Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNÚdAGUR 14. ÍANÚAR 1996 MÓRGUNBLAÐIÚ í HVÍTA húsinu; Hopkins við skrifborðið ásamt Woods og Powers Boothe. ÓVÆNT leikaraval; Hopkins í gervi Nixons á tali við leikstjórann Oliver Stone. Bandaríski leikstjórinn Oli- ver Stone hefur gert ævi- sögulega bíómynd um Rich- ard M. Nixon, 37. forseta Bandarílqanna, sem varð að segja af sér embætti í kjölfar Watergatehneykslis- ins. Stone segir Nixon hafa verið Churchill þeirra Bandarílgamanna eins og fram kemur í samantekt Arnalds Indriðasonar. Mixon er auðvelt skotmark. Hann var hræði- legur maður og það er auðvelt að hæðast að honum. En hann hafði á sér margar h!iðar,“ er haft eftir bandaríska leikstjóranum Oliver Stone en í nýjustu mynd sinni, sem heit- ir einfaldlega „Nixon“, fjallar hann um ævi Richard M. Nixon frá því hann var fátækur námsmaður og þar til hann sagði af sér emb- ætti forseta.Bandaríkjanna í kjölfar Watergate- hneykslisins árið 1974. Rétt eins og mynd Sto- nes um Kennedy-morðið vakti Nixon-myndin deilur áður en tökur hófust þegar drög að hand- ritinu komust í hendur íjölmiðla og víða hafa menn beðið þess með eftirvæntingu hvemig mynd Stone dregur upp af hinum umdeilda forseta. Viðbrögðin við myndinni hafa heldur ekki látið á sér standa. Dætur Nixons hafa mótmælt og Stone verið kallaður gervisagn- fræðingur. Rökrétt framhald Líta má á „Nixon“ sem rökrétt framhald þeirra verka sem Stone hefur kvikmyndað und- anfarin ár. Hann er gagntekinn af sjöunda áratugnum sem voru mótunarár Stones hins unga; hann hreifst af Kennedy, barðist í Víet- Nixon í Hvíta hnsinu nam, dáði Jim Morrison og hataðist út í Nixon. Allt þetta höfum við fengið að sjá í frábærlega ögrandi myndum hans: „JFK“, „Bom on the Fourth of July“, „Doors“ og nú er röðin komin að „Nixon“. Stone segist hafa mild- ast nokkuð í afstöðu sinni til forsetans frá því hann var yngri. „Nixon er að mörgu leyti persónu- gervingur bandarísku ald- arinnar," sagði hann í ný- legu blaðaviðtali. „Hann ólst upp í kreppunni, barð- ist í seinni heimsstyijöld- inni og tók ríkan þátt í mótun Kalda stríðsins og seinna Víetnamstríðsins og flestum þeim málefnum sem hafa verið efst á baugi á okkar tíma. Hann hefur að sumu leyti verið okkar Churchill. Og í honum bjuggu sérkennilegar andstæður. Hann var bæði hugsjónamaður og lygari." Stone hóf undirbúning myndarinnar árið 1993 en hikaði við að hefla kvikmyndunina á meðan Nixon var enn á lífi. Þegar forsetinn fyrrverandi lést á síðasta ári taldi hann sig geta farið óhindraðan af stað. Það sem vakið hefur einna mestu athyglina við myndina er að Stone leitaði til velska leikarans Anthony Hopkins og bað hann að leika forsetann. „Mér dauð- brá þegar Oliver bauð mér hlutverkið,“ _ er haft eftir Hopkins. „Ég hélt hann væri genginn af vitinu og hrópaði upp: Nixon? Banda- rískan forseta?" Hopkins afþakkaði en Stone gafst ekki upp og flaug til London að hitta leikarann og fá hann á sitt band. Hopkins óttaðist að hafa ekki rétta hreiminn og sagði að samtölin í handrit- inu væru fleiri en í Lé kon- ungi. Með fölskum gómi og brúnum linsum og breyttri hárgreiðslu varð Hopkins nokkuð líkur Nixon í útliti og með því að horfa á upptökur af forsetanum og hlusta á orð hans tileinkaði hann sér hreyfingar hans og sér- stakan málhreim. Annar leikari sem kom til greina í hlutverkið var Warren Beatty en eftir umhugsun afþakkaði hann starfið. Margir telja að Stone geti ekki gefið heið- „HUGSJÓNAMAÐUR og lyg- ari“; Hopkins í hlutverki Nixons og James Woods í hlutverki Bob Haldemans í myndinni „Nixon“. arlega og sanna mynd af Nixon enda leit hann á forsetann sem illmenni þegar hann var yngri þótt hann segist hafa linast talsvert í afstöðu sinni. „Stone tekur sér mikið skáldaleyfi við persónusköpunina, sérstaklega er varðar látnar persónur sem ekki geta varið sig,“ er haft eft- ir John Ehrlichman, einum helsta samstarfs- manni Nixons í Hvíta húsinu og lykilmanni í Watergate-hneykslinu. Hann vann í fyrstu með Stone að myndinni en hætti þvi þegar hann komst yfir handritið. „Mér finnst hann einstak- lega óábyrgur í umfjöllun sinni.