Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 3-9 í MINIMINGAR ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON + Þorsteinn Guð- mundsson fæddist á Syðstu- Fossum í Andakíl 31. maí 1901. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 5. janúar síðastliðinn. Flutt- ist ársgamall með foreldrum sínum að Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Foreldrar: Guð- mundur Auðunsson (1865-1935), bóndi og hreppstjóri á Skálpastöðum, og Guðbjörg Aradótt- ir (1867-1921) (jósmóðir. Systk- ini: Guðrún Lovisa (1894-1947), matráðskona í Reykjavík og víð- ar, Ari (1895-1959), vegagerð- arverkstjóri . í Borgarnesi, og Kristín (1899-1978), húsfreyja í Eskiholti. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Þórunn Vigfúsdótt- ir frá Tungu í Valþjófsdal, f. 1903, nú til heimilis á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi. Þau giftust 1929. Börn: Guð- björg, f. 1930, handíðakennari i Sviþjóð, maður Nils Johansson, þau eiga tvær dætur. Vigfús Ónundur, f. 1931, d. 1936. Þor- steinn, f. 1933, þóndi á Skálpa- stöðum, kona Asdís Þorsteins- dóttir frá Úlfsstöðum. Hún lést 1994. Þeirra börn eru fjögur. Guðrún Kristín, f. 1936, hús- freyja í Þverspyrnu í Hruna- mannahreppi, maður Valgeir Jónsson, fimm börn. Guðmundur, f. 1937, bóndi á Skálpastöð- um, kona Helga Bjarnadóttir úr Reykjavík, fjögur böm. Vigfús Önund- ur, f. 1941, læknir á Akureyri, kona Auð- ur Sigurðardóttir úr Reykjavík, þijú böra. Uppeldissonur frá 6 ára aldri Haukur H. Geirsson Gigja, f. 1933, verkstjóri i Njarðvík, kona María Sigurðardóttir, þau eiga þijár dætur. Barnabarnabörn þeirra Þor- steins og Þórunnar eru 15. Nám i Núpsskóla 1919-21 og Bænda- skólanum að Hvanneyri 1922-23. Stundaði ýmis störf til sjós og lands til 1930 þegar hann tók við búi föður síns á Skálpa- stöðum, þar sem hann bjó til ársins 1971, síðustu 19 árin í félagsbúi með tveim eldri sonum sinum. Þorsteinn starfaði mikið að félagsmálum sveitar sinnar og héraðs og gegndi mörgum trúnaðarstörfum á þeim vett- vangi. Eftir Þorstein hafa birst ýmsar greinar, kvæði og lausa- vísur auk minningaþátta í tveim bindum. (Glampar í fjarska á gullin þil I og H, Hörpuútgáfan 1982 og 1985.) Þorsteinn verður jarðsunginn frá Lundarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. MIG LANGAR að minnast Þor- steins Guðmundssonar föðurbróður míns með nokkrum orðum. Hann lést hinn 5. janúar síðastliðinn 94ra ára gamall. Með honum er genginn heiðursmaður, stórbóndi, fram- kvæmdamaður mikill og búhöldur í Borgarfírði. Hann fæddist að Syðstu-Fossum, en fluttist ungur með foreldrum og systkinum að Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Þegar fjölskyldan kom þar var húsakostur í ólestri, órækt mikil og samgöngur hinar verstu. Það fyrsta sem fjölskyldan þurfti að gera var að byggja yfir fólk og fénað. Faðir hans var mikill jarðarbótamaður. Voru þetta mikil ár ræktunar og framfara. Við þessar aðstæður ólst Þor- steinn upp með foreldrum og systk- inum og má segja að þegar hann tekur við búi á Skálpastöðum um 1930 hafí framkvæmdahugurinn og