Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ - FRETTIR Strætisvagni var ekið inn í íbúðarhús við Sundstræti á ísafirði í gær MÆÐGURNAR Kristjana Magnúsdóttir og Friðgerður Hallgrímsdóttir í sófanum sem þær sátu í upp við gluggavegginn þegar strætisvagninn ók á húsið. Sófinn brotnaði og hentist út á mitt gólf. „Attum allra síst von á að fá strætisvagn inn í stofuna“ RETT eftir kl. 12 í gærdag var öðrum tveggja strætisvagna Isa- §arðar ekið inn í stofu tvílyfts timburhúss sem stendur við Sund- stræti 15 á ísafírði. íbúar húss- ins, hjón og dóttir þeirra, voru í stofunni er áreksturinn varð og sluppu þau án meiðsla, en hús- móðirin kvartaði þó yfír verkjum I baki. Auk bílstjóra strætisvagns- ins voru tveir farþegar í honum og sluppu þeir einnig án meiðsla. Strætisvagninn var á leið niður Sundstræti er stór vörubifreið kom á móti honum þar sem gatan er sem þrengst. Til að koma í veg fyrir árekstur við vörubílinn tók ökumaður strætisvagnsins það ráð að beygja að húsinu með þeim afleiðingum að framhluti vagnsins endaði inn í stofu hússins. Talið er að strætisvagninn hafí verið á um 31) km hraða þegar ökumaður- inn reyndi að bremsa en vegna þyngdar bílsins varð höggið nokk- uð þungt. Hálka var þegar árekst- urinn átti sér stað. Strætisvagn- inn var vel útbúinn til vetrarakst- urs. Sófinn með mæðgxmum út á mitt gólf „Þetta gerðist rétt um kl. 12.00. Þá sátum við mamma í sófa undir gluggaveggnum og vorum að skoða myndir. Allt í Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson FRAMENDI strætisvagnsins inni í húsinu um hádegisbilið í gær. einu kom mikið högg og sófínn færðist út á mitt gólf. Við gerðum okkur í fyrstu ekki grein fyrir hvað var að gerast en áttum allra síst von á að fá strætisvagn inn í stofuna til okkar. Við stóðum síðan upp og horfðum þá framan í bílstjórann sem var kominn að hluta til inn í stofuna til okkar. Það fór allt í rúst í stofunni, sófínn brotnaði, glerbrot þeyttust um allt auk þess sem húsið skekktist mikið að sögn kunnáttu- manna,“ sagði Kristjana Magnús- dóttir, dóttir þeirra Friðgerðar Hallgrímsdóttur og Magnúsar Arnórssonar, en hún og Friðgerð- ur sátu í sófanum þegar strætis- vagninn kom aftan að þeim. Húsið færðist á grunninum Magnús Amórsson, eigandi hússins, sagðist hafa setið í stól í stofunni þegar strætisvagninn ók á húsið. „Eg get svarið það að ég skil ekki hvernig stóð á því að hann ók á húsið. Húsið er mikið skemmt, það hefur færst til a.m.k. 30 sentimetra af grunninum og að mínu áliti er það ónýtt. Fulltrúar tryggingafélags strætisvagnsins komu og skoðuðu tjónið en þeir hafa ekkert gefíð upp um það ennþá en að okkar mati er húsið ónýtt. Ég var heima í morgun og sat í stól í stofunni og varð að vonum hverft við. Ég er viss um að ef vagninn hefði verið á meiri ferð hefði ekki þurft að spyija að leikslokum með þær mæðgur. Þetta var eins og mikil sprenging og ég er enn í taugasjokki,“ sagði Magnús i samtali við blaðið laust eftir hádegi í gær. Stjórn íslenska járnblendifélag’sins ræðst í endurbætur á tækjabúnaði 500 milljónir til endurbóta STJÓRN íslenska járnblendifélags- ins hf. hefur ákveðið að veita hálf- um milljarði til endurbóta á tækja- búnaði í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Mestur hluti upp- hæðarinnar rennur til mengunar- vama. Jón Sigurðsson, forstjóri, segir um eðlilegar endurbætur á 16 ára gömlum tækjum að ræða. Bilanir í eldri búnaði hafa valdið óvenjumik- illi mengun frá verksmiðjunni að undanfömu. Framkvæmdir vegna endurbótanna fara