Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JOHANN KLEMENS BJÖRNSSON + Jóhann Klem- ens Björnsson fæddist að Slétta- leiti I Suðursveit 29. ágúst 1900. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjói- garði, Hornafirði, 4. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Jó- hanna Jóhannsdótt- k- frá Borgarhöfn, f. 23.11. 1863, d. 14.4. 1955, og Björn Klemensson frá Geirbjarnarstöðum í S-Þing., f. 27.11.1869, d. 19.11. 1911. Börn þeirra voru fjögur auk Jóhanns, Björg, f. 13.11. 1896, d. 19.1. 1983, Sigríður, húsmóðir, Hestgerði, Suður- sveit, f. 11.8.1898, d. 25.8.1946, Helga, ljósmóðir, Brunnavöll- um, Suðursveit, f. 11.4. 1905, Jóhanna Dagmar, Reykjavík, f. 25.11. 1906. Jóhann kvæntist 1. nóvember 1930 Sigurborgu Gísla- dóttur, f. 3.2. 1904, d. 20.12. 1982. Hún var dóttir Ingunnar Jónsdóttur og Gísla Bjarnasonar, Upp- sölum í Suðursveit. Börn Jóhanns og Sigurborgar eru: Þóra Hólm, f. 23.6. 1930,. Björn, f. 19.12. 1935, d. 15.9. 1961, og Gísli, f. 28.2. 1941. Jóhann fluttist með foreldrum sínum að Brunnum 1901 og átti þar heima alla tíð eða þar til hann flutti á Höfn 1990. Útförin fer fram frá Kálfa- fellsstaðarkirkju í Suðursveit klukkan 14. JÓHANN Klemens Bjömsson, móð- urbróðir, minn er látinn. Eftir skyndileg veikindi í nóvember sl. kom andlát hans ekki á óvart og *má segja að það hafi verið líkn, bæði honum og ástvinum hans. En til þess tíma var hans andlega heilsa með miklum ágætum og fylgdist hann vel með öllu, var einstaklega minnugur á hina ýmsu atburði frá liðinni tíð. A 95 ára afmælisdegi sínum, hinn 29. ágúst 1995, ávarpaði Jóhann gesti sína og var til þess tekið hversu vel honum talaðist, blaðalaust og var hugsun hans skemmtileg og skýr eins og ávallt áður. í ræðu sinni kom hann m.a. inn á þær breytingar sem hefðu orðið í heiminum á sinni löngu ævi, tækni- væðinguna og framfarir á öllum svið- um. A þessum degi virtist dauðinn víðs fjarri. Jóhann fæddist á Slétta- leiti í Suðursveit en fiutti á fyrsta ári með foreldrum sínum að Brunn- um og bjó þar til ársins 1990 er hann flutti á Höfn. Hann var aðeins 11 ára gamall þegar faðir hans lést úr krabbameini. Auðvelt er að gera sér í hugarlund hversu mikið áfall það hefur verið fyrir móður hans að standa ein uppi með 5 böm, það yngsta 5 ára. A þessum árum þekkt- ust ekki þær tryggingar eða styrkir sem nú þykir svo sjálfsagt að allir hljóti við slík áföll. En Jóhanna amma mín var mjög viljasterk og trúuð kona og fannst ekíd koma til greina að tvístra fjölskyldunni eins og henni var þó ráðlagt af ýmsum ráðamönn- um sveitarinnar. Strax sem barn þótti Jóhann ein- staklega efnilegur og fékk móðir hans oft að heyra hvað hún ætti fallegan son. Vorið 1912, þegar Símon Dalaskáld var á ferð í Suður- sveit, kom hann að Brunnum og orti þessa vísu: framkomu. Hann hafði yndi af lestri góðra bóka, meðan sjónin entist honum. Árið 1930 kvæntist Jóhann Sigurborgu Gísladóttur frá Uppsöl- um. Þau eignuðust þrjú böm, Þóru, Bjöm og Gísla. í september árið 1961 urðu þau fýrir þeirri þung- bæra