 Hvað er festumein ? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Hvað er festumein, hvernig lýsir það sér og er hægt að lækna það? Svar: Festumein dregur nafn sitt af sinafestum en hreyfi- vöðvar enda í sinum sem festast á beinin. Festumein verða stund- um vegna meiðsla eða mikillar áreynslu en einnig getur verið um að ræða bólgur af óþekktum uppruna í vöðvum, sinum og sinafestum. Festumein Oft við oln- boga og axlir er ekki sjúkdómur í liðum og á ekkert skylt við liðagigt. Festumein eru algengust umhverfis olnboga og axlir en geta einnig verið annars staðar. Einkennin eru verkir, einkum við áreynslu og staðurinn er oft mjög viðkvæmur við snertingu. Meðferð felst fyrst og fremst í því að hvíla staðinn en gefa honum þó hæfi- lega hreyfingu til þess að nálægir liðir stirðni ekki. Verkjalyf geta hjálpað, t.d. íbúprófen eða aspi- rín, og stundum getur verið ástæða til að sprauta sterum í vefina umhverfis staðinn. Horfur eru mjög góðar, einkennin hverfa oftast á fáeinum vikum og standa sjaldan í meira en 6 mánuði. Ef bati dregst á langinn er það oft- ast vegna áframhaldandi meiðsla eða áreynslu. Spumlng: Hvenær má búast við því að barnaexem fari að minnka og er i lagi að nota stera- krem á það á hverjum degi í mörg ár? Svan Barnaexem er rauðir flekkir sem oftast eru staðsettir á kinnum og enni, stundum einnig á eyrum og hálsi en sjaldnar annars staðar á líkamanum. Húðin er oft- Rauðir flekkir ast þuiT og getur fylgt þessu kláði, stundum mikill. Einstaka sinnum er hægt að finna eitthvað sem ei-tir og veldur útbrotunum, það getur verið fæða, föt, þvotta- efni, barnapúður eða eitthvað annað. Börnin þola yfirleitt best að vera í bómullarfötum og ekki ætti að baða þau oftar en nauðsyn krefur. Oft er gott að hafa í huga að útbrotin opna húðina og gera hana viðkvæma fyrir sýkingum af völdum baktería, veira (t.d. fruns- um) og sveppa. Barnaexem hverf- ur oftast á aldrinum 3-5 ára en einstaka sinnum varir það lengur. Sterakremum er skipt í fjóra flokka eftir styrkleika steranna sem þau innihalda. Mildustu kremin innihalda sterann hýdró- kortisón (af styrkleikaflokki I) og eru litlum börnum yfirleitt ekki gefnir sterkari sterar. Pað getur verið varasamt að nota sterakrem daglega, mánuðum saman, einkum handa börnum. Hættan sem í þessu felst er tvenns konar, annars vegar geta orðið skemmd- ir á húðinni, hún þynnist og æðar vaxa út í hana sem er sérlega slæmt í andliti. Hins vegar geta sterarnir borist út í blóðið og valdið almennum einkennum í líkamanum, m.a. getur dregið úr hormónaframleiðslu í nýrna- hettum. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim ligg- ur á hjaita, tekið er á mótí spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða sfmbréfum merkt: Viku- lok, Fax 5691222. NJOTLJM ÞESS ÚT í YSTU ÆS/ÍR Hjónin Sigríður Þórisdóttir og Sigurjón Sighvatsson höfðu lengi gælt við þá hugmynd að ættleiða barn. Fyrir rúmu ári eignuðust þau litla dóttur og segjast vera alsæl í nýja foreldrahlutverkinu. M orgunbt aði'VÁrri i Sæberg FJÖLSKYLDAN - Sigurjón, Þórir Snær og Sigríður með nýja fjöiskyldumeðliminn, Sigurborgu Hönnu. Sigríður. „Hún átti 14 ára dóttur fyrir, en félagslegar aðstæður hennar voru þannig að hún treysti sér ekki til að ala upp annað barn. Flest börn sem ættleidd eru í Bandaríkjunum koma frá foreldr- um í „biblíubeltinu" svonefnda, það er mið-vesturfylkjunum, þar sem af trúarlegum og siðferðilegum ástæðum þykir heldur neikvætt að fólk eignist