Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 12. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Papandr- eou segir af sér Aþenu. Reuter. ANDREAS Papandreou, for- sætisráðherra Grikklands, sagði af sér embætti í gær og skoraði á flokksbræður sína að velja eftirmann sinn strax. Papandreou sagði í afsagn- arbréfi sínu, að vegna sjúk- leika gæti hann ekki veitt ríkisstjórninni forstöðu og það væri í þágu lands og þjóðar, að nýr forsætisráðherra yrði valinn hið bráðasta. Þeir, sem eru taldir koma helst til greina, eru Gerassimos Arsenis varn- armálaráðherra og Costas Simitis, fyrrverandi iðnaðar- ráðherra. ■ Liani tekst á við/20. Tsjetsjensku skæruliðarnir vörðust enn í Pervomaískoje Óvissa ríkti um ör- lög flestra gíslamia Pervomaískoje. Reuter. RÚSSNESKA innanríkisráðuneytið tilkynnti í gærkvöld, að mestu hern- aðaraðgerðunum gegn tsjetsjensk- um skæruliðum í þorpinu Pervoma- ískoje væri lokið og væri nú unnið að því að uppræta þá í hverju hús- inu á eftir öðru. Talsmenn skæru- liða í Tsjetsjníju segja hins vegar, að árásinni á þorpið hafi verið hrundið. Rússneskar fréttastofur sögðu, að tekist hefði að frelsa níu gísla af um 100 og væri ekkert vitað um örlög hinna. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, réttlætti aðgerðir hersins í gær en þingmenn, jafnt til hægri sem vinstri, gagnrýndu þær harðlega að undanskildum Vladímír Zhírínovskí, leiðtoga öfga- fullra þjóðernissinna. Sérsveitir rússneska innanríkis- ráðuneytisins létu til skarar skríða gegn tsjetsjensku skæruliðunum í Pervomaískoje í dagrenningu í gær og var flugskeytum skotið á hús í þorpinu, jafnt af landi sem úr lofti. Síðar hófust bardagar um hús í útjaðri þorpsins en þegar myrkur skall á kváðu enn við skothvellir Reuter RÁÐIST var gegn Pervomaískoje með fallbyssuþyrlum og eldflaugahríð og stóð hluti þorpsins í ljósum logum eftir skamma stund. Hér sést hvar ein eldflaugin springur en rússneskir sérsveitar- menn sögðu í gærkvöld, að þeir hefðu náð stórum hluta þorpsins á sitt vald. Fréttir voru um, að tekist hefði að frelsa níu gísla en skæruliðar sögðu, að sex gíslar hefðu fallið. og sprengingar og ljóst að skærulið- ar veittu ennþá harða mótspymu. Segja sex gísla fallna Talsmenn skæruliða í Tsjetsjníju sögðu í gærkvöld, að þeir hefðu haft fiarskiptasamband við landa sína í Pervomaískoje, sem fullyrtu, að þeir hefðu hrundið árás rússn- esku sérsveitarmannanna. Sex gísl- ar hefðu látið lífið í árásinni og margir særst. Engar áreiðanlegar fréttir voru um mannfall en Interfax-fréttastof- an hafði eftir innaríkisráðuneytinu, að flórir hermenn hefðu fallið, 14 særst og ráðuneytið áætlaði, að 60 skæruliðar hefðu fallið. Talið er, að þeir hafi verið um 200 talsins. Þá segjast Rússar hafa tekið átta menn til fanga. Jeltsín sagði í gær, að skæruliðar hefðu virt að vettugi áskoranir um að sleppa gíslunum og þegar þeim hefði borist fyrirskipun frá leiðtoga sínum, Dzhokhar Dúdajev, um að skjóta gíslana hefði verið ákveðið að ráðast gegn þeim. Jabloko boðar vantraust Talsmenn rússnesku þingflokk- anna mótmæltu árásinni á Perv- omaískoje harðlega í gær að Zhír- ínovskí einum undanteknum. í yfir- lýsingu kommúnistaflokksins var skorað á alla að sameinast um að koma þeim frá, sem hefðu hrundið þjóðinni út í stríð og gætu ekki stöðvað það, og Jabloko, helsti flokkur umbótasinna, hefur boðað vantrauststillögu á stjórnina. ■ Gíslunum hlíft/20 Þýskt efna- hagslíf í vanda Bonn. Reuter. FORSETI