fram í ár og á næsta ári. Jón sagði að 300 milljóna króna fjárveiting vegna framkvæmda á árinu 1996 hefði verið heimiluð á stjómarfundi 1. desember sl. Nú væri beðið eftir tillögum norskrar verkfræðistofu um hvernig best væri að standa að framkvæmdun- um. Hann sagði að endurbæturnar sneru að því að minnka mengun innan og utan verksmiðjunnar. Kvartað yfir mengun Hann sagði að bilanir í reyk- hreinsivirkjunum hefðu komið í hrinum undanfarnar vikur og mán- uði. Ekki hefði verið hægt að keyra verksmiðjuna með fullum afköstum meðan á viðgerð hefði staðið nema hleypa út svolitlu af reyk. „Eins og kannski von er til hafa ýmsir kvart- að yfir menguninni en okkur þykir ástandið verra en nokkrum öðrum,“ sagði Jón. Hann sagði að mengun hefði verið innan mengunarmarka starfsleyfis í fyrra. Ekki hefði farið fram uppgjör á mengunarmæling- um frá áramótum. Jón sagði að hafist yrði handa um leið og framkvæmdaáætlun yrði tilbúin. Hann sagðist eiga von á að málmiðnaðarfyrirtæki tæki verkið að sér í verktöku. Eldur í fjöl- býlishúsi ELDUR kom upp í íbúð á áttundu hæð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi í gær og rýma þurfti þijár hæðir hússins vegna reyks. Engan sakaði í eldinum sem kom upp í eldhúsi íbúðar. Átta slökkvibílar voru kvaddir út. Eldurinn kviknaði út frá potti á elda- vél, en húsmóðirin hafði brugðið sér frá án þess að slökkva undir. Töluverður eldur logaði þegar slökkvilið kom á staðinn en greiðlega gekk að slökkva hann. Notuð var vatnsslanga á gangi fjölbýlishússins. Miklar skemmdir urðu á íbúðinni, aðallega vegna reyks og sóts. Reyk lagði um ganga en ekki inn í aðrar íbúðir. Til öryggis voru íbúar á sjö- undu, áttundu og níundu hæð, fluttir úr húsinu. ------» ♦■■■4--- Dansmær frá Tahiti brenndist TVÍTUG stúlka frá Tahiti brenndist illa á baki og hálsi þegar eldur læsti sig í hár hennar og strápils, sem hún klæddist, á Hótel íslandi á laugar- dagskvöld. Stúlkan var ásamt nokkr- um löndum sínum að kynna nýjan áfengan drykk með dansi og skemmtiatriðum og voru meðlimir hópsins að afhenda gestum blóma- kransa þegar eldurinn kviknaði. Nærstaddir gestir slökktu eldinn og var stúlkan flutt á Landspítalann, þar sem Ólafur Einarsson lýtalæknir gerði á henni aðgerð sem fólst m.a. í flutningi á húð yfír á þau svæði sem voru verst farin, eða á stærð við þijá lófa. Ólafur kveðst vona að annað grói, en brunasárin ná að megni til yfír bak og teygja sig yfír á hægri síðu og handlegg. Dansmærin liggur nú á Landspít- ala og segir Ólafur ekki fullljóst hve- nær henni verður leyft að halda heim á leið. Félagar hennar í dansflokkn- um héldu af landi brott í gær. ------» ♦ »----- Stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur Ákvörðun í næstu viku EKKI voru teknar neinar ákvarðanir á fundi stjómar Sjúkrahúss Reykja- víkur í gær um samdrátt í rekstri sjúkrahússins til að sníða hann að framlögum á fjárlögum. í yfirlýsingu frá stjórn og fram- kvæmdastjórn Sjúkrahúss Reykja- víkur segir að stjórnin stefni að því að afgreiða hugmyndir um leiðir til útgjaldalækkunar í næstu viku og verði heilbrigðis- og tryggingaráð- herra kynntar þær að því loknu sem og trúnaðarmönnum stéttarfélaga. Jóhannes Gunnarsson, lækninga- forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að á fundinum í gær hafi fram- kvæmdastjórn verið falið að vinna áfram að málinu á þann veg sem gert hafí verið. MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá Nóatúni, „Hundrað á hundrað".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.