Morgunblaðið - 13.01.1996, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 13.01.1996, Qupperneq 45
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 45 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GZJÐRUN GUÐMUNDSDÓTTIR BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Undankeppni Reykjavíkurmóts í sveitakeppni lokið Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson UNGU mennirnir settu svip sinn á undankeppni Reykjavíkurmótsins sem lauk sl. fimmtudag. + Guðrún Guðmundsdóttir fæddist 13. nóv. 1946 á Hólmavík við Steingrímsfjörð í Strandasýslu. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hólmavík 22. desember síðastliðinn og fór útförin fram 29. desember. GUÐRÚN andaðist á sjúkrahúsinu á Hólmavík 22. desember sl. eftir erfiða baráttu við krabbamein. Fyr- ir nokkrum árum kynntumst við hjónin Guðrúnu og Guðmundi er Órn sonur okkar giftist dóttur þeirra Ingimundu Maren, yndislegri stúlku sem átti fyrir soninn Jóhann sem kom eins og ljósgeisli inn á heimili okkar. Við hjónin erum afar þakklát fyrir að hafa kynnst svo ágætu fólki sem Guðrún og Guð- mundur voru og einnig öllum dætr- unum, sem eru hver annarri glæsi- legri og mikil ljúfmenni. Þær hafa allar fengið gott vegarnesti úr for- eldrahúsum. Guðrún var listfeng, málaði sér- lega fallegar myndir, saumaði bæði í höndum og vél og var mjög vand- virk og smekkleg. Snyrtimennska var henni í blóð borin og heimili hennar annálað fyrir þrifnað og glæsileika bæði úti og inni. Við hjónin heimsóttum Guðrúnu og Guðmund á Hólmavík 21. októ- ber sl. Tóku þau fagnandi á móti okkur eins og venjulega, en það var samt auðséð að Guðrún var helsjúk þótt hún bæri sig vel. Ég spurði hana hreint út hvernig henni fynd- ist að standa svona frammi fyrir dauðanum. Svarið verður mér ógleymanlegt: „Hildur mín, það er ekki óskastaða mín að þurfa að yfirgefa ástvini mína svona fljótt, en ég veit að hver dagur er dýrmæt- ur sem eftir er og ég veit að hverju stefnir. Verð ég því að taka einn dag fyrir i einu og nýta hann sem best,“ og sagðist hún ætla að byggja upp annað heimili, hlýtt og notalegt og taka vel á móti öllum sínum fyrir handan þegar þar að kæmi. Við hjónin vorum með sonarson okkar og dótturson hennar Gunnar Mána með okkur þennan dag og var hann eitthvað að kvarta um í maganum við ömmu sína eins og krakkar gera oft. Svo fór hann að fá sér að drekka fram í eldhús hjá ömmu sinni og kom svo inn í stofu með henni er hún kom með kaffið og settist Gunnar Máni á milli okk- ar í sófann í stofunni en leit svo á ömmu sína og spurði: „Er þér batn- að, amma mín?“ „Já, Gunnar Máni minn, en er þér batnað í maganum, Gunnar Máni minn?“ og þau horfð- ust í augu og hún strauk um leið magann á honum. Já, sagði hann. Svo leið smá stund og Gunnar Máni sagði: „Það er gott að þér er batnað, amma mín.“ Ég fékk kökk í hálsinn við þessi orðaskipti sem einhveijum finnst e.t.v. ekki merki- leg en mér fannst stórkostleg. Við stöldruðum við i eina klukkustund. Ég bað um að fá að litast um í stofunni og holinu og skoða öll lista- verkin og benti Guðrún mér á litla fallega mynd sem hún sagðist vera stolt af og sér þætti vænst um af öllum myndunum. Var það mynd frá dætrunum er þær gáfu foreldr- um sínum perlubrúðkaupsdaginn þeirra 31. desember 1994 með fal- legri áletrun. Ég man ekki alveg orðalagið en það var á þá leið: til elsku beztu foreldranna með kæru þakklæti fyrir gott uppeldi; og hún brosti sínu blíðasta brosi en með hálf-brostin augu. Við öll hefðum viljað njóta Guðrúnar lengur en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Guðrúnu munum við aldrei gleyma, það mátti margt af henni læra. Hún var háttvís, greind, umhyggjusöm og með ólíkindum dugleg kona sem lét sér fátt fyrir bijósti brenna. Guðrún var sannur sálarlegur sólargeisli fyrir eiginmann og dæt- ur, hún var metnaðarfull kona. Góð samskipti við dætur og tengdasyni hafði mjög mótandi og góð áhrif á þau, Er við fórum kvöddumst við öll í forstofunni og komu hjónin út í dyrnar og vinkuðu okkur er við ókum heim til dóttur okkar sem á heima rétt hjá þeim, það er klettur er skilur á milli. Tveimur mánuðum síðar er hún öll og fór jarðarförin fram frá Hólmavíkurkirkju 29. des- ember síðastliðinn við mikið fjöl- menni, sr. Sigríður Óladóttir jarð- söng. Það var stillt veður þennan dag og hörkufrost. Boðið var upp á veglegar veitingar að lokinni at- höfn í félagsheimili staðarins. Elsku Guðrún mín, þú skilur