Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 60
*f$tuiÞI*frft EINAR J. SKÚLASON HF indows MORGUNBLAÐID, KBINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 13. JANUAR1996 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tilboði Álftáróss í kerskála IS AL tekið TILKYNNT var í gær að Islenska álfélagið hf. hefði tekið tilboði verk- takafyrirtækisins Álftáróss í steypuvirki fyrir nýjan kerskála við álverið í Straumsvík. „Álftárós var með hagstæðasta tilboðið og það var ákveðið að taka því," sagði Rannveig Rist, talsmað- ur álfélagsins, í gær. Örn _ Kjærnested, framkvæmda- stjóri Álftáróss, sagði í gærkvöldi að þessi tíðindi hefðu mikið að segja fyrir fyrirtækið. í ráði hefði verið - *-að'fækka starfsfólki, en nú yrði fjölgað hjá fyrirtækinu. Stærsti undirverktakinn í byggingu steypu- skálans er BM Vallá. Vinna fyrir 80 manns í tæpt ár Þetta er stærsta einstaka verk- efnið, sem boðið verður út í bygg- ingu kerskálans, og sagði Örn að í grófum dráttum værj um að BM Vallá stærsti undirverktaki ræða tæp tvö þúsund tonn af stáli, 18 þúsund rúmmetra af steypu og vinnu fyrir 80 manns að staðaldri í ellefu mánuði, 50 á byggingar- stað og 30 utanaðkomandi. Að sögn Arnar hljóðaði tilboð Álftár- óss upp á tæpar 740 milljónir króna. Sex fyrirtæki gerðu tilboð í þetta verkefni, fjögur íslensk og tvö er- lend. íslensku fyrirtækin voru Álftárós, Ármannsfell, Fjarðarmót og ístak. Erlendu fyrirtækin, sem ásældust verkefnið, voru NOCON og Hejgaard og Schultz. „Þetta hefur^ gríðarlega mikla þýðingu fyrir Álftárós og eykur bjartsýni starfsmanna," sagði Örn Kjærnested. „Við vorum aðallega í eigin verkum, að byggja og selja, og höfum haldið okkur frá tilboðs- verkum. Við vorum að klára Höfða- bakkabrú í haust og það stefndi í uppsagnir í fyrirtækinu. Við brúuð- um bilið með því að vinna meira í eigin verkum seint í haust og í jan- úar, en þetta verður til þess að við verðum að fjölga fólki í stað þess að láta fólk fara." Áfram í öðrum verkefnum Örn sagði að milli 80^ og 90 manns væru í vinnu hjá'Álftárósi að staðaldri, en nú yrði farið „vel yfir 100 manns í vinnu", enda yrði fyrirtækið áfram í öðrum verkefn- um. Örn benti á að fleiri verk yrðu boðin út í sambandi við kerskálann og sagði að í byrjun febrúar yrðu opnuð tilboð í að reisa sjálfan skál- ann og klæða hann. Morgunblaðið/Halldór Hans og Gréta í óperunni ÆVINTYRAOPERAN Hans og Gréta eftir þýsku systkinin Adel- heid Wette og Engelbert Hump- erdinck verður frumsýnd í ís- lensku óperunni kl. 15 í dag. Um er að ræða eitt nafntogaðasta verk sinnar tegundar sem notið hefur vinsælda allar gðtur síðari það var frumsýnt árið 1893. Söguþráðurinn er sóttur í gamalkunnugt Grimmsævintýri og í hlutverkum söguhetjanna eru Hrafnhildur Björnsdóttir og Rannveig Fríða Bragadóttir. Leikstjóri er Halldór E. Laxness og hJjómsveitarstjóri Garðar Cortes en Þorsteinn Gylfason ' hefur þýtt verkið. ¦ Ólund, farðu út/D4 Morgunblaðið/RAX Jón Arnar í fjörunni JÓN Arnar Magnússon, einn besti tugþrautarmaður heims og íþróttamaður ársins 1995 á ís- landi, er búsettur á Sauðárkróki ásamt unnustu sinni, Huldu Ingi- björgu Skúladóttur, og nýfædd- um syni, Krister Blæ. Þar æfir hann við aðstæður sem margir í hópi þeirra bestu teldu líklega ekki boðlegar, m.a. í fjörunni — sem hann segir besta æfinga- svæði í heimi. ¦ Dagurílífi/Bl DNA-rannsókn í Noregi í dæmdu nauðgunarmáli á íslandi DNA-rannsókn úti- lokar hinn dæmda NIÐURSTOÐUR DNA-rannsókn- ar, sem