Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR SIG URÐSSON + Guðmundur * Sigurðsson fæddist á Leifsstöð- um í Svartárdal 29. janúar 1922. Hann lést á heimili sínu á Leifsstöðum 4. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Sigurður Benediktsson, f. 11.11. 1885, d. 2.6. 1974, og Ingibjörg Sigurðardóttir, 23.9. 1959. Bjuggu þau á Leifsstöðum. Guðmundur var einn af 12 systkinum, en fjögur þeirra dóu ung. Hin eru: Soffía, f. 30.6. 1917, d. 11.9. 1968, Guð- rún Sigríður, f. 18.4. 1924, d. 15.12.1975, Þóra, f. 18.7.1925, Sigurður, f. 28.12. 1926, d. 5.7. 1984, Aðalsteinn, f. 22.2. 1929, Björn, f. 5.5. 1930, d. 6.12. 1988, og Sigurbjörg, f. 3.7. 1931. Aðalsteinn og Sigurbjörg búa á Leifsstöðum en Þóra í Hvammi í Svartár- dal. Árið 1957 giftist Guðmundur Sonju S. Wiium og eignuðust þau fjögur börn. Þau skildu árið 1978. Soiya átti áður dótt- urina Sonju Guðríði, f. 2.11. 1953, oggekk Guðmundur henni í föðurstað. Eiginmað- ur Sonju Guðríðar er Ragnar Bjarnason og eiga þau fimm börn og eitt barnabam. Börn Guðmundar og Sonju eru: Sigurður Ingi, f. 16.1. 1957, maki Birgitta H. Halldórs- dóttir og eiga þau einn son; Ósk- ar Leifur, f. 13.7. 1958, maki Fanney Magnúsdóttir og eiga þau einn son en Fanney átti áður eina dóttur; Daníel Smári, f. 6.11. 1961, maki Anna Rósa Gestsdótt- ir, eiga þau eina dóttur en Daní- el átti áður einn son; Sólveig Gerður, f. 6.11. 1961, d. 24.10. 1965. Guðmundur og Sonja ólu HVAÐ er betra, ef kvöld er komið, en sofna í sínu eigin rúmi og vakna til nýs veruleika í faðmi Guðs? Þannig býst ég við að við munum öll óska þess að enda ævina okkar. Tengdafaðir minn, Guðmundur á Leifsstöðum, eða Mundi eins og ég kallaði hann alltaf, lést á heimili sínu einmitt á þennan hátt. Það er okkur öllum styrkur sem söknum hans og hugsum með eftirsjá til allra góðu stundanna sem hann veitti okkur. Þegar ég kom fyrst á heimili flans ung og óhefluð, tók hann mér opnum örmum og veitti mér ást sína og umhyggju eins og ég væri eitt af bomum hans. Það var ómet- anlegt og ég gleymi því aldrei. Við hjónin bjuggum mörg ár á heimili hans, það voru góð og lærdómsrík ár sem ég fæ seint þakkað. Mundi bjó í tvíbýli á Leifsstöðum. Hann bjó í nyrðri endanum á hús- inu, en í syðri endanum bjuggu Sig- urður bróðir hans og kona hans, María, Bjöm og Aðalsteinn bræður þeirra og systir þeirra Sigurbjörg. Sambýlið var afar gott og mikil samvinna á milli bræðranna. Sig- urður og Bjöm em nú látnir en hin þijú búa á Leifsstöðum. Að koma á Leifsstaði var á marg- an hátt sérstakt. Eg eignaðist nýja fjölskyldu og vini sem strax stóðu með mér og mínu fólki, hvað sem á gekk. Vináttubönd mynduðust sem aldrei munu bresta. Kærleikur sem nær langt út yfír gröf og dauða. Þannig var okkur öllum tekið, tengdabömunum hans Munda, bæði af honum sjálfum og fjölskyldunni allri. Síðastliðið gamlárskvöld vomm t Hjartkær frænka okkar, ALMA GUÐMUNDSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Öldugötu 11, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, fimmtudaginn 11. janúar. Ólafur Emilsson, Margrét Sesselja Magnúsdóttir, Rut Ólafsdóttir, Benjamm Ólafsson. t Bróðir okkar, BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON, Kumbaravogi, Stokkseyri, áðurtil heimilisá Vallargötu 9, Sandgerði, lést þann 29. desember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Systkinin. t Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og útför SIGRÍÐAR KATRÍNAR JÓNSDÓTTUR frá Haukadal íDýrafirði. Hannes A. Guömundsson, Hjörleifur Guðmundsson, Skarphéðinn Guðmundsson, Kristjana Á. Guðmundsdóttir, Guðjón Á. Guðmundsson, Guðmundur Stefán Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sigríður G. Kristjánsdóttir, Fanney Vernharðsdóttir, Ásgeir Jónsson, Guðlaug Kristófersdóttír, Margrét Guðmundsdóttir, Nikulás Guðmundsson, MINNINGAR upp tvo fóstursyni, Ketil Kol- beinsson, f. 10.1.1962, og Pétur Kolbeinsson, f. 31.6. 