Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGAR Verkfræðingur Verkfræðistofa óskar eftir ungum verkfræð- ingi. Verksviðið er fjölbreytt verkfræðivinna svo sem hönnunarvinna, gerð vinnuteikninga og áætlanagerð. Æskilegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu í forritun auk reynslu í notkun almennra hönnunar- og teikniforrita. Til greina koma bæði bygginga- og vélaverk- fræðingar. Þeir, sem hafa áhuga, sendi upplýsingar um menntun og fyrri störf til afgreiðslu Mbl., merktar: „V - 14280“. Leikskólar Reykjavíkurborgar Laufskálar Lausar eru stöður aðstoðarleikskólstjóra og leikskólakennara í nýjum leikskóla við Laufrima. Framundan er spennandi verkefni við að móta starfið. Upplýáingar gefur leikskólastjóri Lilja B. Ól- afsdóttir í síma 567 1485. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. Lítil prentsmiðja f Reykjavík óskar eftir að ráða duglegan prentara, eða mann vanan prentun eða fjölritun, á reyklaus- an vinnustað. Starfið felst í fjölritun, Ijósritun og frágangi á prentgripum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir föstu- daginn 19. janúar merktar: „Prentsmiðja - 4184“. >S< 1 Hafnarfjörður Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar Auglýst er 50% staða lögfræðings við Fé- lagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Aðalverkefni lögfræðings er ráðgjöf og vinna í barnaverndarmálum auk ýmissa verkefna á sviði félagsþjónustu. Upplýsingar um starfið veitir félagsmálastjóri í síma 565 5710 alla virka morgna milli kl. 11 og 12. Laun skv. kjarasamningi Starfsmanna- félags Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbæjar. Umsóknum, með upplýsingum um próf og fyrri störf, skal skilað á Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10, Hafnarfirði, fyrir 25. janúar nk. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Nýtt starf Hólmavíkurhreppur óskar að ráða umsjónar- mann með verkefnum hafnar- og tæknideild- ar. Um er að ræða nýtt, fjölbreytt og krefj- andi starf, sem felst m.a. í hafnarvörslu, vigt- un og skráningu sjávarafla, umsjón með verk- efnum áhaldahúss, slökkviliði og vatnsveitu. Ráðið verður í starfið frá 1. mars nk. Laun eru skv. samningi Launanefndar sveitarfé- laga og Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum. Umsóknir um starfið þurfa að berast skrif- stofu Hólmavíkurhrepps, Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík, í síðasta lagi föstudaginn 2. febrúar 1996. SveitarstjóriHólmavíkurhrepps. Tæknisölumaður Stórt þjónustufyrirtæki á byggingarvöru- markaði óskar eftir sölumanni. Starfið felst einkum í sölumennsku til atvinnukaupenda, almennri tilboðsgerð ásamt ráðgjöf í vöru- þróun. Umsækjandi þarf að búa yfir al- mennri tæknimenntun, tölvuþekkingu og góðum hæfileikum til að selja. Reynsla í sölu- mennsku æskileg en ekki skilyrði. Boðið er uppá góða starfsaðstöðu hjá traustu fram- sæknu fyrirtæki, laun skv. nánara samkomu- lagi. Umsóknarfrestur er til og með 22.01.96, umsóknir leggjast inn á afgreiðslu Mbl. merktar: „T - 18280“. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. ^ Röntgentæknir Sjúkrahúsið á Húsavík Hvemig væri að breyta til og ráða sig í vinnu á Húsavík. Okkur vantar röntgentækni í 75% starf frá 1. mars ’96. Húsavík býður upp á fjölda möguleika í félagslífi og ekki þarf að fjölyrða um náttúrufegurð og veðursæld. Á sjúkrahúsinu er starfandi samkór sjúkra- hússins, þannig að æskilegt er að viðkom- andi geti sungið sópran eða alt (söngkunn- átta er þó ekki skilyrði.) Við leitum að dugleg- um og hressum starfskrafti, sem getur starf- að sjálfstætt og hefur frumkvæði í vinnu. Nánari upplýsingar gefa: Guðrún, röntgentæknir, í síma 464 0550 eða Regína, fulltrúi, í síma 464 0523. Sjúkrahúsið