Morgunblaðið - 13.01.1996, Side 48

Morgunblaðið - 13.01.1996, Side 48
48 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 _ ■ Þegar ég horfi á skuggann af kaktusi get ég séð Þegar maður veit ekki neitt verður maður að lát- hvað t.ímanum líður, hvaða hitastig er og hvernig ast vita allt. veðrið verður á morgun. Sj ómannastarfið Salem á Isafirði Frá Sigfúsi Valdimarssyni: „EITT á enda ár vors lífs er runn- ið“. Segir í gömlum sálmi. Minning þess mun seint úr minni líða, sökum margra voveiflegra atburða, sem settu svip sinn á það. Fleiri þó á landi en sjó, sem er óvenjulegt. „En hvers er að minnast, og hvað er það þá, sem helst skal í minningu geyma.“ Eigum við bara að minnast þeirra sorgaratburða, sem orðið hafa og gleyma öllum þeim, sem bjargast hafa frá bráðum bana eða limlesting- um? Nei. Við skulum horfa fram á við, fela okkur Guði, og þakka honum hans náð og miskunn, sem „er ný með hveijum degi“. Þakka honum að hann er okkar örugga athvarf, huggun og styrkur undir öllum kringumstæðum, það höfum við fengið að reyna á liðnu ári. Eg vona að sú hafi einnig orðið reynsla ann- arra, sem urðu fyrir sorg og erfiðleik- um, að það var gott að „eiga Jesú, sem einkavin í hverri þraut". Salem Sjómannastarfið hefir gengið með hefðbundnum hætti. Það er björg- unarstarf í tvennum skilningi. Það eru margir í háska og lífshættu á tímans ólgusjó, hafi lífsins og þeir, sem bjargast úr þeim kringumstæð- um, Frelsast, og verða ný sköpun í Kristi „vegna samfélagsins við hann. Þeirra líf breytist til hins betra, bæði andlega og tímanlega. Það er stað- reynd. Það er markmið Salemsjó- mannastarfsins að ná til sem flestra á sjó og landi, með fagnaðarerindi Jesú Krists, og minna á að hann kom til að „frelsa synduga menn“ og að „öllum þeim, sem taka við honum, hefír hann gefið rétt til að verða Guðsböm" Jóh. 1:12. Þetta hefí ég leitast við að gera, með því að út- býta Guðsorði, ásamt blöðum og rit- um, sem vitna um þetta hjálpræði. Alls voru gefnar 60 Biblíur 160 Ntm og 10 Passíusálmar. Þá voru einnig gefnar 150 plötur og snældur með söng og vitnisburði um Jesú. Þá fá sjómenn einnig ýmis héraðsfrétta- blöð, og útlendingar landkynningar- rit. Farið var í um 700 heimsóknir í skip og báta og haft samband við fólk frá 35 þjóðum. Nokkrum sinnum voru spilaðar kristilegar snældur og oft talað um Drottinn Jesú, sem einn er „Vegurinn sannleikurinn og lífíð“. Gefnir voru 220 jólapakkar í þessi skip: Helgafell, Týr, Laxfoss, Dettifoss, Bakkafoss, Skógarfoss, Goðafoss, Lagarfoss, írafoss, Hofsjökul og Art- emida og Odincova rússneskir togar- ar. Þá voru þeim færðir ávextir um borð og síðar boðið í kaffí í Salem. Var það blessuð samverustund. Einn Rússinn las jólaguðspjallið Lúk 2:1-20. Annar túlkaði svo Theodor, spiluð var snælda og endað svo með bæn. Síðar fór ég svo um borð og hafði blessaða stund þar yfír mat- borði skipverja. Öll skipshöfnin hlust- aði á snælduna. Auk þessa fengu 30 skipshafnir jólakveðju ásamt bókinni Einmana en aldrei einn. Af eðlilegum ástæðum er ávallt mest að gera í sjómanna- starfinu þegar verst er veðrið. Þá leita mörg skip hafnar og fara svo strax út aftur þegar veður lægir. Því verður maður að vera úti í hvaða veðri sem er. Koma mér þá stundum í hug þessar ljóðlínur: „En stundum aftur ég aleinn má, í ofsarokinu beij- ast“ og þó er ég ekki einn. Stundum segja menn við mig: „Hvernig gastu komist þetta í þessu veðri og færð?