lífsreynslu að missa eldri son sinn, Bjöm, en hann fórst með vél- bátnum Helga. Á þeim erfiða tíma svo og alla tíð reyndust Þóra og Gísli foreldrum sínum einstaklega vel. Hjónaband Jóhanns og Sigur- borgar einkenndist alla tíð af vænt- umþykju og virðingu. Þau hófu bú- skap í gamla bænum að Brannum ásamt móður Jóhanns og Helgu systur hans. 1939 var hafist handa við byggingu nýs íbúðarhúss og var bærinn þá fluttur fjær fjallinu. Flutti fjölskyldan í nýja húsið á haustdög- um 1940. Árið 1943, þegar Helga, móðir mín, systir Jóhanns, giftist föður mínum, Sigfúsi Jónssyni, var þessu 65 fm2 húsi skipt í tvær íbúðir og var hvor íbúð aðeins eitt herbergi og eldhús. Við þennan þrönga húsa- kost bjuggu þessar tvær fimm manna fjölskyldur þar sem einhug- ur og samheldni var ávallt ríkj- andi. Auk þess höfðu móðir Jó- hanns og Björg elsta systir hans ásamt Rósu systurdóttur þeirra systkina eitt herbergi en Rósa kom að Brunnum aðeins 16 mánaða gömul árið 1926. Má því segja að mannmargt hafi verið, á þessum árum, í ekki stærra húsi, eða allt til ársins 1952 en þá höfðu foreldr- ar mínir reist sér nýbýlið Brunna- velli. Vegna starfa sinna sem ljós- móðir sveitarinnar þurfti móðir mín oft að dveljast fjarri heimili sínu um lengri og skemmri tíma, og hefur hún oft minnst á það hversu mikla öryggiskennd það veitti henni að vita af þeim mæðgum Sigur- borgu og Þóru í sama húsi meðan við systkinin vorum enn ung að árum. Nokkrir metrar aðskilja bæ- ina Brunna og Brunnavelli og áfram var því mikill samgangur milli þessara fjölskyldna. Mér er minnisstætt að þegar föður mínum fannst úr vöndu að ráða sagði hann jafnan: „Ég ætla að spyija Jó- hann.“ Síðar heyrði ég bræður mína segja þessa sömu setningu við svip- aðar aðstæður. í lífi bóndans leikur veðurfar stórt hlutverk, og kom það sér því oft vel hversu veðurglöggur Jóhann var. Á mínu heimili var oft tekið meira mark á spá hans um veðurút- lit næsta dags en útvarpsspánni. Jóhann var einstaklega vel gerður maður. Hann var lífsglaður og naut þess að gleðjast í góðra vina hópi „og taka lagið“, en hann hafði afar hljómmikla og fagra söngrödd. Heiðarleiki, tryggð og trúmennska voru honum í blóð borin. Hann lét sér annt um velferð fjölskyldu sinn- ar og vina. Ég lít á það sem forréttindi okkar systkina að hafa átt þess kost að alast upp í nábýli við þennan móður- bróður okkar sem ætíð var fús að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Allar þær góðu minningar, sem við eigum um hann, munum við geyma um_ ókomin ár. Ég og fjölskylda mín á Branna- völlum þökkum Jóhanni áratuga samfylgd sem aldrei bar skugga á. Við kveðjum hann með söknuði í huga og um leið sendum við hugheil- ar samúðarkveðjur til Gísla, Þóra og annarra ástvina. Blessuð sé minning Jóhanns á Brannum. Sigríður Jóhanna Sigfúsdóttir. Það era margar mannlífsmyndir sem koma upp í hugann þegar ég minnist Jóhanns á Brannum í Suð- ursveit. Fyrst og fremst er það þó þakklætið sem er efst í huga mér, þakklæti fyrir þær samverustundir sem við áttum saman, ýmist tveir einir eða