Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 B 17 skrýtið,“ sagði Stella, „eins og kon- íaksglasið sem sprakk af því að það vildi ekki að maður drykki úr því.“ „Já, það var skrítið," sagði Eirík- ur, „ekki gat það sprungið af sjálfu sér, eitthvert afl hefur þurft til þess.“ „Sjáiði hvað dagurinn er fagur,“ hrópaði Stella þegar birtuspilið utan dyra bankaði á eldhúsgluggann. „Þú ert nú líka fógur,“ sagði ég þar sem lífsgleðin leiftraði af henni. „Æ, þetta er nú ekki hægt að segja, ég er nú orðin sjötíu og tveggja ára, en þú ert nú glæsilegur líka. Vel á minnst, hann Asi í Bæ, sá kolvitlausi kall, en mikið gat hann verið skemmtilegur. Það var ótrúlegt hvað honum datt í hug og lék sér um allt sviðið. Það er hins vegar svo margt af mínu fólki þannig, að það sagði alltaf: Hingað og ekki lengra. Það var eins og klárinn með kallinn á Fróðár- heiði. Það var vitlaust veður, kolvit- laust veður og kallinn rak hestinn áfram,en allt í einu spymir hesturinn við fótunum og kallinn fór fram af honum með taumnum, fram af brún- inni. Ef maðurinn hefði haft staf, hefði hann þreifað fram fyrir sig og bakkað. Menn eiga að ferðast með staf og kompás við slíkar aðstæður. Annars á maður ekki að vera að þreyta Drottin með því að fara út í vitlaust veður, hvorki á sjó eða landi. Oft hefur lífsháski siglt að okkur, en ég hef aldrei orðið hrædd, alltaf hugsað: Hvemig get ég komið mér út úr þessu. Svo hef ég alltaf verið gamansöm, það era mikil hlunnindi. Það var einu sinni kona sem sagði við mig: „Heyrðu Stella, þú ert alveg húmorslaus, það er ekki til húmor í þér.“ En þetta var ekki rétt, þetta var bara gagnvart henni, hún var svo pirrandi." Ég vil helst ráðast á þá sem eiga það skilið Ég spurði Stellu hvað hún mæti mest í fari fólks? „Trygglyndi, heiðarleika og það að þykja vænt um dýrin,“ svaraði hún að bragði, „Manneskja sem er góð við dýr er oft betri,_ ég vii heldur þekkja svoleiðis fólk. Ég vil ekki ráð- ast á garðinn þar sem hann er lægst- ur, ég vil ráðast á þá sem eiga það skilið. Hitt er lítilmennska. Það er ekki hægt að skjóta alla í hnakkann eins og í Kína. Skildu ekki guilið þitt eftir á glámbekk, var sagt ef Gyðingur var í nánd. Þetta var á undan marxismanum. Annars er ág- ætt að Kínverjar haldi sér niðri, þótt þeir séu vistvænir og borði nánast úrganginn úr sér. Ég hef ekki orðið mikið traust á mörgu fólki nú á dögum, það verður svolítið að sortéra það. Sumir hafa skipað sér ill örlög af því að þeir hafa ekki haft við að sjá fótum sínum forráð. Það er verið að gera margt fólk vitlaust með gervikröfum. Heyrðu Stella þú getur lært, var sagt við mig stelpu. Það var alveg rétt, ég þurfti oft lítið að hafa fýrir hlutun- um.En maður verður að vanda sig. Ég átti að læra kvæði og það var allt í lagi. En kvæðið sat í mér á prófinu, ég hafði hlegið eins og fífl og mundi svo ekki nema fyrsta erindið.“ Vildi ekki fara til Florida nema með byssu í beltinu Talið barst að fögram stöðum. „Það era svo margir staðir skemmtilegir, það er ekki hægt að gera upp á milli. Ef ég hefði komið til Himnaríkis gæti ég sagt það, en ég er ekki tilbúin til þess að fara þangað, í fyrsta lagi ef ég væri orðin svoddan aumingi að ég gæti ekkert gert annað en biðja um gullvagninn. Maður á að fara varlega að vissu marki. Það sem er gert fyrr kemur fram síðar ef það er ekki vel gert og vandað. Þeir syngja vel Afríku- negramir. Þeir voru fluttirtil Ameríku og þar er nú nýr