eft- ir þig dýrmætar perlur hér á jörðu, eiginmann, fjórar dætur, tengda- syni og fimm barnabörn. Þér þótti afar vænt um þau öll og einnig varst þú mjög ánægð með þitt heim- ili enda allt eins huggulegt og nota- legt og á verður kosið. Guðmundur minn, þú stóðst þig eins og hetja við jarðarförina og gerðir henni því lífíð léttara á öðru tilverustigi. Ég bið góðan Guð að styrkja þig, dæt- ur, tengdasyni og barnabörn á þess- ari sorgarstund. Ég veit að Guðrún hefur fengið góða heimkomu og er núna í höndum burtfarinna ástvina sem leiða hana inn i ljósið bjarta. Hún var leiðarljós okkar hér á jörð- inni og á skilið að fá að vera í birtu og yl og ég efast ekki um að hún bytjar fljótt á að byggja upp nýtt og fagurt heimili er hún hefur áttað sig á flutningnum. Guðdómlegasta reynsla sem nokkrum getur hlotn- ast er að heyra rödd vináttunnar þegar neyðin sverfur að. Guð blessi minningu Guðrúnar. Hildur Kristín Jakobsdóttir. UNDANKEPPNI Reykjavíkurmóts- ins í sveitakeppni 1996 lauk fimmtu- daginn 11. janúar. Lokastaða í riðl- unum var þannig: A-riðill 1. Búlkihf. 321 2. VÍB 313 3. Tíminn 257 4. Sigmundur Stefánsson 249 5. Bangsímon 248 6.-7. Vatnsveitan 237 6.-7. Garðar Garðarss. (gestir)237 8. ísak Öm Sigurðsson 230 9. Metró 225 10. Hvítir Hrafnar 215 B-riðiII 1. Ólafur Lárusson 298 2. Landsbréf 291 3. Samvinnuferðir-Landsýn 278 4. Hjólbarðahöllin 270 5. Lyfjaverslun íslands 260 6. Hrói Höttur 246 7. Byggingavörur Steinars 238 8. Málning hf. 222 9. Héðinn Schindler hf. 219 Efstu sveitir í hvorum riðli spila í 8 liða úrslitum um Reykjavíkurmeist- aratitilinn 1996 og þær sveitir sem enduðu í 7.-9. sæti af Reykjavíkur- sveitum í hvorum riðli spila um 3 síðustu sætin inn á íslandsmót í svei- takeppni 1996. Liðin sem enduðu í 5. og 6. sæti hafa unnið sér rétt á íslandsmót í sveitakeppni 1996. 8 liða úrslitin hefjast miðvikudag- inn 17. janúar kl. 19 og undanúrslit- in og úrslitin em síðan um helgina 20. og 21. janúar. Spilamennska hefst kl. 19 á miðvikudeginum en kl. 11 um helgina. Sveitirnar sem spila um síðustu 3 sætin inn á íslandsmót spila um helg- ina 20. og 21. janúar. Spilaðir verða 3 leikir á laugardeginum og hefst spilamennska kl. 11 þann daginn. En á sunnudeginum verða spilaðir 2 leikir og hefst spilamennska kl. 13 þann daginn. Bridsfélag SÁÁ Þriðjudaginn 9. janúar var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með forgefnum spilum. 18 pör spiluðu 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og bestum árangri náðu: . N? Ómar Óskarsson - Skúli Sigurðsson 248 Baldvin Jónsson - Jón Baldvinsson 235 Óskar Kristinsson—Ágústa Jónsdóttir 234 Páll Þór Bergsson - Sveinn Sigurgeirsson 233 AV SigurðurJónsson-Georgísaksson 279 Bjöm Þorláksson - Sigurbjöm Þorgeirsson 260 SturlaSnæbjömsson-CecilHaraldsson 259 Filippus Þórhallss. - Vilhjálmur Sigurðss. yngri 229 Bridsfélag SÁA spilar eins kvölds tvímenninga öll þriðjudagskvöld. Spilaður er tölvureiknaður Mitchell tvímenningur oft með forgefnum spilum. Spilað er í Ármúla 16a og hefst spilamennska kl. 19.30. Keppn- isstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Um- sjónarmanni bridsþáttarins er þakk- að samstarfið á síðasta ári og honum óskað alls hins besta á nýju ári. Bridsfélag Breiðfirðinga Spilaður var eins kvölds tölvu- reiknaður Howell tvímenningur fimmtudaginn 4. janúar. 10 pör spil- uðu 27 spil. Meðalskor var 108 og bestum árangri náðu: Gunnar V. Gunnarsson - GunnarAndrésson 123 Gróa Guðnadóttir - Margrét Margeirsdóttir 123 MagnúsHalldórsson - BaldurÁsgeirsson 121 Spilaðir verða eins kvölds tvímenn- ingar fimmtudagana 18. janúar og 25. janúar. Spilað er í húsi Bridssam- bandsins í Þönglabakka 1 og hefst spilamennskan kl. 19.30. Keppnis- stjóri er ísak Örn Sigurðsson. Um- sjónarmanni bridsþáttarins er þakk- að gott og farsælt samstarf undan- farin ár og er honum óskað alls vel- farnaðar á nýju ári. Frá Bridsdeild Rangæinga og Breiðholts Úrslit sl. þriðjudagskvöld: María Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 199 Pálmi Steinþórsson - Indriði Guðmundsson 187 Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 184 Bergur Ingimundarson - Sigfús Skúlason 167 Nk. þriðjudag hefst aðalsveita- keppni félaganna og gengur skrán- ing vel, en alltaf hægt að bæta við. Tekið er við skráningu hjá BSÍ og í síma 554 1507. Nóg er að pör skrái sig og verður þá aðstoðað við mynd- * un sveita.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.