Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 C 3 Milljón Peugeof306 MILLJÓNASTI Peugeot 306 bíllinn rann af færibandinu í verksmiðju Peugeot í Poissy fyrir skemmstu. Núverandi gerð bílsins var sett á markað í febrúar 1993 og er nú fáanlegur í 53 útfærslum. Síðastlið- in ár hefur Peugeot 306 stöðugt verið á lista yfir 10 mest seldu bíla í Frakklandi og vermir nú annað sætið. Framleiddir eru 2 þúsund bílar á dag. 60% framleiðslunnar er flutt út. Samstarf þýskra AUDI, BMW, Mercedes-Benz, Volkswagen og Porsche hafa hafið samstarf um rannsóknir á útblást- ursmengun. Samstarfsvettvangur- inn verður í nýrri rannsóknar- og þróunarstöð Porsche í Weissach. Rannsóknirnar snúast sérstaklega um leiðir til að auka virkni hvarfa- kúta. Eingöngu verður um rann- sóknir að ræða en bílframleiðend- urnir munu sjálfir sjá um hrinda hugmyndum sem af rannsókninni kunna að skapast í framkvæmd. Fæst banaslys í Bretlandi FÆRRI banaslys verða í umferð- inni Bretlandi en nokkru öðru iðn- ríki ef miðað er við íbúafjölda. Þetta kemur fram í rannsókn þar sem 25 þjóðir áttu hlut að máli. Árlega deyja 6,7 menn á hverja 100 þús- und íbúa í Bretlandi. í Þýskalandi deyja 12 manns miðað _við hveija 100 þúsund íbúa, 13 á Ítalíu, 17 í Frakklandi, 20 í Grikklandi og 33 í Portúgal. GDI-vélin verðlaunui NÝJA bensínvélin frá Mitsubishi með beinni innsprautun, GDI-vélin svonefnda sem sagt var frá í Bílum nýlega, hefur verið útnefnd Tækni ársins af breska bílablaðinu Car. Þetta er fyrsta bensínvél í heimi sem er með beinni innsprautun og er sögð spara eldsneyti um allt að 40% þrátt fyrir að hestaflaljöldinn auk- ist um 10%. Bílar af 1997 árgerð verða með þessari gerð vélar í Jap- an en hún kemur fyrst til Evrópu á módelárinu 1998. Pajero vinnur ÞÝSKA bílatímaritið Caravaning hefur valið Mitsubishi Pajero jeppa ársins en þátt í kjörinu tóku um 7 þúsund lesendur tímaritsins. Frá september á síðasta ári til áramóta seldust 7.540 Pajero jeppar í Þýska- landi. 1.000 kmáklst REYNT verður að slá hraðamet í eyðimörkinni í Nevada í Bandaríkj- unum innan tíðar á farartækinu Thrust SSC sem knúð er tveimur þotuhreyflum af gerðinni Rolls- Royce Spey og eyðir 110 lítrum af eldsneyti við hröðun. Flugliðsfor- inginn Richard Noble stjórnar tæk- inu og ætlar hann að reyna að ná ná 1.368 km hraða á klst en akstur- inn tekur aðeins 60 sekúndur. Áætl- uð hröðun úr kyrrstöðu í 1.350 km á klst er 40 sekúndur. Bílabæn JAPANSKT fyrirtæki hefur hafið framleiðslu á tæki í bíla sem þylur bæn úr Kóraninum, helgu riti mú- hameðstrúarmanna. Tækið kostar um 1.000 ÍSK. Því er stungið í sam- band í innstungu fyrir vindlinga- kveikjarann og sjálfvirk spilun hefst þegar bílvélin er ræst. ■ tilraunabíla frá Ford. Framúrstefnu- bíllinn Chrysler Airflow var einn þeirra sýningarbíla sem settir voru í fram- leiðslu á tímum heimskeppunnar. Hið nútímalega útlit hans átti hins vegar ekki upp á pallborðið hjá íhaldssömum Bandaríkjamönnum, Chrysler tapaði stórfé og sýndi ekki frumkvæði í bíla- hönnun á ný fyrr en áratugum síðar. Annar safngripur, sem átti sér stutta sögu, er Tucker