kynstofn með galla beggja. Ekki langaði mig til Florída nema með byssu í beltinu. Annars er vissara að vera ekki of dómharð- ur, það er víkingaeðli í okkur Islend- ingjjm og við erum ekki eins frið- elskandi og menn vilja vera láta. Við væram búin að eyða okkur sjálf fyrir löngu ef við hefðum leyfi til þess. Hvemig ætli allir gætu til dæmis Iifað af í Reykjavík ef það harðnaði í ári. Við verðum að lifa í takt við landið og þess vegna er ég á móti þessum nefsköttum og flötu sköttum. Okkar hlutverk er að lifa_ af í sátt og sam- lyndi við landið. A stöðum eins og hér veitir manni ekki af að hafa þessa SYSTKININ í Knarrarnesi, Stella, Eiríkur, Erlendur og Guðmundur. Hundarnir Rósi og Kátur eru við fætur þeirra. ið á, lagði frá sér byssuna og sagði „Hann er alveg dauður andskotans selurinn, steindauður," en á sama augnablikinu þaut selurinn til hafs. Það var fljótlegast að hræða með byssunni Einn bróðirinn, Erlendur, hafði ver- ið úti að huga að rekaviði, en þeir bræður höggva við í staura og til fleiri gagnlegra hluta. Eiríkur hafði haft á orði að mesta breytingin á Mýranum um árabil hefði orðið þegar Mýrabát- urinn hætti að ganga, það hefði þrengt viðskiptin við Reykjavík. I Knarranesi er feikna mikill sjóvar- nagarður, sem heimamenn hafa byggt upp á löngum tíma. „Við byij- uðum á garðinum 1944,“ sagði Er- lendur, „en hann byggist á tveimur hlöðnum torfgörðum,sem síðan var fyllt að með gijóti. Þetta hefur verið byggt upp á löngum tíma og mér hefur alltaf þótt þetta skemmtilegt verkefni, enda ekki auðvelt. Þetta lýtur líka að mínum áhugamálum, því ég hef alltaf haft gaman af smíðum og er með verkstæði í Knarrarnesi. Ég hef því alltaf getað unað mér vel hér, enda er ég hændur að dýram og hundamir era hændir að mér. Þeir era nú alltaf að sulla þetta með alveg hissa hvað hann var þolinn. Einu sinni reri ég í land og Rósi var þá kominn langleiðina á eftir mér, en ég varð að snúa við og sækja hann. Rósi vill alltaf vera við sjóinn, en Kátur vill ekki eins fara að sjónum. Jú, hér hefur alltaf verið reki og ýmis hlunnindi. Við seldum áður rek- ann, en nú kaupir enginn orðið. Svo var það æðarvarpið, lundaveiði, grá- sleppan og smábátaveiði. Vorið 1939, þá var mikill fiskur.Þá vora Færey- ingar hér út af, út af Hnokka við Dílaboðana. Það var óalgengt þar. Við fóram þá á íjögurra manna fari og fylltum alveg. Seinna fóram við aftur, en sáum þá bakka kvikna í norðri á fjöllunum og rerum snarlega í land. Það var slitrótt veiðin þarna, mikil áraskipti að fískgengd. Við gát- um stundum fískað í strauminn, en svo var ekkert á aðfallinu. Annars er þetta sérkennilegt veiðisvæði, því hér er svo mikið af boðum og skeij- um. Ef vargfugl sem kemur fer ekki í burtu með góðu þá skjótum við á hann með byssum. Aður fyrr þurftum við stundum að reka menn burtu með því að hræða þá með byssunum. Þetta voru þá menn sem vora að stela eggj- um og fleiru. Það var fljótlegast að hræða þá með byssunum. er svona til 7.júní og fer oftast ef það kemur suðaustan kaldi. Hún flýgur alltaf upp í vindinn. Það er skrýtið. Einn og einn flækingur verður þó eftir, það er eins og þær treysti sér ekki til að fara, eða vilja bara ekki fara, era orðnar hagvanar og heima- kærar eins og við sem búum hér. Það er skrýtið að þær skuli ekki verpa neitt hér, fara allar til Grænlands. Hér var hvít kolla í mörg ár sem gaf hvítan dún, en allt í einu hætti hún. Einstaka fuglar eiga þetta til, hvít kofa, hvítir