Morgunblaðið - 13.01.1996, Síða 28

Morgunblaðið - 13.01.1996, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 FJÖLMIÐLUIM MORGUNBLAÐIÐ Blaðadauði í Hong Kong ÞRJÚ af um 30 dagblöðum Hong Kong hafa lagt upp laupana síðan 9. desember þegar mikið verð- stríð hófst og búizt er við að fleiri blöð falli í valinn. Að verðstríðinu standa litríkustu fjölmiðlajöfrar brezku nýlendunnar, sem verður látin af hendi við Kínverja á næsta ári — Ma Ching Kwan, stjómarformaður útgáfufyrirtækisins Oriental Press Group, og Jimmy Lai Chee Ying, útgef- andi sem er einn á báti og auðgaðist af því að selja fatnað. Jimmy Lai gefur út blaðið Apple Daily, sem hóf göngu sína í júní og hefur selzt vel vegna harðrar fréttamennsku. I fyrstu var eintakið selt á aðeins 25 senta kynningarverði og salan komst í 310.000 eintök á dag, en keppinauturinn Orien- tal Daiiy News selst í 400.000 eintökum á dag. Verðstríð hefst Þegar Apple Daily hækkaði verðið í 5 dollara eintakið töldu flestir að salan mundi hrapa, en flestum á óvart hélt útbreiðslan áfram að aukast á kostnað Oriental Daily News. Ma Ching Kwan greip þá til þess ráðs að lækka verðið í 2 dollara og braut þar með samkomulag, sem blöðin í Áhrif verðstríðs blaða segja til sín í nýlendunni Hong Kong höfðu gert með sér um sameiginlegt verð. Blaðið Sing Pao (áætlað upplag: 230.000) flýtti sér að svara í sömu mynt og skömmu síðar var verð Apple Daily, Tin Tin Daily News og Hong Kong Daily News lækkað um 4, 2 og 1 dollar. Næsti kafli í verðstríðinu hófst þegar Oriental Press Group lækkaði verð tímaritsins Eastweek úr 18 dollurum í 8. Eastweek er aðalkeppinautur Next, helzta tímaritsins sem Lai gefur út, en sagt var að ekki væri nauðsynlegt að hækka það í verði. Óvihallir aðilar telja þó framtíð Next í óvissu og segja að Lai verði að breyta stefnu sinni. Apple Daily segir að aðeins lítið eitt hafi dreg- ið úr sölu blaðsins, en sumir fjölmiðlafræðingar telja að útbreiðslan hafi dregizt saman um að minnsta kosti 20%. Oriental Daily News segir að upplag þess blaðs hafi hins vegar aukizt úr 400.000 eintökum í 800.000 eintök á dag. „Það er met,“ segir Ma, „en takmark okkar er ein milljón eintaka. Þótt það gerist verður sennilega tap á blaðinu, ef fleiri fást ekki til að auglýsa í.því. Ef Oriental Daily News verður gefið út í einni milljón eintaka og ef eintakið verður selt á 2 dollara verður eng- inn hagnaður af sölunni. Sérfræðingar telja að blaðastríðið kosti útgáfuna tæplega 600.000 doll- ara á mánuði. sumir líklegra að tapið nemi 700.000 dollurum á mánuði Þar sem Eastweek er selt á 8 dollara telja. Annað stríð framundan Lesendur njóta góðs af og sömuleiðis Kínveij- ar. Þeim mun fleiri blöð sem stöðvast, þeim mun færri þarf Peking-stjórnin að eiga í höggi við þegar hún tekur við stjórn Hong Kong á næsta ári. Auk þess mun aukin samkeppni hafa í för sér færri ögrandi fréttir um Kína. En þótt Orien- tal Daily News og Apple Daily deili sín í milli eiga blöðin það sameiginlegt að vera á móti kommúnistum. Ef þau lifa af verðstríðið verða þau ef til vill betur í stakk búin til að heyja ólík- ar orrustur, sem framundan kunna að vera. Nýr yfirmaður BBC skipaður London. Reuter. VERKTAKINN Sir Christopher Bland hefur verið skipaður næsti stjórnarformaður brezka ríkissjónvarpsins BBC á sama tíma og mikil umbrot eiga sér stað í fjölmiðlaheiminum. Bland tekur við af Marmaduke Hussey þegar hann hættir störfum 31. marz eft- ir 10 ár í embætti. “Sir Christopher er rétti maðurinn í þetta starf á þessum tíma í sögu BBC,“ sagði Virginia Bottomley menningar- ráðherra, sem fer með sjónvarpsmál í ríkisstjórninni. Erfiðar umbætur Hún fór lofsamlegum orðum um stjóm Husseys á tíma „erfiðra en nauðsynlegra umbóta“, sem hún sagði að hefðu gert BBC kleift að sníða sér stakk eftir vexti. Hún sagði að Bland „skildi þá ögr- un, sem BBC stæði frammi fyrir í við- skiptalegu og tæknilegu til- liti“.