Morgunblaðið - 13.01.1996, Page 47

Morgunblaðið - 13.01.1996, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 47 FRÉTTIR Töflubók fyrir málmiðnað Bók sem er verkfæri rétt eins og skrúfjárn Morgunblaðið/Kristínn ÓLAFUR Eiríksson með íslensku töflubókina í hendi. ÚT ER komin íslenska töflubókin fyrir málm- iðnað og aðrar starfs- greinar. Bókin er í handhægu broti og segir Ólafur Eiríksson, annar aðstandenda bókarinnar, að henni sé ekki ætlað að ryk- falla í hillum á skrif- stofum, heldur skitna út á smiðjugólfinu og á verkstæðinu. Á titilblaði bókar- innar segir að hún eigi „að vera verkfæri á sama hátt og skrúf- járn, hamar eða mæli- tæki“. í bókinni er að finna upplýsingar um öll helstu atriði málm- smíði í töflum og skýr- ingarmyndum. Þar eru einnig skýrð grund- vallaratriði eðlisfræð- innar, gerð grein fyrir efnafræði og tækni í framleiðslu og prófun svo að eitthvað sé nefnt. Þessi bók er skóli „Þessi bók er skóli, þótt hún veiti ekki prófgráðu og sé ekki úr steinsteypu með gluggum, hurðum og kennslustofum," sagði Ólafur. Bókin er þýðing á þýskri bók, Metalltechnik Tabellen, og er gefin út í samvinnu við útgefanda henn- ar, sem einnig sá um prentun og bókband. Þýska bókin hefur verið í mótun í 40 ár og að sögn Ólafs var hún valin vegna þess að þar sé komið fyrir á einni blaðsíðu upplýsingum, sem í bókum frá öðr- um löndum taki nokkrar síður. Þráinn Sigurðsson stendur að bókinni ásamt Ólafi, en fjórtán manns lögðu hönd á plóg við þýð- ingu. Ólafur segir meginmarkmið að hafa bókina á viðráðanlegu verði og því hafi hann ákveðið að sniðganga dreifingarkerfi bóksala, en hún fáist hjá útgefanda á Laugavegi 22b. Bókin hafí verið prentuð í tvö þúsund eintökum og hafi viðbrögð verið með fádæmum góð. Ekki á færi stofnana Ólafur segir að þessi bók sé löngu tímabær og kveðst oft hafa verið spurður hvemig á því standi að svona bók hafi ekki verið gefin út fyrir 20 eða 30 árum, enda hafi flestar þjóðir aðgang að slík- um handbókum á sínu móðurmáli. Hann segir útgáfu af þessu tagi hins vegar ekki á færi stofnana vegna þess að þar myndi hugmynd af þessu tagi aldrei verða til og verkefnið væri dýrt og tímafrekt. a/?7-útgáfan gefur bókina út, en höfundar eru Dietmar Falk, Peter Krause, Ullrich Landsknecht og Gúnther Tiedt. Bókin er tæpar 400 síður. Músíktilraunir Tóna- bæjar hefjast í mars I FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Tónabær mun í mars nk. standa fyrir Músík- tilraunum 1996. Músíktilraunir eru orðnar árleg- ur viðburður í tónlistarlífi lands- manna og er þetta í 14. skiptið sem þær eru haldnar. Þar gefst ungum tónlistarmönnum tækifæri , til að koma á framfæri frumsömdu ! efni og, ef vel tekst til, að vinna ( með efni sitt í hljóðveri. | Músíktilraunir eru opnar öllum upprennandi hljómsveitum alls staðar af landinu og veitir innan- landsflug Flugleiða 40% afslátt á flugfari fyrir keppendur utan af landi. Tilraunakvöldin verða fjögur eins og undanfarin ár. Það fyrsta verður 14. mars, annað tilrauna- kvöldið verður 21. mars, þriðja 22. mars og fjórða kvöldið verður 28. mars. Úrslitakvöldið verður svo föstudaginn 29. mars. Margvísleg verðlaun eru í boði fyrir sigursveit- irnar en þau veglegustu eru hljóð- verstímar frá nokkrum bestu hljóðverum landsins. Þær hljómsveitir sem hyggja á þátttöku í Músíktilraunum 1996 geta skráð sig í Félagsmiðstöðinni Tónabæ. I ! Vorönn Full- orðins- fræðslunnar KYNNING á vorönn Fullorðins- fræðslunnar og kennslutækni skólans, móðurmálstækni, fer að þessu sinni fram í bás Full- orðinsfræðslunnar á námskeiða- kynningum Kolaportsins á laug- ardag og sunnudag kl. 11-17. Þar fer einnig fram kynning á ýmsum öðrum skólum og tóm- stundastarfsemi á vorönn ásamt ýmsum uppákomum. Mood Swing í Hafnarfirði DJASSTRÍÓIÐ Mood Swing leikur á veitingahúsinu Cafe Royal í kvöld frá kl. 23.30. Þetta er í síðasta skipti sem tríóið kemur fram hér á landi. Fyrir tríóinu fer Sunna Gunn- laugsdóttir píanisti en meðspil- arar hennar eru Bandaríkja- mennirnir John Hebert, sem leikur á bassa og Scott McLe- more sem leikur á trommur. Uthlutun úr Vísindasjóði Borgarspítalans NÝLEGA var úthlutað árlegum styrkjum úr Vísindasjóði Borgar- spítalans til rannsóknarverkefna á vegum starfsfólk