hrafnar. Það er skrýtið, þeir verða yrjóttir, hvítflekkóttir á goggnum og tapa hefðbundna litnum, það er skrýtið. Á árunum í kring um 1940 verpti mikið af teistu hér á eyjunum. Við reyndum að fjölga þessu og tímdum ekki að taka ungana þótt þetta væri besta kjöt sem völ er á. En svo kom helvítis minkurinn, kallamir sem vora með minka í búram og misstu þá. Þeir eyddu byggðinni. Við settum upp gildrar til þess að lokka þá. Ég man eftir einum skjannahvítum mink sem veiddist, en það var enginn peningur í þessu. Þá fórum við að gera annað. Við fláðum þá ef þeir vora þéttir í skinninu, jafnvel þótt vindhár væra á þeim, fláðum þá, þurrkuðum og seld- EIRÍKUR er sögufróður maður og lumar á merkilegum kenningum. litlu glóra sem maður hefur til þess að fara sér ekki að voða.“ Jörðin verður aldrei eitt ríki „Ég hef alltaf verið mikið fyrir alla sögu og svoleiðis," sagði Eiríkur þar sem við tókum tal saman í stofu, allt- af haft gleði af landafræði og sögu. Það skemmtilegasta í sögunni er nú ef til vill það að spá í breytingamar. Það er svo misjafnt hvemig breyting- amar hafa átt sér stað. Það var til að mynda auðsýnt í heimsstyijöldinni síðari að Stalín var það sama og Hitl- er. Það vildi hins vegar til að Stalín dó áður en hann gat farið í stríð á ný, því það er mitt mat að hann vildi ólmur og uppvægur fara í þriðju heimsstyijöldina en Kínveijar hikuðu Ég legg þá Stalín og Hitler tvímæla- laust að jöfnu, báðir vildu leggja und- ir sig allan heiminn, en það hefur alltaf mistekist og mun mistakast. Jörðin verður aldrei eitt ríki.“ Nokkram vikum eftir að samtal okkar Eiríks fór fram vora birt í Bandaríkjunum gögn um stríðsleynd- armál þar sem fram kom staðfest að Stalín vildi fara í þriðju heimsstyijöld- ina, en það vora Kínveijar sem hættu við og allt rann út í sandinn. Manni þykir vænt um þessa veröld „Það hlýtur að vera afskaplega leiðinlegt fyrir þá Islendinga sem trúðu því að kommúnisminn væri frelsun heimsins. Ekkert af boðaðri sælu varð að veruleika, þetta hefur allt oltið um koll og í allri mannkyns- sögunni hefur ekkert þjóðfélagskerfí eyðilagt eins svakalega og komm- únisminn. Það mun taka margar kyn- slóðir að bæta skaðann ef það er þá unnt, þótt formlega hafí kommúnism- inn aðeins staðið í 70 ár. Það er lang- ur tími í samtímanum, en stuttur í sögunni. Kommamir reyna að líta til- verana nýjum augum, en þeir breyt- ast ugglaust lítið. Súri keppurinn verður alltaf súr. Það er synd þegar byggð era upp kerfí sem fá ekki svig- rúm til þess að anda. Þau geta aldrei þróast rétt og þessi öld hefur verið dýrkeypt í þeim efn- um. Það er skemmtilegt við söguna að maður getur skoðað hana hvaðan sem er. Ég festist við ankeri hér en las allt sem ég náði í. Manni þykir vænt um þessa veröld og verður að læra á þetta allt, læra að nota sjóinn eða fjöruna til þess að fara í land héðan, læra að meta söguna út frá almennri skynsemi, allt verður að reikna út. Þetta er eins og með gang himintunglanna, allt hefur sinn gang. Bara á íslandi hefur allt færst mikið til, fólkið hefur flutt sig suður á bóginn, en það stendur varla í stað á hinum stöðunum. Mitt sérstaka áhugasvið er þá nágrennið hér, fugl- amir og sjórinn. Grásleppan er nán- ast horfín, sést ekki og svartbakurinn er alveg hættur að draga upp. Það era mikil viðbrigði þegar þetta hverf- ur alveg. Þetta hefur állt verið að minnka hér á Mýrunum. Það er ein- staka ár sem þorskurinn hefur komið, en þetta