“ Aðrir segja að Stone hafi samúð með forsetanum. „Eg held að mannúð Nixons geri hann spennandi," sagði Stone. „Þú mundir ekki fara á bíómynd- ina ef hann væri einhliða skúrkur." Ekki neikvæð mynd „Nixon" er þrír tímar að lengd. Með helstu hlutverk auk Hopkins fara James Woods (Bob Haldeman), J.T. Walsh (Ehrlichman), Paul Sor- vino (Kissinger), Joan Allen (Pat Nixon) og Bob Hoskins (J. Edgar Hoover). Stone og sam- starfsmenn hans lögðust í heilmiklar rannsókn- ir við gerð handritsins og könnuðu m.a. stjómar- skjöl, upptökur af yfirheyrslum þingnefnda, minningabækur og ævisögur og áttu viðtöl við marga þá sem tengdust Watergate-málinu eins og John Dean. Einnig byggðu þeir á segulbands- upptökum Nixons. „Hann barðist til síðasta dags gegn því að þær yrðu gerðar opinberar. Aðeins nokkrir klukkutímar af 4.000 klukku- tíma upptökum hafa fengist birtir," sagði Stone. Hopkins er ekki á því að „Nixon" gefi nei- kvæða mynd af forsetanum og sagt er að hann hefði ekki tekið hlutverkið að sér ef svo hefði verið. „Hann var manneskja. Ég mundi ekki segja það um Hitler eða Stalín en hvað svosem Nixon gerði þá var hann manneskja. Hann var stórkostlegur maður. Sjáið hveiju hann áork- aði. Bætti samskiptin við kommúnistaríkin. Hélt vel á málum heimafyrir, sinnti mannrétt- indamálum, umhverfismálum, velferðarmálum og umbótum í heilsuvemdarkerfinu. Allt féll það í skuggann af Watergate.“ Og Hopkins aftur: „Fólk sem ég þekki sem þekkti Nixon seinustu árin sagði hann dásam- legan mann, blíðan, umhyggjusaman, virkilegan heiðursmann. Og ég held hann hafi orðið allt þetta. Líklega hefur Watergate sært úr honum skaphitann. Hver veit?“ Heimildir: The New York Times, Premiere o.fl. „Dálítið nefþykkur“ NIXON á íslandi; alþýðlegur við Islendinga. „Hann var alveg eins og ég átti von á, að vísu dálítið nef- þykkur, en annars bara eins og almúgafólk, og nyög almenni- Iegur.“ Þetta hafði Morgun- blaðið eftir Guðrúnu Jónsdótt- ur, 78 ára gömlum íbúa við Laufásveg gegnt bandaríska sendiráðinu í byrjun júní árið 1973. Maðurinn almennilegi var Richard M. Nixon Bandarikja- forseti, sem dvaldi þá í fyrsta og eina sinn á Islandi og átti fund með Frakklandsforseta, George Pompidou. Nixon hafði einn daginn gengið yfir Laufás- veginn öllum að óvörum og heilsað uppá Guðrúnu. íslendingar kynntust einmitt vel alþýðumanninum Nixon. Hann og Pompidou ræddu m.a. nýjan Atlantshafssáttmála á fundum sínum á Kjarvalsstöð- um en Nixon vakti óskipta at- hygli pressunnar með því að víkja nokkrum sinnum frá ör- yggisreglum og taka Islendinga tali á götum úti. Strax fyrsta kvöldið fékk hann sér óvænta miðnæturgöngu, labbaði niður með Fríkirkjunni, frá banda- ríska sendiráðinu, og niður að Tjörn. Aðeins tveir öryggis- verðir fylgdu honum og tveir íslenskir lögregluþjónar, Tóm- as Jónsson og Magnús Einars- son. Nixon stoppaði við hvern mann sem hann mætti og heils- aði sérstaklega krökkum. „Það þekktu hann allir og fólk tók honum mjög vel, utan einn maður, sem var nokkuð við skál, og þóttist eiga eitthvað vantalað við Nixon,“ sagði Tómas síðar í Morgunblaðsvið- tali. Minnstu munaði að umferðar- öngþveiti yrði í miðborginni, bílar snarstoppuðu á Lækjar- götu og Nixon gekk óhræddur fyrir þá og upp Bankastrætið en áður en yfir Iauk hafði hóp- ur öryggisvarða umkringt for- setann og m.a. Alexander Haig. „Hann virtist njóta þess ríku- lega að geta farið þarna frjáls ferða sinna. Hann hélt um axl- irnar á okkur Magnúsi og spurði okkur um hús, sem vöktu athygli hans, og um Reykjavík og mér er afskaplega hlýtt til Nixons eftir þetta,“ sagði Tóm- as. Sjálfur leiðtogafundurinn þótti ekki merkilegur og Pompidou sló á létta strengi. „Fundurinn hefur fremur verið í líkingu við það að búa til barn en að fæða það. Og getnaðurinn er venjulega miklu skemmti- legri en barnsfæðingin," sagði hann. Arinu seinna neyddist Nixon til að segja af sér embætti vegna Watergate-hneykslisins, fyrsti forseti Bandaríkjanna til að gera slfkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.