Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 B 3 4- IÞROTTIR IÞROTTIR örmum hringsólandi í vatninu tak- andi púlsinn á fimm mínútna fresti. „Hvað ertu eiginlega að gera?“ spyr það. Þegar frostið er sem mest er ég i lauginni með húfu á hausnum svo eyrun detti ekki af og hárið brotni en sennilega lítur þetta eitt- hvað asnalega út. En þetta er hluti af daglegri dagskrá og hver dagur er öðrum líkur." Eftir morgunæfinguna fór Gísli að sinna pappírsvinnu og skýrslugerð en við tókum hús á Jóni Arnari og fjölskyldu. „Heimilislífið hefur breyst mikið síðan strákurinn fæddist," sagði Jón Am- ar sem fer flestra leiða sinna á Króknum gangandi. „Nú vaknar maður með reglulegu millibili á nóttunni og því gætum við þess sérstaklega að fara snemma á kvöldin í rúmið.“ Mæðginin sátu í sófa í stofunni og urðu fagnaðarfundir eins og Jón Arnar hefði verið í burtu í langan tíma en ekki tvær klukkustundir. Þau sögðust hafa verið orðin þreytt á að leigja og keyptu sér því hús- næði í haust. „Fólk hélt að við ætt- um ekki í erfiðleikum með það eft- ir að greint var frá því i fjolmiðlum að Jón Arnar hefði fengið sjö millj- ónir i styrk,“ sagði Huida Ingibjörg. „Þeir sem tóku ekki eftir allri frétt- inni gerðu sér ekki grein fyrir að farseðlar vegna æfinga og keppni voru reiknaðir með í heildarupp- hæðinni, sem er bæði fyrir Jón Arnar og Gísla í eitt og hálft ár og nægir varla fyrir framfærslu,“ sagði hún. „Þessi styrkur gerir mér samt kleift að einbeita mér að æf- ingunum og fyrir það er ég þakklát- ur sem og Mizunoumboðinu sem sér mér fyrir öllum íþróttafatnaði, skóm og öðru, en við erum ekki með meiri pening en þegar ég var í kennslunni," sagði íþróttamaður- inn. „Þess vegna skellti ég mér í torfhleðslu í mánuð í haust en það er best launaða starfið sem ég hef haft um dagana. Ég kynntist þessu í gegnum Helga, bróður Gísla, og þykist kunna réttu handtökin nokk- um veginn eftir hleðslu víða, meðal annars í Glaumbæ og á Möðruvöll- um. Þetta er erfitt starf, miklu erf- iðara en þegar ég var í Búrfells- virkjun, en skemmtilegt. Maður gengur í bamdóm aftur, er dmllug- ur upp fyrir haus og gaman, gam- an. Auk þess hefur mér alltaf þótt gaman í útivinnu og þegar ég fór til Bandaríkjanna 1990 til að æfa byijaði ég í jarðfræði við háskólann í Georgíu en þaðarrsem ég var er ekki nema klukkutíma akstur til Atlanta. Mér hefur alltaf þótt gam- an að skoða hluti og spá í þá og þegar ég var lítill var ég stöðugt í rannsóknarleiðöngrum." Eins og gefur að skilja þarf Jón Arnar mikla orku. „Ég borða allt sem að kjafti kemur,“ sagði hann um leið og hann bauð okkur upp á hákarl sem Skúli Jóhannsson, faðir Huldu, gaf honum. „Hákarl er besta snakk sem ég fæ og mér fínnst hann rosalega góður en Hulda er ekki hrifin af honum.“ „Mér fínnst alveg nóg að finna þessa lykt,“ svaraði hún, „en Jón Amar er eins og eldgamall karl úr sveit, borðar allt, alla fitu, hvað sem er.“ „Ég hafði reyndar hugsað mér að fá mér súpukjöt í hádegismat en það verður kvöldmaturinn," sagði hann. „Ég er alihn upp við alþýðumat og var ekki vanur að fá pítsu og ham- borgara í sveitinni,“ en þessi stælti og sterki rammíslenski íþröttamað- ur, sem er 183 sentimetrar á hæð og 84 til 94 kg að þyngd eftir því hvar hann er staddur í uppbygging- unni, bjó á Hamratungu í Hreppum þar til hann var 23 ára. Það er ekkert gefið eftir hjá íþróttamanninum og eftir hádegis- hléið var haldið í íjömna. Það var flóð, frost og stinningsgola en Jón Arnar lét veðrið ekki á sig fá þegar hann geystist samtals um þijá kíló- metra fram og aftur i flæðarmálinu en að þessu sinni var um að ræða upphitun fyrir tveggja tíma æfingu í