er ósköp slitrótt. Það er æðarvarp hér og við hreins- um æðardúninn. Það er talsverð vinna að sinna æðarvarpinu, en það gengur mest yfir á hálfum mánuði, svo fremi að það rigni ekki, en það er mikil- vægt. Æðarfuglinn hefur breytt sér, hann er farinn að verpa hér heima. Æðarfughnn vill komast í kompaníið, kann svo vel við sig nærri fólki. Auð- vitað er meiri friður hér heima við og ránfuglamir eru síður á ferðinni. Það er skemmtilegt hvað æðarfuglinn hænist að fólki. Annars hefur ritan vakið mesta athygli mína, hún er iðin. Þegar vorfuglarnir koma, sandlóan, hrossagaukurinn, proppan, eða mar- gæsin, þá verður svo líflegt og ilmur- inn vaknar í fjöranni þegar hún kvak- ar á eyrinni. Og svo er dýrðlegt þeg- ar krían kemur fyrst í maí, hún verp- ir alveg á bakkanum og er löngu hætt að ráðast á okkur, því þeir skilja það fuglamir þegar ekkert er tekið fráþeim. Fuglinn leitar gjaman þang- að sem hann er alinn upp og þess vegna hefur fjölgað mikið hér um slóðir af fugli." Þetta hefur verið andi eða eitthvað Ég spurði Eirík um örlagaþráðinn? „Það er margt sem er í ákveðnum farvegi, en sumt getur alltaf breyst. Ég er ekki beint forlagatrúar, en þó er erfitt að sveija fyrir það. Fyrir nokkram áram var ég úti við á hlað- inu, svona að kíkja á veðrið og tilver- una. Allt í einu heyri ég feikna mik- inn þyt og mér sýndist eins og leður- blaka færi hjá. Það fylgdi þessu mik- iil hávaði og hefur ugglaust verið andi eða eitthvað, það er ómögulegt að segja. Ég hef til dæmis séð framl- iðið fólk, sá mann úti á túni, Guðjón í Straumsfirði. Hann var þá látinn fyrir mörgum árum, en það kemur fyrir svona. Ég heyrði úti í ijósi að menn vora að tala saman. Lítill strák- ur úr Reykjavík heyrði þetta líka, en það var enginn þar þegar að var gáð. Ég hef oft orðið var við ýmis- legt, en aldrei hef ég orðið hræddur, þetta eru líklega einhveijir sem ein- hvemtíma hafa verið hér á ferð áður. Berdreymi er algengt hjá mér. Það spáði einu sinni foráttuveðri en maður kom til mín í draumi og sagði að ekkert yrði úr þessu. Það er alltaf sami maðurinn sem birtist mér en ég veit ekkert hver hann er. Hann sagði mér í haust að ég ætti von á sumar- auka og hann er ennþá og hefur ver- ið síðan 27. október. Mig dreymdi einu sinni að ég sá einhveijar eyjar sem ég hafði aldrei komið til. Löngu síðar kom ég í Hvalseyjar hér fyrir utan. Ég hafði þá komið þangað í draumnum. Þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur í miklu mistri var borgin nákvæmlega eins og ég hafði séð hana í draumi. Annars skiptir miklu máli í þessu öllu saman að vera jákvæður. Ég er jákvæður maður að allri skapgerð og GUÐMUNDUR þeysir með hjólbörurnar í önnum dagsins. vil heldur gera það góða úr hlutunum, en leita eftir því neikvæða. Þeir voru ekki alltaf hrifnir af mér kallamir hér áður fyrr, ég hermdi svo mikið eftir þeim, þeir voru svo skemmtilegir. Gísli á Vogalæk, hann fór oft í sjóinn héma á togaraáranum vegna eigin fljótfærni. Hann var hreint alltaf að detta í sjóinn, en hann var svo vel syndur að það skipti engu máli, ein- staklega ógætinn maður. Einu sinni kom hann að sel sem hann hafði skot- manni. Þeir vilja synda og vaða út í alveg óragir. Þegar Rósi var lítill synti hann yfír voginn og út í nes. Ég var alveg hissa að hann skyldi hafa þetta, Það er skrýtið Annars skeður margt skemmtilegt í umhverfinu hér. Einu sinni slógum við melhólinn um Jónsmessuna og settum upp í stóran galta. Þá