Morgunblaðið - 13.01.1996, Page 44

Morgunblaðið - 13.01.1996, Page 44
44 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÚNÞ. GÍSLADÓTTIR + Sigrún Þorbjörg Gísladóttir fæddist á Brekkuborg í Breiðdal 1. nóvember 1934. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 31. desember síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Akranes- kirkju 5. janúar. SIGRÚN Gísla, eins og við sam- starfsmenn hennar á Rafveitu Akra- ness venjulega kölluðum hana, hóf störf hjá rafveitunni fyrir u.þ.b. tveimur áratugum. Fyrst starfaði hún við ræstingar, útburð og inn- heimtu reikninga en síðar á skrifstof- unni. Hún var gift Alfreð Bjömssyni sem var innheimtumaður og skrif- stofustjóri Rafveitu Akraness um langt árabil eða uns hann lést fyrir aldur fram í febrúar árið 1984. Þau hjónin voru því bæði tvö lengi sam- starfsmenn okkar og okkur kær enda bæði hógvær og dugleg og í alla staði ánægjulegt að vinna með þeim. Sigrún var fædd og alin upp i Breiðdal og var hún eini Austfirðing- urinn á skrifstofunni. Þar voru hins vegar Vestfirðingar, Strandamenn og fólk víðar að af landinu og flugu oft smá skot á milli og svaraði Sig- rún jafnan vel fyrir Austfírðinga á sinn hógværa en jafnframt hnyttna hátt. Sigrún var vel hagmælt og fengum við stundum að njóta þess. Minnisstætt er mér t.d. þegar hún var í skemmtinefnd og orti annál og kom víða við. Sigrún og Alfreð bjuggu í húsi sínu við Brekkubraut hér á Akranesi og áttu þar myndarheimili sem gam- an var að koma á. Sérstaklega hafði ég gaman af að koma í garðinn þeirra, sem jafnan var í góðri ræktun og miklum blóma. Þar ræktaði Sig- rún t.d. jarðarber. Það kom fyrir að hún mætti í vinnuna með rjóma og fulla skál af jarðarbeijum, sem hún hafði tínt í garðinum sínum og sem hún gæddi okkur samstarfsmönnun- um á. Hún kveikti einnig áhuga okk- ar á ræktun og fékk ég t.d. nokkrar jarðarbetjaplöntur hjá henni og hóf eigin ræktun og bý ég að því enn. Þá lagði Sigrún sitt af mörkum við gróðursetningu tijáplantna á lóð raf- veitunnar enda hafa trén þar dafnað vel. Fyrir nokkrum árum tók Sigrún illvígan hrömunarsjúkdóm. Við sam- starfsfélagar hennar áttuðum okkur ekki í fyrstu á því hvað var að ger- ast, en tókum eftir að Sigrún var ekki eins og hún átti að sér. En svo kom sannleikurinn í ljós. Sigrún bar sig vel, þótt undan fæti hallaði og ekki heyrðum við frá henni æðruorð. Ég hitti Sigrúnu síðast á Þorláks- messu, er ég heimsótti hana á Sjúkrahús Akraness. Ekki grunaði mig þá að svo stutt væri eftir sem raun varð á, enda er okkur ekki gefíð að vita um slíkt. En með mér geymi ég góðar minningar um Sig- rúnu Gísla, góðan samferðamann og góðan samstarfsmann. Dætrum Sigrúnar, þeim Ástu og Hafdísi og fjölskyldum þeirra, sendi ég einlægar samúðarkveðjur f.h. fyrrverandi samstarfsmanna hennar hjá Rafveitu Akraness. Magnús Oddsson. RAÐAUGi YSINGAR A TVINNUAUGl ÝSINGAR Baader-maður Baader-mann vantar á frystitogara frá Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 555 2605. Starfskraftar óskast Óskum að ráða tvo starfsmenn: • Við samsetningu á innréttingum. • Við lakkvinnu og almenn störf. Framtíðarstörf fyrir góða menn. Upplýsingar á staðnum. Eldhúsval, Sigtúni 9. Uppboð Uppboð munu byrja á skrífstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðár- króki, föstudaginn 19. janúar 1996 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Árhóll, Hofshreppi, þingl. eig. Lúðvtk Bjarnason, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Drekahlíð 4, Sauðárkróki, þingl. eig. Sigurbjörn Pálsson, gerðarbeið- endur Búnaðarbanki fslands og Stefán A. Magnússon. Helluland, Rípurhreppi, þingl. eig. Ólafur Jónsson, Þórunn Ólafsdótt- ir og Kristín Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins. Lyngholt, Hofsósi, þingl. eig. Björn Einarsson, gerðarbeiöendur Húsnæðisstofnun ríkisins og innheimtumaður ríkissjóðs. Miðsitja, Akrahreppi, þingl. eig. Jóhann Þorsteinsson, Sólveig St. og Sólveig Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Húsnæðisstofnun ríkisins og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Narfastaðir, Viðvíkurhreppi, þingl. eig. Ólöf Þórhallsdóttir, gerðar- beiðendur Húsnæðisstofnun ríkisins og Stofnlánadeild landbúnaðar- ins. Nautabú, Hólahreppi, þingl. eig. Hafdís Pálrún Gunnarsdóttir, gerðar- beiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Raftahlíð 58, Sauðárkróki, þingl. eig. Stefán Árnason, gerðarbeið- andi Húsnæðisstofnun ríkisins. Sólvellir II, íbhús og lóö, Seyluhreppi, þingl. eig. Bjarni Jóhannes- son, geröarbeiöandi Sparisjóðurinn í Keflavík. