Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 28
'28 B SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AUGLYSINGAR Lögmannsstofa Hef opnað lögmannsstofu á Klapparstíg 25-27, 5. hæð, Reykjavík, í samstarfi við Sif Konráðsdóttur, hdl. Símanúmer stofunnar er 551 1050, faxnúmer er 551 1041 og net- fang er elinarna@itn.is og skonrads@itn.is. Stofan er aðili að EUROJURIS INTERNATIONAL samtökum lögmannsstofa í 610 borgum Evrópu. Elín Arnadóttir héraðsdómslögmaður. Samstarf Evrópu- þjóða f málefnum fatlaðra, HELIOS II ísland varð fullgildur aðili að samstarfsáætl- un Evrópuþjóða um málefni fatlaðra (Helios II) 1. janúar 1996 á grundvelli 31. greinar samþykktar Evrópska efnahagssvæðisins. Áætlunin hófst 1993 og mun standa yfir til ársloka 1996. íslendingum býðst nú tæki- færi til að taka þátt í árlegri samkeppni á vegum Helios II, um verkefni sem fjalla um málefni fatlaðra. Þessi verkefni eru: Blöndun fatlaðra í almenna skóla, (þjálfun kennara). Félagsleg aðlögun fjölfatlaðra. Endurhæfing. Tækninýjungar fyrir fatlaða. Starfsþjálfun. Þátttaka fatlaðra á almennum vinnumarkaði. Sérstök dómnefnd á vegum Helios II, velur úr sex verkefni frá hverju aðildarríki, en dóm- nefnd ákveður síðan hvaða verkefni hljóta verðlaun. Þrenn verðlaun eru veitt fyrir verk- efni í hverjum flokki. Verðlaun verða afhent í byrjun desember 1996 í Brussel. Upplýsingar um þátttökuskilyrði ásamt um- sóknareyðuþlöðum fást í félagsmálaráðu- neytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu sími 560 9100. Verkefnum skal skila til félagsmálaráðuneyt- isins fyrir 1. mars 1996. Félagsmálaráðuneytið. Auglýsing um styrki úr Fræðslusjóði brunamála í samræmi við reglugerð nr. 1380/1993, skv. 24. gr. laga nr. 41/1992, er hér með auglýst eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði brunamála. Fræðslusjóður brunamála starfar innan Brunamálastofnunar ríkisins. Markmið sjóðs- ins er að veita þeim sem starfa að brunamál- um styrki til náms á sviði brunamála. Sjóður- inn greiðir styrki til rannsókna- og þróunar- verkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalar- styrki, laun á námsleyfistíma og styrki vegna námskeiða og endurmenntunar. Frá árinu 1993 hafa verið veittir 64 styrkir. Til úthlutun- ar í ár eru samtals 3,5 milljónir króna. Auk styrkja til stakra verkefna mun sjóðurinn á þessu ári styrkja yfirmenn slökkviliða til að sækja námskeið sem Brunamálastofnun skipuleggur í samvinnu við þjálfunarmið- stöðvar slökkviliða í Svíþjóð og Finnlandi. Styrkir til námskeiðanna verða veittir viðkom- andi slökkviliðum og skulu slökkviliðsstjórar sækja um fyrir hönd þeirra manna sem þeir hyggjast senda á námskeiðin. Umsóknir um styrki skal senda Brunamála- stofnun ríkisins, Laugavegi 59, 101 Reykja- vík fyrir 1. mars 1996. Nánari upplýsingar um styrkveitingar og starfsemi sjóðsins veitir Árni Árnason verk- fræðingur. Upplýsingar um yfirmannanám- skeiðin veitir Guðmundur Haraldsson skóla- stjóri. Sími Brunamálastofnunar er 552 5350. Grænt númer 800 6350. Reykjavík, 11. janúar 1996. Brunamálastofnun ríkisins. Hross íóskilum í Víðinesi í Kjalarneshreppi er bleikálótt hryssa með blátt merki í fax í óskilum. Eigandi vitji hryssunnar strax. Nánari upplýsingar hjá Sigursteini í síma 853 5570 og á skrifstofu Kjalarneshrepps, sími 566 6076. Sveitarstjóri Kjalarneshrepps. Framhaldsskólakennarar: Styrkur til sumarnáms Fulbrightstofnunin mun styrkja framhalds- skólakennara til að taka þátt í námskeiði í bandarískum fræðum (American Studies) sumarið 1996. Um er að ræða fjögurra vikna námskeið við háskóla í Bandaríkjunum, og síðan tveggja vikna ferðalag um landið. Þátttakendur geta ekki haft fjölskyldumeðlimi með sér. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar liggja frammi hjá Fulbrightstofnuninni, Laugavegi 26, sími 551 0860. Heimilistæki! Geri við öll heimilistæki á staðnum, ef hægt er. Ódýr og góð þjónusta. Mikil reynsla. Rafvirkjameistari. S.H. viðgerðir, sími 854-0815. Þorrablót Þorrablót brottfluttra Patreksfirðinga og Rauðsendinga verður haldið í Húsi iðnaðar- ins, Hallveigarstíg 1, Gullhömrum, föstudag- inn 26. janúar kl. 20. Miðar seldir á sama stað fimmtudaginn 18. janúar milli kl. 17 og 19 og laugardaginn 20. janúar milli kl. 14 og 16. Allir Patreksfirðingar, Rauðsendingar og aðrir Barðstrandingar velkomnir. Fjölmennum og styrkjum átthagaböndin. Aldís, sími 426 8010, Edda Thorl., sími 553 2482, Bryndís, sími 557 4773. Utboð Vesturlandsvegur í Reykjavík Ártúnsbrekka - Elliðaár Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík og vega- málastjóri óska eftir tilboðum í lagningu nýrr- ar akbrautar (3-4 akreinar) Vesturlandsvegar um Ártúnsbrekku frá Höfðabakka að Sæ- braut, þ.m.t. bygging brúar yfir Elliðaár ásamt veggöngum fyrir Bíldshöfða og steypt- um stokk fyrir vestari ál Elliðaáa. Helstu magntölur veghluta: Skering ílaus jarðlög 71.000 rm Skering í berg 3.300 rm Fylling og burðarlög 91.000 rm Malbik 37.800 fm Helstu magntölur steyptra mannvirkja: Mótafletir 3.300 fm Steypustyrktarjárn t201.000kg Spennistál 16.000 kg Steinsteypa 1.300 rm Verkinu skal að fullu lokið 1. október 1996. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerðinni, Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 8. janúar 1996. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 5. febrúar 1996. ff| V" VEGAGERÐIN »> Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga, Fossaleynismýri í Grafarvogi Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins, óskar eftir til- boðum í fullnaðarfrágang og lóðarfrá- gang við Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga. Helstu verkþættir eru múrhúðun innan- húss, smíði og uppsetning milliveggja, innihurða og innréttinga, málun innan- og utanhúss, fráveitulagnir utanhúss, vants- og raflagnir innanhúss og sér- kerfi. Einnig skal verktaki ganga að fullu frá lóð við húsið. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 15. júlí 1996. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 6.225,- frá kl. 13.00 þann 15. janúar 1996, hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7,150 Reykjavík. Tilboðin erða opnuð á sama stað þann 6. febrúar kl. 14.00. Frekari upplýsingar má fá í ÚTBOÐA. Aríkiskaup Ú t b o d s k i I a ó r a n g r i I BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 552-6844, BRÉFASÍMI 562-6739 ÚTBOÐ F.h. íþrótta- og tómstundaráðs, er auglýst laust til leigu húsnæði við Laugardalslaug fyrir nuddstofu. Þeir sem hafa áhuga á að gera tilboð \ leigu á aðstöðunni leggi nöfn sín inn hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborg- ar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, fyrir 19. janúar nk. írt 06/6 F.h. Malbikunarstöðvar Reykjavíkur- borgar er óskað eftir tilboðum í 9.000-11.500 tonn af asfalti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 14. mars 1996, kl. 11.00. mal 02/6 F.h. Byggingadeildar borgarverk- fræðings, er óskað eftir tilboðum í endurmálun á leiguíbúðum ífjölbýii. Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á Sama stað fimmtudaginn 25. janúar 1996 kl. 11.00. bgd 03/6 F.h. Byggingadeildar borgarverk- fræðings, er óskað eftir tilboðum í endurmálun á húsnæði dagvistar barna. Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 1. febrúar 1996 kl. 11.00. bgd 04/6 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 5S2 58 00 - Fax 562 26 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.