bjó einn fugi sér hreiður í galtanum, fannst gott að fela sig þar. Hann fékk alveg frið til þess. Þetta er skrýtið. Topp- önd, rauðhöfða og stokkönd hefur fjölgað mikið og það er skemmtilegt. Það er svo skrýtið eins og með hrossa- gaukinn að hann fer aldrei fyrr en um miðjan október. Það verður að koma frost til þess að hann fari. Svo kemur hann snemma vors eins og óðinshaninn og stelkurinn. Mikið af lóuþræl verpir hér, oftast fjórum eggj- um og einu sinni fundum við margæs- arhreiður með mörgum eggjum. Mar- gæsin fór svo út á sjó með ungana og faldi sig líka í grasinu með þá, en hún verpti ekki næsta sumar. Við tókum margæsaranga í heimalning, en gleymdum að taka flugfjaðrimar. Hann hvarf, en ef þeir hefðu verið tveir hefði hann kannski verið kyrr. Það er skrýtið að fara í burtu, vera ekki kjurr heima við. Hann var voða- lega frekur, varði allt í kring um húsið, bjó sér hreinlega til landhelgi og fylgdi manni fast eftir. Skrýtið hvað þetta er gráðugt í brauð, þykir ekki nóg grasið. Þetta er öðravisi en þessar tömdu gæsir, þær eru ekkert að fara í burtu, era bara á sínum stað. Rauðbrystingurinn er stundum í hrúgum héma, einn til tveir búnkar fylltu voginn og þeir sátu einnig á þúfum hvarvetna, en í vor sást hann varla. Þetta er skrýtið. Eins er það með gæsirnar. Þetta voru oft þrír stórir hópar. En þetta hefur minnkað, það er líklega veitt svo mikið af henni í írlandi og á Skotlandi, á leiranum þar sem þær sitja. Það er skrýtið. Mikið af þeim kemur líklega aldrei hingað. Það er skrýtið. Það væri fróð- legt að merkja þær til þess að vita hvert þær fara, líklega út og suður. Margæsin kemur fyrri hluta apríl og um og fengum margfalt meira verð en fyrir skottin. Það vora nú meiri ósköpin sem maður felldi af þessu fyrstu árin.“ Sú „hvíta“ hefur fegurri hljóm Úti á túni var Guðmundur að bera á og dytta að einu og öðra. I Knarrar- nesi hefur verið til traktor um árabil, en þeir bræður hafa aldrei notað hann, nota gamla lagið og Guðmund- ur er traktorsígildið og dregur hlöss- in. Það var ekki fyrr en í fyrra þegar Helgi vinur þeirra úr Grindavík kom til að aðstoða sem tarktorinn var notaður. Helgi tók ekki annað í mál og allt gekk að óskum. „Jú, ég er búinn að draga margt hlassið," sagði Guðmundur, „búinn að kljúfa alveg geysilega mikið af rekavið í staura. Við höfum gengið í verkin hér eins og þurft hefur, hvort sem það er að sinna rekanum, taka rituegg á vorin, heyja, hreinsa dúninn eða dytta að og byggja upp. Nær_ allt gijótið í sjóvarnagarðana fluttum við á sleðum á ís þegar lagði á vetr- um. Við tókum mest af gijótinu í garðinn í Bræðraskeri á Norðurnes- inu. Við voram fljótir að vinna þetta verk, bara nokkra vetur.“ Guðmundur leikur á munnhörpu s'ér til gamans og impróviserar, alltaf stutta stund í einu, en það er sama hvort hann er að höggva við, bera á tún eða sinna öðru sem sinna þarf. Skyndilega stendur maðurinn einn i umhverfi sínu og leikur á munnhörpu út í náttúrana alveg eins og sumar- fugiinn staldrar við og syngur lífsstef- in sín. Ein melódía til heiðurs lífinu allt um kring og síðan leggjast vinnu- lúnar hendur aftur á verkfærin. Guð- mundur á tvær munnhörpur frekar en eina, báðar svartar, en aðra kallar hann hvíta vegna þess að hún hefur fegurri hljóm. Það er rökrétt hjá þeim sem vill ríma á móti því bjarta, hvort sem það er við blikandi hafí eða björt- um vonum í bijósti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.