sem einungis var framleiddur í 50 eintökum árið 1948, en risunum tókst að setja löppina fyr- ir þennan unga og framsækna bíla- framleiðanda. Segja má að bílasafn Henry Ford sé minnisvarði bandarí- skrar bílaframleiðslu. Það segir þró- unarsögu hennar í hnotskum, þar sem í má lesa uppgang, velgengni og síðan hnignun samfara einokun og auð- hringamyndun örfárra fyrirtækja. Þessi þróun opnaði braut framsækinna bílaframleiðenda í Evrópu og Japan, þeirra sem bera hitan og þungan af framþróun bílsins í dag. ■ Örn Sigurðsson Bílasafn Henry Ford IÐNJÖFURINN Henry Ford fæddist í Springfield í Bandaríkjunum árið 1863 og smíðaði sinn fyrsta bíl 35 ára gamall. Þegar fram liðu stundir rúll- aði fyrsti T-Fordinn af færibandinu og nýtt iðnaðarstórveldi leit dagsins ljós. Henry stóð lengi í eldlínu bíla- •framleiðslunnar, en á efri árum helg- aði hann sig að mestu áhugamáli sínu sem var varðveisla gamalla minja. Vesturheimst Árbæjarsafn í Dearbom, nágrannaborg Detroit, standa bílaverksmiðjur Ford, höfuð- stöðvar og tilraunasvæði. Mitt í hring- iðu iðnaðarins er að finna merkilegt safn bíla, húsa og annarra muna, sem eiga það sameiginlegt að tengjast á einhvem hátt uppbyggingu tæknisam- félagsins. Uppistaðan í Henry Ford Museum og Greenfield Village er safn gamalla húsa sem Henry leitaði uppi, flutti til Dearborn og lét gera upp. Á þessu Árbæjarsafni er m.a. að fínna tilraunastofu Edisons og vinnustofu Wright bræðra. Bflasafnið dregur hins vegar að sér flesta gesti, enda er það eitt hið merkilegasta sinnar tegundar. Bíllinn í bandarísku samfélagi I anddyri safnsins blasir við fyrsti bíllinn sem fjöldaframleiddur var í Bandaríkjunum, sá er Duryea bræður smíðuðu árið 1896. Margt sýningar- muna er frá upphafí bílaaldar og má þar m.a. nefna aldamótaárgerð De Dion-Bouton bíls sem er nákvæmlega eins og fyrsti bíll Islendinga, en sá var framleiddur af Cudell í Þýskalandi með leyfi De Dion. Meginþema safns- ins er sýningin Automobile in Americ- an Life eða Bíllinn í bandarísku samfé- lagi, en þar er lýst á einstæðan hátt þeim miklu áhrifum sem þetta verk- færi hefur haft á þjóðfélagið. Sett hefur verið upp bílabíó, bensínstöð og þjóðvega veitingastaður, auk þeirrar einstæðu gistiþjónustu sem nefnt er mótel. Allt tengist þetta bílnum og vegakerfi landsins, en þess má geta að í Bandaríkjum hefur tífalt meira landrými farið undir bílinn en í Evr- ópu. Þeir sem ekki vildu notfæra sér vegamótelin fengu sér húsbíla eða hjólhýsi og eru nokkur slík á safninu, sum æði forn og glæsileg. Innréttað rúgbrauð vekur athygli sýningargesta, en með tilkomu þess komust húsbílar í eigu alþýðufólks. Bílar með góða og vonda sögu En það eru ekki einungis alþýðu- vagnar á þessu safni. Meðal sýningar- muna eru fjórir þjóðhöfðingjabílar af Lincoln gerð, sá glæsilegasti frá 1942 sem var í þjónustu Roosevelt forseta. Sá þekktasti er samt sá sem Kennedy sat í er hann var myrtur í Dallas árið 1963. Fleiri Lincolnbílar eru á safninu ásamt glæsivögnum á borð við Dues- enberg og Cadillac. Þama má fínna þekkta sýningarbíla, Y-Job Buickinn frá 1938 og LeSabre frá 