íþróttasalnum. „Það trúir mér ekki nokkur mað- ur þegar ég segist hlaupa í fjör- unni, jafnvel í stórhríð og byl. En mér finnst það rosalega gott og þetta er betri aðstaða en ég átti að venjast í sveitinni. Reyndar lít Einfarinn og þeir nánustu JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarkappi úr Tindastóli á Sauðárkrókl, segist ávallt hafa verið elnfarl og því hentl sér ágæt- lega að æfa einn. Honum finnst gott að æfa í fjörunnf og lítur á hana sem bestu æflngaaðstöðu í heimi. Þjálfarinn, Gísli Sigurðsson, skipuleggur æfingarnar al- farið og fylgist nákvæmlega með hverri hreyflngu en unnustan, Hulda Ingibjörg Skúladóttlr, sem ól þeim soninn Krister Blæ 1. desember sl., er sem hægri hönd hins ramma afreksmanns í einu og öllu. ég á þetta sem bestu æfingaaðstöðu í heimi. Ég hef bara kynnst alvöru æfingaaðstöðu þegar ég hef verið í æfingabúðum erlendis en ég hef sýnt fram á það að hægt er að ná árangri við þessar aðstæður. Styrk- urinn gerir það líka að verkum að í stað þess að vera í æfingabúðum erlendis fram að Ólympíuleikum eins og ég hafði hugsað mér get ég æft hér og farið í fleiri en styttri æfingaferðir til útlanda.“ , Þetta er óneitanlega annað við- norf en almennt heyrist hjá íþrótta- mönnum þegar aðstaða er annars vegar en undirstrikar enn frekar jákvætt hugarfar Jóns Arnars. „Þetta er allt í lagi tímabundið og verður svona fram að Ólympíuleik- unum en það er aldrei að vita hvað tekur við að þeim loknum því þá verður styrktarsamningurinn út- runninn." Menn í fremstu röð fá gjarnan girnileg tilboð og sagðist Jón Arnar vera tilbúinn að breyta til ef sá möguleiki væri fyrir hendi en benti á að hann gæti ekki farið í banda- rískan háskóla með keppni í huga því ákveðnar reglur giltu varðandi aldur og hann væri orðinn of gam- all en öðru máli gegndi með félags- lið. „Ef ég fengi þokkalegt tilboð frá bandarískum klúbbi væri ég til- búinn að slá til og fara út. Hins vegar vil ég ekkert frekar fara til Bandaríkjanna - ég hef aldrei kunnað vel við mig í hita og mér finnst betra að æfa í kulda - og gæti alveg hugsað mér að fara til Noregs eða Svíþjóðar. Ég veit að byijunarlaun hjá íþróttakennurum í Noregi eru um 180 þúsund krónur á mánuði og það er svolítið betra en hérna. Ég get ekki haldið þessu áfram eins og er nema til komi styrkur aftur og þá betri því við lifum ekki á laununum sem ég hef nú.“ „Við urðum að segja Stöð 2 upp því við höfðum ekki efni á áskriftinni," skaut Hulda inn í. Og ef ekki þyrfti að hafa neinar áhyggj- ur, hvorki af peningum né öðru, vildi Jón Arnar gera enn meira. „Það yrði gaman að geta einbeitt sér að íþróttinni í nokkur ár, jafn- vel erlendis, og æfa í þeim tilgangi að ná betri árangri til að þeir sem á eftir koma hafi eitthvað til að beijast við en hvað verður, verður tíminn að leiða í ljós.“ Um þessar mundir æfir Jón Arn- ar oft tvisvar á dag í íþróttahúsinu og eins og í sundlauginni og í fjör- unni er hann yfirleitt einn með Gísla. Þeir vinna saman sem einn maður, bæta og laga. „Þetta var miklu betra, Nonni. Þú keyrir ekki eins mikið upp í uppstökkinu. Einu sinni enn,“ sagði Gísli eftir að Jón Arnar hafði æft nokkrum sinnum að „keyra inn í stöngina," eins og hann orðaði það. Eftir nokkrar kringlukastsæfingar með misþung- um æfingaboltum var haldið í tækjasalinn en skömmu síðar kom Hulda Ingibjörg þangað inn með Krister Blæ. „Ert þú kominn," sagði pabbinn stoltur. „Þú ert að koma hingað í fyrsta sinn og ég gæti gert æfingar með þig á maganum." Ástin og umhyggjan leyndi sér ekki og það er reyndar áberandi hvað þau Jón Arnar og Hulda eru samrýnd og samstiga og sambandið heilt og innilegt. „Ég er frekar einfari og hef allt- af verið það og því finnst mér ekki slæmt að æfa einn. Þegar ég var yngri var ég oft að dúlla mér einn og þurfti ekki að hafa neinn með mér. Mér fannst ágætt að vera út af fyrir mig en ég neita því ekki að skemmtilegra er að æfa þegar fleiri eru því þá er keppnin meiri." Hvíldardagarnir fara í að hvíla sig og frístundirnar eru ekki miklar en áhugamálin mörg. „Nefna má skotveiðimennsku og jeppaferðir. Hins vegar fór ég lítið í íjúpu í haust en hef tekið gæs og einu sinni farið í svartfugl.