Morgunblaðið - 13.01.1996, Síða 38

Morgunblaðið - 13.01.1996, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN MINNINGAR Guðspjall dagsins: Brúðkaupið í Kana. (Jóh, 2.) ÁSKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátt- töku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkór- inn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Barnastarf í safnað- arheimilinu á sama tíma og í Vestur- bæjarskóla kl. 13. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Fundur fermingar- barna og foreldra þeirra að messu lokinni. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIM- ILIÐ: Samkoma í dag kl. 17. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRfMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konr- áðsdóttir. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prest- ur sr. Flóki Kristinsson. Almennur safnaðarsöngur. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Báru Friðriksdótt- ur og Sóleyjar Stefánsdóttur. Kaffi- sopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Hólmfríður Friðjónsdóttir syngur einsöng. Félagar úr kór Laugarnes- kirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnarsson. Barnastarf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfs- bjargarhúsinu, Hátúni 12. Ólafur Jó- hannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Munið kirkjubíl- inn. Messa kl. 14. Sr. Frank M. HalldórSson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Organisti Vera Gul- asciova. Barnastarf á sama tíma. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Sigrún Steingrímsdótt- ir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Smári Óla- son. Sunnudagaskóli kl. 11. Gunnar Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartar- son. Organisti Lenka Mátéová. Bar- naguðsþjónusta á sama tíma í um- sjón Ragnars Schram. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Barnaguðsþjónusta í Rima- skóla kl. 12.30 í umsjón Jóhönnu og Ólafs. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Ágúst Ármann Þorláksson. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Altar- isganga. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Fermingarbörn aðstoða. Barnaguðsþjónusta kl. 13 í umsjá Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík í dag, laugardaa kl. 11.00: Flautuskóíinn í Safnaðarheimilinu. Sunnudagur: BarnaguSsþjónusta kl. 11:15 GuSsþjónusta kl. 14:00. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. m u 3L sr. Bryndísar Möllu og Dóru Guðrún- ar. Foreldrar eru hvattir til þátttöku með þörnum sínum. Órganisti Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Ein- ar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf i safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Sóknar- prestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: í dag, laugardag, kl. 11 flautuskólinn í Safnaðarheimil- inu. Sunnudag barnaguðsþjónusta kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14. Org- anisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Sam- koma á morgun kl. 17. Ræðumaður Friðrik Hilmarsson. Barnasamverur á sama tíma. Léttar veitingar seldar að lokinni samkomu. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HVITASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Mike Fitzgerald. Allir vel- komnir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Messa kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Kaffi og maul eftir messu. HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgun- arsamkoma kl. 11 á sunnudag. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Turid og Knut Gamst stjórna og tala. MOSFELLSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Lágafellskirkju kl. 14. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíli frá Mosfellsleið fer venjuleg- an hring. Jón Þorsteinsson. VÍDALÍNSKIRJA: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Bragi Frið- riksson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólaþflinn. Messa kl. 14. Organisti Ólafur W. Finnsson. Kirkjukórinn syngur. Strandberg opið eftir messu. FRÍKIRKJAN í Hafnarfi^ði. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Organisti Krist- jana Þ. Ásgeirsdóttir. VÍÐISTAÐAKIRKJA. Barnamessa kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sigurður Helgi Guðmundsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 13. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Baldur Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 í umsjá Málfríðar og Ragnars, Laufeyjar og sr. Sigfúsar. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organ- isti: Einar Örn Einarsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa sunnu- daginn kl. 14. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. ODDASÓKN: Guðsþjónusta sunnu- daginn 14. janúar kl. 14. Sóknar- prestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason héraðsprestur þjónar. Barnasamvera meðan á prédikun stendur. KFUM & K heldur unglíngafund kl. 20.30. AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta í dag, laugardag, kl. 11. Börn borin til skírnar. Stjórnandi Sigurður Grótar Sigurðsson. Messa sunnu- dag kl. 14. Altarisganga. Björn. BORGARPRESTAKALL: BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjal- arnesi: Guðsþjónusta kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson, sóknarprest- ur. VILLINGAHOLTSKIRKJA i Fióa: Messa nk. sunnudag kl. 13.30. Vænst er þátttöku fermingarbarna. Kristinn Á. Friðfinnsson. RÍKARÐUR SIGMUNDSSON + Ríkarður Sigmundsson, raf- virkjameistari, fæddist í Vestmannaeyjum 7. janúar 1914. Hann lést á Landspítalan- um 28. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Laugarneskirkju 8. janúar. ÚTFÖR Ríkarðs Sigmundssonar fór fram 8. janúar sl. frá Laugarnes- kirkju í Reykjavík, en hann andað- ist 28. desember sl. Þar sem ég hafði ekki aðstæður til að fylgja honum síðasta spölinn vil ég minnast hans í fáeinum orð- um. Ég kynntist Ríkarði þegar ég fór að starfa innan LÍR árið 1957. Rík- arður hafði þá stofnað fyrirtækið R. Sigmundsson sem var sérhæft í viðgerðum og þjónustu á siglinga- leitartækjum. Auk þess hafði hann á höndum innflutningsumboð fyrir fjölmörg fyrirtæki. Ríkarður var á þessum tíma að byrja að selja nýja gerð af ratsjá í fiskiskip frá fyrir- tæki í London sem heitir Kelvin Hughes. Fram til þess tíma voru ratsjár aðeins í stærstu skipum landsmanna. Ég minnist þess hvað ég heillaðist af því þegar ég sá í radar í fyrsta skipti, um borð í Skjaldbreið út á Húnaflóa, komandi frá Hólmavík á leið til Siglufjarðar haustið 1953. Ríkarður þurfti því ekki að hvetja mig lengi þegar hann stakk upp á því að ég færi til London á skóla hjá umboðsfyrirtæki hans og lærði að þjónusta þessa nýju gerð af rat- sjá sem hann var þá að selja til fiski- skipaflotans í mjög vaxandi mæli. Það varð svo úr að ég fór í byij- un árs 1958 og var þar í skóla með einum aðila frá Svíþjóð, Þýska- landi, Hollandi og Noregi, frá fyrir- tækjum sefn seldu þessar ratsjár í þessum löndum. Ég framlengdi dvölina um tvær vikur í samráði við Ríkarð og bjó á heimili hjá verk- fræðingi í London og lærði viðgerð- ir á dýptarmælum og fisksjám sem voru í nýsköpunartogurunum. Fékk ég á þeim tíma innsýn í þann óhugn- að sem heimstyijöldin var með frá- sögnum hjónanna sem ég dvaldi hjá. Flugvélar Þjóðveija komu inn yfir London kl. 16, dag hvern, og köstuðu sprengjum á borgina með þeim afleiðingum að viðnámsþrótt- ur íbúanna fór þverrandi. Bretarnir voru að vonum stoltir af því að vera fyrstir til að fram- leiða „klystronin" sem settur var í ratsjána og gerði mögulegt að skjóta niður óvinaflugvélar í myrkri. Þjóðveijar hættu skyndilega þess- um árásum á London og er talið að notkun ratsjárinnar hafi breytt gangi síðari heimstyijaldarinnar. Or þróun varð einnig í öðrum raf- eindatækjum svo sem kafbátaleitar- tækjum (asdic) sem hægt var að nota til fiskileitar. Það var því verk Ríkarðs Sigmundssonar ásamt fleirum að sjá til þess að íslending- ar gætu tileinkað sér þessa tækni með innflutningi og sölu á þessum tækjum, þegar þau voru ekki lengur hemaðarleyndarmál. Honum var það því mikið kapps- mál að fá viðgerðarmenn sem víð- ast um landið til þess að skipin stöðvuðust sem styst i höfnum vegna bilana. Mér er kunnugt um að hann sendi fleiri menn út til þess að læra þess- ar viðgerðir. Ég mun ætíð minnast hans fyrir þetta sem einstaklega framsýns manns sem sá þá miklu möguleika sem nýting þessara tækja hafði í för með sér fyrir fiski- skipaflotann og bættan hag útgerð- arinnar og öryggi sjómanna. Ég minnist þess að Ríkarður kom til Siglufjarðar um sumarið 1959, höfnin var full af bátum og ein- hveijir bilaðir eins og gengur og mikill hávaði í áhugasömum skip- stjórum sem vildu komast út til að fiska. Ríkarður fór með mér í nokkra báta og dáðist ég að rósemi hans og yfirvegun í viðræðum sín- um við skipstjóra sem átt höfðu viðskipti við hann, sem þeir mátu mikils. Samskipti okkar urðu mikil fram til þess tíma að síldin kvaddi og ég hvarf til annarra starfa. Ég minnist hans sem gleðigjafa í hópi rafvirkjameistara á fundum Landssambands ísl. rafverktaka þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. En fyrir þau samtök