1963. Eru þeir báðir kvæntir og á Pétur tvö börn. Guðmundur hafði brennandi áhug á búskap, enda varð hann snemma sjálfstæður bóndi og stundaði búskap alla tið síðan. Á sínum yngri árum vann hann ýmis störf meðfram búskapn- um, í byggingar- og vegavinnu og vann mörg haust við slátur- húsið á Blönduósi. Hann hafði áhuga á félagsmálum í sinni sveit, átti lengi sæti í hrepps- nefnd Bólstaðarhlíðarhrepps og söng með Karlakór Bólstað- arhlíðarhrepps um árabil. Hann starfaði í Veiðifélagi Blöndu og Svartár enda var veiðiskapur ýmiskonar honum mikið áhuga- mál. Ungur bytjaði hann að stunda grenjavinnslu með föð- ur sínum. Hann var mikill nátt- úruunnandi og útivistarmaður. Eyvindarstaðaheiðin og sveitin hans voru honum einkar hjart- fólgnar, enda var hann baráttu- maður fyrir vemdun landsins. Hann var mikill dýravinur og báru störf hans þess vott alla tíð. Útför hans fer fram frá Bergstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. við saman komin á Leifsstöðum, hluti af fjölskyldunni og fögnuðum nýju ári, það var síðasta skipti sem ég sá hann á lífí. Það var til siðs hjá okkur, sem höfðum búið á Leifs- stöðum, að koma „heim“ til Munda og eiga góða stund saman um ára- mótin. Þá hélt hann okkur veislu ásamt fólkinu í syðri endanum, sem alltaf var til staðar og aðstoðaði hann við það sem erfitt var að gera einn. Mundi var heimakær. Á Leifs- stöðum leið honum vel. Fólkið hans í syðri endanum hjálpaði honum á alla lund eftir að hann varð heilsu- veill og gerði honum kleift að láta hlutina ganga vel. Miklar þakkir á það skilið fyrir það. Ég ætla að reyna að lýsa Munda eins og hann kom mér fyrir sjónir. Hann var félagslyndur, vinmargur óg hafði yndi af söng og gleði. Margir leituðu til hans, því að hann var ráðagöður og hafði frá mörgu að segja. Margs er að minnast og marga ánægjustund áttum við sam- an. Hann fór með mig að veiða í litlu tjöminni sinni, við spiluðum saman og hann sagði mér margar sögur, sem urðu íifandi í munni hans. En þó að Mundi sé farinn yfír móðuna miklu þá munu sögum- ar hans lifa. Við munum segja þær bömunum okkar og barnabömun- um. Mundi var mikill dýravinur og sinnti dýrunum sínum af natni til hinstu stundar. Hann hafði lengi átt við vanheilsu að stríða, var veill fyrir hjarta og lungun vom honum erfíð. En hann kvartaði ekki og gerði litlar kröfur. Líf hans var ekki alltaf dans á rósum, en hann stóð af sér þá storma sem komu, fastur fyrir eins og alltaf. Þegar líkamlega þrekið minnkaði, þá fann hann sér léttari vinnu með. Hann fléttaði múla og pijónaði sokka og vettlinga fyrir bömin og bamaböm- in. Mundi var alltaf eitthvað að brasa, honum lét ekki vel að vera lengi aðgerðarlaus. Mundi var einn af föstu punktun- um í tilveru okkar. Nú er hann ekki lengur á Leifsstöðum heldur kominn til æðri staða. Það er erfítt að venjast þeirri tilhugsun að hann sé ekki enn á sínum stað, en ég er afar þakklát fyrir hveija þá stund sem við áttum saman og allan þann fróðleik og vinarþel sem hann sýndi. Þannig líður okkur öllum, fjölskyld- unni hans, og við kveðjum hann með hjartans þökk. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Birgitta H. Halldórsdóttir. í minningu brosið þitt bjarta mér baminu yljaði sýn. Það dimmdi í dalnum svarta er Drottinn vitjaði þín. Við vitum nú hvar þú ert, kæri, sem kvatt hefur okkur um stund. I Ijósinu lausnarinn færi þér ljúfasta endurfund. (Á-B.) I dag kveð ég frænda minn Guð- mund Sigurðsson. Munda eins og hann var jafnan kallaður. Á stund- um sem þessum reikar hugurinn gjaman aftur í tímann og þá rifjast ýmislegt upp. Mundi var rólegur og traustur maður, hann var ekki að æsa sig yfir hlutunum heldur tók því með jafnaðargeði sem að hönd- um bar hveiju sinni. Hann var stað- fastur og hafði sínar skoðanir, var virtur og vel látinn af sínu sam- ferðafólki. Á