Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Alla sína tíð hefur Snorri Snorrason, Um þessar mundir eru frá Snorra, en allar göt- ur síðan hafa Snorri og blaðið átt samleið og þær eru orðnar margar frétta- og skreytimyndimar sem Morgunblaðið hefur falað af Snorra. Sjálfur hefur Snorri GAMLI tíminn við lýði árið 1965. Frá Skagafirði. fyrrverandi flugstjóri, verið heillaður af ljósmyndun. flömtíu ár síðan Morgunblaðið keypti og birti fyrstu myndina enga hugmyndum hversu margar þær em orðnar. DYRFJÖLL séð úr Stórurð 1994. í GOÐALANDI haustið 1995. wfr 'mm. G hef einfaldlega notið sam- starfsins, en hef ekki minnstu hugmynd um hversu margar myndirnar eru orðnar,“ segir Snorri. Sú fyrsta var af varðskipinu Ægi á fullri ferð, loftmynd, úti fyrir suðurströnd- inni. Myndin birtist 17. janúar 1956. Nokkrum dögum síðar, 26. janúar, komu svo tvær til viðbót- ar, enn loftmyndir. Þær birtust í tengslum við hlaup í Múlakvísl úr Mýrdalsjökli. Sýndu myndirnar verksummerki í jöklinum að hlaup- inu loknu. Ekki var þess langt að bíða að Morgunblaðið birti fleiri myndir, enda um nýtt og skemmtilegt sjón- arhorn að ræða. Sú næsta, sem hér birtist ásamt fleirum, var í blaðinu 9. febrúar sama ár og sýndi dorgveiðimenn úti á ísnum á Mý- vatni í svo miklu vetrarríki að óhætt þótti að aka tveimur vörubíl- um út á ísinn til þess að hlaða aflanum á. Daginn eftir var svo Goðafoss í klakaböndum í öllu sínu veldi á síðum Morgunblaðsins. „Ljósmyndun mín hefur einkum verið á þremur sviðum,“ segir Snorri, „fyrst er að nefna árin í fluginu og þær myndatökur sem flugið bauð upp á. í öðru lagi er það skipamyndatakan. Ég hef flengst um allt eins og vitlaus maður í 40 ár til að mynda fiski- skip og er að því enn. Og í þriðja lagi er það náttúran og landslagið." Ljósmyndun Snorra hafði áhrif á syni hans þrjá. Hann stofnaði Sólarfilmu árið 1961. Seldi síðan fyrirtækið, en synir hans Jón Karl og Snorri starfrækja Snerruútgáf- una sem sérhæfir sig í dagatölum. Þriðji sonurinn, Haukur, er at- vinnuljósmyndari. „Þú sérð að þetta er grasserandi í fjölskyld- unni,“ segir Snorri Snorrason. GÖNGUFÉLAGARARNIR Hákon Aðalsteinsson, Garðar Steinarsson og Jón Karl Snorrason við Öskjuvatn 1977.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.