var hann kall- aður til ýmissa trúnaðarstarfa. Hæst ber minninguna um hógvær- an, reglusaman, dagfarsprúðan mann sem var í fararbroddi að tæknivæða íslenska skipaflotann. Ég sendi eiginkonu og börnum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Sverrir Sveinsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má iesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. SIGRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR + Sigríður Ei- ríksdóttir fæddist 24. nóv- ember 1896 á Hraunbæ í Alfta- veri. Hún lést 3. janúar síðastlið- inn á sjúkrahúsi Suðurlands. Sig- ríður giftist Þor- geiri Jóhannes- syni 23. maí 1925 og eignuðust þau sex börn. Þorgeir lést 9. febrúar 1984 og hélt Sig- ríður heimili eftir það fram á 91. aldursár. Útför Sigríðar verður gerð frá Hrunakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. MEÐ eftirfarandi ljóðlín- um langar mig að kveðja elskulega móður mína. Mamma mín. Ertu horfín? Ertu dáin’ Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hve allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín, elskulega mamma mín. - Allt sem gott ég hefi hlotið, hefír eflst við ráðin þín. Þó skal ekki vfla og vola, veröld þótt oss bijóti í mola, ÞORVALDUR JÓNSSON + Þorvaldur Jónsson fæddist á Tanga í kauptúninu Búð- um á Fáskrúðsfirði 18. ágúst 1908. Hann lést í Reykjavík 31. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fáskrúðs- fjarðarkirkju 6. janúar. EKKI fær maður aftur að sjá þig, Þorvaldur minn, kátan og hressan á Hrafnistu, þar sem þú dvaldir síð- ustu árin. Ekki kunnir þú að kvarta, enda varstu vanari að þjóna öðrum heldur en að láta þjóna þér, og vannst nánast allan þinn aldur við þjónustu, sem þú leystir ætíð vel af hendi, stundum helst til greiðvikinn, en það skaðaði þig en ekki aðra. Margt kemur upp í hugann, Þorvald- ur minn, og þá fyrst hvað þú varst jákvæður, áttir gott með að hrósa. Aldrei heyrði ég þig tala illa um nokkum mann. Virðulegur, glæsi- legur og teinréttur í jakkafötum með hatt, þannig sá ég þig fyrst, þannig ertu ljóslifandi í huga mér í dag. Efst í huga mér er þakklæti fyrir hvað þú tókst mér vel strax við fyrstu kynni og góða vináttu ætíð síðan. Heiðursmaðurinn Þorvaldur Jóns- son frá Sunnuhvoli var umboðsmað- ur Ríkisskipa, Eimskipafélags ís- lands og fulltrúi Fiskifélags Islands þegar ég kynntist honum. Aður starf- aði Þorvaldur a.m.k. sem verkstjóri hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga og sem símstöðvarstjóri á Fáskrúðsfirði í fimmtán ár., Einnig var Þorvaldur umboðsmaður Flugfélags íslands til 1964. Eftir að hann flutti til Reykja- víkur 1981 stárfaði hann nokkur ár í skrifstofu Ríkisskipa. Þorvaldur hafði skemmtílegan frá- sagnarstfl, enda kunni hann frá mörgu að segja. Hann kynntist mörg- um eins og gefur að skilja, þar sem hann vann við afgreiðslu skipanna sem voru lífæð byggðarlaga eins og Fáskrúðsflarðar sem ekki var fært til hér á árum áður nema fuglinum fljúgandi sex til sjö mánuði á ári. starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. - Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærust blysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma min. - Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá Guði skín. _ (Árni Helgason.) Vil ég nota tækifærið og þakka hjúkrunarfólki, læknum og starfs- fólki á Sjúkrahúsi Suðurlands fyrir frábæra hjúkrun og aðhlynningu móður minnar. Guð blessi ykkur, Sigríður Þorgeirsdóttir. Valdi á Tanga eins og hann var kall- aður hér á árum áður var borinn og bamfæddur á Tanga í Búðakauptúni á Fáskrúðsfírði. Þorvaldur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Oddnýju Jónsdóttur frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal. Áttu þau mjög fallegt heim- ili á Sunnuhvoli, fyrst á 1, síðan 2, þar til þau fluttu til Reykjavíkur 1981. Sunnuhvoll var næsta hús við Melgerði sem var æskuheimili konu minnar. Var ætíð mikil vinátta og samgangur þar á milli. Við Guðrún kveðjum Þorvald með söknuði og þökkum honum fyrir samfylgdina, vináttuna við okkur og bömin og öll hlýju orðin frá honum. Elsku Oddný, Jóhanna, Guðný, Jóna Kristín, Kristján og fiölskyld- ur, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á sorgarstund. Við vitum líka að það er huggun harmi gegn að eiga minning um góðan dreng, góð- an, góðan eiginmann, fóður, tengda- föður og afa. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífeins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, æm gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Eiríkur Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.