með öðrum. Jóhann var greindur vel og skyn- samur, sérlega athugull og fróður enda stálminnugur. Hógværð og hófsemi voru rík í fari hans en jafn- framt naut hann gleðistunda og söngmaður var hann góður. Rósemi og yfirvegun einkenndi Jóhann og víst var að hann lét ekki hafa neitt eftir sér sem ekki var satt og rétt og oft lét hann satt kyrrt liggja. Jóhann var einn af síðustu fulltrú- um aldamótakynslóðarinnar og ASTA ÞORHILDUR SÆMUNDSDÓTTIR Litli Jóhann Klemens knár kætir mömmu stilltur tólfta kominn er á ár efnilegur piltur. Á þessum tíma byijuðu börn ung að taka þátt í daglegum störfum fullorðna fólksins. Vorið 1914 fermdist Jóhann aðeins 13 ára gam- all, en á þeim tíma var sú regla í gildi að börn skyldu vera orðin 14 ára þegar þau fermdust. Mun móðir hans hafa sótt það mjög fast af þeirri ásetæðu að hann þyrfti ekki að sækja skóla næsta vetur en gæti þess í stað lagt heimilinu lið. Þetta sama vor fór hann til sjóróðra með sveitungum sínum og þótti fljótt fiskinn. Þrátt fyrir að skóla- gangan yrði ekki lengri, var Jóhann vel að sér, hafði gott vald á ís- lenskri tungu og var háttvís í allri Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11 s. 5884460 + Ásta Þórhildur Sæmundsdóttir fæddist í Draumbæ í Vestmannaeyjum 27. janúar 1918. Hún lést 4. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sæmundur Ingi- mundarson bóndi og útgerðarmaður frá Draumbæ Vestmannaeyjum og Sigríður G. Ey- jólfsdóttir húsmóð- ir frá Gufuskálum í Leiru. Systkini Ástu voru fimm og lifir nú ein systur sina, Laufey Hulda. Ásta giftist eftirlifandi eigin- manni sinum, Guðmanni Adolf Guðmundssyni vélstjóra frá Brekkuhúsi í Vest- mannaeyjum, 25. desember 1942. Börn þeirra eru Fjóla, gift Einari Indriðasyni, d. 13.6. 1985, Guðfinnur, sambýliskona hans er Eyrún Sæmunds- dóttir, og Adolf Þór. Barnabörnin eru 9 og bama- bamabömin 10. Ásta og Guðmann hófu búskap sinn að Herðubreið en flutt- ust fljótlega að Sandprýði og hafa búið þar síð- an. Útför hennar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin kl. 14. ELSKU amma, þegar við minn- umst þín kemur fyrst upp í hugann hjá okkur dugnaður. Hún var ein af þessum konum sem unu myrkr- anna á milli í fiski allan daginn. Heimilið beið hennar þegar heim var komið og ekki var húsbóndinn heima því afi var alltaf á sjó. sannarlega verðugur fulltrúi. Alda- mótakynslóðin ólst upp við sam- vinnu, samhjálp og tillitssemi enda var það beinlínis liður í því að kom- ast af. Víst er að engin önnur kyn- slóð hefur upplifað jafn stórstígar breytingar á umbúnaði og innri gerð þjóðlífs og þessi. Þetta ágæta fólk ólst flest upp í fábreytni sveitalífsins og efnin voru lítil. Nú þegar þessi kynslóð hverfur yfir móðuna miklu, kveður við allt annan tón í mannlífs- hafínu. Þessi nýi tónn allsnægta er oftlega svo yfirgripsmikill og jafnvel yfirþyrmandi að hin gömlu góðu gildi vilja gleymast. Jafnvel andleg- ir leiðtogar þjóðarinnar gleyma sér í moldviðri hversdagsins. Ég held að vér nútímamenn ætt- um að tylla okkur aðeins og fægja upp gömlu góðu gildin og reyna að tileinka okkur þau betur. Jóhanni þakka ég enn og aftur samfylgdina um leið og ég votta aðstandendum samúð mína. Ásmundur Gíslason. Heimilið að Brannum í Suður- sveit var ekkert venjulegt heimili. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því þegar ég kom þangað fyrst til sumardvalar fimm ára gamall, árið 1953. Ég er heldur ekki viss um að ég geri mér fyllilega grein fyrir því hversu mikil og góð áhrif það hafði á mig, „tattinn", strákinn úr Reykjavík, að dvelja þar níu sum- ur hjá þeim heiðurshjónum Jóhanni Klemens Bjömssyni og Sigurborgu Gísladóttur (dáin 1982) og bömum þeirra, Þóra Hólm, Birni, er fórst á sviplegan hátt árið 1961, og Gísla. Og í dag, þegar við kveðjum Jó- hann Klemens, leitar hugurinn til baka. Enn og aftur hugsa ég til Jóhanns með þakklæti, því það er ekki allra að haga seglum þannig að ungir og ærslafullir strákar öðl- ist skilning á mikilvægi hverra verka og átti sig á því að þeir era ein- hvers virði. Enn þann dag í dag er ég þeirrar skoðunar að ekki hafi verið unnt að vera með mannamót í Hrollaugsstöðum, samkomuhúsi Suðursveitar, á þessum áram ef ég hefði ekki „slegið undir“, þegar Jó- hann gangsetti ljósavélina. Og Ijósa- vélin var ekki eina ábyrgðarstarfið sem ég hafði á mínum herðum. í minni fyrstu smalamennsku kom Hafursteinsbotninn í minn hlut. Þá fylgdi ég Jóhanni og lærði. Síðan smalaði ég ávallt Hafursteinsbotn- inn og lagði mikið uppúr því að standa undir því trausti sem til mín var borið. Jóhann sinnti sveitinni sinni af sömu alúð og búi sínu, tjölskyldu og sumarstrákunum. Því auk þess að sjá um samkomuhúsið tók hann virkan þátt í sveitarstjórnarmálum, meðhjálpari var hann til margra ára og söngmaður var hann góður. Oft Hún amma var mikill náttúru- unnandi og dýravinur, það var ávallt skemmtilegt að fara með henni upp í Draumbæ að gefa kindunum, þar naut hún sín að spjalla við þær Grímu, Kollu og Bellu og ekki spillti það ánægjunni að fá að fara með þegar farið var með kindurnar út í Bjarnarey á vorin. Oft fórum við upp í Draumbæ að hjálpa ömmu í garð- inum og fengum ávallt vínarbrauð í lokin. Þegar við stækkuðum og töldum okkur of mikla menn til að vinna í garðinum þá mættum við nú samt í vínarbrauðið en amma var fljót að sjá við okkur, og skaffaði okkur verkefni sem við urðum að leysa til að fá gott í gogginn. Nei, leti þoldi hún amma ekki. Hún amma var ein af þeim sem geymdu ekki til morguns það sem hægt var að gera í dag. Og þannig kvaddi hún þennan heim. Kæri afi, missir þinn er mest- ur, en við trúum því að henni líði vel. Elsku amma, um leið og við þökkum þér allt sem þú hefur gef- ið okkur og biðjum afa og fjölskyld- unni allri guðsblessunar kveðjum við með ljóðlínum Einars H. Kvar- ans. og tíðum varð ég vitni að því er sveitungar Jóhanns leituðu í smiðju hans eftir ráðleggingum um aðskilj- anlegustu hluti og menn fóru vísari frá Jóhanni. Ég var lánsamur að lenda í vist í þessari sveit og hjá þessu fólki. Sem bam og unglingur náði ég að upplifa gamla tímann í