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki. Skíðadeild Ármanns Fundur verður haldinn í Ármannsheimilinu við Sigtún mánudaginn 15. janúar fyrir böm og forráðamenn þeirra, sem æfa hjá deild- inni í vetur. Vetrarstarfið verður kynnt. 9 til 12 ára mæti kl. 17.00. 13 ára og eldri mæti kl. 18.00. 8 ára og yngri mæti kl. 19.00. Mætum öll. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Dagsbrúnarmenn Opið hús verður hjá A-listanum, Hverfis- götu 33, í dag, laugardaginn 13. janúar, frá kl. 15.00-17.00. Frambjóðendur A-listans verða á staðnum og kynna róttækar breytingar í stjórn félags- ins og framsækna stefnuskrá listans. Allir Dagsbrúnarmenn velkomnir. Heitt á könnunni. A-listinn, Hverfisgötu 33. Menningarsjóður útvarpsstöðva auglýsir Samkvæmt útvarpslögum og reglugerð um Menningarsjóð útvarpsstöðva er hlutverk sjóðsins m.a. að veita styrki til eflingar inn- lendri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjón- varp, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir um- sóknum um styrki úr sjóðnum. Til úthlutunar eru u.þ.b. kr. 30.000.000. í umsóknum skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram: 1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilis- fang, ásamt upplýsingum um aðstand- endur verkefnis og samstarfsaðila og skriflegum staðfestingum allra aðila um þátttöku í verkefninu. 2. Heiti verkefnis og megininntak. 3. ítarleg og sundurliðuð kostnaðaráætlun ásamt greinargerð um fjármögnun, þ.m.t. um framlög og styrki frá öðrum aðilum, sem fengist hafa eða sótt hefur verið um, eða fyrirhugað er að sækja um. 4. Fjárhæð styrks sem sótt er um. 5. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis og greinargerð um það til hvaða verk- þátta sótt er um styrk. 6. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis. 7. Yfirlýsing útvarpsstöðvar um að fyrirhug- að sé að taka dagskrárefni, sem sótt er um styrk til, á dagskrá. Umsóknum og öllum fylgigögnum ber að skila í þrfriti á skrifstofu ritara stjórnar, Bjarna Þórs Óskarsson hdl., Laugavegi 97, 101 Reykjavík, eigi síðar en 15. febrúar nk. Úthlutunarreglur sjóðsins og umsóknareyðu- blöð fást afhent á sama stað. Ekki verður tekið tillit til umsókna, sem ekki uppfylla öll framangreind skilyrði, né eldri umsókna. Til sölu er verslun ásamt húsnæði (252 fm) á Akra- nesi. Um er að ræða m.a. innrömmun og framköllunarþjónustu. Ýmis skipti koma til greina. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Fasteignamiðlun Vesturlands, sími 431 4144. Söngfólk Viljum bæta við söngfólki í kór Laugarnes- kirkju. Upplýsingar í síma 588 9422 (Laugarnes- kirkja) virka daga frá kl. 10-14 og hjá Gunn- ari Gunnarssyni, organista, í síma 562 9499. V SJALFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Gönguferð um Fitja-, Ása- og Grundarhverfi Sjálfstæðisfélag Garðabæjar efnir til gönguferðar, ásamt bæjarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins, sunnudaginn 14. janúar nk. Við hittumst við íþróttamiðstöðina við Ásgarð og leggjum af stað þaðan kl. 10.30. Við endum gönguna einnig þar. Gengið verður um Fitja-, Ása- og Grundarhverfi. Allir íbúar þeirra hverfa eru eindregið hvattir til að slást í för með okkur og ræða við einn bæjarfulltrúa Sjáifstæðisflokksins um hverfið sitt. Sma ouglýsingor Kínverska ríkismálið (3 mán., síðasti innritunard. 24/1). Fullorðnir: Bekkur I: Fyrir byrjendur á mán. Bekkur II: Famhald fyrir þá, sem hafa einhverja kunnáttu á mið. Börn (8-11 ára): Bekkur III: Fyrir byrjendur á þri. Bekkur IV: Framhaldsbekkurá þri. Timi: Kl. 19.30-21.10. Kennarar hafa lögg. réttindi og meira en 10 ára reynslu. Nánari uppl. hjá ms. Zou eða dr. Yang, s. 561 4041 e. kl. 16. Hvrtasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Mike Fitzgerald. Miðvikudagur: Lofgjörð, bæn og biblíulestur kl. 20.00. Föstudagur: Krakkaklúbbur kl. 17.30. Skrefiö kl. 19.00. Unglingasam- koma kl. 20.30. KRISTIÐ SAMFÉLAG Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 568-2533 Vetrarganga um Vífilsstaðahlíð Sunnudagur 14. janúar - kl. 11.00 - Vífilsstaðahlíð, vetrar- ganga um skógarstfga. Gengið frá Hjöllum meðfram Vífilsstaða- hlíö að Maríuvöllum. Létt og þægileg gönguleið fyrir alla fjöl- skylduna. Verð kr. 600. Komið til baka um kl. 15.00. Brottför frá Umferðarmiöstöðinni og Mörkinni 6. Laugardaginn 20. janúar kl. 20.00 (kvöldferö) verður þorra- ganga/þorrablót. Gengið frá Mörkinni 6 að Perlunni í Öskju- hlíð. Nánar auglýst síðar. Myndakvöld miðvikudaginn 17. janúar i Mörkinni 6 (stóra sal). Valgaröur Egilsson sýnir myndir og segir frá ferð um Látra- strönd, Fjörður óg Flateyjardal. Eftir hlé sýnir Kristján M. Bald- ursson myndir úr ferð um Aust- firði o.fl. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.