ræktunarþörfín verið sú sama. Á skólaárum sínum 1919-1921 hjá séra Sigtryggi á Núpi kynntist, Þorsteinn eftirlifandi konu sinni Þórunni Vigfúsdóttur, sem var hans mesta hamingja. Nokkru seinna stundaði Þorsteinn nám við Bænda- skólann að Hvanneyri hjá hinum þjóðkunna manni Halldóri Vil- hjálmssyni. Næstu sex ár liðu við ýmis störf, heima og heiman. Árið 1929 ganga þau Þórunn í hjóna- band og áttu um tíma lögheimili á Akranesi. Þar stundaði hann sjó- mennsku að vetri og húsbyggingar að sumri. Árið 1930 hefja ungu hjónin búskap að Skálpastöðum við erfíðar aðstæður, verðfall á land- búnaðarvörum, og fjárfesting mikil, en samt var hafist handa við um- bætur á jörðinni. Fljótlega var ráð- ist í byggingu fjóss, og búskapurinn hvort tveggja kúa- og sauðfjárbú- skapur. Ýmis áföll dundu yfír, fyrst var það mæðiveikin og varð að end- urnýja stofninn með því að sækja fé til Vestfjarða, og síðar garna- veikin, og var þá Skálpastaðafjár- stofninn skorinn niður. Það var í kringum 1962, og síðan hefur ekki verið sauðkind á Skálpastöðum. Það sem einkenndi búskapar- hætti Þorsteins, fyrir utan stórhug- inn, var hve gríðarlega vel hann fylgdi tækninni. Upp úr stríðinu komu dráttarvélamar og fékk hann fljótlega eina. Þegar skurðgröfurn- ar komu til sögunnar var Þorsteinn fljótur að láta ræsa fram mýrar í miklum mæli, sem urðu að vel rækt- uðum túnum. Skálpastaðabúið var með þeim fyrstu að aðlaga sig tæknivæðingunni varðandi mjaltir og svona mætti lengi telja. Það má segja að hann hafi lifað einhverja mestu byltingu I íslenskum land- búnaði, framfarimar voru þvílíkar. Félagsbú stofnaði Þorsteinn með sonum sínum 1962 og tíu ámm síð- ar dró hann sig alveg út úr búskapn- um að eigin ósk. Hann orðaði það sjálfur þannig að þetta hafí verið ánægjulegur endir á búskaparsögu gamals manns. „Nú er ég orðinn „kóngsins lausamaður", get verið þar sem mér gott þykir og hef ekki undan neinu að kvarta." Að félagsmálum starfaði Þor- steinn mikið og var víða í forsvari fyrir sveit sína, hann var hrepp- stjóri, í sveitarstjóm, sýslunefndar- maður, .deildarstjóri hjá kaupfélag- inu, formaður í Búnaðarsambandi Borgarijarðar og frammámaður í fleiri félögum í áratugi. Ég sem þetta rita varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja á sumrin hjá þeim hjónum á ungl- ings- og uppvaxtarárum mínum, og á ég margar góðar minningar frá þeim árum. Þorsteinn var með af- brigðum vinnusamur og traustur maður, gerði miklar kröfur til ann- arra, en þó sérstaklega til sjálfs sín. Hann var um leið nærgætinn og athugull á líðan annarra og hafði sérstaklega gott lag á að leiðbeina með uppbyggjandi og þroskandi hætti. Áð loknum löngum og ströngum vinnudegi, var hans ánægja að rölta niður að Grímsá og renna fyrir lax í Grafarhylnum, jafnvel um miðnæturskeið. Áf öðr- um áhugamálum hans voru ritstörf, hann var hagyrðingur góður. Síðast en ekki síst var að umgangast hrossin og bregða sér á bak, því iðulega átti hann marga og góða reiðhesta. Hann var sérstakt snyrti- menni og bar sig ætíð með mikilli reisn, einstaklega hjartahlýr og' góður