1951 auk ÞENNAN A-Ford keyrðu suður-amerískir feðgar nýlega yfir KENNEDY forseti fór sína feigðarför í þessúm Lincoln árið 1963. hálfan hnöttinn. Við hlið hans er ein fjölmargra flugvéla á safninu. CHRYSLER Airflow þótti of framúrstefnulegur árið 1934 og féll ekki í kramið hjá bandarískum ökumönnum. VOLKSWAGEN rúgbrauðið frá hippatimabilinu þekkja margir, en með tilkomu þess komust húsbílar í alþýðueign. FYRSTI fjöldaframleiddi bandariski bíllinn, Duryea árgerð 1896. Notkun hvarfakúta í útblásturskerfum bifreiða í Svíþjóð 1987-1995 Ljanúar ár hvert 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Fjöldi bifreiða með hvarfakút 9.000 150.000 455.000 735.000 951.000 1.127.000 1.267.000 1.389.000 1.535.000 Hlutfall bifreiða með hvarfakút af eknum km Hlutfall bifreiða með hvarfakút af fólksbílum alls — 10 43% með hvarfakút í SVÍÞJÓÐ eru 1,5 milljónir bíla, eða um 43% af bílaflotanum, búnir hvarfakút. Bílafjöldinn í Svíþjóð var á síðasta ári 3,6 milljónir, þar af voru 14% í eigu fyrirtækja og 86% í einkaeign. 490.000 bílar eru í eigu fyrirtækjanna og þar af eru um 160.000 bílar til afnota fyrir starfsmenn utan vinnutíma. ■ Mikil hlióarbelgja- væðing að hefjast MIKILL markaður er fyrir öryggisbúnað í bíla og nýjasta viðbótin á því sviði eru hliðarlíknarbelgir. Framleiðendur keppt- ust við að hanna og framleiða hliðarlíkn- arbelgi allt síðasta ár vegna þess að fyrirsjáanleg er mikil eftirspurn eftir þessum búnaði. Bandaríski líknarbelgjaframleiðand- inn TRW Vehicle Safety Systems í Bandaríkjunum telur að bílaframleið- endur muni setja 28 milljónir líknar- belgja í bíla um allan heím á hveiju ári upp úr næstu áramótum. Volvo fyrstur Volvo bauð fyrstur bílaframleiðenda hliðarlíknarbelgja með 850 bílnum. Sænska fyrirtækið Autoliv AB hannaði belginn fyrir Volvo. Nú vonast fyrirtæk- ið eftir því að geta nýtt sérþekkingu sína á hliðarlíknarbelgjum til að auka verulega markaðshlutdeild sína í Banda- ríkjunum. Autoliv er eitt stærsta fyrir- tæki á sínu sviði í Evrópu en er í sjö- unda sæti í Bandaríkjunum hvað varðar sölu. Mjög hörð samkeppni er framund- an því allir stærstu líknarbelgjaframleið- endur eru nú að hanna hliðarlíknar- belgi, þ.á m. tvö stærstu fyrirtækin í Bandaríkjunum, TWR og Morton Auto- motive Safety Products. Á sama tíma heldur markaðurinn áfram að stækka. Mercedes-Benz, BMW og Volvo hafa þegar kynnt hliðarlíknarbelgi í sínum bílum og stóru bílaframleiðendurnir þrír í Bandaríkjunum, Ford, GM og Chrysler hyggjast gera hið sama. Ford hefur reyndar þegar lýst yfir áætlunum í þá veru og búist er við að GM búi Saturn bíla og Cacillac hliðarlíknarbelgjum. Allir helstu bílaframleiðendur hyggj- ast setja hliðarlíknarbelgi í sína bíla þrátt fyrir að árekstrarvörn í hurðum og frauð sem tekur af mestu höggin í hliðarárekstrum uppfylli nú þegar kröf- ur sem gerðar eru um árekstran/arnir í Bandaríkjunum. í fyrstu munu líklega flestir bjóða upp á einn hliðarlíknarbelg sem ver búkinn. Seinna verða kynntir belgir sem einnig vetja höfuðið. í flest- um tilfellum verða hliðarlíknarbelgir fyrst í lúxusbílunum enda þótt