Morgunblaðið - 14.01.1996, Page 1

Morgunblaðið - 14.01.1996, Page 1
HYUNDAIELANTRAIREYNSLUAKSTRI—BILASAFN FORD í BANDARÍKJUNUM HEIMSÓTT— ALÞJÓÐLEGA BÍLASÝN- INGIN í DETROIT - HLIÐARBELGJA VÆÐING AÐ HEFJAST Sölumenn bifráöaumboðanna t annast útvegun lánsins á 15 mínútum Glitnirht DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Við láini 1996 SUNNUDAGUR14. JANUAR BLAÐ Prowler verður smíðaður CHRYSLER hefur ákveðið að fjöldaframleiða Prowler sportbíl- inn en hann var fyrst sýndur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Detroit 1993. Framleiðslan á að heíjast snemma árs 1997 og kem- ur hann á markað þá um vorið.' Með bílnum ætlar Chrysler að blása lífí í Plymouth línuna sem hefur þótt fremur óspennandi síð- astliðin ár. Búist er við að bíllinn kosti 30-35 þúsund dollara, 1,9-2,2 milljónir ÍSK. Prowler á að vekja upp hug- renningatengsl við fjórða áratug- inn þegar kraftmiklir, opnir sport- bílar æddu um götur í Bandaríkj- unum en tæknin verður af nýjustu gerð, t.a.m. líknarbelgir fyrir öku- mann og farþega í framsæti og hliðarárekstrarvörn. 215hestafla vél „Þessi bíll verður ábatasamur fyrir fyrirtækið, á því leikur eng- inn vafí, en markmiðið með fram- leiðslunni verður fyrst og fremst að vekja athygli á Plymouth merk- inu,“ sagði Robert Eaton, stjórnar- formaður Chrysler þegar ákvörð- unin var kynnt á alþjóðlegu bíla- sýningunni í Detroit í síðustu viku. Prowler er tveggja sæta bíll með fleygmynduðum framenda og stórum hjólum. Enginn aukabún- aður verður fáanlegur í bílinn, t.a.m. hvorki ABS-hemlalæsivörn né fæst hann lokaður fyrir vota- viðrasamari staði. Hins vegar verður hægt að fá með honum blæju. Staðalbúnaður verður tveir líknarbelgir, rafdrifnar rúðuvind- ur, fjarstýrðar samlæsingar og hliðarspeglar, skriðstillir og sjö hátalara hljómkerfí með útvarpi, kassettutæki og geislaspilara. Prowler verður með fjögurra þrepa tölvustýrðri sjálfskiptingu sem flytur aflið til afturhjólanna. Vélin er 3,5 lítra, V-6, meira en 215 hestöfl. Bíllinn vegur um 1.400 kg, þar af eru um 450 kg úr áli. Aðelns boðinn bleikur Framleiðslugetan verður 5 þús- und bílar á ári en ólíklegt þykir að fleiri en 3 þúsund bflar verði framleiddir á fyrsta framleiðsluár- inu í nýrri verksmiðju Chrysler í Detroit. Fyrsta árið verður hann aðeins boðinn í bleikum málmlit. Prowler er fyrsti jaðarbíllinn Nýskráning jeppa: ^ 1995 Sfl Toyota 4Runner Toyota Landcruiser Toyota Rav4 Chervolet Tahoe 2 Daihatsu Feroza 43 15 -65,1% Daihatsu Rocky 8 < Ford Explorer 6 4 -33,3% Hummer Waaon 1 ■17JH3LL.J Hyundai Galloper 1 Isuzu Trooper 9 1 -88,9% Jeep Cherokee 73 63 -13,7% Jeep Grand Cherokee 33 55 +66,7% : Jeep Grand Wagoneer 1 Jeep Wrangler 4 3 -25,0% Kia Sportage 56 Lada Sport 102 26 -74,5% ð Land Rover 12 Mitsubishi Pajero 49 165 +236,7% Nissan Pathfinder 6 11 +83,3% Nissan Patrol 47 55 +17,0% Nissan Terrano 73 120 +64,4% l Range Rover 11 Suzuki Sidekick 4 59 +1.375,0% Suzuki Vitara 50 77 +54,0% 56 55 2 29 35 84 1-36,4% +4.100,0% Samtals 636 870 +36,8% ________ sem Chrysler framleiðir síðan Dodge Viper, tveggja sæta kraft- bíllinn, var kynntur 1992. Chrysler vonast til að Prowler skapi svipað andrúmsloft fyrir Plymouth og Viper gerði fyrir Dodge. Síðasti sportbfllinn sem kynntur var af Plymouth var Barracuda en fram- leiðslu hans var hætt á áttunda áratugnum. Undanfarin ár hefur Plymouth þjónað Chrysler með því að bjóða upp á ódýrustu gerðirnar af bílum sem samsteypan fram- leiðir, svo sem Reliant og Acclaim og kaupendahópurinn hefur eink- um verið fólk á fimmtugs- og sex- tugsaldri. ■ MIKIL aukning varð í nýskrán- ingum á jeppum á síðasta ári borið saman við 1994, eða hátt í 40%. Þar á ekki minnstan hlut að máli aukinn innflutningur utan hinna hefðbundnu bílaum- boða. Til að mynda voru fluttir inn 59 Suzuki Sidekick bílar sem er 1.375% aukning milli ára. Þó virðist það ekki koma að ráði niður á Vitara því 54% fleiri bílar voru fluttir inn og skráðir í fyrra en í hitteðfyrra. Mest var flutt inn af Mitsubishi Pajero, 165 bílar sem er 236,7% aukning milli ára. Einnig er eftirtektarvert að samdráttur verður í nýskráningum á stærri gerðum Toyota jeppa, þ.e. 4R- unner og Landcruiser, en aukn- ing í nýskráningu á Toyota RAV4 smájeppanum er hins vegar 4.100%. í töflunni að ofan er hinum ýmsu undirgerðum slegið saman, sem og dísil- og bensínbílum. ■ PLYMOUTH Prowler verður fáanlegur á næsta ári og kostar sem svarar um tveimur milljónum ÍSK í Bandaríkjunum. ‘ k l.\" maam aaawwKaí - mm s i&■• í- .1 • ■; í miklu úrvali IntermotorS Kve i kj u h I u t i r BILAHORNIÐ vorohluraverslun Hofnorfjorðar i Reykjavlkurvegi 50 • SÍMI: 555 1019

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.