maður, vandaður til orðs og æðis. Það vakti aðdáun mína að fylgjast með honum við útför frænda okkar, Ara Gíslasonar, síð- astliðið sumar, hann þá 94ra ára gamall maðurinn, teinréttur og glæsilegur. Framkoma hans öll kall- aði á að honum væri virðing sýnd. Ekki er hægt að ljúka þessari um- fjöllun um Skálpastaðaheimilið án þess að minnast Þórunnar, þvi vart er hægt að nefna annað án þess að nafn hins fylgi með, svo nátengd eru þau í huga mínum. Gestrisni og hlýja sátu þar í fyrirrúmi. Að- dáunarverð var sú ósérhlífni og fórnfysi sem Þórunn sýndi honum í veikindunum nú undir lokin er heilsan fór þverrandi. Móðir mín þakkar áratuga farsæl kynni og sendir hún, við systkinin og fjölskyldur okkar, Þórunni, börn- um hennar og íjölskyldum, okkar dýpstu samúð, og langar í lokin að birta hluta af ljóði er Þorsteinn sjálfur orti við fráfall föður okkar 1959, og eiga þau orð jafnt við núna er við kveðjum þennan aldna bændahöfðingja. Grein féll af mætum meiði. Minningin skín í heiði. Að enduðu æviskeiði alfaðir veginn greiði. Blóm yfir látins leiði liljur vallarins breiði. Vitið það vinir góðir, vitið það, systkin og móðir, að gott er góðra að minnast, að góð er von um að finnast, að lífið á hönd, sem leiðir, sem iikn yfir sárin breiðir. Blessuð sé minningin um góðan mann. Guðmundur Auðunn Arason. Þorsteinn Guðmundsson á Skálpastöðum í Lundarreykjadai er látinn, 94 ára að aldri. Eg átti því láni að fagna að kynnast honum býsna vel fyrir sjálfsagt einum þijá- tíu árum, upp úr því er Vigfús son- ur hans kvæntist Auði systur minni. Áður vissi ég þó deili á honum frá því ég var strákur í sveit í Borgar- fírðinum, Kristín systir hans var gift Bjarna föðurbróður mínum í Eskiholti og samgangur milli fjöl- skyldnanna. Þorsteinn var maður sem hvar- vetna dró að sér athygli. Hann var hávaxinn og myndarlegur á velli, og eitthvað var það við hann sem olli því að menn tóku eftir honum. Ekki var það þó beint að hann væri vasklegur í framgöngu; hann var miklu fremur prúður og traust- vekjandi í öllu fasi. Hann var við- ræðugóður og skemmtilegur í sam- ræðum. Það varð líka fljótt ljóst þeim er kynntust að hann var hinn gagnvandaðasti maður og vildi ölU um gott, og hann bar þetta allt með sér. Þorsteinn var bóndi af lífí og sál. Og hann var meira en það, hann var íslenskur sveitarhöfðingi eins og þeir gerast bestir. Hrann bjó rausnarbúi á Skálpastöðum, fyrst einn en síðar með sonum sín- um. Búskapur hans var allur myndarlegur og höfðingsskapur mikill. Naut hef ég ekki séð glæsi- legri en í fjósi hans. Hann var hesta- - maður mikill, fær laxveiðimaður og vel hagmæltur. En jafnframt var Þorsteinn sjálfmenntaður mennta- maður, vel lesinn og víða heima. Eftir að um fór að hægjast hjá honum fór hann að fást við rit- störf. Hann sendi frá sér tvær bæk- ur á forlagi Hörpuútgáfunnar á Akranesi, og var efni beggja mest- megnis minningaþættir hans um menn og málefni. Það æxlaðist þannig að ég liðsinnti honum lítil- lega við þessi verk, las yfír handrit hans og gott ef ég fór ekki yfír próförk líka. Mér er það minnis- stætt frá þeirri