Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 B 25 ATVINNU i / YSINGAR Sölufólk óskast Blindrafélagið óskar eftir duglegu og áreiðan- legu fólki í símsvörun. Um er að ræða nýtt og spennandi verkefni. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af símsölu en það er ekki skilyrði. Góð sölulaun eru í boði. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu félagsins frá mán.-mið. milli kl. 13-15 í síma 568 7333. AKUREYRARBÆR íþrótta- og tómstundafulltrúi Laust er til umsóknar starf deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar Akureyrarbæj- ar, sem ber ábyrgð á starfsemi Akureyrar- bæjar í íþrótta- og tómstundamálum, t.d. rekstri félags- og tómstundamiðstöðva og íþróttamannvirkja. Krafist er staðgóðrar þekkingar á íþrótta- og tómstundamálum, ásamt reynslu af stjórnun og rekstri. Æskileg er háskólamenntun á einhverju sviði uppeldis- og félagsvísinda. Starfið veitist frá 1. mars nk. eða eftir samkomulagi. Meirihluti þeirra, sem sinna stjórnun og öðr- um áhrifastörfum hjá Akureyrarbæ, eru karl- menn. í samræmi við landslög og jafnréttis- áætlun bæjarins vill Akureyrarbær stefna að því, að hlutur kynjanna í áhrifastöðum verði sem jafnastur og hvetur því konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Upplýsingar um starfið, kaup og kjör, veita félagsmálastjóri í síma 460 1420 og starfs- mannastjóri í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 1996. Starfsmannastjóri. Tölvunarfræðingur Verkfræðingur Stórt deildaskipt fyrirtæki í borginni, óskar að raða starfsmann til starfa í tölvudeild. Starfið er laust samkvæmt nánara samkomu- lagi. Leitað er að tölvunarfræðingi, verkfræðingi eða einstaklingi með sambærilega mennt- un. Starfið felst í umsjón og rekstri netkerfis fyrirtækisins, einmenningstölvum og net- þjónum. Það tekur til uppsetninar tækja og forrita, þjónustu við notendur ásamt því að leysa forritunarverkefni. Tölvubúnaður fyrirtækisins byggirá nokkrum Novell staðarnetum sem tengd eru saman með viðnetstengingum. Gagnagrunnur fyrir- tækisins er Oracle á Unix tölvu og notar fyrir- tækið allnokkur forritakerfi, bæði í viðskipta- legum og tæknilegum tilgangi. Umsækjandi þarf að hafa góða þekkingu á Novell NetWare, Windows og Unix stýri- kerfum og hafa reynslu í forritun fyrir þessi stýrikerfi. Viðkomandi þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum og eiga auðvelt með að tjá sig á einfaldan hátt við notendur. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. Guðnt Tónsson RÁDGIÖF & RÁDNINCARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-6213 22 Sölumaður Leitum að kröftugum og heiðarlegum sölu- manni. Starfið krefst bifreiðar, ástundunar og góðrar framkomu. Reynsla af sölustörfum er æskileg en ekki nauðsynleg. Ráðið verður í stöðuna strax. Upplýsingar veitir Birgir í síma 588 1200 mán.-þri. milli kl. 10 og 16. Fasteignasala Rótgróin fasteignasala í Reykjavík hefur falið okkur að ráða sölumann/-menn. Við leitum að manni sem er hugmyndaríkur, duglegur og áreiðanlegur. Laun fara eftir árangri í starfi. Reynsla nauð- synleg. Góð vinnuaðstaða, skemmtilegt starf. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Jón Baldvinsson, Háaleitisbraut 58-60 Sími 588 3309. fax 588 3659 NAMSGAGNASTOFNUN Laugavegi 166, 105 Reykjavík óskar að ráða í eftirtalin störf: Ritstjóri námsefnis Um er að ræða afleysingastarf til 1. septem- ber 1996. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Ás- geirsdóttir, útgáfustjóri. Prentsmiður ítextavinnslu og umbroti Quark Express, Macintosh-umhverfi. Um framtíðarstarf er að ræða. Ráðningartími eftir samkomulagi. Fjölbreytt verkefni og góð vinnuaðstaða. Nánari upplýsingar veitir Bogi Indriðason, framleiðslustjóri. Námsgagnastofnun annast útgáfu námsefn- is fyrir allar greinar grunnskólans - bækur, myndbönd og kennsluforrit. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, berist til Námsgagnastofnunar fyrir 1. febrúar nk., merktar: „Starfsumsókn". Hollvinasamtök Háskóla Islands Framkvæmdastjóri Undirbúningsstjórn Hollvinasamtaka Háskóla íslands auglýsir eftir kraftmiklum og hug- myndaríkum einstaklingi til þess að gegna starfi framkvæmdastjóra. Markmið Hollvina- samtakanna er að auka tengsl Háskóla ís- lands við fyrrum nemendur sína og aðra, sem þera hag skólans fyrir brjósti og veita þeim greiðan aðgang að starfsemi og þjónustu skólans. Tekjum samtakanna verður ráðstafað til upp- byggingar lærdóms og rannsókna í Háskóla íslands. Framkvæmdastjóra er ætlað að annast dag- legan rekstur samtakanna, halda uppi sam- skiptum við félagsmenn, vinna að fjáröflun og hafa umsjón með átaki til skráningar stofnfélaga í samtökin fyrir 17. júní nk. Jafnframt felst í stöðunni talsvert brautryðj- andaverk, þar sem samtökin eru í mótun. Framkvæmdastjóri er starfsmaður undirbún- ingsstjórnar Hollvinasamtakanna. Farið er fram á að viðkomandi hafi háskóla menntun. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið frá miðjum febrúar nk. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist til skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla íslands, Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut, eigi síðar en 30. janúar nk. Iðnrekstrarfræðingur á útvegssviði, tölvufræðingur frá Iðnskóla Reykjavíkur, með reynslu í sjávarútvegi, óskar eftir framtíðarstarfi. Getur hafið störf strax. Upplýsingar í síma 588-7451, Sigurður. Kórstjórnandi óskast Skátasamband Reykjavíkur óskar að ráða kórstjórnanda. Frekari upplýsingar í síma 551 5484 mánu- daga til fimmtudaga milli kl. 9 og 13. Reiknistofa bankanna óskar eftir að ráða forstjóra, sem stjórnar daglegum rekstri reiknistofunnar í umboði stjórnar og ber ábyrgð gagnvart henni. Reiknistofa bankanna er starfrækt í samein- ingu af bönkum, sparisjóðum og greiðslu- kortafyrirtækjum. Reiknistofan annast greiðslumiðlun, tölvuvinnslu bókhalds, bein- línuvinnslu og tengda þjónustu fyrir 200 af- greiðslustaði í megintölvuumhverfi. Starfsmannafjöldi er rúmlega 100, árleg velta um 1.100 millj. kr. Leitað er að háskólamenntuðum sérfræðingi í tölvunarfræði, verkfræði eða viðskiptafræði með staðgóða þekkingu á áætlanagerð, fjár- málastjórn og starfsmannastjórnun. Starfsreynsla eða framhaldsnám erlendis er æskilegt. Nánari upplýsingar gefa formaður stjórnar Reiknistofu bankanna, Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbanka íslands, og núverandi forstjóri, Þórður B. Sigurðsson. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. júní 1996. Umsóknir ber að stíla til stjórnar Reiknistofu bankanna, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 8. febrúar nk. Reykjanesbær Tjarnargötu 12 - 230 Keflavík Skólamálastjóri Reykjanesbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu skólamálastjóra, um er að ræða nýtt starf og er laust nú þegar. Starfssvið: • Er forstöðumaður skólamálaskrifstofu sem annast þau störf er flytjast frá Fræðsluskrifstofu Reykjaness við flutn- ing grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. • Skólamálaskrifstofa er hluti af mennta- og menningarmálasviði sveitarfélags- ins. Fagnefnd er skólanefnd. • Skólamálaskrifstofa fer með málefni grunnskóla, leikskóla og innan tíðar málefni tónlistarskóla. Menningarmál eru vistuð þar einnig. • Yfirmaður skólamálastjóra er bæjar- stjóri. Menntunarkröfur: Umsækjendur skulu hafa kennslufræðilega menntun, stjórnunarreynslu, víðtæka þekk- ingu á skólamálum og hæfni í mannlegum samskiptum. Laun: Laun eru samkvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags bæjarstarfsmanna (S.T.K.B.) og Reykjanesbæjar. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 22. janúar 1996 og skulu skriflegar umsókn- ir berast til undirritaðs sem einnig veitir nán- ari upplýsingar. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ Ellert Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.