á Húsavík. LANDSMÓT SKÁTA Landsmót skáta verður haldið að Úlfljótsvatni 21 - 28. júlí 1996. Áætlað er að rúmlega 3000 innlendir og erlendir þátttak- endur taki þátt í mótinu. Mótsstjórn vill ráða framkvæmdastjóra til að taka þátt í undirbúningi og sinna þeim verkum sem ekki er aðstaða til að sinna í sjálfboðavinnu. ► FRAMKVÆMDASTJÓRI Krefjandi og umfangsmikið starf er felst í stjórn og framkvæmd þeirra undirbúningsverka er vinna þarf fyrir mótið. Meðal helstu verksviða framkvæmdastjóra eru: ► Stjórn og framkvæmd verklegs undirbúnings. *- Skipulagning og framkvæmd innkaupa og útvegun efnis og aðfanga. Framkvæmd markaðsáætlana. *- Aðstoð við undirbúningsnefndir mótsins. Við leitum að kraftmiklum og drífandi starfsmanni, með góða skipulagshæfileika, þjónustulund og mikla samskiptahæfileika. Síðast en ekki síst þarf viðkom- andi að hafa metnað til að leggja sig allan fram í starfi hjá öflugum félagasamtökum. Starfstími frá 1. febrúar til 1. september 1996 Nánari upplýsingar veitir Ólöf lóna Tryggvadóttir ráðn- ingastjóri hjá Ábendi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlpgast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en í síðasta lagi fyrir hádegi 22. janúar 1996 Á 3 <$ r^j>I Viðski ptaf ræði ng u r Fyrirtækið, sem er opinber þjónustustofnun miðsvæðis í Reykjavík, óskar eftir að ráða starfsmann í stöðu yfirmanns aðalbókhalds. Hæfniskröfur: Viðskiptafræðimenntun áskil- in, að auki þarf viðkomandi að hafa hald- bæra reynslu af bókhalds- og fjármálaum- sýslu. Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar nk. Umsóknareyðublöð og nánari uppiýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er frá ki. 9-14. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Líósauki hf. IB Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk til starfa á neðangreinda leikskóla: í starf allan daginn: Drafnarborg v/Drafnarstfg. Upplýsingar gefur Sigurhanna Sigurjónsdóttir leikskólastjóri í síma 552 3727. Hraunborg v/Hraunberg. Upplýsingar gefur Sigurborg Sveinbjörns- dóttir leikskólastjóri í síma 557 9770. Foldaborg v/Frostafold. Upplýsingar gefur Ingibjörg Sigurþórsdóttir leikskólastjóri í síma 567 3138. I starf f.h.: Leikgarður v/Eggertsgötu. Upplýsingar gefur Sólveig Sigurjónsdóttir leikskólastjóri í síma 551 9619. I starf e.h.: Rauðaborg v/Viðarás. Upplýsingar gefur Ásta Birna Stefánsdóttir leikskólastjóri í síma 567 2185. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir eftir starfsmanni í við- skipta- og efnahagsdeild Sendiráð Bandaríkjanna óskar eftir að ráða aðstoðar viðskiptafulltrúa. Starfsmaðurinn mun hafa umsjón með skýrslugerð sendi- ráðsins um íslenskt efnahagslíf, aðstoða bandarísk fyrirtæki sem leita að viðskipta- tækifærum tengdum íslandi og svara ýmsum fyrirspurnum um viðskipta- og efnahagsmál. Umsækjendur skulu uppfylla eftirfarandi skil- yrði: • Hafa fullkomið vald á ensku og íslensku. • Hafa áhuga og þekkingu á alþjóðamálum og samskiptum Islands og Bandaríkjanna. • Hafa frumkvæði, útsjónarsemi og áhuga á því að finna ný viðskiptatækifæri fyrir bandarísk fyrirtæki tengd íslandi. • Hafa þekkingu á íslensku viðskipta- og efnahagslífi. • Þekkingu á Bandaríkjunum, hugsanlega í gegnum nám eða starf. • Háskólapróf er skilyrði, framhaldsnám æskilegt, t.d. MBA. • Tölvukunnátta nauðsynleg, sérstaklega í Microsoft Word, Word Perfect, Excel og Access. Umsóknareyðublöð má sækja í afgreiðslu sendiráðsins á Laufásvegi 21, frá kl. 8.00, 16. janúar. Útfylltum umsóknum skal skilað fyrir kl. 16.00, 19. janúar. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar gild- ar. Sendiráð Bandaríkjanna mismunar ekki umsækjendum eftir kyni, aldri eða kynþætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.