börn utan hjónabands. Faðir Sigurborgar Hönnu er hins vegar af mexíkóskum og ítölskum uppruna, en honum kynntumst við ekkert. Við Jonni vorum viðstödd fæðing- una og tókum við stelpunni um leið og hún kom í heiminn. Við höfðum ekki gert neina kröfu um af hvoru kyni barnið ætti að vera, til að flækja ekki málið að óþörfu, en vor- um ánægð að fá stelpu þar sem við eigum strák fyrir. Reyndar höfðum við verið í sambandi við aðra móður áður, en hún hætti við á síðustu stundu af einhverjum ástæðum. Hún eignaðist strák, þannig að það var kannski lán í óláni fyrir okkur að hún hætti við.“ Sólargeisli inn í líf nhhar Þórir Snær tók hugmyndinni vel strax í upphafi og er að sögn Sigríðar afar góður við litlu systur og tekur virkan þátt í uppeldinu. Jonni er ekki síður ánægður og sagði í símtali frá L.A. að litla stúlkan hefði fært sér aukinn og endurnýjaðan tilgang í lífmu: „Það stóð alltaf til hjá okkur að eignast fleiri börn, ep þegar á reyndi gekk það ekki. I fyrstu var erfitt fyrir mig að sætta mig við það og hugmyndin um ættleiðingu virtist fjarstæð. I dag þakka ég fyrir að njóta þeirra forréttinda að hafa fengið að ættleiða barn. Sigurborg er sólargeisli inn í líf okkar allra og hefur gert mér og Siggu fært að upplifa heiminn á ný með augum barnsins og svo ég vitni í ritstjóra þessa blaðs: „Sá sém ekki getur séð veröldina með augum barnsins á ekkert erindi við hana.“ Sigurborg sýnir okkur daglega heiminn í nýju ljósi. Er hægt að fara fram á meira?“ 1/ióstödd fæðinguna Sigríður sagði að þau hjón hefðu lengi gælt við þá hugmynd að ættleiða barn áður en þau tóku endanlega ákvörðun. Þau höfðu samband við lögfræðing í Los Angeles, sem annast milligöngu um ættleiðingar barna. Einnig kom umboðs- maður að málinu til að tryggja samning þess efn- is, að kynmóðirin gæti ekki síðar gert tilkall til barnsins. „Móðirin er frá Kansas og kom til Los Angeles tveimur mánuðum áður en hún fæddi barnið og við kynntumst henni vel, sagði auðvitað mikO breyting á högum fólks að byrja svona í foreldrahlutverkinu upp á nýtt, en þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur og við njótum þess út í ystu æsar.“ Hvarð eins árs 7. desem- ber síðastliðinn og heitir Sigurborg Hanna, eftir íslenskum ömmum sínum, þótt kynforeldrar hennar séu af erlendu bergi brotnir. Ef til vill má segja að tilviljun hafi ráðið hlutskipti hennar í lífinu, eða voru það kannski forlögin? „Það er ótrúlega skemmtilegt og þroskandi að upplifa þetta,“ segir móðir hennar, Sigríður Þórisdóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Sigurjóni Sighvatssyni, kom heim til Islands i jólafrí með litlu dótturina. Sigríður, sem hefur mastersgráðu í sérkennslu fyrir heyrnarskerta, gaf út fyrir tveimur árum, í samvinnu við Námsgagnastofnun, bókina Ótrúleg eru ævintýrin, sem er mál- örvunarverkefni og verður með námskeið því tengt hér á iandi í þessum mánuði. Pabbinn er hins vegar farinn aftur til Los Angeles að sinna sínum störfum í kvikmynda- borginni. Sú litla er á Islandi með mömmu sinni. Þau hjón eiga fyrir einn dreng, Þóri Snæ, sem nú er orðinn 22 ára og stundar nám í_ bókmennta- fræðum við Háskóla Islands. Þetta er því eins og að vera komin aftur á byrjunarreit hvað uppeldishlut- verkið varðar, þótt vissulega séu þau reynslunni ríkari og tveimur áratugum þroskaðri. „Maður nýtur þess betur og er þolinmóðari, en kannski aðeins svifaseinni,“ segir Sigríður. „Það er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.