“ Svar mitt er einfalt. Það er Drottinn, sem ber mig og gefur mér styrk: Þetta var áþreifanlegt í stórviðrunum í haust. Eg tók mér nokkurt sum- arfrí að þessu sinni, þegar færeyska skipafélagið Smyril Line bauð okkur hjónunum í fjórða sinn far með skipi sínu Norröna. Að þessu sinni til Færeyja. Þar nutum við framúrskar- andi gestrisni góðra vina. Meðan við vorum í burtu sinnti Guðmundur Sig- urðsson sjómannastarfinu, en hann telur sig hafa köllun til þess. Ég er Guði þakklátur fyrir það og bið að honum opnist ailir möguleikar til að geta unnið að þessari þjónustu eins og vera ber. Einnig hafa Guðmundur og Torfí í Bolungarvík farið í nokkur skip þar. Guðmundur Sigurðsson fór suður fyrir jólin og hafði þá nokkuð með sér af Biblíum og Ntm. o.fl. til að gefa í skip þar um hátíðarnar. Eg er innilega þakklátur öllum, vinum nær og íjær, sem á einn eða annan hátt hafa stutt starfíð, og bið Guð að launa það ríkulega. „Jesús Kristur er hinn sami í gær og í dag“. Hann er með í starfínu, og í hans nafni verður haldið áfram að sá hinu góða sæði, og Guð mun gefa upp- skeruna á réttum tíma. „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist“. í Guðs friði. SIGFÚS B. VALDIMARSSON, ísafirði. Grundvöllur velferðarríkisins Frá Þorbergi Kristjánssyni: SAGT hefur verið, að grundvöllur velferðarríkisins hlyti að vera sá, að þeir sem breiðust hefðu bökin bæru þyngstu byrðamar. Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í „bandorminum", sem um var fjallað á Alþingi fyrir jólin, mótaðist hins vegar lítt af þessu, vægast sagt. Það lá nánast eins og rauður þráður gegnum frumvarpið, að dregið skyldi úr fjárlagahallanum með því að ganga á hlut öryrkja og ellilífeyris- þega og annarra í áþekkri aðstöðu. Og því miður verður það að segjast, að þótt einstakir forystumenn laun- þega létu hér nokkuð að sér kveða telég tæpast ástæðu til að hrósa launþegahreyfingunni í þessu sam- hengi, eins og Helgi Seljan gerir í lesendabréfi Morgunblaðsinss 7. þ.m. Hún knúði það nefnilega fram, að sú leiðrétting á skattgreiðslum af líf- eyri, sem nýlega hafði fengist fram, var tekin aftur eða látin koma til góða öðrum en lífeyrisþegum. Ég minnist þess heldur ekki, að forystumenn launþegasamtakanna hafi beitt sér mjög harkalega gegn því kaldranalega ákvæði „bandorms- ins“, að sparifé öryrkja og ellilífeyris- þega skyldi skattlagt þegar á þessu ári, þótt svo virðist sem allt sé óvíst um almenna skattlagningu fjár- magnstekna, tengdum sparifé. Það sem hér hefir verið stuttlega að vikið er þess eðlis, að það er vissu- lega ekki að ófyrirsynju, sem Krist- ján J. Gunnarsson bendir á í Morgun- blaðsgrein 3. janúar sl., að tímabært kunni að vera fyrir lífeyrisþega að huga að því, hvort ekki sé rétt, að þeir reyni skipulega að beita atkvæð- isrétti sínum sér til vamar. ÞORBERGUR KRISTJÁNSSON, Reynihvammi 39, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.