Morgunblaðið - 13.01.1996, Page 35

Morgunblaðið - 13.01.1996, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 35 AÐSENDAR GREINAR Haki og" skófla NÚ ER framundan stjórnarkjör í VMF-Dagsbrún og kominn titr- ingur í marga í félaginu. Sumir aðilar á stjórnarlistanum hafa haft meiri áhuga á að dreifa óhróðri um aðstandendur B-listans en að takast á málefnalega um það sem brennur mest á félagsmönnum. Það eru ótrúlegustu sögur sem hafa fengið að fljúga en nú hefur formannsefni A-listans lofað að taka sína menn á beinið og er það vel. Annars er athyglivert að skoða niðurstöður uppstillingarnefndar Dagsbrúnar um val í stjórn, í blaðagrein í MBL 3 jan. sl. er henni þakkað fyrir velunnið starf, og þvílíkt starf sem hefur verið innt af hendi. Það hlýtur að telj- ast nánast einsdæmi að uppstill- ingarnefnd raði sjálfri sér inn í stjórn, ótrúlegt en satt, einhvers staðar væri þetta nú kallað sið- leysi. Við á B-listanum, lista til nýrrar Dagsbrúnar, ætlum okkur að rífa félagið upp úr þeirri niður- lægingu sem það er í. Láta Dags- brún vera afl sem tekið er eftir, svo um munar. Haki og skófla, tákn Dagsbrúnar, var ímynd þeirr- ar hugsjónar fátækra verkamanna við stofnun 1906, að valdið í félag- inu bæri verkamönnum sjálfum. Þetta setjum við á oddinn nú þeg- ar kosningar fara í hönd, gerum skrifstofuverkamönnunum ljóst að við krefjumst breytinga. Við vilj- um valddreifingu í forystunni, nýtt blóð í forystuna, ekki forystu sem er taglhnýtt við mistök í kjara- stefnunni sl. ár. Á B-listanum sitja menn sem margir hveijir hafa margþætta reynslu af starfí innan félagsins , hafa verið í stjórn, set- ið í trúnaðarráði og verið virkir í félagsstarfi við litla hrifningu nú- verandi forystu Dagsbrúnar. Margir af okkar mönnum eru því þrautþjálfaðir í að tapa í atkvæða- greiðslum um breytingar innan Dagsbrúnar en nú er lag að taka til hendinni og velja nýja Dags- brún. Við ætlum að taka upp gjör- breytta kjarastefnu, krefjast þess sem okkur ber, ekki fleiri eittþús- undkalla heldur færa launin nær því sem gerist á Norðurlöndunum og berjast til þrautar ef því er að skifta. Nú er komið að okkur að fá verulegar Iaunahækkanir því atvinnurekendur ættu að vera af- lögufærir eftir hagnað þjóðarsátt- ar en það mun samt taka nokkur ár að leiðrétta launamisréttið. For- ystan á að vera aðgengileg fyrir félagsmenn, en ekki ósnertanleg í Fílabeinsturninum því mörgum verkamönnum finnst stjórnar- menn í Armani jakkafötum ekki til þess fallnir að vera trúverðugir fulltrúar í þeirri harðvítugu launa- baráttu sem er framundan. Við erum allir úti á vinnumarkaðinum og vitum hvað er erfitt að skrimta á launatöxtum Dagsbrúnar og vit- um mætavel hvaða hungurlús hef- ur verið hlutskifti okkar. Form- annsefni A-listans getur ekki svik- ist undan ábyrgð á launastefnu Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrapflugvelli og Rábhústorginu 2H0tr0imM^Íb -kjarni málsins! Við viljum valddreifingu í forystunni, segir Friðrik Ragnarsson, nýtt blóð í forystuna. síðustu ára, hann er alltof sam- tvinnaður við mistökin til að vera trúverðugur kostur í augum Dags- brúnarfélaga. Ennfremur er deild- arskifting orðin tímabær umræða, þar ættu félagsmenn að geta haft meiri áhrif á sérkjarasamninga og greitt atkvæði um þá sérstaklega, einnig gætu deildirnar stutt hver aðra í átökum. Lagabreytingar eru löngu orðnar nauðsynlegar, fella þarf úr gildi steinrunnin lög sem torvelda breytingar. Sérstaklega þann bálk sem snýr að stjórnar- kjöri, þar er einstaklega loðið orða- lag um afhendingu félagaskrár, aðskilnaður milli stjórnar og trún- aðarráðs er nauðsynlegur, trúnað- arráð á að veljast úr deildunum og stjórnarmehn kosnir persónu- kosningu, þeir þyrftu þá meðmæli t.d. 25-50 manna til að vera kjör- gengir. Það gengur ekki lengur að viðhafa listakosningar þar sem allt eða ekkert er í boði, slíku ætti að varpa fyrir róða, enn- fremur ætti kjörtíma- bil stjórnar að vera 2 ár. Það er stórfurðu- legt að Halldór Björns- son skulu allt í einu ætla breyta einhveiju í Dagsbrún, til þess hefur hann og Jakinn fengið mörg tækifæri, síðast á aðalfundi Dagsbrúnar á Hótel Sögu 1995. Þar létu þeir félagar vísa frá tillögum um lagabreytingar og deildarskift- ingu, svo þetta er bara fyrirsláttur hjá framboði hans. Hvernig er hægt að taka hann alvarlega eftir svoleiðis fram- komu í garð félags- manna. Allt eru þetta breytingar sem B-list- inn þorir að ráðast í með stuðningi félags- manna, við höfum kjarkinn og viljann, við ætlum að gera D'agsbrún aftur að félagi hinnar rísandi sólar, stöndum vörð um félagið okkar á kjördag, veljum X-B, áfram Ný Dagsbrún. Höfundur er Dagsbrúnarmaður og kosningasljóri B-listans. Friðrik Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.