sveitinni; engjasláttinn, baggabindinguna, hestana og handkraftinn. Að Brunn- um varð ég einnig vitni að vélvæð- ingunni og fyrsta dráttarvélin sem kom að Brannum var engin venjuleg dráttarvél, hvorki Farmall Cub né Ferguson heldur heiðblá Deutz 11 hestafla dráttarvél með háum og lágum ljósum og flautu sem þá var fátítt. Þessi traktor var alltaf uppá- haldsfarartækið mitt í Suðursveit- inni, jafnvel eftir að Rússajeppinn bættist í véiaflotann á hlaðinu að Brunnum. Hjá Jóhanni og Sigurborgu kynntumst við sumarstrákarnir góðu og heilbrigðu íslensku sveita- uppeldi sem byggðist á kærleika og virðingu fyrir mönnum og náttúru. Stundum kom það fyrir að ærslafull- ir strákar gleymdu að bera virðingu hvor fyrir öðrum og það endaði ein- staka sinnum á því að einhver fór að „hrína“. Þá var hún Sigurborg undrafljót að hugga og laða fram bros að nýju. Já, það var mitt lán að kynnast Jóhanni og heimilisfólkinu að Brannum sem í mínum huga er mín önnur fjölskylda. Kynni mín af þessu fólki og sveitinni hafa haft ómæld áhrif á mig, mótað lífsskoðanir mín- ar og jafnvel starfsvettvang. Ég veit að ég er ekki einn um að verða fyrir góðum áhrifum frá heimilis- fólkinu að Brannum, því það var regla frekar en undantekning að sumarstrákamir að Brunnum dvöldu þar sumar eftir sumar og halda margir ennþá góðu sambandi við heimilisfólkið eins og hún sýnir ljósmyndin sem tekin var á 90 ára afmæli Jóhanns af honum og okkur fjórum sumarstrákunum. Jóhann og Sigurborg eru nú bæði fallin frá en sá góði andi sem sveif yfir heimilinu að Brunnum hverfur ekki. Hans er gætt á heimilum Þóru Hólm og Gísla. Þótt heimsóknir mínar að Brunn- um hafi verið færri í seinni tíð en ég hefði kosið var minningin um þessa góðu daga ávallt ljóslifandi í huga mér. En í einni heimsókn- inni riijaðist upp fyrir mér þessi staka og geri ég orð skáldsins að mínum: Þó tryggðin hafi tapast mér, til sveitarinnar hlýju. Þá komin er ég kæra hér, að kynnast þér að nýju. Ég hugsa með þakklætis til þess tíma sem ég dvaldi að Brunnum. Jónas Þór. Já, ótal margs nú að minnast er og margbreyttar kærleikans sýnir. Og brennandi þökk nú við bjóðum þér öll böm þín og vinimir þínir. Blessuð sé minning þín. Bamabörn. Hún amma í Vestmannaeyjum er dáin. Við bræðurnir munum geyma minninguna um Ástu ömmu í hjörtum okkar. Amma var alltaf kát og hress og mjög stutt var í hláturinn hjá henni. Hún var frekar hlédræg og var eiginlega algert náttúrubarn. Veraldlegir hlutir skiptu hana litlu máli en hún átti nokkrar rollur og var það hennar líf og yndi að stússast í kringum þær. Þegar við vorum yngri fór hún með okkur í fjárhúsið og sýndi okkur rollumar og fannst okkur skrýtið að allar hétu þær einhveijum nöfnum. Nú í seinni tíð höfum við aðal- lega heimsótt ömmu á þjóðhátíð og þá hefur oft verið gott að kíkja til hennar í tjaldið og fá reyktan lunda eða jafnvel fá að leggja sig, það var engin alvöru þjóðhátíð án þess að fá reyktan lunda hjá ömmu. Blessuð sé minning þín, elsku amma. Hvíl í friði. Jón og Guðmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.