framkvæmd var í Noregi, gefa til kynna, skv. upplýsingum Morgunblaðsins, að útilokað sé að sæði sem rannsakað var í tengslum við nauðgunarmál hérlendis hafi komið úr breskum sjómanni sem dæmdur var í Héraðsdómi í 12 mánaða fangelsi fyrir verknaðinn. Þessar niðurstöður stangast á við DNA-rannsókn sem gerð var hér- lendis við meðferð málsins en í þessu máli mun í fyrsta skipti í sakamáli hafa verið byggt á innlendri DNA- rannsókn. Jafnframt innlendu rann- sókninni voru sýni af smokki, sem kærandinn framvísaði þegar nauðg- unin var kærð, send norskum sér- fræðingum til samanburðar við blóð úr kæranda og kærða. Breski sjómaðurinn, sem er 23 ára, var dæmdur hinn 18. desember síðastliðinn til 12 mánaða fangelsis- vistar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa nauðgað 41 árs gam- alli konu um borð í togaranum Þern- ey í Reykjavíkurhöfn aðfaranótt 8. október sl. Maðurinn neitaði sakar- giftum, kvaðst ekki minnast þess að hafa haft samfarir við konuna, en bar við minnisleysi um hluta atburða næturinnar. Ásgeir Á. Ragnarsson, verjandi sjómannsins, segir að ákveðið verði um helgina hvort krafist verði ómerkingar héraðsdómsins í ljósi hinna nýju upplýsinga eða málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Ákvörðun muni m.a. byggjast á því hvor leiðin sé fljótfarnari. ¦ Norsk DNA-rannsókn/6 Foreldrar hafa aðstoð- að við skírteinasvindl DÆMI eru um að foreldrar hafi aðstoðað börn sín við að fá fölsuð persónuskilríki, að sögn Hallgríms Snorrasonar hagstofustjóra. I fyrradag greindi blaðið frá því að stúlka reyndi að útvega sér debet- kort í banka á nafni annarrar stúlku. Sú sem sótti um debetkortið framvísaði að sögn bankans fölsuðu nafnskírteini með mynd af sér en nafni hinnar stúlkunnar. „Við verðum stöku sinnum vör við það að fólk reynir að ná sér í skírteini á fölskum forsendum," sagði Hallgrímur. Hann sagði regl- ur um útgáfu nafnskírteina ekki hafa verið hertar nýlega. Aðalregl- an væri sú að umsækjandi um per- sónuskilríki yrði að geta sannað með einhverjum hætti hver hann væri. Stundum gæti reynst erfitt að ganga nákvæmlega úr skugga um að einstaklingur væri sá sem hann segðist vera. Ábyrgðarmenn í vitorði Þegar fólk sækir um nafnskír- teini er beðið um vegabréf eða önn- ur skilríki. Sé slíkt ekki fyrir hendi er beðið um ábyrgðarmenn sem ábyrgjast að umsækjandinn sé sá sem hann segist vera. „Það er kannski í þeim tilvikum sem mest hættan er á svindlinu," sagði Hall- grímur. „Þá eru ábyrgðarmennirnir 5 vitorði og getur verið erfitt að henda reiður á hvað er satt í mál- inu." Hallgrímur segir að í eina tíð hafí dálítið borið á skírteinasvindli meðal skólakrakka sem reyndu að verða sér úti um nafnskírteini til þess að komast inn á böll. Þá gat það verið alla vega með ábyrgðar- mennina, því varla væri hægt að gera ráð fyrir því að skólafólk hafi skilríki sem sanni nákvæmlega hver einstaklingurinn er. Skírteini á nafni eldra systkinis „Við höfum lent í því oftar en einu sinni að foreldrar hafa tekið þátt í slíku og þá er maður eigin- lega varnarlaus," sagði Hallgrímur. í þeim tilvikum hefur yfirleitt verið um að ræða systkini á líku reki og yngra systkinið hefur fengið skír- teini með nafni eldra systkinis. „Það var farið í þjóðskrána og gengið úr skugga um að fólkið væri til, en við áttum erfitt með að athuga um hvort systkinið var að ræða. Þá voru tekin gild orð ábyrgðarmannanna, það er foreldr- anna."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.