vinnu hvað fáar athugasemdir ég þurfti að gera, og * kom mér reyndar ekki í opna skjöldu. Þorsteinn kunni móðurmál- ið og vissi hvernig með það átti að fara. Öll sú ónákvæmni og skakka málbeiting, sem þarf svo víða að lagfæra í textum yngri manna, var þarna víðs fjarri. Og þó hafði hann ekki fengið neina þjálfun í háþróuðu skólakerfí nútímans. Hann kunni þetta bara allt saman. Vafalaust hefði Þorsteinn orðið meira en vel liðtækur á hvaða sviði öðru en búskapnum sem hann hefðr* kosið sér að ævistarfí. Ef hann hefði verið ungur á dögum eins og okkar, þegar allir eru sendir í skóla, þykir mér líklegt að leið hans hefði legið til háskólanáms, og þar hefði hann unnið lífsafrek sín í þeirri grein sem hann hefði valið sér. En þetta á, held ég, ekki að harma. í mínum huga var Þorsteinn fyrst og fremst bændahöfðingi í bestu merkingu þess orðs. Hann var traustur fulltrúi þess fremsta í þeirri menningu og því menntalífi sem íslenskar sveitir hafa náð að þróa í aldanna rás. Borgarfjörður- inn er einhvern veginn allur tóm- legri eftir að hann er fallinn frá. Eysteinn Sigurðsson. ANDRÉSH.G. KJERÚLF + Andrés H. G. Kjerúlf fæddist 30. mars 1905 í Sauðhaga í Valla- hreppi á Fljótsdals- héraði. Hann lést 4. janúar 1996 á Dvalarheimili aldr- aðra, Borgaraesi. Foreldrar hans voru Guðmundur A. Kjerúlf frá Mel- um, f. 26.10. 1864, d. 29.5. 1947, bóndi að Hafursá, og kona hans Vilborg Jónsdóttir, f. 24.4. 1867, d. 16.8. 1962, frá Kleif í Fljótsdal. Systk- ini Andrésar voru sjö: Jón, Anna, Sigríður, Guðbjörg og Sólveig, ÖU látin, einnig tvær systur sem létust á æskuskeiði. Andrés kvæntist 12.4. 1930 Halldóru J. Kjerúlf, f. að Hrafnagili í Eyja- firði 8.12. 1901, d. 31.8. 1987. Börn Andrésar og Halldóru eru: Þórunn Margrét, f. 10.10. 1930, læknaritari, var gift Snæbirai I. Jónssyni, skrifstofustjóra, sem lést 1974, og eignuðust þau þrjú börn; Guðmundur, f. 18.7. 1935, bifvélavirki og sundlaugavörð- ur, d. 10.6. 1995, eftirlifandi kona hans er Ingi- björg Helgadóttir af- greiðslumaður og eiga þau einn son; Jónas, f. 20.1. 1939, húsvörður og um- sjónarmaður, kvænt- ur Brynju Kjerúlf fjármálastjóra og eiga þau fimm börn. Andrés stundaði búfræðinám við Bændaskólann á Hvanneyri 1925 - 1927 og fór til Nor- egs og Danmerkur í eitt og hálft ár að kynna sér korarækt. Eftir heimkomuna starfaði hann að Sámsstöðum í Fljótshlíð um nokkurra ára skeið og flutti síðan að Reykholti í Borgarfirði og starfaði þar fyrir hlutafélag um kornrækt í tvö til þijú ár, eða þar til fyrirtækið var lagt niður. Þá stofnaði Andr- és nýbýlið Akur og stundaði þar síðan búskap til 1987. Samfara búskapnum stundaði hann ýmsa vinnu, aðallega við Reykholts- stað. Utför Andrésar fer fram frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kveðja frá barnabörnum Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. I jörðinni sáðkomið sefur uns sumarið ylinn því gefur. Eins Drottinn til dýrðar upp vekur það duft, sem hér gröfin við tekur. Og brátt mun sá konungur kalla, sem kemur að fylla von alla. Hann græðir á fegurri foldu þau fræ er hann sáði í