slysat- íðni sé lægri í stórum bílum en litlum. Margir telja þó víst að hliðarlíknarbelg- ir verði boðnir í litlum bílum þegar fram líða stundir. ■ LEXUS kynnti sinn fyrsta jeppa á sýningunni, LX450 Iúxusjepp- ann. Sala á jeppanum hefst vestanhafs um miðjan janúar og verður hann seldur í 175 umboðum Lexus í landinu. Hann kost- ar frá 47.500 dollurum. ALÞJÓÐLEGA BÍLASÝNINGIN í DETROIT Rafbílar og hugmyndabílar FJÖLDI nýrra bíla var frumsýndur á alþjóðlegu bílasýningunni í Detroit í síðustu viku. Sérstaka athygli vöktu hugmyndabílar bandarísku framleið- endanna og var Chrysler einna djarf- ast á því sviði og lýsti því m.a. yfir að tveggja sæta sportbíllinn Prowler yrði fjöldaframleiddur. Umræða um rafbíla var talsverð á sýningunni. Þó þykir nú ljóst að ströng mengunar- varnarlöggjöf bandarískra stjórn- valda tekur ekki gildi í Kaliforníu árið 1998, eins og áður hafði verið ráðgert, en samkvæmt henni áttu a.m.k. 2% af heildarbílasölu banda- rískra bifreiðaframleiðenda í fylkinu að vera rafbílar. Engu að síður til- kynnti General Motors að það myndi setja tveggja sæta rafbílinn EVl næsta haust. Einnig sýndi GM pall- bíl með rafvél og Impact fjölskyldu- bílinn. ■ LHX hugmyndabíllinn frá Chrysler er fernra dyra lúxusstallbak- ur. Með bílnum er gengið enn lengra í svokallaðri „cab-for- ward“ hönnun, en helstu einkenni hennar er mikill halli á fram- rúðu og hjólum er komið eins langt út á enda bílsins og mögu- legt er. Allt fyrir meira innanrými. GENERAL Motors ætla að setja EVl, tveggja sæta næsta rafbíl, á markað næsta haust en hann verður seldur í gegnum Saturn umboðin í Los Angeles og San Diego í Kaliforníu og Phoenix og Tuscon í Arizona. ® NIPPARTS Japanskir varahlutir fyrir Japanska bíla NP. VABAHIUTlg HF SMÍÐJUVEGUR 24 C - 200 KÓPAVOGUR GRÆN GATA.SÍMI 587 0240 FAX 587 0250 MERCEDES-Benz kynnti hugmyndabilinn AAVision. Hug- myndabíllinn hefur mörg sömu útlitseinkenni og jeppinn sem fyrirtækið hefur tilkynnt að það hefji framleiðslu á í verk- smiðju sinni í Alabama í byrjun árs 1997. CHRYSLER kynnti Dodge Intrepid ESX, sportlegan fjölskyldu- stallbak sem er á hugmyndastigi. Dodge Intrepid ESX er hannað- ur í Tæknimiðstöð Chrysler. Helsta nýjungin við bílinn er yfir- byggingin sem er öll úr áli. EIN stærstu tíðindin á sýningunni voru e.t.v. þau að Chrysler hyggst fjöldaframleiða Prowler sportbílinn. Á myndinni eru t.v. Robert J. Eaton, sljórnarformaður Chrysler, og Robert A. Lutz, aðalforstjóri fyrirtækisins við Prowler. Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði hefur ákveðið að leita eftir kauptilboðum í tvær Pinzqauer bifreiðar sveitarinnar. 1. Pinzqauer 6x6, árg. 1981, farþegar 10, kr. 1.200 þús. 2. Pinzqauer 6x6, árg. 1987, farþegar 10, kr. 2.500 þús. Bílarnir eru framleiddir af dótturfyrirtæki Benz í Austurríki og eru t.d. búnir sjálfstæðri fjöðrun, handvirkum driflæsingum, niðurfærslugír út í hjól, sambyggðri driflínu, samhæfðum 5 gíra gírkassa og millikassa o.fl. Allar nánari upplýsingar i sima 896 6996 eða á kvöldin i sima 565 1956.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.