“ Hann á 30 ára gamlan Willis-jeppa sem hann hefur hugsað sér að gera upp við tæki- færi og í stofunni er stór og mikill drumbur sem er ekki aðeins notað- ur sem stofuprýði heldur hefur Jón Arnar sagað og skorið í viðinn og útbúið geymslu fyrir kasettur. „Þetta er rekaviður og var yfir 200 kíló þegar ég fann hann í fjörunni og bar hann þaðan í bílinn. Þegar ég var yngri gaf ég mér ekki tíma í svona dútl en nú get ég hugsað meira um það. Ég hef gaman af gönguferðum og svó les ég mikið, allt sem ég næ í, _en allt ber þetta að sama brunni. Ég vil helst vera í rólegheitum og mér líður best þannig þegar við erum tvö saman.“ Flestir í fijálsum eiga fullt í fangi með að æfa eina grein en hvemig stóð á því að Jón Arnar lagði tug- þrautina fyrir sig? „Ég sá fram á að geta ekki orðið góður í neinni grein nema helst langstökki ef ég æfði vel. Síðan fóru menn að tala um að þrautin lægi vel við og 1987 fór ég í fyrstu þrautina. Árið 1988 varð ég Norðurlandameistari með 6.975 stig og þá sá ég að best væri að gutla áfram í þessu. Þegar ég var í íþróttakennaraskólanum æfði ég að vissu marki en var í alhliða þjálfun og árangur rauk upp í öllum greinum. Gísli þjálfari fór að leggja saman tölur og ég sá að ég gæti ráðið við þá bestu. Þar með kviknaði meiri áhugi fyrir þrautinni þótt sumir menn hafi aldrei skilið það - þeir vildu að ég hefði valið langstökkið. Þá var ég í kringum 100. sætið í heiminum í langstökki en er kominn þetta langt í tugþraut- inni. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og það er gaman þegar vel gengur. Ég hef lítið gert í því að fylgjast með keppinautunum. Ég spái ekk- ert í hvað aðrir eru að gera en við byggjum okkur upp eins og hægt er og svo kem ég bijálaður í mót. Ég reyni að stuða menn með því að koma með látum í keppni. Engu að síður eru keppendur eins og stór fjölskylda, stór bræðrahópur og það er mikil samstaða milli tugþrautar- manna, allir að hjálpa öðrum og allir af vilja gerðir til að aðstoða.“ Jón Arnar hefur tekið miklum framförum undanfarin misseri og Gísli þjálfari er sannfærður um að hann eigi eftir að bæta sig um 500 stig innan tíðar. Heimsmet Banda- ríkjamannsins Dan O’Briens er 8.892 stig, Norðurlandamet Svíans Henriks Dagárds er 8.403 stig og íslandsmet Jóns Arnars 8.248 stig en hvar endar þetta? „Allt í einu er ég kominn upp í þá bestu og er farinn að hugsa með sjálfum mér að einhver mótheiji í fremstu röð' sé ekki betri og ég geti unnið hann. Það er ekki hægt að ætlast til þess að maður nái sínu besta í öllum greinum í keppni en ég er kominn í þá bestu í nokkrum greinum og er ekki langt frá þeim 'í öðrum en þeir hafa vinninginn í síðustu þremur greinunum. I Tal- ence í Frakklandi í haust toppaði ég ekki í neinni grein. Það var flöt og jöfn þraut en samt metþraut. Liðið ár var ævintýri líkast og ekki er hægt að hugsa sér betri jólagjöf en soninn og síðan viður- kenningarnar sem á eftir fylgdu. Það yrði heldur ekki leiðinlegt að fá óvænta afmælisgjöf í Atlanta," sagði Jón Arnar sem verður 27 ára 28. júlí en tugþrautarkeppnin á Ólympíuleikunum verður á þessum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.