„Sérþ- ekking hans og reynsla eru ómetanleg,“ sagði Bottom- ley. Bland, sem þykir stuttur í spuna en slunginn verktaki, er 57 ára gamall og fæddur í Japan. Hann er stjómar- formaður flutningafyrirtækisins NFC plc, eins stærsta fyrirtækis í eigu starfsmanna í Bretlandi, og tæknifyrirtækisins Life Sciences International plc. Frjáls samkeppni Hann tekur við stjórn BBC á sama tíma og fyrirtækið reynir að laga sig ad nýjum reglum, sem gera ráð fyrir að það taki virkan þátt í frjálsri samkeppni og þjóni almannaheill um leið.. Jack Cunningham úr Verka- mannaflokknum flýtti sér að benda á að Bland væri fyrrverandi ráðgjafi Ihaldsflokksins og hvatti hann til þess að halda fram sjálf- stæði sínu og fyrirtækisins á hveiju sem gengi. Bland hefur nokkra reynslu af sjónvarpsmálum. Hann var stjórn- arformaður London Weekend Television 1983-1994 og varafor- maður Independent Broadcasting Authority 1972-1979. í nýja starfinu mun meira bera á Bland en flestum öðmm embætt- ismönnum í Bretlandi. Hann er skipaður til fimm ára og fær 63.670 pund í árslaun. Odýrt franskt blað deyr París. Reuter. ÚTGÁFU ódýra, litprentaða franska æsifréttablaðsins Info- Matin hefur verið hætt og um það er deilt hveijir bera ábyrgð á dauða þess, tveimur árum eftir að útgáfa þess hófst. í grein á forsíðu skellir aðal- hluthafínn, André Rousselet, skuldinni á starfsmenn blaðsins, sem hann sakar um „áhuga- leysi". Rousselet er stofnandi áskriftarsjónvarpsins Canal Plus og var náinn vinur Francois Mitterrands heitins forseta. Rousselet ákvað að stöðva útgáfuna þegar meirihluti 90 starfsmanna blaðsins hafði fellt í atkvæðagreiðslu að orlofstími þeirra yrði styttur úr 53 dögum í 35 vegna vaxandi fjárhagserf- iðleika. Fulltrúar starfsmanna sögðu í útvarpsviðtali að Rousselet hefði getað bjargað blaðinu, en ákveðið að láta það deyja, þar sem starfsmennirnir hefðu ekki getað sætt sig við einræðis- kennda stjórnarhætti hans. Rousselet kveðst hafa ákveðið að hætta útgáfu InfoMatin þar sem salan hafí hríðfallið og tap- ið á útgáfunni hafí verið komið í 60 milljónir franka 1995. Blaðið hóf göngu sína í jan- úar 1994 og kostaði þijá franka, sem er helmingi lægra verð en á helztu dagblöðum Frakklands. InfoMatin var ætl- að að höfða til borgarbúa, sem kaupa yfirleitt ekki dagblöð. Fyrsta mánuðinn seldist blaðið í rúmlega 200.000 ein- tökum, en upplagið minnkaði fljótlega í 70.000 eintök. Blaðið þurfti að selja 130.000 eintök til að koma slétt út. Undir forystu Rousselets tók InfoMatin harða afstöðu gegn íhaldsstjómum Edouards Balladurs and Alains Juppé. JIMMY Lai hefur valdið uppnámi á blaðamarkaði í Hong Kong með útgáfu Apple Daily. Andrew Heyward fréttastjóri CBS w York. Reuter. CBS-sjónvarpið hefur skipað reynd- an fréttamann, Andrew Heyward, yfirmann fréttadeildar, og hann hef- ur heitið endurbótum á CBS This Morning og fleiri fréttaþáttum, sem eiga í vök að vetjast. Heyward tekur við af Eric Ober, nokkrum vikum eftir að Westingho- use Electric keypti sjónvarpsfyrir- tækið fyrir 5.4 milljarða dollara. Skipun hans kemur ekki á óvart. Minna er horft á kvöldfréttir í CBS en í hinum tveimur aðalsjón- varpskerfunum í Bandaríkjunum. Aðrir fréttaþættir, þar á meðal 60 Minutes, verða oft undir í sam- keppni eða eiga í höggi við nýja keppinauta. Styttar um helming? Um það hefur verið rætt að tveggja tíma morgunfréttaþáttur CBS verði styttur um helming, en Heyward vill ekkert um það segja. Hann sagði að breytingar yrðu gerðar á vikulegum fréttaþætti CBS, 48 Hours, en þar er yfirleitt fjallað um eitt efni í hveijum þætti. Kunn- ugir telja líklegt að Iögð verði meiri áherzla á glænýjar fréttir og fjallað verði um fleiri en eitt mál. Heyward hefur stjórnað flutningi kvöldfrétta CBS og segir að þar hafi þegar verið gerðar breytingar á starfsliði og framsetningu, þótt nokkrar fleiri séu nauðsynlegar. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð í tíð fyrirrennara Heywards, Erics Obers, telur hann að fréttaþjónusta CBS sé vel í stakk búin til að framleiða nýja og vinsæla þætti. Westinghouse, sem keypti CBS í nóvember, á margar litlar stöðvar og er reiðubúið að standa straum af auknum umsvifum að sögn Heyw- ards. Fréttir allan sólarhringinn? Stjórnarformaður Westinghouse, Michael Jordan hefur sagt að frétta- þjónusta allan sólarhringinn sé einn þeirra kosta, sem séu til athugunar. CBS er eina stóra sjónvarpsstöðin sem á ekki kaplakerfi svo að heitið geti. Heyward hefur stjórnað flutningi kvöldfrétta CBS síðan síðla árs 1994 og starfaði áður við 48 Hours og fleiri fréttaþætti. Hann hóf störf hjá CBS 1976 og vann við fréttir og gerð fréttaþátta við CBS-stöðina í New York. Minni sala blaða vestra New York. Reuter. FJÖLDI seldra eintaka 10 stærstu stórborgablaða Banda- ríkjanna hélt áfram að minnka á sex mánuðum til september- loka síðasta árs samkvæmt upplýsingum endurskoðunar- skrifstofu, sem kannar út- breiðslu bandarískra blaða sjötta hvern mánuð. Færri eintök seldust frá mánudegi til föstudags af mörgum stærstu blöðum Bandaríkjanna, þar á meðal The New York Times, The Wall Street Journal og The Washington Post, samanborið við sama tíma 1994. Seldum eintökum The Wall Street Journal, sem Dow Jones & Co. gefur út, fækkaði um 1% í um 1.8 milljónir. Daglegur eintakaíjöldi The New York Times minnkaði um 2,9% í 1.081.541 úr 1.224.168. Seldum eintökum sunnudags- útgáfu N. Y. Times fækkaði um 3,1% í 1.667.780 úr 1.720.614 Verð blaðsins hefur hækkað á síðari árum. Seldum eintökum The Wash- ington Post fækkaði um 17.000 í 794.000. Sala U.S.A.Today, sem er í eigu Gannett Co., jókst óvenju- mikið, um 3,9%. Frá mánudegi til fimmtudags seljast 1.523.610 eintök af blaðinu. Sala The Chicago Tribune og The Dallas Morning jókst lítið eitt virka daga. News Corp. selur hluta Harper Collins New York. Reutcr. NEWS Corp., fjölmiðlafyrir- tæki Rupert Murdochs, ákvað undir lok síðasta árs að selja námsbókadeild HarperCollins og hætta útgáfu kennslubóka. Deildin, Scott Foresman, er ekki talin gegna miklu hlut- verki á kennslubókasviðinu og sérfræðingar telja ákvörðunina skynsamlega frá sjónarmiði News Corp. Meðal hugsanlegra kaupenda eru helztu keppinautar á þessu sviði, svo sem Simon & Schust- er, sem er í eigu Viacom, Harco- urt General og McGraw-Hill. Starfsmenn Scott Foresman eru 1.100 og sala fyrirtækisins nam 317 milljónum dollara á síðasta reikningsári. Það hefur staðið bezt að vígi í útgáfu kennslubóka fyrir nemendur á grunnskólastigi. Tekjur HarperCollins námu 1.1 milljarði dollara á síðasta reikningsári. John Sturm leiðtogi NAA Washington. Reuter. SAMTÖK blaðaiðnaðarins í Bandaríkjunum, NAA (News- paper Association of America) hafa skipað John F. Sturm næsta framkvæmdastjóra sinn. Sturm hefur verið lögmaður NAA síðan 1992 og tekur við af Cathleen P. Black. NAA hefur bækistöð í Reston, Virgi- níu, og gæta samtökin hags- muna 1500 blaða í Norður- Ameríku. Áður en Sturm varð lögmað- ur NAA starfaði hann hjá CBS í Washington í átta ár og þar áður var hann lögfræðingur NBC, einnig í Washington. Hann hefur líka starfað hjá alríkisfjarskiptaráðinu FCC.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.