moldu. (Stef. Thor. - Svbj. E.) Elsku afí, hafðu þökk fyrir allt og allt. María, Edda, Kristbjörg, Kolbrún og Andrés. Látinn er í Borgarnesi vinur og samferðamaður, Andrés Kjerúlf, sem ég vil nú minnast með örfáum orðum. Andrés dvaldi síðustu ár ævinnar á Dvalarheimili aldraðra í Borgamesi. Hann ólst upp á Hafursá á Hér- aði. Hann var við nám og störf í Bændaskólanum á Hvanneyri og um 1930 kynnti hann sér korn- rækt í Noregi og Danmörku og vann við hana á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Félag nokkurra Borg- firðinga sem stofnað var um 1932 í því skyni að hefja kornrækt fékk Andrés til þess að standa fyrir henni. Land var fengið í Reykholti og kornrækt stunduð þar undir forystu Andrésar um nokkurra ára skeið. Stofnaði Andrés nýbýlið Akur 1933 í landi komræktarinnar og bjó þar með fjölskyldu sinni. Stundaði hann hefðbundinn bú- skap og tók að sér ýmsa jarðvinnu fyrir Reykholtsstað. Andrés var með eindæmum vel að sér í plöntu- fræði og hleðslumaður góður á torf og gijót. Undirrituð hafði með höndum þrif í Snorragarði og var þá gott að leita til Andrésar þegar þurfti að vinna einhver vandasöm verk eins og að laga hleðsluna í Snorralauginni eða leggja þökur. Hann var ólatur við að benda á ýmislegt varðandi hirðinguna sem betur mátti fara og voru þau ráð alltaf þegin með þökkum. Snorra- garðurinn var honum ákaflega hugleikinn enda ekki að furða þar sem hann vann við að koma honum upp á árunum rétt fyrir seinni heimsstyijöldina, en þá vom kenn- arar í Reykholti þeir Þórir Stein- þórsson og Þorgils Guðmundsson sem voru jafnframt ábúendur á jörðinni. Þeir réðu menn til að vinna við gerð garðsins og var þá leitað til Andrésar. Skólastjórinn hafði hins vegar yfimmsjón með framkvæmdum. Andrés vann í all- mörg ár við að sjá um garðinn, heyja og hirða hann. Margs er að minnast frá liðnum dögum. Þegar við hjónin komum í Reyk- holtsdalinn fyrir tæpum 30 áram vorum við svo lánsöm að kynnast Andrési og fjölskyldu hans. Andrés gekk að eiga Halldóru Jónsdóttur, f. 8. desember 1901, og varð þeim þriggja barna auðið. Halldóra er látin fyrir allnokkram árum, en hún var heilsulaus síðustu árin sem hún lifði, en Andrés annaðist hana af mikilli umhyggju og elsku í veik- indum hennar. Son sinn, Guðmund, missti hann síðastliðið sumar. Andrés hafði átt við vanheilsu að, stríða og nú um jólahátíðina veikt- ist hann og náði sér ekki aftur. Ég og margir aðrir munu sakna hans. Hann hafði það fyrir venju í Reykholti að ganga sér til heilsu- bótar á morgnana og heilsa upp á kunningjana og rabba við þá um landsins gagn og nauðsynjar og veit ég að margir sakna þess að hitta hann ekki oftar. Böm og unglingar áttu hauk í homi þar sem Andrés var. Það var hægt að tala við hann um allt milli himins og jarðar, þó að Reykholt hafí allt- af átt hug hans og hjarta. Að leiðarlokum viljum við þakka samfylgdina um leið og við vottum þér, Þórunn, Jónas, Brynja, Indý og fjölskyldur, okkar dýpstu sam- Úð. Minningin um góðan dreng lifír í hjörtum okkar. Sigríður Bjarnadóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.