bamsárum mínum var mikill samgangur við Leifsstaðaheimilið, því að móðir mín, Guðrún, sótti mikið á æskustöðvar sínar og var það jafnan tilhlökkun ef fara átti á Leifsstaði. Mér er minnisstætt er ég var einu sinni á Leifsstöðum hjá Munda i nokkra daga um sauðburð. Þá fór ekki framhjá mér hvað skepnumar og útiveran áttu hug hans allan, enda var oft farið að líða á nóttina + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG STEINDÓRSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Dunhaga13, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt 11. janúar. Steindór I. Ólafsson, Hulda G. Johansen, Maha Ólafsdóttir, Guðmundur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Í Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR GESTSSON, Hringbraut 5, Hafnarfirði, verður jarðsunginn fró Fríkirkjunni í Hafn- arfiröi mánudaginn 15. janúar kl. 13.30. Bjarni Hafsteinn Geirsson, Svavar Geirsson, Ingibjörg Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. er við komum úr húsunum. En hann gaf sér tíma til að segja mér frá grenjaferðum upp í Hraun eða göngum á heiðina. Ég dáðist að því hvað hann mundi hlutina vel, en frásagnarhæfileikar hans vora al- veg einstakir, hann sagði frá atvik- um eins og þau hefðu gerst í gær en ekki fyrir mörgum árum. Og eina nóttina er við voram að koma ofan úr Gerði og vorum komin nið- ur í miðja brekku stoppaði Mundi allt í einu og sagði: „Hvað var þetta þama? Þetta var þó ekki tófu- skratti?" Ég stoppaði líka en sá ekkert og þar sem við stóðum og horfðum var algjör þögn, aðeins niðurinn í ánni. Þannig er það núna í norðurendanum á Leifsstöðum, algjör þögn, aðeins niðurinn í ánni. fyrir utan. Blessuð sé minning hans. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Áslaug Guðmundsdóttir. Guðmundur Sigurðsson á Leifs- stöðum lést á heimili sínu 4. janúar sl., tæplega 74 ára. Alltaf koma slíkar fregnir manni jafn mikið á óvart, en það er þó huggun harmi gegn að hann skyldi fá að deyja eins og hann sjálfur vildi, í rúminu sínu. Það var í mars ’92 sem ég hitti Guðmund eða Munda, eins og hann var jafnan kallaður, fyrst. Ég minn- ist þess æ síðan með bros á vör, hvað ég kveið því ofboðslega. En sá ótti var að sjálfsögðu ástæðu- laus. Mundi reyndist vera hinn skemmtilegasti maður, sem kunni hafsjó af glettnum sögum af mönn- um og dýram. Þegar ég svo síðar fór að dvelja þar dögum saman, fór ég að dást að því sem hann kunni, maður á hans aldri. Það vafðist ekki fyrir honum að hnýta múla, spinna ull og pijóna sokka og vett- linga. Einnig átti hann það til að baka handa okkur pönnukökur, lummur eða jólakökur, og sjálfur bjó hann til slátur, kæfu og fleira. Svo eldaði hann allt, bjó t.d. til „heimsins bestu kássu“. Áhugi Munda á náttúra landsins var mikill. Hann fylgdist grannt með fé og hrossum í haganum og fátt vissi hann jafn skemmtilegt og að fara að veiða frammi í Buga- vatni. Fyrr á áram stundaði hann mikið grenjavinnslu og sagði mér oft sögur af þeim ferðum. Á vet- urna var það hins vegar spila- mennskan sem átti hug hans allan. I Húnaveri spilaði hann brids flest föstudagskvöld, og núna 30. desem- ber sl. brá hann sér á félagsvist og vann þar til verðlauna. Nákvæm- lega eins og hann sagðist ætla að gera, þegar ég spurði hvort hann ætlaði ekki að fara. Allir sem til þekkja vita að Mundi var mjög bamgóður. Fyrir það er ég þakklát, hvað hann reyndist Amheiði dóttur minni góður. Garð- ar Smári verður hins vegar ekki svo lánsamur að eiga minningar um afa sinn þó samverastundimar hafí ver- ið nokkrar nú um jól og áramót. En það munum við hin í fjölskyld- unni eiga. Sumir margar, aðrir færri, en allir góðar. Blessuð sé minning hans. Fanney. Séifræðingar í hiómaskr«‘yliiig;Tiiii við öll DHiiTæri blómaverkstæði INNA^ Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími19090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.