samtaka þýska iðn- aðarins, Hans-Olaf Henkel, hvatti í gær stjórnvöld til að grípa til umfangsmikilla efna- hagsaðgerða, er hefðu það að markmiði að skapa tvær millj- ónir nýrra starfa fyrir árið 2000. Henkel lagði meðal annars til að skattar yrðu lækkaðir, útgjöld ríkisins skorin niður og samkeppnisstaða Þýskalands á alþjóðlegum mörkuðum bætt. Forystumenn í þýsku efna- hagslífi hafa vaxandi áhyggjur af versnandi stöðu efnahags- mála og langvarandi atvinnu- leysi. Ofsköttun mesta vandamálið „Við ættum að sameinast um það að gera sköpun nýrra starfa að helsta forgangsverk- efni okkar. Við erum þeirrar skoðunar að jafnvel síðustu hagspár einkennist af of mik- illi bjartsýni,“' sagði Henkel á blaðamannafundi. Helmut Kohl kanslari og flokkur kristilegra demókrata kynntu um helgina tillögur er miða að því að draga úr at- vinnuleysi og meðal vinnuveit- enda og stéttarfélaga í Þýska- landi er mikil umræða um hvernig eigi að íjölga störfum. Henkel sagði eitt mesta vandamál þýskra fyrirtækja vera ofsköttun og sagði skatta á fyrirtæki vera skatta á at- vinnutækifæri. Þá sagði hann efnahagslífið ekki lengur standa undir hinu viðamikla félagslega kerfi Þýskalands. Rússneskir umbótasinnar segjast óttast framtíðina Harðlínumaður skipað- ur ráðgjafi Jeltsíns Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, skipaði í gær harðlínumann sem starfsmannastjóra sinn og helsta ráðgjafa. Segja talsmenn umbóta- sinna, að það boði ekkert gott fyrir framhaldið en Jeltsín, sem kveðst „hugsanlega" munu bjóða sig fram í forsetakosningunum í sumar, boð- ar meiri breytingar á ríkisstjórninni. í tilkynningu frá blaðafulltrúa Jeltsíns sagði, að Níkolaj Jegorov, fyrrverandi ráðherra í málefnum þjóðarbrota, hefði verið skipaður starfsmannastjóri í stað Sergeis Fílatovs, sem hætti í síðustu viku. Vikið úr stjórninni Jegorov er harðlínumaður og stjórnaði hernaðaraðgerðum Rússa í Tsjetsjníju undir árslok 1994 þeg- JELTSÍN á blaðamannafundi. ar blóðbaðið var sem mest. Hann stýrði einnig aðgerðum vegna gísla- töku tsjetsjenskra skæruliða í Búd- enovsk í Suður-Rússlandi í júní sl. en var vikið úr stjórninni vegna frammistöðu sinnar þar. Haukur í stað dúfu „Dúfan er flogin og haukurinn sestur," sagði Níkolaj Bodnaruk, aðstoðarritsjóri Ízvestíja, sem er fijálslynt blað. „Það fer hrollur um mig og ég óttast framtíðina. Við vitum hvernig hann hagaði sér í Tsjetsjníju." Bodnaruk sagði, að með skipan Jegorovs væri Jeltsín að reyna að þóknast þinginu, dúmunni, sem kemur saman í fyrsta sinn í dag, en þar eru kommúnistar og þjóðern- issinnar stærstu flokkarnir. Jeltsín sagði í gær, að „hugsan- legt væri, að hann byði sig fram í forsetakosningum en ákvörðun um það myndi hann tilkynna milli 12. og 15. febrúar. Reuter Deilt um fangaskipti Siu-íýevo. Reuter. BOSNIUSTJ ORN neitaði í gær að taka þátt í fangaskiptum, mjög mikilvægum áfanga Day- ton-samkomulagsins um frið í landinu, nema Serbar létu lausa 4.000 múslima. Amir Masovic, sem annast fangaskiptin fyrir hönd Bosníu- stjórnar, sagði, að Serbar hefðu aðeins boðist til að sleppa 200 múslimum en af skiptunum yrði ekkert fyrr en þeir slepptu 4.000 manns. Samkvæmt friðarsamningun- um eiga fangaskiptin að hafa farið fram á föstudag og búist er við, að Bosníustjórn verði beitt miklum þrýstingi vegna þessa máls á næstu dögum. Flótti Serba frá Sarajevo hélt áfram í gær og sýnir myndin hóp barna á leið úr borginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.