spítalans. Vís- indasjóður Borgarspítalans var stofnaður fyrir hartnær 30 árum til minningar um Þórð Sveinsson, yflrlækni og Þórð Úlfarsson, flug- mann. Tekjur hefur sjóðurinn, auk vaxta af stofnframlagi, af rekstri verslunar Kvennadeildar Reykja- víkurdeildar RKÍ á spítalanum, enn- fremur fastagjald frá starfsfólki og mótframlag- frá Reykjavíkurborg. Að þessu sinni var úthlutað tveimur og hálfri milljón króna til 18 rann- sóknarverkefna. Rannsóknarverkefnin að þessu sinni voru á mörgum sviðum lækn- isfræðilegra rannsókna svo sem athugun á afleiðingum háls- hnykksáverka eftir bílslys, könnun á lesstoli og ritstoli meðal íslenskra heilablóðfallssjúklinga, raförvun á þvagblöðru hjá sjúklingum með skerta þvagblöðrustarfsemi, árang- ur meðferðar andlitsáverka á Borg- arspítala sl. 10 ár svo eitthvað sé nefnt. Heimur vínsins í Perlunni VÍNSÝNINGIN Heimur vínsins var opnuð formlega í Perlunni í gær- kvöldi en hún stendur fram á sunnu- dag. Er þetta í annað skipti, sem sýningin er haldin. Á sýningunni kynna fjölmörg innflutningsfyrir- tæki og sendiráð víntegundir auk þess, sem boðið verður upp á vín- námskeið og fyrirlestra um vín og vínrækt. í dag flytur Helmut Jung frá þýsku vínstofnuninni fyrirlestur um þýska vínrækt klukkan 17, einn virt- asti vínsérfræðingur Frakka, Réne Lambert er starfar m.a. hjá Dourthe- fyrirtækinu fjallar um Bordeaux-vín klukkan 19 og Fréderic Thevenard frá fyrirtækinu Pierre André fjallar um Búrgundarvín klukkan 19.30. Á sunnudag verður m.a. haldinn fyrir- lestur um þýska vínrækt klukkan 15 og Bordeaux-vín klukkan 16.30. Stefán Magnússon, markaðsstjóri Perlunnar, sagði greinilegt að mikill áhugi væri á sýningunni og hefðu um átta hundruð manns komið á flmmtudagskvöld í boð er sendiráð Bandaríkjanna, Frakklands, Þýska- lands, Svíþjóðar og Bretlands buðu til. Sagði hann að á gestalistanum hafí m.a. verið allir alþingismenn, borgarfulltrúar, sendiráðsstarfs- menn, fulltrúar ráðuneyta og veit- ingamenn. Sýningin var svo opnuð almenningi í gærkvöldi en aldurstak- mark er tuttugu ár. Happdrætti Þroskahjálpar LISTAVERKAALMANAK Þroska- hjálpar er nú til sölu um land allt. Listaverkaalmanakið er einnig happ- drætti sem dregið er úr í hveijum mánuði. Vinningar eru grafíklista- verk eftir íslenska listamenn. Árið 1996 verða dregnir út vinningar að verðmæti 3,6 millj. kr. Á myndinni sést Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar, af- henda einum vinningshafa desem- bermánaðar, Dísu Guðjónsdóttur, listaverk eftir Erró. Erró hefur stutt samtökin með rausnarlegum lista- verkagjöfum. Þessi listaverk eftir Erró eru meðal vinninga í happdrætt- inu. Allar nánari upplýsingar um sölu almanaksins er að fá á skrif- stofu Þroskahjálpar, Suðurlands- braut 22. Athugasemd STEFÁN Thorarensen hf. hefur beðið Morgunblaðið að birta eftir- farandi: „Vegna greinar á 4. síðu blaðs- ins 12. janúar 1996 undir fyrir- sögninni Nýtt lyf fyrir MS-sjúkl- inga viljum við gera eftirfarandi athugasemdir við ummæli Egg- erts Sigfússonar sem okkur finnst ónákvæm: „... lyfið er tiltölulega nýtt á markaðnum og ekki margar rann- sóknir fyrirliggjandi um hvern árangur það gefur.“ Það er vissulega rétt að lyfíð er nýtt á markaðnum en þetta með ijölda rannsókna er mjög afstætt og ekki hægt að meta lyf út frá því eingöngu. Fjöldi rann- sókna og árangur þeirra er þó það mikill að Lyfjanefnd Bandaríkj- anna, FDA (Food and Drug Adm- inistration), líklega sú strangasta í heimi, samþykkti Interferon beta (Betaferon) 1993, fyrir MS-sjúk- linga sem uppfylla ákveðin skil- yrði hvað varðar gang sjúkdóms- ins. Sameiginleg Lyfjanefnd Evr- ópubandalagsins hefur einnig ný- lega samþykkt þetta lyf til notk- unar í ríkjum þess á sömu forsend- um. I Bandaríkjunum og víðar hafa þegar verið meðhöndlaðir yfir 40.000 sjúklingar með lyflnu. „... viss hluti af MS-sjúklingum geti haft eitthvað gagn af þessu.“ Fyrir MS-sjúklinga eru þessi ummæli nokkuð á skjön við það sem á eftir kemur þegar sagt er að lyfið geti heft framgang sjúk- dómsins, því það er ekkert lítið mál í þeirra augum. -leikur að læra! Vinningstölur 12. jan. 1996 1*7*9*15*18*25*28 Eldrí úrslit á símsvara 568 1511

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.